Bleika slaufan – Sýnið lit! Halla Þorvaldsdóttir skrifar 1. október 2022 07:01 Þegar haustlitirnir með bleikum tónum leggjast yfir landið er Bleika slaufan skammt undan. Í rúm 20 ár hefur hlýja, kærleikur og samstaða fylgt Bleiku slaufunni sem smellpassar við árstíðina. Í árslok ársins 2020 voru hér á landi 9.056 konur á lífi sem einhvern tíma hafa fengið krabbamein. Þeim hafði fjölgað um 110% frá aldamótum, árið 2000 voru þær 4.297. Að meðaltali greinist nú 871 kona með krabbamein á ári en um aldamótin voru þær 538. Það jafngildir 61% aukningu. Í Bleiku slaufunni, árlegu átaki Krabbameinsfélagsins beinum við sjónum að þessum konum. Fimm ára lífshorfur kvenna sem fá krabbamein batna stöðugt og eru með því besta sem gerist. Að batahorfur aukist er auðvitað stórkostlegt. Ekki má hins vegar gleyma þeim fjölda kvenna sem við missum á hverju ári. Þrátt fyrir miklar framfarir í meðferð ákveðinna krabbameina, til dæmis brjóstakrabbameina og að lífshorfur hafi gjörbreyst eru krabbamein enn orsök flestra ótímabærra dauðsfalla og leiða fólk alltof oft hratt til dauða. Margar þeirra kvenna sem hafa fengið krabbamein búa við skert lífsgæði, vegna langvarandi aukaverkana eða fylgikvilla. Ásdís Ingólfsdóttir, framhaldsskólakennari og rithöfundur leggur Bleiku slaufunni lið í ár og gefur okkur innsýn í sína reynslu af að hafa tvívegis fengið brjóstakrabbamein, fyrir 15 og 20 árum síðan. Ljóðin hennar eru einstök og þar er að finna flestar tilfinningar, gleði, sorg og von oft með kaldhæðnum undirtóni. Krabbameinsfélagið endurútgefur nú ljóðabók Ásdísar, Ódauðleg brjóst. Allra mikilvægast er að koma í veg fyrir krabbamein. Rannsóknir sýna að 4 af hverjum 10 krabbameinum tengjast lífsstíl og er því hægt að fyrirbyggja. Það er hins vegar auðveldar sagt en gert og gerist ekki af sjálfu sér. Krabbameinsforvarnir eru fyrst og fremst samfélagslegt mál og til þess að árangur náist þurfa ótal aðilar að vinna saman. Með samstilltu átaki stjórnvalda, Krabbameinsfélagsins og fleiri aðila hefur næstum tekist að útrýma tóbaksreykingum. Árangurinn sést meðal annars í því að frá árinu 2015 hefur nýgengi lungnakrabbameins hjá konum lækkað umtalsvert. Í Bleiku slaufunni í ár beinir Krabbameinsfélagið athyglinni að forvörnum gegn krabbameinum, hvað hægt er að gera til að draga úr áhættu á að fá krabbamein. Krabbameinsfélagið hafði fyrir áratugum síðan frumkvæði að því að hefja skimanir fyrir krabbameinum hjá konum. Á hverju ári verða skimanirnar til þess að bjarga lífi fjölda kvenna. Þau líf gætu verið enn fleiri ef fleiri konur nýttu boð í skimanir. Sérstök áhersla er núna til að hvetja konur til að nýta boð í skimanir. Eftir mikið átak Krabbameinsfélagsins til að auka mætingu kvenna á árunum 2018 og 2019, sem skilaði miklum árangri dró verulega úr mætingu kvenna á árunum 2020 og 2021 vegna Covid og flutnings skimananna frá félaginu til opinberra stofnana. Nú horfir sem betur fer til betri vegar en betur má ef duga skal. Ástæða er til að hvetja stjórnvöld til að flýta því að taka upp nútímalegt kerfi við boð kvenna í skimanir, það myndi örugglega auka þátttökuna. Annað mikilvægt atriði er að krabbameinsskimanir verði gjaldfrjálsar. Misræmi er í að leghálsskimanir kosta 500 krónur hjá Heilsugæslu en fullt gjald fyrir brjóstaskimun er rúmar 5.000 krónur. Konurnar í landinu hvetjum við eindregið til að panta tíma í skimun þegar þær fá boð. Skimun tekur stuttan tíma og þeim mínútum er sannarlega vel varið. Nauðsynlegt er að þó að nefna að reglubundin þátttaka í skimun veitir ekki tryggingu gegn krabbameinum. Krabbameinsfélagið hefur staðið fyrir Bleiku slaufunni frá árinu 2000. Með kaupum á slaufunni og fjölbreyttum stuðningi í rúm 20 ár hefur almenningur og fyrirtæki í landinu gert félaginu kleift að vinna að markmiðum sínum: að fækka þeim sem greinast með krabbamein, fjölga þeim sem lifa af og bæta líf þeirra sem fá krabbamein og aðstandenda þeirra. Krabbameinsfélagið heldur ótrautt áfram í sínu starfi – kaupið Bleiku slaufuna og sýnið þannig lit. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Halla Þorvaldsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Þegar haustlitirnir með bleikum tónum leggjast yfir landið er Bleika slaufan skammt undan. Í rúm 20 ár hefur hlýja, kærleikur og samstaða fylgt Bleiku slaufunni sem smellpassar við árstíðina. Í árslok ársins 2020 voru hér á landi 9.056 konur á lífi sem einhvern tíma hafa fengið krabbamein. Þeim hafði fjölgað um 110% frá aldamótum, árið 2000 voru þær 4.297. Að meðaltali greinist nú 871 kona með krabbamein á ári en um aldamótin voru þær 538. Það jafngildir 61% aukningu. Í Bleiku slaufunni, árlegu átaki Krabbameinsfélagsins beinum við sjónum að þessum konum. Fimm ára lífshorfur kvenna sem fá krabbamein batna stöðugt og eru með því besta sem gerist. Að batahorfur aukist er auðvitað stórkostlegt. Ekki má hins vegar gleyma þeim fjölda kvenna sem við missum á hverju ári. Þrátt fyrir miklar framfarir í meðferð ákveðinna krabbameina, til dæmis brjóstakrabbameina og að lífshorfur hafi gjörbreyst eru krabbamein enn orsök flestra ótímabærra dauðsfalla og leiða fólk alltof oft hratt til dauða. Margar þeirra kvenna sem hafa fengið krabbamein búa við skert lífsgæði, vegna langvarandi aukaverkana eða fylgikvilla. Ásdís Ingólfsdóttir, framhaldsskólakennari og rithöfundur leggur Bleiku slaufunni lið í ár og gefur okkur innsýn í sína reynslu af að hafa tvívegis fengið brjóstakrabbamein, fyrir 15 og 20 árum síðan. Ljóðin hennar eru einstök og þar er að finna flestar tilfinningar, gleði, sorg og von oft með kaldhæðnum undirtóni. Krabbameinsfélagið endurútgefur nú ljóðabók Ásdísar, Ódauðleg brjóst. Allra mikilvægast er að koma í veg fyrir krabbamein. Rannsóknir sýna að 4 af hverjum 10 krabbameinum tengjast lífsstíl og er því hægt að fyrirbyggja. Það er hins vegar auðveldar sagt en gert og gerist ekki af sjálfu sér. Krabbameinsforvarnir eru fyrst og fremst samfélagslegt mál og til þess að árangur náist þurfa ótal aðilar að vinna saman. Með samstilltu átaki stjórnvalda, Krabbameinsfélagsins og fleiri aðila hefur næstum tekist að útrýma tóbaksreykingum. Árangurinn sést meðal annars í því að frá árinu 2015 hefur nýgengi lungnakrabbameins hjá konum lækkað umtalsvert. Í Bleiku slaufunni í ár beinir Krabbameinsfélagið athyglinni að forvörnum gegn krabbameinum, hvað hægt er að gera til að draga úr áhættu á að fá krabbamein. Krabbameinsfélagið hafði fyrir áratugum síðan frumkvæði að því að hefja skimanir fyrir krabbameinum hjá konum. Á hverju ári verða skimanirnar til þess að bjarga lífi fjölda kvenna. Þau líf gætu verið enn fleiri ef fleiri konur nýttu boð í skimanir. Sérstök áhersla er núna til að hvetja konur til að nýta boð í skimanir. Eftir mikið átak Krabbameinsfélagsins til að auka mætingu kvenna á árunum 2018 og 2019, sem skilaði miklum árangri dró verulega úr mætingu kvenna á árunum 2020 og 2021 vegna Covid og flutnings skimananna frá félaginu til opinberra stofnana. Nú horfir sem betur fer til betri vegar en betur má ef duga skal. Ástæða er til að hvetja stjórnvöld til að flýta því að taka upp nútímalegt kerfi við boð kvenna í skimanir, það myndi örugglega auka þátttökuna. Annað mikilvægt atriði er að krabbameinsskimanir verði gjaldfrjálsar. Misræmi er í að leghálsskimanir kosta 500 krónur hjá Heilsugæslu en fullt gjald fyrir brjóstaskimun er rúmar 5.000 krónur. Konurnar í landinu hvetjum við eindregið til að panta tíma í skimun þegar þær fá boð. Skimun tekur stuttan tíma og þeim mínútum er sannarlega vel varið. Nauðsynlegt er að þó að nefna að reglubundin þátttaka í skimun veitir ekki tryggingu gegn krabbameinum. Krabbameinsfélagið hefur staðið fyrir Bleiku slaufunni frá árinu 2000. Með kaupum á slaufunni og fjölbreyttum stuðningi í rúm 20 ár hefur almenningur og fyrirtæki í landinu gert félaginu kleift að vinna að markmiðum sínum: að fækka þeim sem greinast með krabbamein, fjölga þeim sem lifa af og bæta líf þeirra sem fá krabbamein og aðstandenda þeirra. Krabbameinsfélagið heldur ótrautt áfram í sínu starfi – kaupið Bleiku slaufuna og sýnið þannig lit. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun