Símalaus sunnudagur – upplifum ævintýri saman Ellen Calmon skrifar 29. október 2022 14:00 Á morgun sunnudaginn 30. október fer fram Símalaus sunnudagur á vegum Barnaheilla Save the Children á Íslandi. Glápirðu á skjáinn í tíma og ótíma? Er barnið að hnippa í þig þegar þú ert að hafa kósýkvöld og horfa á fjölskyldubíó? Segir barnið stundum – hættu að horfa á símann og horfðu á mig? Ég kannast því miður við þetta og er ekki fullkomin uppalandi frekar en mörg okkar en reyni að gera mitt besta. Á morgun höfum við tækifæri að staldra við og taka þátt í Símalausum sunnudegi og leggja símann eða önnur skjátæki frá okkur frá kl. 9-21. Það er ekki þar með sagt að það megi ekki svara í símann þegar amma hringir, en við skulum reyna að vera ekkert að glápa á hann eða strjúka skjái skjátækja þann daginn. Iðkum tengslamyndun Rannsóknir hafa sýnt að skjáirnir hafa neikvæð áhrif á tengslamyndum foreldra og barna. Þá vitum við af því að börn, þrátt fyrir að hafa ekki aldur til, eru á samfélagsmiðlum. Þar hafa þau ekki þroska til þátttöku og eiga erfitt með að greina upplýsingar og áreiti sem berst í gegnum þessa miðla. Því miður vitum við líka að einelti og áreitni á sér stað á slíkum miðlum, oft í heimi sem forsjáraðilar hafa ekki aðgang að eða þekkja ekki. Það er mikilvægt að uppalendur standi saman um þessi aldurstakmörk og virði þau börnunum til heilla. Tilgangurinn með símalausa sunnudeginum er að vekja fólk til umhugsunar um símanotkun og áhrif hennar á tengslamyndun í fjölskyldum. Dagurinn getur verið ágætis byrjun á að breyta hegðun og taka frá tíma, hvort sem það er sunnudagur eða ekki, til að vera í raun til staðar fyrir sig og sína. Upplifum ævintýrin saman Þau sem skrá sig til leiks á www.simalaus.is geta unnið fjölskylduvæna vinninga og fá sendar hugmyndir að afþreyingu sem hentar stórum sem smáum. Ég hvet öll, foreldra, forsjáraðila, ömmur, afa, frænkur og frændur til að taka þátt í Símalausum sunnudegi – skrá sig til leiks og leita að ævintýrum utan skjáa. Njótið saman! Höfundur er framkvæmdastýra Barnaheilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Á morgun sunnudaginn 30. október fer fram Símalaus sunnudagur á vegum Barnaheilla Save the Children á Íslandi. Glápirðu á skjáinn í tíma og ótíma? Er barnið að hnippa í þig þegar þú ert að hafa kósýkvöld og horfa á fjölskyldubíó? Segir barnið stundum – hættu að horfa á símann og horfðu á mig? Ég kannast því miður við þetta og er ekki fullkomin uppalandi frekar en mörg okkar en reyni að gera mitt besta. Á morgun höfum við tækifæri að staldra við og taka þátt í Símalausum sunnudegi og leggja símann eða önnur skjátæki frá okkur frá kl. 9-21. Það er ekki þar með sagt að það megi ekki svara í símann þegar amma hringir, en við skulum reyna að vera ekkert að glápa á hann eða strjúka skjái skjátækja þann daginn. Iðkum tengslamyndun Rannsóknir hafa sýnt að skjáirnir hafa neikvæð áhrif á tengslamyndum foreldra og barna. Þá vitum við af því að börn, þrátt fyrir að hafa ekki aldur til, eru á samfélagsmiðlum. Þar hafa þau ekki þroska til þátttöku og eiga erfitt með að greina upplýsingar og áreiti sem berst í gegnum þessa miðla. Því miður vitum við líka að einelti og áreitni á sér stað á slíkum miðlum, oft í heimi sem forsjáraðilar hafa ekki aðgang að eða þekkja ekki. Það er mikilvægt að uppalendur standi saman um þessi aldurstakmörk og virði þau börnunum til heilla. Tilgangurinn með símalausa sunnudeginum er að vekja fólk til umhugsunar um símanotkun og áhrif hennar á tengslamyndun í fjölskyldum. Dagurinn getur verið ágætis byrjun á að breyta hegðun og taka frá tíma, hvort sem það er sunnudagur eða ekki, til að vera í raun til staðar fyrir sig og sína. Upplifum ævintýrin saman Þau sem skrá sig til leiks á www.simalaus.is geta unnið fjölskylduvæna vinninga og fá sendar hugmyndir að afþreyingu sem hentar stórum sem smáum. Ég hvet öll, foreldra, forsjáraðila, ömmur, afa, frænkur og frændur til að taka þátt í Símalausum sunnudegi – skrá sig til leiks og leita að ævintýrum utan skjáa. Njótið saman! Höfundur er framkvæmdastýra Barnaheilla.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun