Dagbók Bents: „Ég er aumingi með bónus poka og ríkið er búið að loka” Ágúst Bent skrifar 3. nóvember 2022 14:31 Bent nálgast Airwaves á sinn hátt. Hér er sagt frá því sem fyrir augu bar á miðvikudagskvöldinu. Vísir Það er svo heiðarlegt að höfuðstöðvar Airwaves séu í Kolaportinu. Svo er það líka þægilegt fyrir útlendingana að geta sótt armbandið á hátíðina og keypt dót í leiðinni handa krökkunum. Sérstaklega ef krakkana langar í frímerkjasafn eða Friends á DVD. „Afsakið, eru þessar pípur til þess að reykja metamfetamín?“ Segi ég og bendi á skrítnar glerpípur í glerborðinu sem fela sig undir Tupac og Iron Maiden stuttermabolum. Fullorðinn maður í Eminem hettupeysu flissar. „Já, ég held það." Metamfetamín er greinilega ekki það eina sem er algjört met um þessar slóðir. Ég læt mér samt nægja að ná í Airwaves armbandið mitt í básnum á móti. Gott að vita af þessu samt (djók). View this post on Instagram A post shared by Iceland Airwaves (@icelandairwaves) Ég vaknaði kl. 9 í morgun til að fara á fara á opnunarhóf á Elliheimilinu Grund. Svo kom í ljós að það er á morgun (fimmtudag). Fátt sorglegra en ringlaður maður í Airwaves gír að ráfa um gangana á hjúkrunarheimili að leita að tónleikum og forseta Íslands. Ég hlustaði á gamlan mann raula í 20 mínútur áður en ég fattaði að þetta var ekki Júníus Meyvant. Allir á fimmtudeginum þegar formlega opnunarhátíðin fór í gang.Vísir/Vilhelm Í rauninni voru fyrstu tónleikarnir ekki fyrr en kl. 16. Kira Kira er að spila í Lucky Records Rauðarásstíg. Hún er með svarta derhúfu og í leðurjakka. En þetta er ekki leðurjakka músík. Hún er meðal annars að spila á óróa sem hangir úr hljóðnemastandinum. Fiktar í honum og það heyrist smá. Það er opið í versluninni þó það séu tónleikar og ég spotta mann sem kom greinilega bara til að kaupa Dr. Dre á vinyl. Núna er smá break á milli laga og á meðan Kira Kira segir sögu um að mamma hennar sé berdreyminn þá laumar hann sér út. Gyllt kattastytta veifar. View this post on Instagram A post shared by Luckyrecordsreykjavik (@luckyrecordsreykjavik) Í kjallaranum í Smekkleysu situr fólk á gólfinu og hlustar á Markús. Hann segir að hann muni spila „sad songs” en mér finnst þau nokkuð hress. Svona lög sem myndu passa á Juno (2007) sándtrakkið. Svo byrjar hann að flauta. Flaut er eina tilgerðarlausa tónlistin. „Ég er bara með svona gamaldags upptakara” segir kona á listamannarekna rýminu Mengi og réttir mér apparat sem minnir óneitanlega á gogg eins og kvensjúkdómalæknar nota. Afmælisbarnið og kvensjúkdómalæknasonurinn Bergur Ebbi er að stjórna útgáfuhófi fyrir bók Þórarins Eldjárns. Tættir þættir heitir bókin og hún hljómar skemmtileg. Hann les eina „smælki” sem heitir Þrír Halldórar, hún er um að þegar sonur hans var barn þá ruglaði hann saman Halldóri Laxness og Halldóri Blöndal. Mín bernskubrek voru öðruvísi. Bergur Ebbi er sífellt að semja uppistandsefni.Aðsend. Dr. Gunni er að byrja á 12 tónum og staðurinn fyllist af fólki. Um leið og hann byrjar þá skammast ég mín fyrir að þekkja hann aðallega fyrir Prumpulagið. Hann er bestur. Gunnar Lárus á skilið doktorinn, prófessorinn, lektorinn, fálkaorðuna og alltsaman. Núna fyrst líður manni eins og það sé byrjað tónlistar festival. „Ég er aumingi með bónus poka og ríkið er búið að loka” Það verður ekki íslenskara en þetta. Svo geggjað að hann sé ennþá með þetta einlæga bílskúrsbands pönk sánd eftir allan þennan tíma. Það er komið svo mikið af fólki að meira að segja Jakob Frímann stendur í þvögunni fyrir utan og horfir inn um gluggann. Dr. Gunni tekur lagið. Ég er aftur kominn á Rauðarárstíginn því það er romm festival á Spritz þar sem barþjónar keppa í kokteilum. Goggi á Kalda Bar lúkkar eins og Will Smith í Wild Wild West og ég hef aldrei séð svona mikið af fólki með axlabönd á sama stað. Ballet dansari assembléar handa mér svo sterkan kokteil að ég fæ sprungna vör þegar ég reyni að smakka hann. Ég lít yfir hópinn og átta mig á því að engin hér veit einu sinni af því að Airwaves sé í gangi. Ég vil aldrei aftur heyra fólk segja að það sé ekkert að gera á Íslandi. View this post on Instagram A post shared by Kaldi Bar (@kaldibarrvk) Það er alltof langt síðan ég hef séð Berndsen live. Hann er að spila á Kexinu með Hermigervil og Kuldagalla. Töff nöfn og æðisleg framkoma. Tónleikarnir eru í aðalrýminu á Kex, en ég hafði hálfvonað að þeir væru í Nýló svo ég gæti klifið á bak á vélræna nautinu sem þau voru að eignast. Kannski á morgun. Þetta er fullorðsinslegra 80s en síðast. Berndsen virðist vera að fara í gegnum 9. áratuginn í rauntíma og núna er 1989. Eftir fimm ár mun hann hljóma eins og Nirvana. Nei heyrðu, hann rífur sig út að ofan og hoppar út í sal! Vélræna apparatið á Nýló getur átt sig, þetta er nautið sem ég vil ríða. View this post on Instagram A post shared by KEX Hostel (@kexhostel) Ég er aftur kominn í Kolaportið. En verð að viðurkenna að núna lítur þetta út eins og Hafnarport. Kannski gengur þessi pæling alveg upp. Twitter milljónamæringurinn og leiðtogi góða fólksins Haraldur Þorleifsson er að spila undir nafninu Önnu Jónu Son. Þar sem hann varð ríkur í gegnum forritun þá hafði ég reiknað með því að þetta væri raftónlist en þetta er einhvers konar indy, sumt hljómar eins og Coldplay. Sammi í Jagúar og Siggi í Hjálmum eru að spila með en virðast vera að bremsa sína náttúrulega útgeislun svo þeir steli ekki óvart senunni. Samt gaman að sjá þá. Ég reyndar sé lítið í Harald, það er svo mikið af fólki hérna. Maður myndi halda að konungur rampanna myndi hækka sig einhvern veginn. View this post on Instagram A post shared by Önnu Jónu Son (@onnujonuson) Ég rekst á Egil Tómasson og hann lyktar eins og honum hafi verið dýft ofan í kar af ilmvatni eins og einhverskonar tjokkó Steinríkur. Fischer ilmhús eru víst partur af prógramminu á Iðnó, svo ég elti lyktina og svíf yfir. Salka Valsdóttir er að spila og hún er greinilega hér til að taka yfir hátíðina. Við þekkjum hana aðallega sem hluta af Cyber og Reykjavíkurdætrum en núna er hún líka byrjuð með sólóferil undir nafninu neonme. Þetta er bæði lostafullt og einlægt og fólkið er að fíla þetta. View this post on Instagram A post shared by neonme (Salka Valsdóttir) (@neonmeeee) Næst á svið er Herdís Stefánsdóttir undir nafninu Kónguló. Hún segist kalla sig það því hún er hrædd við köngulær. Sem er sama ástæða og Batman hefur fyrir sínu nafni. Manni væri reyndar fyrirgefið að halda að þetta væri enn eitt verkefni hennar Sölku því hún stendur fremst og syngur fallega. Á morgun verður dagskráin bara hún. Á stórviðburðum eins og þessum þá setur Kex upp annan bar. Hann ætti alltaf að vera. Celebs er að spila og þetta er alvöru ball. Of mikið af íslenskum böndum fara í spariskóna þegar það koma gestir. En gestirnir vilja ekki bara heyra mismunandi bönd covera Gollum's Song eftir Emilíönu Torrini. Fólk vill Sódómu, fólk vill Celebs. Söngvarinn er í síðermabol sem lítur út eins og umferðarmotta, söngkonan er þakinn pallíettum og gæinn á hristunni, sem ég er nokkuð viss um að sé bara random túristi, er með appelsínugulan kúrekahatt og uppblásinn einhyrning. Þetta er gæsaveislu astetík og ég er að elska það. „You’re all a bunch of punks. And we are punks through and through." Á hátíð þar sem mörg atriðin hljóma eins og soundtrack í náttúruheimildamynd þá er þetta alvöru pönk. Glansandi, sing-a-long pönk og ég er með allan tímann. Airwaves er byrjað eftir tveggja ára covid pásu og núna látum við ekkert stoppa okkur. Airwaves Tónlist Dagbók Bents Tengdar fréttir Dagbók Bents: Auðmýkjandi þegar stjörnustælar virka ekki Bent nálgast Airwaves á sinn hátt. Hér er sagt frá því sem fyrir augu bar á laugardagskvöld. 11. nóvember 2019 17:00 Dagbók Bents: Grunsamlegir staðir og drungaleg dýflissa Bent nálgast Airwaves á sinn hátt. Hér er sagt frá því sem fyrir augu bar á föstudagskvöldi. 9. nóvember 2019 15:00 Dagbók Bents: Slippbarinn breyttist í Flippbarinn Bent nálgast Airwaves á sinn hátt. Hér er sagt frá því sem fyrir augu bar á fimmtudagskvöldi. 8. nóvember 2019 17:00 Dagbók Bents: Krúttlegt mosh-pit og skyrpandi risaeðlur í Júragarðinum Upp með'etta! - Markús vinur minn æpir á mig í World Class á meðan mynd af Bjössa starir á mig eins og frekja. Upp með'etta! 9. nóvember 2018 17:00 Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Svo er það líka þægilegt fyrir útlendingana að geta sótt armbandið á hátíðina og keypt dót í leiðinni handa krökkunum. Sérstaklega ef krakkana langar í frímerkjasafn eða Friends á DVD. „Afsakið, eru þessar pípur til þess að reykja metamfetamín?“ Segi ég og bendi á skrítnar glerpípur í glerborðinu sem fela sig undir Tupac og Iron Maiden stuttermabolum. Fullorðinn maður í Eminem hettupeysu flissar. „Já, ég held það." Metamfetamín er greinilega ekki það eina sem er algjört met um þessar slóðir. Ég læt mér samt nægja að ná í Airwaves armbandið mitt í básnum á móti. Gott að vita af þessu samt (djók). View this post on Instagram A post shared by Iceland Airwaves (@icelandairwaves) Ég vaknaði kl. 9 í morgun til að fara á fara á opnunarhóf á Elliheimilinu Grund. Svo kom í ljós að það er á morgun (fimmtudag). Fátt sorglegra en ringlaður maður í Airwaves gír að ráfa um gangana á hjúkrunarheimili að leita að tónleikum og forseta Íslands. Ég hlustaði á gamlan mann raula í 20 mínútur áður en ég fattaði að þetta var ekki Júníus Meyvant. Allir á fimmtudeginum þegar formlega opnunarhátíðin fór í gang.Vísir/Vilhelm Í rauninni voru fyrstu tónleikarnir ekki fyrr en kl. 16. Kira Kira er að spila í Lucky Records Rauðarásstíg. Hún er með svarta derhúfu og í leðurjakka. En þetta er ekki leðurjakka músík. Hún er meðal annars að spila á óróa sem hangir úr hljóðnemastandinum. Fiktar í honum og það heyrist smá. Það er opið í versluninni þó það séu tónleikar og ég spotta mann sem kom greinilega bara til að kaupa Dr. Dre á vinyl. Núna er smá break á milli laga og á meðan Kira Kira segir sögu um að mamma hennar sé berdreyminn þá laumar hann sér út. Gyllt kattastytta veifar. View this post on Instagram A post shared by Luckyrecordsreykjavik (@luckyrecordsreykjavik) Í kjallaranum í Smekkleysu situr fólk á gólfinu og hlustar á Markús. Hann segir að hann muni spila „sad songs” en mér finnst þau nokkuð hress. Svona lög sem myndu passa á Juno (2007) sándtrakkið. Svo byrjar hann að flauta. Flaut er eina tilgerðarlausa tónlistin. „Ég er bara með svona gamaldags upptakara” segir kona á listamannarekna rýminu Mengi og réttir mér apparat sem minnir óneitanlega á gogg eins og kvensjúkdómalæknar nota. Afmælisbarnið og kvensjúkdómalæknasonurinn Bergur Ebbi er að stjórna útgáfuhófi fyrir bók Þórarins Eldjárns. Tættir þættir heitir bókin og hún hljómar skemmtileg. Hann les eina „smælki” sem heitir Þrír Halldórar, hún er um að þegar sonur hans var barn þá ruglaði hann saman Halldóri Laxness og Halldóri Blöndal. Mín bernskubrek voru öðruvísi. Bergur Ebbi er sífellt að semja uppistandsefni.Aðsend. Dr. Gunni er að byrja á 12 tónum og staðurinn fyllist af fólki. Um leið og hann byrjar þá skammast ég mín fyrir að þekkja hann aðallega fyrir Prumpulagið. Hann er bestur. Gunnar Lárus á skilið doktorinn, prófessorinn, lektorinn, fálkaorðuna og alltsaman. Núna fyrst líður manni eins og það sé byrjað tónlistar festival. „Ég er aumingi með bónus poka og ríkið er búið að loka” Það verður ekki íslenskara en þetta. Svo geggjað að hann sé ennþá með þetta einlæga bílskúrsbands pönk sánd eftir allan þennan tíma. Það er komið svo mikið af fólki að meira að segja Jakob Frímann stendur í þvögunni fyrir utan og horfir inn um gluggann. Dr. Gunni tekur lagið. Ég er aftur kominn á Rauðarárstíginn því það er romm festival á Spritz þar sem barþjónar keppa í kokteilum. Goggi á Kalda Bar lúkkar eins og Will Smith í Wild Wild West og ég hef aldrei séð svona mikið af fólki með axlabönd á sama stað. Ballet dansari assembléar handa mér svo sterkan kokteil að ég fæ sprungna vör þegar ég reyni að smakka hann. Ég lít yfir hópinn og átta mig á því að engin hér veit einu sinni af því að Airwaves sé í gangi. Ég vil aldrei aftur heyra fólk segja að það sé ekkert að gera á Íslandi. View this post on Instagram A post shared by Kaldi Bar (@kaldibarrvk) Það er alltof langt síðan ég hef séð Berndsen live. Hann er að spila á Kexinu með Hermigervil og Kuldagalla. Töff nöfn og æðisleg framkoma. Tónleikarnir eru í aðalrýminu á Kex, en ég hafði hálfvonað að þeir væru í Nýló svo ég gæti klifið á bak á vélræna nautinu sem þau voru að eignast. Kannski á morgun. Þetta er fullorðsinslegra 80s en síðast. Berndsen virðist vera að fara í gegnum 9. áratuginn í rauntíma og núna er 1989. Eftir fimm ár mun hann hljóma eins og Nirvana. Nei heyrðu, hann rífur sig út að ofan og hoppar út í sal! Vélræna apparatið á Nýló getur átt sig, þetta er nautið sem ég vil ríða. View this post on Instagram A post shared by KEX Hostel (@kexhostel) Ég er aftur kominn í Kolaportið. En verð að viðurkenna að núna lítur þetta út eins og Hafnarport. Kannski gengur þessi pæling alveg upp. Twitter milljónamæringurinn og leiðtogi góða fólksins Haraldur Þorleifsson er að spila undir nafninu Önnu Jónu Son. Þar sem hann varð ríkur í gegnum forritun þá hafði ég reiknað með því að þetta væri raftónlist en þetta er einhvers konar indy, sumt hljómar eins og Coldplay. Sammi í Jagúar og Siggi í Hjálmum eru að spila með en virðast vera að bremsa sína náttúrulega útgeislun svo þeir steli ekki óvart senunni. Samt gaman að sjá þá. Ég reyndar sé lítið í Harald, það er svo mikið af fólki hérna. Maður myndi halda að konungur rampanna myndi hækka sig einhvern veginn. View this post on Instagram A post shared by Önnu Jónu Son (@onnujonuson) Ég rekst á Egil Tómasson og hann lyktar eins og honum hafi verið dýft ofan í kar af ilmvatni eins og einhverskonar tjokkó Steinríkur. Fischer ilmhús eru víst partur af prógramminu á Iðnó, svo ég elti lyktina og svíf yfir. Salka Valsdóttir er að spila og hún er greinilega hér til að taka yfir hátíðina. Við þekkjum hana aðallega sem hluta af Cyber og Reykjavíkurdætrum en núna er hún líka byrjuð með sólóferil undir nafninu neonme. Þetta er bæði lostafullt og einlægt og fólkið er að fíla þetta. View this post on Instagram A post shared by neonme (Salka Valsdóttir) (@neonmeeee) Næst á svið er Herdís Stefánsdóttir undir nafninu Kónguló. Hún segist kalla sig það því hún er hrædd við köngulær. Sem er sama ástæða og Batman hefur fyrir sínu nafni. Manni væri reyndar fyrirgefið að halda að þetta væri enn eitt verkefni hennar Sölku því hún stendur fremst og syngur fallega. Á morgun verður dagskráin bara hún. Á stórviðburðum eins og þessum þá setur Kex upp annan bar. Hann ætti alltaf að vera. Celebs er að spila og þetta er alvöru ball. Of mikið af íslenskum böndum fara í spariskóna þegar það koma gestir. En gestirnir vilja ekki bara heyra mismunandi bönd covera Gollum's Song eftir Emilíönu Torrini. Fólk vill Sódómu, fólk vill Celebs. Söngvarinn er í síðermabol sem lítur út eins og umferðarmotta, söngkonan er þakinn pallíettum og gæinn á hristunni, sem ég er nokkuð viss um að sé bara random túristi, er með appelsínugulan kúrekahatt og uppblásinn einhyrning. Þetta er gæsaveislu astetík og ég er að elska það. „You’re all a bunch of punks. And we are punks through and through." Á hátíð þar sem mörg atriðin hljóma eins og soundtrack í náttúruheimildamynd þá er þetta alvöru pönk. Glansandi, sing-a-long pönk og ég er með allan tímann. Airwaves er byrjað eftir tveggja ára covid pásu og núna látum við ekkert stoppa okkur.
Airwaves Tónlist Dagbók Bents Tengdar fréttir Dagbók Bents: Auðmýkjandi þegar stjörnustælar virka ekki Bent nálgast Airwaves á sinn hátt. Hér er sagt frá því sem fyrir augu bar á laugardagskvöld. 11. nóvember 2019 17:00 Dagbók Bents: Grunsamlegir staðir og drungaleg dýflissa Bent nálgast Airwaves á sinn hátt. Hér er sagt frá því sem fyrir augu bar á föstudagskvöldi. 9. nóvember 2019 15:00 Dagbók Bents: Slippbarinn breyttist í Flippbarinn Bent nálgast Airwaves á sinn hátt. Hér er sagt frá því sem fyrir augu bar á fimmtudagskvöldi. 8. nóvember 2019 17:00 Dagbók Bents: Krúttlegt mosh-pit og skyrpandi risaeðlur í Júragarðinum Upp með'etta! - Markús vinur minn æpir á mig í World Class á meðan mynd af Bjössa starir á mig eins og frekja. Upp með'etta! 9. nóvember 2018 17:00 Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Dagbók Bents: Auðmýkjandi þegar stjörnustælar virka ekki Bent nálgast Airwaves á sinn hátt. Hér er sagt frá því sem fyrir augu bar á laugardagskvöld. 11. nóvember 2019 17:00
Dagbók Bents: Grunsamlegir staðir og drungaleg dýflissa Bent nálgast Airwaves á sinn hátt. Hér er sagt frá því sem fyrir augu bar á föstudagskvöldi. 9. nóvember 2019 15:00
Dagbók Bents: Slippbarinn breyttist í Flippbarinn Bent nálgast Airwaves á sinn hátt. Hér er sagt frá því sem fyrir augu bar á fimmtudagskvöldi. 8. nóvember 2019 17:00
Dagbók Bents: Krúttlegt mosh-pit og skyrpandi risaeðlur í Júragarðinum Upp með'etta! - Markús vinur minn æpir á mig í World Class á meðan mynd af Bjössa starir á mig eins og frekja. Upp með'etta! 9. nóvember 2018 17:00
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið