Ólíkar nálganir á hið alræmda jólastress Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 18. nóvember 2022 10:30 Systkinin Álfgrímur og Þorgerður Ása voru að gefa út lagið Jólin eru tíminn. Hörður Sveinsson Systkinin Álfgrímur og Þorgerður Ása voru að gefa út nýtt jólalagið sem ber nafnið „Jólin eru tíminn“. Það er greinilegt að jólaandinn lifir í þessum söngelsku systkinum þar sem þetta er í annað sinn sem þau gefa út jólalag saman. Hér má heyra lagið Jólin eru tíminn: Tónlistarfjölskylda Árið 2020 sendu systkinin frá sér lagið Hvað ertu' að gera á gamlárskvöld? og er þar um að ræða gamla góða djass standardinn What are you doing New Year's eve? í íslenskri þýðingu föður þeirra, Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar en móðir þeirra var söngkonan Anna Pálína Árnadóttir. View this post on Instagram A post shared by Álfgrímur Aðalsteinsson (@elfgrime) Tónlistin virðist vera fjölskyldunni í blóð borinn en alls eru systkinin þrjú og eldri bróðir þeirra hefur fengist við raftónlist og nemur tónsmíðar í Listaháskólanum. Álfgrímur er sömuleiðis nemandi í Listaháskólanum, á sviðshöfundabraut, en Þorgerður Ása starfar sem dagskrárgerðarmaður og þulur á Rás 1. Hún nam tónlist úti í Svíþjóð og í FÍH og gaf út sína fyrstu hljómplötu, Í rauðum loga, árið 2020. View this post on Instagram A post shared by Álfgrímur Aðalsteinsson (@elfgrime) Ólíkar áherslur á hinu alræmda jólastressi Álfgrímur og Þorgerður Ása sömdu lagið Jólin eru tíminn í sameiningu þegar þau voru stödd í borginni Valencia á Spáni síðasta haust. Jólin eru tíminn hjá Álfgrími og Þorgerði Ásu.Ljósmynd: Hörður Sveinsson/Grafík: Sigríður Hulda Sigurðardóttir „Við hugsuðum með okkur að þetta gæti orðið ágætis jólalag, enda gætir áhrifa liðinnar tíðar í því og það minnir jafnvel á Disney lag,“ segja systkinin. Þorgerður Ása samdi textann út frá þeirri hugmynd að það gæti orðið skemmtileg mótstaða við þetta hugljúfa lag ef textinn lýsti ólíkum áherslum í jólahaldið og hvernig fólk tekst á við hið alræmda jólastress með ólíkum hætti. Systkinin á Spáni, þar sem lagið varð til.Aðsend Álfgrímur syngur um mikilvægi þess að gera allt samkvæmt bókinni, þrífa, baka, senda heimatilbúin jólakort og svo framvegis en svo syngur Þorgerður Ása andsvar um að best sé forgangsraða því að hvíla sig vegna þess að jólin séu „tíminn fyrir gláp“. „Glettnin nær svo hámarki í síðasta erindinu þegar við erum hálfpartinn farin að rífast en náum þó að á endanum að sammælast um kærleikurinn sé mikilvægastur.“ Aðspurð hvað sé svo þeirra uppáhalds jólahefð segja systkinin: „Árlega jólarifrildið af því að allir eru svo stressaðir! Djók, ætli það sé ekki heita kakóið að morgni jóladags eða friðargangan.“ Elska að syngja saman Systkinin eru góðir vinir og vinna vel saman. „Það skemmtilega við að syngja með systkini sínu eru að raddirnar fara yfirleitt vel saman. Svo erum við líka bara mjög góðir vinir þannig okkur finnst gaman að gera flest saman, þó það að syngja saman sé vissulega töluvert skemmtilegra en margt annað.“ Klippa: Álfgrímur og Þorgerður Ása - Hvað ertu að gera á gamlárskvöld? Margir lögðu hönd á plóg við að ýta laginu úr höfn en vinir þeirra systkina, tónlistarmennirnir Elvar Bragi Kristjónsson og Sólveig Morávek, settu svo sinn svip á lagið með því að koma með ákveðnar hugmyndir á útfærslu þess. Síðan fengu þau Baldvin Hlynsson til liðs við sig, sem lék á píanó og sá um upptökur og upptökustjórn. Anna Elísabet Sigurðardóttir lék á víólu, Hekla Jónsdóttir á fiðlu og Unnur Jónsdóttir á selló. Matti Kallio sá um hljóðblöndun og Bjarni Bragi Kjartansson um hljómjöfnun. Jól Jólalög Tónlist Tengdar fréttir Lét húðflúra á sig pizzusneið af ást sinni á pizzu Álfgrímur Aðalsteinsson er lífskúnstner sem sérhæfir sig í skapandi verkefnum og hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum undanfarin misseri. Hann elskar list af öllu tagi og finnst pizza svo góð að hann lét húðflúra pizzusneið á fótinn sinn. Álfgrímur er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 9. apríl 2022 11:31 Elskar að djamma en fær ekki að djamma Álfgrímur Aðalsteinsson hefur gert gott mót á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarið. Þar er hann með um 11 þúsund fylgjendur og hafa vinsældir hans farið sívaxandi undanfarið. Hann hefur nú gefið út lag, sérstaklega tileinkað djamminu, sem hann fær þó ekki að stunda af eins miklum móði og hann hefði sjálfur viljað. 30. júlí 2021 16:01 „Ekki nóg talað um það hvað er hot að vera mamma“ Rappsveitin Reykjavíkurdætur hefur sent frá sér nýtt lag, Hot Milf Summer, sem er fyrsta lagið sem sveitin gefur út á árinu. Tökur á tónlistarmyndbandinu við lagið hafa vakið mikla athygli en fjöldi þekktra Íslendinga leikur í myndbandinu. 16. júlí 2021 13:18 Mest lesið Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Oumph! wellington og sætkartöflumús með karamellupekanhnetum Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Dásamlega góðir marengstoppar Jól Ódýrt og einfalt jólaföndur sem allir geta gert Jól Jólamolar: Setur leðurhanska á óskalistann á hverju ári Jól Ólíkar nálganir á hið alræmda jólastress Jól Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Fleiri fréttir Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Hér má heyra lagið Jólin eru tíminn: Tónlistarfjölskylda Árið 2020 sendu systkinin frá sér lagið Hvað ertu' að gera á gamlárskvöld? og er þar um að ræða gamla góða djass standardinn What are you doing New Year's eve? í íslenskri þýðingu föður þeirra, Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar en móðir þeirra var söngkonan Anna Pálína Árnadóttir. View this post on Instagram A post shared by Álfgrímur Aðalsteinsson (@elfgrime) Tónlistin virðist vera fjölskyldunni í blóð borinn en alls eru systkinin þrjú og eldri bróðir þeirra hefur fengist við raftónlist og nemur tónsmíðar í Listaháskólanum. Álfgrímur er sömuleiðis nemandi í Listaháskólanum, á sviðshöfundabraut, en Þorgerður Ása starfar sem dagskrárgerðarmaður og þulur á Rás 1. Hún nam tónlist úti í Svíþjóð og í FÍH og gaf út sína fyrstu hljómplötu, Í rauðum loga, árið 2020. View this post on Instagram A post shared by Álfgrímur Aðalsteinsson (@elfgrime) Ólíkar áherslur á hinu alræmda jólastressi Álfgrímur og Þorgerður Ása sömdu lagið Jólin eru tíminn í sameiningu þegar þau voru stödd í borginni Valencia á Spáni síðasta haust. Jólin eru tíminn hjá Álfgrími og Þorgerði Ásu.Ljósmynd: Hörður Sveinsson/Grafík: Sigríður Hulda Sigurðardóttir „Við hugsuðum með okkur að þetta gæti orðið ágætis jólalag, enda gætir áhrifa liðinnar tíðar í því og það minnir jafnvel á Disney lag,“ segja systkinin. Þorgerður Ása samdi textann út frá þeirri hugmynd að það gæti orðið skemmtileg mótstaða við þetta hugljúfa lag ef textinn lýsti ólíkum áherslum í jólahaldið og hvernig fólk tekst á við hið alræmda jólastress með ólíkum hætti. Systkinin á Spáni, þar sem lagið varð til.Aðsend Álfgrímur syngur um mikilvægi þess að gera allt samkvæmt bókinni, þrífa, baka, senda heimatilbúin jólakort og svo framvegis en svo syngur Þorgerður Ása andsvar um að best sé forgangsraða því að hvíla sig vegna þess að jólin séu „tíminn fyrir gláp“. „Glettnin nær svo hámarki í síðasta erindinu þegar við erum hálfpartinn farin að rífast en náum þó að á endanum að sammælast um kærleikurinn sé mikilvægastur.“ Aðspurð hvað sé svo þeirra uppáhalds jólahefð segja systkinin: „Árlega jólarifrildið af því að allir eru svo stressaðir! Djók, ætli það sé ekki heita kakóið að morgni jóladags eða friðargangan.“ Elska að syngja saman Systkinin eru góðir vinir og vinna vel saman. „Það skemmtilega við að syngja með systkini sínu eru að raddirnar fara yfirleitt vel saman. Svo erum við líka bara mjög góðir vinir þannig okkur finnst gaman að gera flest saman, þó það að syngja saman sé vissulega töluvert skemmtilegra en margt annað.“ Klippa: Álfgrímur og Þorgerður Ása - Hvað ertu að gera á gamlárskvöld? Margir lögðu hönd á plóg við að ýta laginu úr höfn en vinir þeirra systkina, tónlistarmennirnir Elvar Bragi Kristjónsson og Sólveig Morávek, settu svo sinn svip á lagið með því að koma með ákveðnar hugmyndir á útfærslu þess. Síðan fengu þau Baldvin Hlynsson til liðs við sig, sem lék á píanó og sá um upptökur og upptökustjórn. Anna Elísabet Sigurðardóttir lék á víólu, Hekla Jónsdóttir á fiðlu og Unnur Jónsdóttir á selló. Matti Kallio sá um hljóðblöndun og Bjarni Bragi Kjartansson um hljómjöfnun.
Jól Jólalög Tónlist Tengdar fréttir Lét húðflúra á sig pizzusneið af ást sinni á pizzu Álfgrímur Aðalsteinsson er lífskúnstner sem sérhæfir sig í skapandi verkefnum og hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum undanfarin misseri. Hann elskar list af öllu tagi og finnst pizza svo góð að hann lét húðflúra pizzusneið á fótinn sinn. Álfgrímur er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 9. apríl 2022 11:31 Elskar að djamma en fær ekki að djamma Álfgrímur Aðalsteinsson hefur gert gott mót á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarið. Þar er hann með um 11 þúsund fylgjendur og hafa vinsældir hans farið sívaxandi undanfarið. Hann hefur nú gefið út lag, sérstaklega tileinkað djamminu, sem hann fær þó ekki að stunda af eins miklum móði og hann hefði sjálfur viljað. 30. júlí 2021 16:01 „Ekki nóg talað um það hvað er hot að vera mamma“ Rappsveitin Reykjavíkurdætur hefur sent frá sér nýtt lag, Hot Milf Summer, sem er fyrsta lagið sem sveitin gefur út á árinu. Tökur á tónlistarmyndbandinu við lagið hafa vakið mikla athygli en fjöldi þekktra Íslendinga leikur í myndbandinu. 16. júlí 2021 13:18 Mest lesið Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Oumph! wellington og sætkartöflumús með karamellupekanhnetum Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Dásamlega góðir marengstoppar Jól Ódýrt og einfalt jólaföndur sem allir geta gert Jól Jólamolar: Setur leðurhanska á óskalistann á hverju ári Jól Ólíkar nálganir á hið alræmda jólastress Jól Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Fleiri fréttir Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Lét húðflúra á sig pizzusneið af ást sinni á pizzu Álfgrímur Aðalsteinsson er lífskúnstner sem sérhæfir sig í skapandi verkefnum og hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum undanfarin misseri. Hann elskar list af öllu tagi og finnst pizza svo góð að hann lét húðflúra pizzusneið á fótinn sinn. Álfgrímur er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 9. apríl 2022 11:31
Elskar að djamma en fær ekki að djamma Álfgrímur Aðalsteinsson hefur gert gott mót á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarið. Þar er hann með um 11 þúsund fylgjendur og hafa vinsældir hans farið sívaxandi undanfarið. Hann hefur nú gefið út lag, sérstaklega tileinkað djamminu, sem hann fær þó ekki að stunda af eins miklum móði og hann hefði sjálfur viljað. 30. júlí 2021 16:01
„Ekki nóg talað um það hvað er hot að vera mamma“ Rappsveitin Reykjavíkurdætur hefur sent frá sér nýtt lag, Hot Milf Summer, sem er fyrsta lagið sem sveitin gefur út á árinu. Tökur á tónlistarmyndbandinu við lagið hafa vakið mikla athygli en fjöldi þekktra Íslendinga leikur í myndbandinu. 16. júlí 2021 13:18