„Mér finnst bara einhver þurfa að bera ábyrgð“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 23. nóvember 2022 22:31 Ása Nishanthi Magnúsdóttir segir að einhver hljóti að bera ábyrgð. Stöð 2 Kona sem var ættleidd frá Sri Lanka með fölsuðum pappírum segir sárt að hafa ekki aðgang að gögnum um sig og telur að einhver þurfi að bera ábyrgð. Dómsmálaráðuneytið hefur óskað eftir upplýsingum frá yfirvöldum í Sri Lanka en ekki fengið svör. Ráðuneytið ætlar að hefja sérstaka skoðun á málinu. Dómsmálaráðurneytið sendi í gær frá sér tilkynningu varðandi ættleiðingar rúmlega áttatíu barna frá Sri Lanka á níunda áratugnum og falsaðra pappíra sem virðast hafa verið notaðir til að auðvelda ferlið. Saga nokkurra þeirra sem ættleidd voru hefur verið sögð í þáttunum Leitin að upprunanum sem eru sýndir á Stöð 2. Ráðuneytið segir að tekin hafi verið ákvörðun um að stöðva ættleiðingar frá Sri Lanka árið 1986 í kjölfar atviks sem varpaði ljósi á ferli ættleiðinga frá landinu. Ráðuneytið segir að erindi hafi verið sent til stjórnvalda á Sri Lanka vegna þessara mála en svör hafi ekki borist. Ása Nishanthi Magnúsdóttir sem ættleidd var frá Sri Lanka á þessum árum segir erfitt að hafa ekki aðgang að mikilvægum upplýsingum um sjálfa sig og sinn uppruna en það kom í ljós að hennar ættleiðingargögn reyndust vera fölsuð. „Stóra spurning hjá mér er, af hverju var ekki farið í gegnum þessi skjöl á þeim tíma af því að nú, til dæmis, hef ég enga sjúkrasögu. Þú veist, ég veit ekki hvað ég gæti verið mögulega með og svoleiðis, nú fékk ég krabbamein.“ Ráðuneytið segist nú vera með ættleiðingar frá Sri Lanka til sérstakrar skoðunar. Ása bendir á að lögum samkvæmt sé það í verkahring dómsmálaráðuneytisins að kanna hvort lögboðnum skilyrðum til ættleiðingar hafi verið fullnægt og á því hafi augljóslega verið misbrestur. Hún er ekki í vafa um hvað henni finnst þurfa að gerast í málinu. „Mér finnst bara einhver þurfa að bera ábyrgð, það er bara þannig.“ Fjölskyldumál Stjórnsýsla Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
Dómsmálaráðurneytið sendi í gær frá sér tilkynningu varðandi ættleiðingar rúmlega áttatíu barna frá Sri Lanka á níunda áratugnum og falsaðra pappíra sem virðast hafa verið notaðir til að auðvelda ferlið. Saga nokkurra þeirra sem ættleidd voru hefur verið sögð í þáttunum Leitin að upprunanum sem eru sýndir á Stöð 2. Ráðuneytið segir að tekin hafi verið ákvörðun um að stöðva ættleiðingar frá Sri Lanka árið 1986 í kjölfar atviks sem varpaði ljósi á ferli ættleiðinga frá landinu. Ráðuneytið segir að erindi hafi verið sent til stjórnvalda á Sri Lanka vegna þessara mála en svör hafi ekki borist. Ása Nishanthi Magnúsdóttir sem ættleidd var frá Sri Lanka á þessum árum segir erfitt að hafa ekki aðgang að mikilvægum upplýsingum um sjálfa sig og sinn uppruna en það kom í ljós að hennar ættleiðingargögn reyndust vera fölsuð. „Stóra spurning hjá mér er, af hverju var ekki farið í gegnum þessi skjöl á þeim tíma af því að nú, til dæmis, hef ég enga sjúkrasögu. Þú veist, ég veit ekki hvað ég gæti verið mögulega með og svoleiðis, nú fékk ég krabbamein.“ Ráðuneytið segist nú vera með ættleiðingar frá Sri Lanka til sérstakrar skoðunar. Ása bendir á að lögum samkvæmt sé það í verkahring dómsmálaráðuneytisins að kanna hvort lögboðnum skilyrðum til ættleiðingar hafi verið fullnægt og á því hafi augljóslega verið misbrestur. Hún er ekki í vafa um hvað henni finnst þurfa að gerast í málinu. „Mér finnst bara einhver þurfa að bera ábyrgð, það er bara þannig.“
Fjölskyldumál Stjórnsýsla Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira