Röð drónaárása í Kænugarði í morgun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. október 2022 06:30 Lögregla að störfum í kjölfar árásanna 10. október síðastliðinn. epa/Oleg Petrasyuk Loftvarnarflautur hljómuðu í Kænugarði í morgun og í kjölfarið heyrðist röð sprenginga sem ráðamenn segja hafa verið af völdum íranskra svokallaðra „kamikaze“ dróna, sem geta hangið í loftinu yfir skotmarki sínu í nokkurn tíma áður en þeir þeytast til jarðar og springa. Ef marka má fregnir morgunsins má ætla að nokkrir slíkir drónar hafi verið notaðir í árásum Rússa á höfuðborgina snemma í morgun. Drone attack on Kyiv continues. Air defense at work. All in Kyiv need to be in shelters. pic.twitter.com/M5j49WZzn8— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) October 17, 2022 Árásirnar hafa verið staðfestar af skrifstofu Vólódómírs Selenskís Úkraínuforseta og af borgarstjóranum Vitaliy Klitschko. Að sögn Klitschko urðu nokkrar skemmdir á íbúðabyggingum í Shevchenkiv og þá sprakk einn sprengja við aðallestarstöðina í borginni, þar sem fólk leitaði skjóls í lestargöngunum. Engar fregnir hafa borist af fórnarlömbum enn sem komið er. Currently waiting in an underpass at Kyiv station after multiple drone strikes nearby. One explosion after I first arrived, the look of fear on some peoples faces. What a way to start a day pic.twitter.com/qg3TblYqmT— Dan Sabbagh (@dansabbagh) October 17, 2022 Fregnir hafa einnig borist af árásum í Sumy og Dnipropetrovsk. Skotmörkin virðast hafa verið orkuinnviðir. Vladimir Pútín Rússlandsforseti sagði á dögunum að Rússar hefðu grandað 22 af 29 skotmörkum í árásum sínum 10. október síðastliðinn og þau sjö sem eftir væru yrðu kláruð á næstunni. Þá sagði hann Rússa nú hafa í hyggju að einbeita sér að öðru og að engar stórfelldar árásir væru í bígerð. Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Fleiri fréttir Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Sjá meira
Ef marka má fregnir morgunsins má ætla að nokkrir slíkir drónar hafi verið notaðir í árásum Rússa á höfuðborgina snemma í morgun. Drone attack on Kyiv continues. Air defense at work. All in Kyiv need to be in shelters. pic.twitter.com/M5j49WZzn8— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) October 17, 2022 Árásirnar hafa verið staðfestar af skrifstofu Vólódómírs Selenskís Úkraínuforseta og af borgarstjóranum Vitaliy Klitschko. Að sögn Klitschko urðu nokkrar skemmdir á íbúðabyggingum í Shevchenkiv og þá sprakk einn sprengja við aðallestarstöðina í borginni, þar sem fólk leitaði skjóls í lestargöngunum. Engar fregnir hafa borist af fórnarlömbum enn sem komið er. Currently waiting in an underpass at Kyiv station after multiple drone strikes nearby. One explosion after I first arrived, the look of fear on some peoples faces. What a way to start a day pic.twitter.com/qg3TblYqmT— Dan Sabbagh (@dansabbagh) October 17, 2022 Fregnir hafa einnig borist af árásum í Sumy og Dnipropetrovsk. Skotmörkin virðast hafa verið orkuinnviðir. Vladimir Pútín Rússlandsforseti sagði á dögunum að Rússar hefðu grandað 22 af 29 skotmörkum í árásum sínum 10. október síðastliðinn og þau sjö sem eftir væru yrðu kláruð á næstunni. Þá sagði hann Rússa nú hafa í hyggju að einbeita sér að öðru og að engar stórfelldar árásir væru í bígerð.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Fleiri fréttir Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Sjá meira