Laddi fær hjartastein í Hafnarfirði Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 17. nóvember 2022 22:22 Nánasta fjölskylda og vinir Ladda voru viðstödd afhjúpun hjartasteinsins við lauflétta athöfn og ljúfan barnasöng fyrr í kvöld Bæjarbíó „Þetta er einn af hápunktunum, allavega hæsti punkturinn hingað til myndi ég segja,“ segir Þórhallur Sigurðsson, skemmtikraftur, betur þekktur sem Laddi. Svokallaður hjartasteinn til heiðurs Ladda var afhjúpaður fyrir framan Bæjarbíó í Hafnarfirði fyrr í kvöld og fréttastofa Stöðvar 2 var að sjálfsögðu á staðnum. Hjartasteininn hlýtur Laddi fyrir leikinn, gleðina og skemmtunina sem hann hefur fært öllum aldurshópum um árabil. Laddi er landsmönnum flestum að góðu kunnur og þá ekki síst fyrir sköpun sína á fjöldanum öllum af karakterum sem margir kannast við. Eiríkur Fjalar, Saxi læknir, Skúli rafvirki, Magnús bóndi, Elsa Lund og Marteinn Mosdal eru meðal þessara karaktera og vilja margir meina að einhverjir þeirra séu fæddir í brandarabænum Hafnarfirði líkt og Laddi sjálfur. Þá hefur Laddi gefið út plötur, leikið í kvikmyndum og tekið þátt sem handritshöfundur og/eða leikari í áramótaskaupum og fjölda þátta sem yljað hafa andann og glatt hafa landann um áratuga skeið. Hann hefur einnig talsett mikinn fjölda kvikmynda og teiknimynda og afrekaði það m.a. að talsetja allar teiknimyndirnar um Strumpana einn síns liðs líkt og fram kemur í tilkynningu frá Bæjarbíó. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður Stöðvar 2 var á staðnum þegar hjartasteininn var vígður og spjallaði við Ladda. „Þetta er mikill heiður myndi ég segja, að vera hérna á stéttinni fyrir framan Bæjarbíó. Gamla bíóið mitt. Ég var alltaf hérna þegar ég var krakki,“ sagði Laddi en eins og margir vita er hann fæddur og uppalinn í Hafnarfirðinum. Aðspurður segist hann þó ekki beinlínis hafa sótt mikið af karakterum í heimabæinn. Einn maður úr bæjarlífinu, Baldur Magister veitti Ladda þó innblástur þegar hann skapaði Hallgrím hvítlaukskokk sem birtist landsmönnum fyrst á skjánum í Heilsubælinu. Hjartasteinninn er sá þriðji fyrir framan Bæjarbíó en fyrir eru steinar tileinkaðir tónlistarmanninum Björgvini Halldórssyni og Guðrúnu Helgadóttur rithöfundi. „Þetta er ekki amalegur hópur sem maður er með í. Þetta eru aðal hafnfirðingarnir,“ segir Laddi sem nú er orðinn 75 ára og segir margt standa upp úr í gegnum tíðina. „Og það er ekki allt búið.“ Hafnarfjörður Leikhús Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Laddi fór á kostum á trommunum Í Glaumbæ á föstudaginn mættu þeir Magni Ásgeirsson og Laddi í myndver og léku á als oddi. Magni er þekktur fyrir það að taka ábreiður af vinsælum lögum og Laddi er nokkuð liðtækur trommari. 2. mars 2022 12:31 Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Þórhallur Sigurðsson, best þekktur sem Laddi, fagnar 75 ára afmæli sínu í dag. Stóru afmælissýningunni var þó frestað fram í mars vegna heimsfaraldursins. 20. janúar 2022 15:40 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Laddi er landsmönnum flestum að góðu kunnur og þá ekki síst fyrir sköpun sína á fjöldanum öllum af karakterum sem margir kannast við. Eiríkur Fjalar, Saxi læknir, Skúli rafvirki, Magnús bóndi, Elsa Lund og Marteinn Mosdal eru meðal þessara karaktera og vilja margir meina að einhverjir þeirra séu fæddir í brandarabænum Hafnarfirði líkt og Laddi sjálfur. Þá hefur Laddi gefið út plötur, leikið í kvikmyndum og tekið þátt sem handritshöfundur og/eða leikari í áramótaskaupum og fjölda þátta sem yljað hafa andann og glatt hafa landann um áratuga skeið. Hann hefur einnig talsett mikinn fjölda kvikmynda og teiknimynda og afrekaði það m.a. að talsetja allar teiknimyndirnar um Strumpana einn síns liðs líkt og fram kemur í tilkynningu frá Bæjarbíó. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður Stöðvar 2 var á staðnum þegar hjartasteininn var vígður og spjallaði við Ladda. „Þetta er mikill heiður myndi ég segja, að vera hérna á stéttinni fyrir framan Bæjarbíó. Gamla bíóið mitt. Ég var alltaf hérna þegar ég var krakki,“ sagði Laddi en eins og margir vita er hann fæddur og uppalinn í Hafnarfirðinum. Aðspurður segist hann þó ekki beinlínis hafa sótt mikið af karakterum í heimabæinn. Einn maður úr bæjarlífinu, Baldur Magister veitti Ladda þó innblástur þegar hann skapaði Hallgrím hvítlaukskokk sem birtist landsmönnum fyrst á skjánum í Heilsubælinu. Hjartasteinninn er sá þriðji fyrir framan Bæjarbíó en fyrir eru steinar tileinkaðir tónlistarmanninum Björgvini Halldórssyni og Guðrúnu Helgadóttur rithöfundi. „Þetta er ekki amalegur hópur sem maður er með í. Þetta eru aðal hafnfirðingarnir,“ segir Laddi sem nú er orðinn 75 ára og segir margt standa upp úr í gegnum tíðina. „Og það er ekki allt búið.“
Hafnarfjörður Leikhús Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Laddi fór á kostum á trommunum Í Glaumbæ á föstudaginn mættu þeir Magni Ásgeirsson og Laddi í myndver og léku á als oddi. Magni er þekktur fyrir það að taka ábreiður af vinsælum lögum og Laddi er nokkuð liðtækur trommari. 2. mars 2022 12:31 Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Þórhallur Sigurðsson, best þekktur sem Laddi, fagnar 75 ára afmæli sínu í dag. Stóru afmælissýningunni var þó frestað fram í mars vegna heimsfaraldursins. 20. janúar 2022 15:40 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Laddi fór á kostum á trommunum Í Glaumbæ á föstudaginn mættu þeir Magni Ásgeirsson og Laddi í myndver og léku á als oddi. Magni er þekktur fyrir það að taka ábreiður af vinsælum lögum og Laddi er nokkuð liðtækur trommari. 2. mars 2022 12:31
Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Þórhallur Sigurðsson, best þekktur sem Laddi, fagnar 75 ára afmæli sínu í dag. Stóru afmælissýningunni var þó frestað fram í mars vegna heimsfaraldursins. 20. janúar 2022 15:40