Fúsi segir ekki mark takandi á Stefáni sem sitji sjálfur í áttunda sæti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. október 2022 08:01 Landsliðslínumaðurinn fyrrverandi skaut létt á Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmanna Hauka. Lars Ronbog/FrontzoneSport via Getty Images Silfurdrengurinn Sigfús Sigurðsson, fyrrverandi landsliðslínumaður Íslands, segir ekki mark takandi á Stefáni Rafni Sigurmannssyni, leikmanni Hauka, eftir að sá síðarnefndi sagði að sigur Vals gegn ungverska liðinu Ferencváros hafi verið nokkuð auðveldur, eins og hann sjálfur hafði búist við. Stefán Rafn var gestur í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar í vikunni og þar ræddi hann meðal annars um sigur Vals gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta. Valsmenn unnu fjögurra marka sigur, 43-39, eftir að hafa mest náð tíu marka forskoti í leiknum. Stefán sagði að ungverska liðið hafi verið „rankað“ frekar hátt, en staða þeirra í deildinni heima fyrir gæfi réttari mynd af getustigi liðsins. „Maður sá það á allri umfjöllun að þeir voru „rankaðir“ frekar hátt í Ungverjalandi miðað við allt á Íslandi. Eins og staðan er í dag eru þeir í 7. sæti og að mínu mati eru þeir á réttum stað í deildinni,“ sagði Stefán Rafn meðal annars. Arnar Daði Arnarsson, sérfærðingur Seinni bylgjunnar og stjórnandi hlaðvarpsins Handkastsins, benti þó á þá staðreynd á Twitter-síðu sinni að Ferencváros hafi aðeins leikið fimm deildarleiki á tímabilinu á meðan öll önnur lið deildarinnar hafi leikið sex eða sjö leiki. Þá hafi tveir af þessum leikjum verið gegn Pick Szeged og Tatabanya, efstu tveimur liðum deildarinnar, og þeim tveimur liðum sem Stefán nefndi sérstaklega sem sterkustu lið ungversku deildarinnar. Silfurdrengurinn Sigfús Sigurðsson svaraði Arnari svo á Twitter og skaut létt á Stefán og lið hans, Hauka, sem hafa ekki farið jafn vel af stað í Olís-deildinni og vonast var eftir. „Eigum við nokkuð að taka mark á manni sem er í 8.sæti með sínu liði í íslensku deildinni?“ spurði Sigfús léttur, og lét blikkandi broskall fylgja með. Eigum við nokkuð að taka mark á manni sem er í 8.sæti með sínu liði í íslensku deildinni😉— fusi (@fusi69) October 28, 2022 Haukar hafa aðeins náð í fimm stig í fyrstu sex leikjum sínum í Olís-deild karla á tímabilinu og sitja í 8.-10. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Grótta og KA. Liðið mætir Fram í næstu umferð deildarinnar næstkomandi mánudag og fari allt á versta veg fyrir Haukana gæti liðið endað í fallsæti að sjöundu umferðinni lokinni. Handbolti Handkastið Seinni bylgjan Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Stefán Rafn var gestur í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar í vikunni og þar ræddi hann meðal annars um sigur Vals gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta. Valsmenn unnu fjögurra marka sigur, 43-39, eftir að hafa mest náð tíu marka forskoti í leiknum. Stefán sagði að ungverska liðið hafi verið „rankað“ frekar hátt, en staða þeirra í deildinni heima fyrir gæfi réttari mynd af getustigi liðsins. „Maður sá það á allri umfjöllun að þeir voru „rankaðir“ frekar hátt í Ungverjalandi miðað við allt á Íslandi. Eins og staðan er í dag eru þeir í 7. sæti og að mínu mati eru þeir á réttum stað í deildinni,“ sagði Stefán Rafn meðal annars. Arnar Daði Arnarsson, sérfærðingur Seinni bylgjunnar og stjórnandi hlaðvarpsins Handkastsins, benti þó á þá staðreynd á Twitter-síðu sinni að Ferencváros hafi aðeins leikið fimm deildarleiki á tímabilinu á meðan öll önnur lið deildarinnar hafi leikið sex eða sjö leiki. Þá hafi tveir af þessum leikjum verið gegn Pick Szeged og Tatabanya, efstu tveimur liðum deildarinnar, og þeim tveimur liðum sem Stefán nefndi sérstaklega sem sterkustu lið ungversku deildarinnar. Silfurdrengurinn Sigfús Sigurðsson svaraði Arnari svo á Twitter og skaut létt á Stefán og lið hans, Hauka, sem hafa ekki farið jafn vel af stað í Olís-deildinni og vonast var eftir. „Eigum við nokkuð að taka mark á manni sem er í 8.sæti með sínu liði í íslensku deildinni?“ spurði Sigfús léttur, og lét blikkandi broskall fylgja með. Eigum við nokkuð að taka mark á manni sem er í 8.sæti með sínu liði í íslensku deildinni😉— fusi (@fusi69) October 28, 2022 Haukar hafa aðeins náð í fimm stig í fyrstu sex leikjum sínum í Olís-deild karla á tímabilinu og sitja í 8.-10. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Grótta og KA. Liðið mætir Fram í næstu umferð deildarinnar næstkomandi mánudag og fari allt á versta veg fyrir Haukana gæti liðið endað í fallsæti að sjöundu umferðinni lokinni.
Handbolti Handkastið Seinni bylgjan Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira