„Væru allir að skammast og kvarta ef Vanda hefði ekki hringt í Heimi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. september 2022 08:25 Vanda Sigurgeirsdóttir hefur stutt dyggilega við bakið á Arnari Þór Viðarssyni, jafnvel þótt hún hafi haft samband við Heimi Hallgrímsson. vísir/vilhelm Þorkell Máni Pétursson sér ekkert athugavert við að Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hafi rætt við Heimi Hallgrímssyni um möguleikann á að taka við íslenska karlalandsliðinu. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins sagðist Vanda hafa rætt við Heimi í sumar þótt Arnar Þór Viðarsson væri í starfi sem landsliðsþjálfari. Enginn frekari ávöxtur varð þó úr viðræðunum og Heimir tók síðan við landsliði Jamaíku. „Það var fullkomlega eðlilegt að hún skyldi tala við Heimi. Landsleikjahrinurnar hafa ekkert verið frábærar og það væri skrítið ef formaður KSÍ hefði ekki hringt í sigursælasta þjálfara landsins og spurt hvort hann væri á lausu ef illa myndi ganga áfram,“ sagði Máni í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. „Mér fannst líka frábært að Vanda gekkst við því að eiga símtalið. Hún tók ekki upp á því, sem hefur oft gerst þegar erfiðar spurningar koma, að segja ekki satt og rétt frá. Mér fannst líka rétt að hún hafi ekki sagt hvað nákvæmlega fór þeirra á milli. Mér finnst formaður KSÍ hafa staðið sig mjög vel í þessu máli.“ Gaman að æsa fólk eða klaufaskapur? Ekki er annað hægt að segja að Arnar Þór hafi verið með vindinn í fangið, allt frá því hann tók við landsliðinu undir lok árs 2020. Mikið hefur gengið á utan vallar og gengið inni á vellinum hefur ekki verið upp á marga fiska. „Hann hefur ekki verið í miklu sambandi við hina svokölluðu sparksérfræðinga í gegnum tíðina. Hann hefur verið búsettur í Belgíu og hefur verið þar stærstan hluta ævinnar. Ég held að það hjálpi honum ekki,“ sagði Máni. Klippa: Máni um landsliðið „Menn verða líka að átta sig á því að Arnar Þór Viðarsson hefur ekki gengið í gegnum neitt eðlilegt ástand með landsliðið. Þetta er einsdæmi með landsliðsþjálfara. Svo hefur hann líka stundum verið sjálfum sér verstur þegar kemur að svörum og annað. Við vitum ekki hvort þetta sé klaufaskapur eða hvort hann hafi gaman að því að æsa upp í liði eins og hann hefur kyn til.“ Eitthvað spennandi að gerast Öfugt við marga er Máni nokkuð sáttur með störf Arnars Þórs og sér ekki marga aðra kosti í stöðu landsliðsþjálfara. „Mér finnst ekkert benda til þess að Arnar Þór Viðarsson sé ekki endilega ekki rétti maðurinn í starfið. Það sem mér finnst verst eru átök við leikmenn, góða og mikla lykilmenn. Þetta er samskiptavandi sem þyrfti að laga. En ég held að næstu landsleikjagluggar ráði því hvort við séum á réttri vegferð,“ sagði Máni. „Það er ekki hægt að neita því, alveg sama hvað við reynum, að árangur landsliðsins hefur bara verið nokkuð fínn. Sjö strákar sem eru löglegir með U-21 árs landsliðinu hafa spilað með A-landsliðinu. Við erum að búa til nýtt landslið og það er eitthvað spennandi að gerast.“ Hann veit hvernig hlutirnir ganga fyrir sig Máni ítrekar að Vanda hafi leikið réttan leik í stöðunni þegar hún hafði samband við Heimi. „Það var fullkomlega eðlilegt að Vanda hafi átt þetta símtal. Það væru allir að skammast og kvarta yfir því ef hún hefði ekki gert þetta því stemmningin virðist oft vera þannig að ekkert sem KSÍ gerir sé rétt. Mér fannst hún gera þetta hárrétt og hárrétt hjá henni að gangast við þessu,“ sagði Máni. „Ég held að Arnar Þór Viðarsson taki þetta ekkert nærri sér. Hann er eldri en tvær vetur í þessu og veit alveg hvernig hlutirnir ganga fyrir sig. Ef hann skilar ekki árangri er hann úti og við þurfum besta mögulega manninn í starfið.“ Viðtalið við Mána má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í fótbolta KSÍ Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins sagðist Vanda hafa rætt við Heimi í sumar þótt Arnar Þór Viðarsson væri í starfi sem landsliðsþjálfari. Enginn frekari ávöxtur varð þó úr viðræðunum og Heimir tók síðan við landsliði Jamaíku. „Það var fullkomlega eðlilegt að hún skyldi tala við Heimi. Landsleikjahrinurnar hafa ekkert verið frábærar og það væri skrítið ef formaður KSÍ hefði ekki hringt í sigursælasta þjálfara landsins og spurt hvort hann væri á lausu ef illa myndi ganga áfram,“ sagði Máni í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. „Mér fannst líka frábært að Vanda gekkst við því að eiga símtalið. Hún tók ekki upp á því, sem hefur oft gerst þegar erfiðar spurningar koma, að segja ekki satt og rétt frá. Mér fannst líka rétt að hún hafi ekki sagt hvað nákvæmlega fór þeirra á milli. Mér finnst formaður KSÍ hafa staðið sig mjög vel í þessu máli.“ Gaman að æsa fólk eða klaufaskapur? Ekki er annað hægt að segja að Arnar Þór hafi verið með vindinn í fangið, allt frá því hann tók við landsliðinu undir lok árs 2020. Mikið hefur gengið á utan vallar og gengið inni á vellinum hefur ekki verið upp á marga fiska. „Hann hefur ekki verið í miklu sambandi við hina svokölluðu sparksérfræðinga í gegnum tíðina. Hann hefur verið búsettur í Belgíu og hefur verið þar stærstan hluta ævinnar. Ég held að það hjálpi honum ekki,“ sagði Máni. Klippa: Máni um landsliðið „Menn verða líka að átta sig á því að Arnar Þór Viðarsson hefur ekki gengið í gegnum neitt eðlilegt ástand með landsliðið. Þetta er einsdæmi með landsliðsþjálfara. Svo hefur hann líka stundum verið sjálfum sér verstur þegar kemur að svörum og annað. Við vitum ekki hvort þetta sé klaufaskapur eða hvort hann hafi gaman að því að æsa upp í liði eins og hann hefur kyn til.“ Eitthvað spennandi að gerast Öfugt við marga er Máni nokkuð sáttur með störf Arnars Þórs og sér ekki marga aðra kosti í stöðu landsliðsþjálfara. „Mér finnst ekkert benda til þess að Arnar Þór Viðarsson sé ekki endilega ekki rétti maðurinn í starfið. Það sem mér finnst verst eru átök við leikmenn, góða og mikla lykilmenn. Þetta er samskiptavandi sem þyrfti að laga. En ég held að næstu landsleikjagluggar ráði því hvort við séum á réttri vegferð,“ sagði Máni. „Það er ekki hægt að neita því, alveg sama hvað við reynum, að árangur landsliðsins hefur bara verið nokkuð fínn. Sjö strákar sem eru löglegir með U-21 árs landsliðinu hafa spilað með A-landsliðinu. Við erum að búa til nýtt landslið og það er eitthvað spennandi að gerast.“ Hann veit hvernig hlutirnir ganga fyrir sig Máni ítrekar að Vanda hafi leikið réttan leik í stöðunni þegar hún hafði samband við Heimi. „Það var fullkomlega eðlilegt að Vanda hafi átt þetta símtal. Það væru allir að skammast og kvarta yfir því ef hún hefði ekki gert þetta því stemmningin virðist oft vera þannig að ekkert sem KSÍ gerir sé rétt. Mér fannst hún gera þetta hárrétt og hárrétt hjá henni að gangast við þessu,“ sagði Máni. „Ég held að Arnar Þór Viðarsson taki þetta ekkert nærri sér. Hann er eldri en tvær vetur í þessu og veit alveg hvernig hlutirnir ganga fyrir sig. Ef hann skilar ekki árangri er hann úti og við þurfum besta mögulega manninn í starfið.“ Viðtalið við Mána má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira