Rændu eðalvíni að andvirði 220 milljóna króna Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 29. október 2022 14:01 Þjófarnir rændu einni flösku af Chateau d´Yquem frá árinu 1806, sem metin er á andvirði 45 milljóna íslenskra króna. Wikimedia Commons Karl og kona sitja í gæsluvarðhaldi á Spáni, grunuð um að hafa rænt 45 vínflöskum á fínum veitingastað. Það þætti vart í frásögur færandi, nema fyrir þær sakir að flöskurnar eru metnar á 220 milljónir íslenskra króna. Fyrir sléttu ári, í lok október í fyrra, skráði útlenskt par sig inn á einn allra fínasta veitingastað og hótel mið-Spánar. Atrio í borginni Cáceres, veitingastaður sem státar af tveimur Michelín-stjörnum. Rændu víninu um miðja nótt Um miðja nótt hringir konan niður í móttöku, glorhungruð og þrábiður næturvörðinn um að útbúa salat og færa sér það upp á herbergið. Á meðan næturvörðurinn sýslar við salatið, fer karlinn niður, stelur aðgangskorti hans að vínkjallaranum, fer þangað inn, hefur hraðar hendur og kemur út mjög skömmu síðar með 3 fulla bakpoka. Þau yfirgefa hótelið í morgunsárið, og stuttu síðar uppgötva menn að 45 vínflöskur sem metnar eru á 1,6 milljónir evra, andvirði um 220 milljóna íslenskra króna eru horfnar. Á meðal þess sem er horfið er flaska af Chateau d‘Yquem frá árinu 1806 sem ein og sér er metin á andvirði 45 milljóna íslenskra krónan. Síðan þá hefur ekki dropi af víninu dýra sést eða fundist. Handtekin 9 mánuðum síðar Níu mánuðum síðar, um miðjan júlí, er parið loks handtekið, á landamærum Slóveníu og Króatíu. Hann er 48 ára Rúmeni og Hollendingur, en hún er 28 ára, þekkt mexíkósk fegurðardrottning. Síðan þá hafa þau verið í gæsluvarðhaldi á Spáni. Þetta er eins og handrit í vondri B-mynd, en lögreglan segir að glæpurinn hafi verið allt að því dásamlega vel skipulagður. Og fjölmiðlar hér syðra hafa fjallað um málið reglulega, ekki lausir við dálitla hrifningu. Þverneita sök Dumitru og Priscila neita alfarið sök, segja lögregluna fara laglega mannavillt. Vandi lögreglu og saksóknara er að engin bein sönnunargögn liggja fyrir, jú, það sést par á vappi um hótelið, maðurinn sést fara inn í vínkjallarann og koma þaðan út með töskurnar þrjár, en engar myndavélar eru inni í vínkjallaranum og því sést hann aldrei stela víninu, auk þess sem það hefur aldrei fundist. Þá staðhæfir starfsfólk veitingastaðarins og hótelsins að konan hafi verið með hárkollu og stór sólgleraugu og því sé ómögulegt að bera kennsl á hana á myndböndunum. 185 bls. vínlisti Hins vegar hefur komið í ljós að þessi Bonnie og Clyde nútímans, heimsóttu veitingastaðinn í þrígang skömmu fyrir ránið. Og staðurinn er greinilega ekki valinn af handahófi, vínlisti hans er upp á litlar 185 blaðsíður. Spánn Erlend sakamál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Fyrir sléttu ári, í lok október í fyrra, skráði útlenskt par sig inn á einn allra fínasta veitingastað og hótel mið-Spánar. Atrio í borginni Cáceres, veitingastaður sem státar af tveimur Michelín-stjörnum. Rændu víninu um miðja nótt Um miðja nótt hringir konan niður í móttöku, glorhungruð og þrábiður næturvörðinn um að útbúa salat og færa sér það upp á herbergið. Á meðan næturvörðurinn sýslar við salatið, fer karlinn niður, stelur aðgangskorti hans að vínkjallaranum, fer þangað inn, hefur hraðar hendur og kemur út mjög skömmu síðar með 3 fulla bakpoka. Þau yfirgefa hótelið í morgunsárið, og stuttu síðar uppgötva menn að 45 vínflöskur sem metnar eru á 1,6 milljónir evra, andvirði um 220 milljóna íslenskra króna eru horfnar. Á meðal þess sem er horfið er flaska af Chateau d‘Yquem frá árinu 1806 sem ein og sér er metin á andvirði 45 milljóna íslenskra krónan. Síðan þá hefur ekki dropi af víninu dýra sést eða fundist. Handtekin 9 mánuðum síðar Níu mánuðum síðar, um miðjan júlí, er parið loks handtekið, á landamærum Slóveníu og Króatíu. Hann er 48 ára Rúmeni og Hollendingur, en hún er 28 ára, þekkt mexíkósk fegurðardrottning. Síðan þá hafa þau verið í gæsluvarðhaldi á Spáni. Þetta er eins og handrit í vondri B-mynd, en lögreglan segir að glæpurinn hafi verið allt að því dásamlega vel skipulagður. Og fjölmiðlar hér syðra hafa fjallað um málið reglulega, ekki lausir við dálitla hrifningu. Þverneita sök Dumitru og Priscila neita alfarið sök, segja lögregluna fara laglega mannavillt. Vandi lögreglu og saksóknara er að engin bein sönnunargögn liggja fyrir, jú, það sést par á vappi um hótelið, maðurinn sést fara inn í vínkjallarann og koma þaðan út með töskurnar þrjár, en engar myndavélar eru inni í vínkjallaranum og því sést hann aldrei stela víninu, auk þess sem það hefur aldrei fundist. Þá staðhæfir starfsfólk veitingastaðarins og hótelsins að konan hafi verið með hárkollu og stór sólgleraugu og því sé ómögulegt að bera kennsl á hana á myndböndunum. 185 bls. vínlisti Hins vegar hefur komið í ljós að þessi Bonnie og Clyde nútímans, heimsóttu veitingastaðinn í þrígang skömmu fyrir ránið. Og staðurinn er greinilega ekki valinn af handahófi, vínlisti hans er upp á litlar 185 blaðsíður.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira