Spassky vill hvíla við hlið Fischers í Laugardælakirkjugarði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. október 2022 20:08 Boris Spassky hefur óskað eftir því að fá í hvíla í Laugardælakirkjugarði í Flóahreppi eftir sinn dag með Fischer. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var múgur og margmenni í Laugardælakirkjugarði í Flóahreppi í dag en ástæðan er sú að skákmeistararnir, sem eru nú að keppa í heimsmeistaramótinu í Slembiskák mættu þangað til að vitja leiðis Bobby Fischers, heimsmeistara í skák. Þar kom fram að Boris Spassky, sem tefldi á móti honum fyrir fimmtíu árum hefur óskað eftir því að fá í hvíla í garðinum eftir sinn dag með Fischer. Heimsmeistaramótið í Fischer-slembiskák fer nú fram á Íslandi í tilefni af 50 ára afmæli einvígis aldarinnar þar sem Bobby Fischer og Boris Spassky háðu einvígi í Laugardalshöll, sem endaði með heimsmeistaratitli Fishers. Keppendur heimsmeistaramótsins brugðu sér út úr borginni í dag og heimsóttu meðal annars kirkjugarðinn í Laugardælum í Flóahreppi þar sem Bobby Fischer hvílir. Það er alltaf mikið um að fólk komið að leiðinu, ekki síst erlendir ferðamenn. Skákmennirnir í dag voru ánægðir með að vera komnir að gröf heimsmeistarans. Eftir heimsóknina í Laugardælakirkjugarð var farið í heimsókn á Fischer setrið á Selfossi þar sem gestum og gangandi var boðið að skoða þetta glæsilega safn, sem tileinkað er Íslandsvininum heitnum Bobby Fischer. Keppendur á heimsmeistaramótinu í Fischer-slembiskák, sem fer nú fram á Íslandi, við leiði Bobby Fishers í dag. Þetta eru þrír af keppendunum, ekki sáu allir sér fært að mæta.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þar eru ýmsir minjagripir, þar eru árituð skákborð og eitt og annað, sem er úr sögu þessa einvígis, sem er núna 50 ára. Svo þykir okkur náttúrlega mjög merkilegt að Fischer hvíli í kirkjugarðinum í Laugardælum, það vantar bara Spassky hérna við hliðina á honum,“ segir Ólafur Bjarnason, stjórnarformaður Fischers setursins á Selfossi. Já, talandi um Spassky, Guðmundur Þórarinsson, fyrrverandi formaður Skáksambandsins upplýsti um merkilegan hlut í kirkjugarðinum í dag, samtal á milli hans og Spasskys þegar hann kom á sínum tíma að leiði Fischers en Spassky býr í Moskvu í dag. „Og hann sagði mjög hugsi, hér vil ég vera grafinn, hann sagði það. Það yrði nú saga til næsta bæjar ef hann yrði jarðaður hér líka. Þá væru báðir keppendurnir í þessu frægasta skákeinvígi veraldarinnar, sem væru hér jarðaðir,“ segir Guðmundur. Guðmundur Þórarinsson að sýna þátttakanda á mótinu gamlar myndir í Fischer setrinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var í þessari frétt árið 2008 sem Spasský spurði hvort laust pláss væri hlið Fischers. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður var á staðnum þegar Spassky vitjaði leiðis Fischers og gerði fréttina: Árborg Skák Bobby Fischer HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Einvígi aldarinnar Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Heimsmeistaramótið í Fischer-slembiskák fer nú fram á Íslandi í tilefni af 50 ára afmæli einvígis aldarinnar þar sem Bobby Fischer og Boris Spassky háðu einvígi í Laugardalshöll, sem endaði með heimsmeistaratitli Fishers. Keppendur heimsmeistaramótsins brugðu sér út úr borginni í dag og heimsóttu meðal annars kirkjugarðinn í Laugardælum í Flóahreppi þar sem Bobby Fischer hvílir. Það er alltaf mikið um að fólk komið að leiðinu, ekki síst erlendir ferðamenn. Skákmennirnir í dag voru ánægðir með að vera komnir að gröf heimsmeistarans. Eftir heimsóknina í Laugardælakirkjugarð var farið í heimsókn á Fischer setrið á Selfossi þar sem gestum og gangandi var boðið að skoða þetta glæsilega safn, sem tileinkað er Íslandsvininum heitnum Bobby Fischer. Keppendur á heimsmeistaramótinu í Fischer-slembiskák, sem fer nú fram á Íslandi, við leiði Bobby Fishers í dag. Þetta eru þrír af keppendunum, ekki sáu allir sér fært að mæta.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þar eru ýmsir minjagripir, þar eru árituð skákborð og eitt og annað, sem er úr sögu þessa einvígis, sem er núna 50 ára. Svo þykir okkur náttúrlega mjög merkilegt að Fischer hvíli í kirkjugarðinum í Laugardælum, það vantar bara Spassky hérna við hliðina á honum,“ segir Ólafur Bjarnason, stjórnarformaður Fischers setursins á Selfossi. Já, talandi um Spassky, Guðmundur Þórarinsson, fyrrverandi formaður Skáksambandsins upplýsti um merkilegan hlut í kirkjugarðinum í dag, samtal á milli hans og Spasskys þegar hann kom á sínum tíma að leiði Fischers en Spassky býr í Moskvu í dag. „Og hann sagði mjög hugsi, hér vil ég vera grafinn, hann sagði það. Það yrði nú saga til næsta bæjar ef hann yrði jarðaður hér líka. Þá væru báðir keppendurnir í þessu frægasta skákeinvígi veraldarinnar, sem væru hér jarðaðir,“ segir Guðmundur. Guðmundur Þórarinsson að sýna þátttakanda á mótinu gamlar myndir í Fischer setrinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var í þessari frétt árið 2008 sem Spasský spurði hvort laust pláss væri hlið Fischers. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður var á staðnum þegar Spassky vitjaði leiðis Fischers og gerði fréttina:
Árborg Skák Bobby Fischer HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Einvígi aldarinnar Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira