Nýja mamman kom Portland Thorns í úrslitaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2022 15:00 Crystal Dunn fagnar sigri Portland Thorns og sæti í úrslitaleiknum. Getty/Amanda Loman Portland Thorns spilar til úrslita um bandaríska meistaratitilinn í kvennafótboltanum eftir sigur á San Diego Wave í undanúrslitaleiknum. Portland liðið vann leikinn 2-1 þökk sé sigurmarki frá Crystal Dunn. Crystal Dunn kom inn sem varamaður í seinni hálfleiknum og skoraði markið sem réð úrslitum í uppbótartíma. Casey Stoney kom San Diego í 1-0 en Raquel Rodriguez jafnaði fyrir Portland. She deserves all the flowers #BAONPDX pic.twitter.com/NuvJD2ux5M— National Women s Soccer League (@NWSL) October 24, 2022 Dunn eignaðist soninn Marcel í maí og sneri aftur í NWSL deildina í september. „Ég endurupplifi þetta aftur og aftur í huganum. Þetta var ótrúlegt,“ sagði Crystal Dunn. „Eftir að ég sá boltann detta fyrir mig þá hugsaði ég: Crystal þetta er stundin þín, vonandi hittir þú hann eins fast og þú getur og alls ekki láta neinn komast fyrir skotið,“ sagði Dunn kát. Absolute scenes.@Cdunn19 x #BAONPDX pic.twitter.com/vHLjUUEWpC— X - Portland Thorns FC (@ThornsFC) October 23, 2022 „Það er erfitt að trúa þessu því að ég fæddi barn fyrir bara fimm mánuðum,“ sagði Dunn. Hún er þrítug og hefur spilað 125 leiki fyrir bandaríska A-landsliðið. „Ég var að hugsa um að taka mér frí þetta tímabil og byrja fersk upp á nýtt árið 2023. Ég vildi samt enda þetta ár eins vel og ég gat og ég hef lagt mikið á mig til að komast aftur inn á völlinn,“ sagði Dunn. Markið hennar kom 156 dögum eftir fæðingu sonarins. Rhian Wilkinson, þjálfari Portland, grínaðist með þá staðreynd eftir leikinn. „Ég er með mat í frystinum mínum sem er eldri en það,“ sagði Rhian Wilkinson en þetta var í fyrsta sinn sem tveir kvenþjálfarar mættust í úrslitakeppninni. Here's how Portland punched their ticket to the Finals #PORvSD presented by @nationwide pic.twitter.com/NC2YSeGWAr— National Women s Soccer League (@NWSL) October 24, 2022 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Portland liðið vann leikinn 2-1 þökk sé sigurmarki frá Crystal Dunn. Crystal Dunn kom inn sem varamaður í seinni hálfleiknum og skoraði markið sem réð úrslitum í uppbótartíma. Casey Stoney kom San Diego í 1-0 en Raquel Rodriguez jafnaði fyrir Portland. She deserves all the flowers #BAONPDX pic.twitter.com/NuvJD2ux5M— National Women s Soccer League (@NWSL) October 24, 2022 Dunn eignaðist soninn Marcel í maí og sneri aftur í NWSL deildina í september. „Ég endurupplifi þetta aftur og aftur í huganum. Þetta var ótrúlegt,“ sagði Crystal Dunn. „Eftir að ég sá boltann detta fyrir mig þá hugsaði ég: Crystal þetta er stundin þín, vonandi hittir þú hann eins fast og þú getur og alls ekki láta neinn komast fyrir skotið,“ sagði Dunn kát. Absolute scenes.@Cdunn19 x #BAONPDX pic.twitter.com/vHLjUUEWpC— X - Portland Thorns FC (@ThornsFC) October 23, 2022 „Það er erfitt að trúa þessu því að ég fæddi barn fyrir bara fimm mánuðum,“ sagði Dunn. Hún er þrítug og hefur spilað 125 leiki fyrir bandaríska A-landsliðið. „Ég var að hugsa um að taka mér frí þetta tímabil og byrja fersk upp á nýtt árið 2023. Ég vildi samt enda þetta ár eins vel og ég gat og ég hef lagt mikið á mig til að komast aftur inn á völlinn,“ sagði Dunn. Markið hennar kom 156 dögum eftir fæðingu sonarins. Rhian Wilkinson, þjálfari Portland, grínaðist með þá staðreynd eftir leikinn. „Ég er með mat í frystinum mínum sem er eldri en það,“ sagði Rhian Wilkinson en þetta var í fyrsta sinn sem tveir kvenþjálfarar mættust í úrslitakeppninni. Here's how Portland punched their ticket to the Finals #PORvSD presented by @nationwide pic.twitter.com/NC2YSeGWAr— National Women s Soccer League (@NWSL) October 24, 2022
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira