Kann að enda með að boðað verði til þingkosninga Atli Ísleifsson skrifar 9. nóvember 2022 13:51 Bárður á Steig Nielsen, formaður Sambandsflokksins, tók við embætti lögmanns Færeyja árið 2019. EPA Færeyski Miðflokkurinn hefur sagt skilið við ríkisstjórn landsins eftir að Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, ákvað að reka formann Miðflokksins, Jenis av Rana, úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra í gær. Miklar líkur eru á að boðað verði til þingkosninga í Færeyjum til að leysa úr þeirri stöðu sem upp er komin í færeyskum stjórnmálum. Í stuttorðri yfirlýsingu í gær tilkynnti flokksstjórn Miðflokksins að flokkurinn sé hættur í stjórnarsamstarfinu en Sambandsflokkurinn og Fólkaflokkurinn hafa starfað saman að stjórn landsins síðan 2019. Góðar líkur eru taldar á því að niðurstaðan verði að boðað verði til kosninga í landinu þar sem Sambandsflokkurinn og Fólkaflokkurinn, auk stuðningsflokksins Sjálfstæðisflokksins, eru saman með fimmtán þingmenn en sautján þarf til að vera með meirihluta. Bárði hefur enn ekki tekist að fá aðra flokka á þingi til að ganga til liðs við ríkisstjórnina. Á þrotum Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja og formaður Sambandsflokksins, tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að nýta heimild í færeyskum lögum til að reka Jenis av Rana úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. Sagði Bárður að umburðarlyndi sitt í garð ráðherrans væri á þrotum. Jenis av Rana hafði þá ítrekað talað gegn stefnu Nielsen og gert honum erfitt fyrir í störfum sínum. Jenis er sömuleiðis þekktur fyrir að hafa talað gegn réttindum hinsegin fólks og hefur sagt að ótækt sé að forsætisráðherra sé hinsegin. Áður en tilkynning Bárðar barst hafði Høgni Hoydal, formaður stjórnarandstöðuflokksins Tjóðveldis, boðað vantrauststillögu á hendur ráðherranum. Ekkert gengur Lögmaðurinn gæti reynt að leita til annarra flokks á færeyska þinginu um að koma inn í ríkisstjórn, en ekki virðast vera miklir möguleikar í stöðunni hvað það varðar. Þannig hafa til dæmis Jafnaðarmenn sagt að þeir muni ekki hlaupa undir bagga og ganga til liðs við ríkisstjórnina. Sömu sögu er að segja af þingmönnum Framsóknar. Kosningar fóru síðast fram í Færeyjum í ágúst 2019. Færeyjar Tengdar fréttir Lætur utanríkisráðherrann Jenis av Rana gossa Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur ákveðið að nýta heimild í lögum til að reka Jenis av Rana úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. Bárður segir að umburðarlyndi sitt í garð ráðherrans sé á þrotum. 8. nóvember 2022 11:49 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Í stuttorðri yfirlýsingu í gær tilkynnti flokksstjórn Miðflokksins að flokkurinn sé hættur í stjórnarsamstarfinu en Sambandsflokkurinn og Fólkaflokkurinn hafa starfað saman að stjórn landsins síðan 2019. Góðar líkur eru taldar á því að niðurstaðan verði að boðað verði til kosninga í landinu þar sem Sambandsflokkurinn og Fólkaflokkurinn, auk stuðningsflokksins Sjálfstæðisflokksins, eru saman með fimmtán þingmenn en sautján þarf til að vera með meirihluta. Bárði hefur enn ekki tekist að fá aðra flokka á þingi til að ganga til liðs við ríkisstjórnina. Á þrotum Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja og formaður Sambandsflokksins, tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að nýta heimild í færeyskum lögum til að reka Jenis av Rana úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. Sagði Bárður að umburðarlyndi sitt í garð ráðherrans væri á þrotum. Jenis av Rana hafði þá ítrekað talað gegn stefnu Nielsen og gert honum erfitt fyrir í störfum sínum. Jenis er sömuleiðis þekktur fyrir að hafa talað gegn réttindum hinsegin fólks og hefur sagt að ótækt sé að forsætisráðherra sé hinsegin. Áður en tilkynning Bárðar barst hafði Høgni Hoydal, formaður stjórnarandstöðuflokksins Tjóðveldis, boðað vantrauststillögu á hendur ráðherranum. Ekkert gengur Lögmaðurinn gæti reynt að leita til annarra flokks á færeyska þinginu um að koma inn í ríkisstjórn, en ekki virðast vera miklir möguleikar í stöðunni hvað það varðar. Þannig hafa til dæmis Jafnaðarmenn sagt að þeir muni ekki hlaupa undir bagga og ganga til liðs við ríkisstjórnina. Sömu sögu er að segja af þingmönnum Framsóknar. Kosningar fóru síðast fram í Færeyjum í ágúst 2019.
Færeyjar Tengdar fréttir Lætur utanríkisráðherrann Jenis av Rana gossa Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur ákveðið að nýta heimild í lögum til að reka Jenis av Rana úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. Bárður segir að umburðarlyndi sitt í garð ráðherrans sé á þrotum. 8. nóvember 2022 11:49 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Lætur utanríkisráðherrann Jenis av Rana gossa Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur ákveðið að nýta heimild í lögum til að reka Jenis av Rana úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. Bárður segir að umburðarlyndi sitt í garð ráðherrans sé á þrotum. 8. nóvember 2022 11:49