Sást til rússneskra herskipa nærri lekastaðnum í vikunni Kjartan Kjartansson skrifar 29. september 2022 14:04 Gervihnattamynd af gasi sem vellur upp úr Eystrasalti þar sem gat kom á Nord Stream-gasleiðslurnar á mánudag. AP/Planet Labs PBC Evrópskar öryggisstofnanir eru sagðar hafa fylgst með ferðum rússneskra herskipa nærri staðnum þar sem lekar komu á Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti í vikunni. Atlantshafsbandalagið telur að um skemmdarverk hafi verið að ræða. Leki kom skyndilega á Nord Stream 1 og 2, gasleiðslur sem liggja frá Rússlandi til meginlands Evrópu, á þremur stöðum undan ströndum Borgundarhólms á mánudag. Norrænir jarðskjálftamælar námu tvær sprengingar og hafa evrópskir ráðamenn talað um skemmdarverk án þess að saka Rússa beint um að hafa staðið að þeim. Sænska strandgæslan staðfesti í dag að fjórði lekinn sé kominn á leiðslurnar. Heimildarmenn CNN-fréttastöðvarinnar hjá vestrænum leyniþjónustustofnunum segja að evrópskar öryggisstofnanir hafi fylgst með ferðum birgðaskipa rússneska sjóhersins nærri gasleiðslunum þar sem þær rofnuðu á mánudag og þriðjudag. Ekki sé ljóst hvort skipin tengist lekanum en að það verði skoðað í rannsókn á lekanum. Embættismaður hjá danska hernum segir stöðinni að rússneskar skipaferðir á svæðinu séu daglegt brauð. Nærvera skipanna nú þurfi ekki að þýða að Rússar hafi unnið spellvirki á leiðslunum. Gas gæti lekið fram yfir helgi Rússnesk stjórnvöld hafa reynt að bendla Bandaríkjastjórn við lekann og meðal annars vísað til gamalla ummæla Joes Biden Bandaríkjaforseta um að hann myndi stöðva Nord Stream 2-leiðsluna ef Rússar réðust inn í Úkraínu. Leiðslan var þó aldrei tekin í notkun þar sem Þjóðverjar slitu samstarfinu við Rússa í kjölfar árásarinnar. Atlantshafsbandalagið sagðist í dag myndu svara árásum á mikilvæga innviði aðildarríkja sinna. Í yfirlýsingu bandalagsins lýsti það áhyggjum af skemmdunum á gasleiðslunum. Allt bendi til þess að um vísvitandi, glæfralegt og ábyrgðarlaust skemmdarverk hafi verið að ræða. Talsmaður Nord Stream 1 segist telja að gas hætti að leka frá leiðslunni á mánudag. Ekki sé hægt að segja til um framtíð leiðslunnar fyrr en lagt hefur verið mat á umfang skemmdanna. Rússar lokuðu leiðslunni í ágúst, að sögn vegna viðhalds. Leiðtogar Evrópusambandsins sökuðu rússnesk stjórnvöld aftur á móti um að nota gasið sem vopn gegn vesturlöndum vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Tengdar fréttir Svíar fundu fjórða lekann og Rússar benda á Bandaríkjamenn Sænska landhelgisgæslan hefur fundið fjórða gaslekann á Nord Stream gasleiðslunum, samkvæmt Svenska Dagbladet. Blaðið hefur eftir talsmanni landhelgisgæslunnar að tveir af lekunum fjórum séu í sænskri lögsögu en hinir tveir eru í danskri lögsögu. 29. september 2022 07:30 Telja gasleiðslurnar geta skemmst varanlega Óttast er að rússnesku gasleiðslurnar tvær í Eystrasalti kunni að skemmast varanlega eftir skemmdarverk sem virðast hafa verið unnin á þeim. Þýski sjóherinn ætlar að taka þátt í rannsókn á lekanum. 28. september 2022 14:36 Óttast loftslagsstórslys vegna gaslekans Losun gróðurhúsalofttegunda frá lekanum í Nord Stream-gasleiðslunum tveimur í Eystrasalti gæti jafnast á við árslosun heillrar borgar. Vísindamenn óttast loftslagshamfarir en losun vegna lekans gæti í versta falli orðið umtalsvert meiri en árslosun Íslands. 28. september 2022 10:54 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Leki kom skyndilega á Nord Stream 1 og 2, gasleiðslur sem liggja frá Rússlandi til meginlands Evrópu, á þremur stöðum undan ströndum Borgundarhólms á mánudag. Norrænir jarðskjálftamælar námu tvær sprengingar og hafa evrópskir ráðamenn talað um skemmdarverk án þess að saka Rússa beint um að hafa staðið að þeim. Sænska strandgæslan staðfesti í dag að fjórði lekinn sé kominn á leiðslurnar. Heimildarmenn CNN-fréttastöðvarinnar hjá vestrænum leyniþjónustustofnunum segja að evrópskar öryggisstofnanir hafi fylgst með ferðum birgðaskipa rússneska sjóhersins nærri gasleiðslunum þar sem þær rofnuðu á mánudag og þriðjudag. Ekki sé ljóst hvort skipin tengist lekanum en að það verði skoðað í rannsókn á lekanum. Embættismaður hjá danska hernum segir stöðinni að rússneskar skipaferðir á svæðinu séu daglegt brauð. Nærvera skipanna nú þurfi ekki að þýða að Rússar hafi unnið spellvirki á leiðslunum. Gas gæti lekið fram yfir helgi Rússnesk stjórnvöld hafa reynt að bendla Bandaríkjastjórn við lekann og meðal annars vísað til gamalla ummæla Joes Biden Bandaríkjaforseta um að hann myndi stöðva Nord Stream 2-leiðsluna ef Rússar réðust inn í Úkraínu. Leiðslan var þó aldrei tekin í notkun þar sem Þjóðverjar slitu samstarfinu við Rússa í kjölfar árásarinnar. Atlantshafsbandalagið sagðist í dag myndu svara árásum á mikilvæga innviði aðildarríkja sinna. Í yfirlýsingu bandalagsins lýsti það áhyggjum af skemmdunum á gasleiðslunum. Allt bendi til þess að um vísvitandi, glæfralegt og ábyrgðarlaust skemmdarverk hafi verið að ræða. Talsmaður Nord Stream 1 segist telja að gas hætti að leka frá leiðslunni á mánudag. Ekki sé hægt að segja til um framtíð leiðslunnar fyrr en lagt hefur verið mat á umfang skemmdanna. Rússar lokuðu leiðslunni í ágúst, að sögn vegna viðhalds. Leiðtogar Evrópusambandsins sökuðu rússnesk stjórnvöld aftur á móti um að nota gasið sem vopn gegn vesturlöndum vegna innrásar þeirra í Úkraínu.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Tengdar fréttir Svíar fundu fjórða lekann og Rússar benda á Bandaríkjamenn Sænska landhelgisgæslan hefur fundið fjórða gaslekann á Nord Stream gasleiðslunum, samkvæmt Svenska Dagbladet. Blaðið hefur eftir talsmanni landhelgisgæslunnar að tveir af lekunum fjórum séu í sænskri lögsögu en hinir tveir eru í danskri lögsögu. 29. september 2022 07:30 Telja gasleiðslurnar geta skemmst varanlega Óttast er að rússnesku gasleiðslurnar tvær í Eystrasalti kunni að skemmast varanlega eftir skemmdarverk sem virðast hafa verið unnin á þeim. Þýski sjóherinn ætlar að taka þátt í rannsókn á lekanum. 28. september 2022 14:36 Óttast loftslagsstórslys vegna gaslekans Losun gróðurhúsalofttegunda frá lekanum í Nord Stream-gasleiðslunum tveimur í Eystrasalti gæti jafnast á við árslosun heillrar borgar. Vísindamenn óttast loftslagshamfarir en losun vegna lekans gæti í versta falli orðið umtalsvert meiri en árslosun Íslands. 28. september 2022 10:54 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Svíar fundu fjórða lekann og Rússar benda á Bandaríkjamenn Sænska landhelgisgæslan hefur fundið fjórða gaslekann á Nord Stream gasleiðslunum, samkvæmt Svenska Dagbladet. Blaðið hefur eftir talsmanni landhelgisgæslunnar að tveir af lekunum fjórum séu í sænskri lögsögu en hinir tveir eru í danskri lögsögu. 29. september 2022 07:30
Telja gasleiðslurnar geta skemmst varanlega Óttast er að rússnesku gasleiðslurnar tvær í Eystrasalti kunni að skemmast varanlega eftir skemmdarverk sem virðast hafa verið unnin á þeim. Þýski sjóherinn ætlar að taka þátt í rannsókn á lekanum. 28. september 2022 14:36
Óttast loftslagsstórslys vegna gaslekans Losun gróðurhúsalofttegunda frá lekanum í Nord Stream-gasleiðslunum tveimur í Eystrasalti gæti jafnast á við árslosun heillrar borgar. Vísindamenn óttast loftslagshamfarir en losun vegna lekans gæti í versta falli orðið umtalsvert meiri en árslosun Íslands. 28. september 2022 10:54