JFDR skrifar undir samning við breskt útgáfufyrirtæki Elísabet Hanna skrifar 11. október 2022 18:01 Jófríður er spennt fyrir samstarfinu. Dóra Dúna Tónlistarkonan Jófríður Ákadóttir, einnig þekkt sem JFDR var að skrifa undir samning við breska útgáfufyrirtækið Houndstooth. Hún var einnig að gefa út smáskífuna „The Orchid“ en laginu fylgir nýtt myndband. „Ég þekki labelið Houndstooth í gegnum Paul Corley sem mixaði síðustu plötuna mína. Þeir höfðu lýst áhuga á því að vinna saman í kringum þá plötu en ég ákvað að gefa hana frekar út sjálf. Svo núna þegar þessi plata var tilbúin, fyrr á árinu, langaði mig að prófa að vinna með labeli aftur í fyrsta sinn í langan tíma og þá varð Houndstooth fyrir valinu,“ segir Jófríður í samtali við Vísi. View this post on Instagram A post shared by JFDR (@j0fridur) Aðspurð hvernig tilfinningu hún hafi fyrir samstarfinu er Jófríður spennt fyrir framhaldinu: „Eins og ég sagði þá hef ég ekki unnið með labeli í langan tíma því það er svo margt sem maður getur gert sjálfur og það skiptir miklu máli að hafa góðan samning og góða tilfinningu fyrir fólkinu sem maður vinnur með í þessum efnum. Þeir hjá Houndstooth eru með hjartað á réttum stað og ég hlakka til að vinna með þeim.“ Hugsar mikið um nýtt upphaf Leikstjóri myndbandsins er Joseph Burgess. Jófríður segir lagið gefa til kynna hvað koma skal í tónlistinni. „Ég hugsa um lögin mín dálítið eins og orkideur,“ segir Jófríður. Verið í tónlist frá fjórtán ára aldri Tónlistin hefur átt hug hennar síðan hún var fjórtán ára gömul og hefur hún gefið úr þó nokkrar plötur síðan þá, bæði sem meðlimur hljómsveitanna Pascal Pinon og Samaris og tvær breiðskífur sem JFDR. Einnig hefur hún verið í samstarfi með öðrum tónlistarmönnum. Þar má helst nefna Ólaf Arnalds og Damien Rice. Þess má til gamans geta að tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir nefndi Jófríði nýlega í viðtali sem einstakling sem veitir henni innblástur. View this post on Instagram A post shared by JFDR (@j0fridur) Plata á næsta ári Það er margt framundan en Jófríður stundar nám ásamt því að vinna tónlistartengt verkefni. „Ég er að vinna í tónlist fyrir sjónvarpsefni um þessar mundir, tvö verkefni sem eru alveg að klárast, svo er ég í Listaháskólanum að læra tónsmíðar og stefni að því að gefa út nýja plötu á næsta ári.“ Tónlist Bretland Tengdar fréttir Árný Margrét frumsýnir tónlistarmyndband: Myrkur og vel valin augnablik Rísandi stjarnan Árný Margrét frumsýnir tónlistarmyndband við lagið The world is between us hér á Lífinu á Vísi. Myndbandinu er leikstýrt af Erlendi Sveinssyni en það er tekið á 16 millimetra filmu og eyddi tökuhópurinn fimm dögum fyrir vestan á Ísafirði, heimabæ Árnýjar, að skjóta það. 31. ágúst 2022 12:00 Fagnar plötuútgáfu með tónleikum í Hörpu: „Platan Drown to Die a Little varð til samhliða heilsufarslegu ferðalagi“ Tónlistarkonan Stína Ágústsdóttir fagnar útgáfu sinnar fjórðu sólóplötu, Drown to Die a Little, með tónleikum í Kaldalóni í Hörpu á sunnudaginn næstkomandi, 27. mars. Síðustu verk Stínu, Jazz á íslensku og The Whale hlutu bæði tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna og hafa fengið jákvæða dóma á Íslandi sem og á Norðurlöndunum. Blaðamaður spjallaði við Stínu um væntanlega tónleika. 25. mars 2022 13:30 „Ég segi bara húrra Ísland“ Gengið hefur verið frá sölu á íslenska útgáfufyrirtækinu Öldu Music til Universal Music/InGrooves, stærsta tónlistarfyrirtækis heims. Alda er rétthafi að stærstum hluta allrar íslenskrar tónlistar sem gefin hefur verið út. 24. janúar 2022 13:06 Skrifstofu Sony á Íslandi lokað Skrifstofa Sony Music á Íslandi hættir formlega störfum þann 31. október næstkomandi vegna stefnubreytingar hjá Sony Music Entertainment. Dreifing á íslenskum útgáfum verður þá í höndum Sony í Kaupmannahöfn. 27. september 2022 13:04 Mest lesið Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Kvöddu með stæl Lífið Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Orð ársins vísar til rotnunar heilans Lífið Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
„Ég þekki labelið Houndstooth í gegnum Paul Corley sem mixaði síðustu plötuna mína. Þeir höfðu lýst áhuga á því að vinna saman í kringum þá plötu en ég ákvað að gefa hana frekar út sjálf. Svo núna þegar þessi plata var tilbúin, fyrr á árinu, langaði mig að prófa að vinna með labeli aftur í fyrsta sinn í langan tíma og þá varð Houndstooth fyrir valinu,“ segir Jófríður í samtali við Vísi. View this post on Instagram A post shared by JFDR (@j0fridur) Aðspurð hvernig tilfinningu hún hafi fyrir samstarfinu er Jófríður spennt fyrir framhaldinu: „Eins og ég sagði þá hef ég ekki unnið með labeli í langan tíma því það er svo margt sem maður getur gert sjálfur og það skiptir miklu máli að hafa góðan samning og góða tilfinningu fyrir fólkinu sem maður vinnur með í þessum efnum. Þeir hjá Houndstooth eru með hjartað á réttum stað og ég hlakka til að vinna með þeim.“ Hugsar mikið um nýtt upphaf Leikstjóri myndbandsins er Joseph Burgess. Jófríður segir lagið gefa til kynna hvað koma skal í tónlistinni. „Ég hugsa um lögin mín dálítið eins og orkideur,“ segir Jófríður. Verið í tónlist frá fjórtán ára aldri Tónlistin hefur átt hug hennar síðan hún var fjórtán ára gömul og hefur hún gefið úr þó nokkrar plötur síðan þá, bæði sem meðlimur hljómsveitanna Pascal Pinon og Samaris og tvær breiðskífur sem JFDR. Einnig hefur hún verið í samstarfi með öðrum tónlistarmönnum. Þar má helst nefna Ólaf Arnalds og Damien Rice. Þess má til gamans geta að tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir nefndi Jófríði nýlega í viðtali sem einstakling sem veitir henni innblástur. View this post on Instagram A post shared by JFDR (@j0fridur) Plata á næsta ári Það er margt framundan en Jófríður stundar nám ásamt því að vinna tónlistartengt verkefni. „Ég er að vinna í tónlist fyrir sjónvarpsefni um þessar mundir, tvö verkefni sem eru alveg að klárast, svo er ég í Listaháskólanum að læra tónsmíðar og stefni að því að gefa út nýja plötu á næsta ári.“
Tónlist Bretland Tengdar fréttir Árný Margrét frumsýnir tónlistarmyndband: Myrkur og vel valin augnablik Rísandi stjarnan Árný Margrét frumsýnir tónlistarmyndband við lagið The world is between us hér á Lífinu á Vísi. Myndbandinu er leikstýrt af Erlendi Sveinssyni en það er tekið á 16 millimetra filmu og eyddi tökuhópurinn fimm dögum fyrir vestan á Ísafirði, heimabæ Árnýjar, að skjóta það. 31. ágúst 2022 12:00 Fagnar plötuútgáfu með tónleikum í Hörpu: „Platan Drown to Die a Little varð til samhliða heilsufarslegu ferðalagi“ Tónlistarkonan Stína Ágústsdóttir fagnar útgáfu sinnar fjórðu sólóplötu, Drown to Die a Little, með tónleikum í Kaldalóni í Hörpu á sunnudaginn næstkomandi, 27. mars. Síðustu verk Stínu, Jazz á íslensku og The Whale hlutu bæði tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna og hafa fengið jákvæða dóma á Íslandi sem og á Norðurlöndunum. Blaðamaður spjallaði við Stínu um væntanlega tónleika. 25. mars 2022 13:30 „Ég segi bara húrra Ísland“ Gengið hefur verið frá sölu á íslenska útgáfufyrirtækinu Öldu Music til Universal Music/InGrooves, stærsta tónlistarfyrirtækis heims. Alda er rétthafi að stærstum hluta allrar íslenskrar tónlistar sem gefin hefur verið út. 24. janúar 2022 13:06 Skrifstofu Sony á Íslandi lokað Skrifstofa Sony Music á Íslandi hættir formlega störfum þann 31. október næstkomandi vegna stefnubreytingar hjá Sony Music Entertainment. Dreifing á íslenskum útgáfum verður þá í höndum Sony í Kaupmannahöfn. 27. september 2022 13:04 Mest lesið Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Kvöddu með stæl Lífið Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Orð ársins vísar til rotnunar heilans Lífið Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Árný Margrét frumsýnir tónlistarmyndband: Myrkur og vel valin augnablik Rísandi stjarnan Árný Margrét frumsýnir tónlistarmyndband við lagið The world is between us hér á Lífinu á Vísi. Myndbandinu er leikstýrt af Erlendi Sveinssyni en það er tekið á 16 millimetra filmu og eyddi tökuhópurinn fimm dögum fyrir vestan á Ísafirði, heimabæ Árnýjar, að skjóta það. 31. ágúst 2022 12:00
Fagnar plötuútgáfu með tónleikum í Hörpu: „Platan Drown to Die a Little varð til samhliða heilsufarslegu ferðalagi“ Tónlistarkonan Stína Ágústsdóttir fagnar útgáfu sinnar fjórðu sólóplötu, Drown to Die a Little, með tónleikum í Kaldalóni í Hörpu á sunnudaginn næstkomandi, 27. mars. Síðustu verk Stínu, Jazz á íslensku og The Whale hlutu bæði tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna og hafa fengið jákvæða dóma á Íslandi sem og á Norðurlöndunum. Blaðamaður spjallaði við Stínu um væntanlega tónleika. 25. mars 2022 13:30
„Ég segi bara húrra Ísland“ Gengið hefur verið frá sölu á íslenska útgáfufyrirtækinu Öldu Music til Universal Music/InGrooves, stærsta tónlistarfyrirtækis heims. Alda er rétthafi að stærstum hluta allrar íslenskrar tónlistar sem gefin hefur verið út. 24. janúar 2022 13:06
Skrifstofu Sony á Íslandi lokað Skrifstofa Sony Music á Íslandi hættir formlega störfum þann 31. október næstkomandi vegna stefnubreytingar hjá Sony Music Entertainment. Dreifing á íslenskum útgáfum verður þá í höndum Sony í Kaupmannahöfn. 27. september 2022 13:04