„Það var annaðhvort að kýla á þetta eða fella niður sýninguna“ Elísabet Hanna skrifar 30. nóvember 2022 12:00 Árni Þór fann að hann tresyti sér vel í verkefnið. Aðsend Leikarinn Árni Þór Lárusson hafði nokkra klukkutíma til að undirbúa sig fyrir hlutverk Utangarðs Bubba í söngleiknum Níu líf á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu. Þegar Covid stóð sem hæst setti Borgarleikhúsið af stað staðgengla skipulag. Þá stóðu þau frammi fyrir því að líklegt væri að einhver af leikurunum væri að fara að veikjast á þeim tíma. Þegar staðan var sú var Árni Þór vel undirbúinn að taka við hlutverkinu en síðan er liðið ár og aldrei kom kallið. View this post on Instagram A post shared by Arni Thor Larusson (@arnilar123) Símtalið kom Það var svo á fimmtudaginn síðasta sem símtalið kom. Leikarinn Björn Stefánsson, sem fer með hlutverk Utangarðs Bubba, varð veikur og endaði á spítala og gat ekki komið fram. „Ég fór upp í leikhús og tók stöðufund með þeim. Það var annaðhvort að kýla á þetta eða fella niður sýninguna. Ég fann að ég treysti mér vel í þetta verkefni og við tókum ákvörðun um að kýla á þetta,“ segir Árni Þór í samtali við Vísi. Kominn í gallann og tilbúinn á sviðið.Aðsend Aðeins nokkrir klukkutímar til stefnu Aðeins voru nokkrir klukkutímar til stefnu og við tók mikil vinna. Blessunarlega pössuðu allir búningarnir á hann og leikstjórinn Ólafur Egill fór vel með honum yfir allt það helsta. „Það var eiginlega ótrúlegt að þetta var allt í minninu, það kom mér sjálfum á óvart að textinn var bara til staðar,“ segir Árni um hlutverkið. Hann segist hafa verið mjög fókuseraður, stigið á sviðið og gleymt öllu öðru og hafi því varla verið var við stress í þessum aðstæðum. „Ég er mjög glaður og þakklátur að hafa fengið þetta traust frá leikhúsinu, þetta var ótrúlega gaman og gekk mjög vel.“ Hann segir samvinnuna milli leikara, tæknifólks og starfsfólks leikhúsins sem þurfti að eiga sér stað til þess að svona gangi upp vera mikla og hún hafi verið til fyrirmyndar. Mynd frá sýningunni þar sem Árni var í hlutverkinu.Aðsend Mikil ábyrgð á leikurum „Það var ótrúlega góð orka í salnum, ég er mjög sáttur og við erum öll ótrúlega glöð og sátt með þetta, held ég,“ segir hann og hlær. Kvöldið eftir endurtók hann leikinn. „Það gleymist oft að ræða þessa miklu ábyrgð sem er sett á leikara í stórum keyrslu sýningum. Í Níu Líf eru leikararnir allir búnir að standa vaktina í 170 sýningum og það er ekkert grín. Þetta staðgenglakerfi er mjög sniðugt því það er ótrúlega gott að vita af því að einhver grípur mann ef það koma upp veikindi. Að sýningin falli ekki niður ef þú ert veik/ur/t,“ segir Árni að lokum en slíkt kerfi er algengt í leikhúsum erlendis. Sýningin gekk eins og í sögu.Aðsend „Ekki á færi hvers sem er að leika þetta eftir“ Árni Þór var ekki eini leikarinn sem stökk inn í sýninguna með litlum fyrirvara, því leikkonan Katrín Mist Haraldsdóttir hljóp í skarðið fyrir aðra leikkonu sem hafði veikst. „Síðustu tvær helgar voru ævintýralegar og okkar starfsfólk sýndi framúrskarandi vinnubrögð á öllum vígstöðvum. Þegar tveir af aðalleikurum Níu lífa veiktust þá stigu Katrín Mist Haraldsdóttir og Árni Þór Lárusson inn með örskömmum fyrirvara, léku, sungu og dönsuðu og svo það sé ekki nóg þá spilaði Árni Þór líka á munnhörpu í Afgan. Það er ekki á færi hvers sem er að leika þetta eftir,“ segir Brynhildur Guðjónsdóttir, Borgarleikhússtjóri. „Það þarf afl, vandvirkni og ekki síst jákvæðni til að stíga inn í svona stóra ábyrgð. Við erum svo heppin að vera hér með fullt hús af hæfileikaríku fólki sem segir já. Það var hrein unun að fylgjast með vinnu Árna Þórs og Katrínar Mistar. Þetta er töframáttur leikhússins í sinni tærustu mynd.“ Leikhús Menning Tengdar fréttir Fyrstu sýningarnar gríðarlega erfiðar: „Ég kom bara heim og lagðist í rúmið“ Bubbi Morthens segir að hann hafi hreinlega grátið og farið heim og lagst í rúmið þegar sýningin Níu líf byrjaði í Borgarleikhúsinu í fyrra. 30. september 2022 11:01 Kveinuðu þegar Bubbi lofaði tíu árum í viðbót Sérstök hátíðarsýning á söngleiknum Níu líf fór fram í Borgarleikhúsinu í kvöld í tilefni af 66 ára afmæli Bubba Morthens. Tónlistarmaðurinn segir góða tilfinningu fylgja því að vera viðstaddur hana á þessum tímamótum en Bubbi hefur horft á hverja einustu sýningu söngleiksins sem hefur notið mikilla vinsælda. 6. júní 2022 22:48 Beinstífur við barinn á Glaumbæ í öðru lífi Skemmtiþátturinn Glaumbær hefur göngu sína á Stöð 2 í kvöld þar sem Björn Stefánsson ætlar að halda uppi stuðinu og djamma með áhorfendum. Nafnið Glaumbær hefur skemmtilega tengingu við íslenskt skemmtanahald og þar var mikið fjör þar til staðurinn brann árið 1971. 28. janúar 2022 13:30 Næstum hundrað sýningar og 50 þúsund gestir á Níu líf Um helgina er von á fimmtíuþúsundasta gestinum á stórsöngleikinn Níu líf en hundraðasta sýningin verður sýnd í Borgarleikhúsinu í byrjun júní. Vinsældir söngleiksins virðast ekki vera að dvína en uppselt er á allar sýningar þessa leikárs. 13. maí 2022 16:01 Fjórtán frumsýningar í Borgarleikhúsinu Þeir tvö hundruð starfsmenn, sem vinna í Borgarleikhúsinu munu hafa meira en nóg að gera í vetur því þar verða fjórtán leikrit frumsýnd, auk verka, sem hafa verið i gangi eins og Emil í Kattholti og Níu líf. Leikhússtjóri Borgarleikhússins segir leikhúsið ekki vera í samkeppni við Þjóðleikhúsið né önnur leikhús. 4. september 2022 14:10 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Þegar Covid stóð sem hæst setti Borgarleikhúsið af stað staðgengla skipulag. Þá stóðu þau frammi fyrir því að líklegt væri að einhver af leikurunum væri að fara að veikjast á þeim tíma. Þegar staðan var sú var Árni Þór vel undirbúinn að taka við hlutverkinu en síðan er liðið ár og aldrei kom kallið. View this post on Instagram A post shared by Arni Thor Larusson (@arnilar123) Símtalið kom Það var svo á fimmtudaginn síðasta sem símtalið kom. Leikarinn Björn Stefánsson, sem fer með hlutverk Utangarðs Bubba, varð veikur og endaði á spítala og gat ekki komið fram. „Ég fór upp í leikhús og tók stöðufund með þeim. Það var annaðhvort að kýla á þetta eða fella niður sýninguna. Ég fann að ég treysti mér vel í þetta verkefni og við tókum ákvörðun um að kýla á þetta,“ segir Árni Þór í samtali við Vísi. Kominn í gallann og tilbúinn á sviðið.Aðsend Aðeins nokkrir klukkutímar til stefnu Aðeins voru nokkrir klukkutímar til stefnu og við tók mikil vinna. Blessunarlega pössuðu allir búningarnir á hann og leikstjórinn Ólafur Egill fór vel með honum yfir allt það helsta. „Það var eiginlega ótrúlegt að þetta var allt í minninu, það kom mér sjálfum á óvart að textinn var bara til staðar,“ segir Árni um hlutverkið. Hann segist hafa verið mjög fókuseraður, stigið á sviðið og gleymt öllu öðru og hafi því varla verið var við stress í þessum aðstæðum. „Ég er mjög glaður og þakklátur að hafa fengið þetta traust frá leikhúsinu, þetta var ótrúlega gaman og gekk mjög vel.“ Hann segir samvinnuna milli leikara, tæknifólks og starfsfólks leikhúsins sem þurfti að eiga sér stað til þess að svona gangi upp vera mikla og hún hafi verið til fyrirmyndar. Mynd frá sýningunni þar sem Árni var í hlutverkinu.Aðsend Mikil ábyrgð á leikurum „Það var ótrúlega góð orka í salnum, ég er mjög sáttur og við erum öll ótrúlega glöð og sátt með þetta, held ég,“ segir hann og hlær. Kvöldið eftir endurtók hann leikinn. „Það gleymist oft að ræða þessa miklu ábyrgð sem er sett á leikara í stórum keyrslu sýningum. Í Níu Líf eru leikararnir allir búnir að standa vaktina í 170 sýningum og það er ekkert grín. Þetta staðgenglakerfi er mjög sniðugt því það er ótrúlega gott að vita af því að einhver grípur mann ef það koma upp veikindi. Að sýningin falli ekki niður ef þú ert veik/ur/t,“ segir Árni að lokum en slíkt kerfi er algengt í leikhúsum erlendis. Sýningin gekk eins og í sögu.Aðsend „Ekki á færi hvers sem er að leika þetta eftir“ Árni Þór var ekki eini leikarinn sem stökk inn í sýninguna með litlum fyrirvara, því leikkonan Katrín Mist Haraldsdóttir hljóp í skarðið fyrir aðra leikkonu sem hafði veikst. „Síðustu tvær helgar voru ævintýralegar og okkar starfsfólk sýndi framúrskarandi vinnubrögð á öllum vígstöðvum. Þegar tveir af aðalleikurum Níu lífa veiktust þá stigu Katrín Mist Haraldsdóttir og Árni Þór Lárusson inn með örskömmum fyrirvara, léku, sungu og dönsuðu og svo það sé ekki nóg þá spilaði Árni Þór líka á munnhörpu í Afgan. Það er ekki á færi hvers sem er að leika þetta eftir,“ segir Brynhildur Guðjónsdóttir, Borgarleikhússtjóri. „Það þarf afl, vandvirkni og ekki síst jákvæðni til að stíga inn í svona stóra ábyrgð. Við erum svo heppin að vera hér með fullt hús af hæfileikaríku fólki sem segir já. Það var hrein unun að fylgjast með vinnu Árna Þórs og Katrínar Mistar. Þetta er töframáttur leikhússins í sinni tærustu mynd.“
Leikhús Menning Tengdar fréttir Fyrstu sýningarnar gríðarlega erfiðar: „Ég kom bara heim og lagðist í rúmið“ Bubbi Morthens segir að hann hafi hreinlega grátið og farið heim og lagst í rúmið þegar sýningin Níu líf byrjaði í Borgarleikhúsinu í fyrra. 30. september 2022 11:01 Kveinuðu þegar Bubbi lofaði tíu árum í viðbót Sérstök hátíðarsýning á söngleiknum Níu líf fór fram í Borgarleikhúsinu í kvöld í tilefni af 66 ára afmæli Bubba Morthens. Tónlistarmaðurinn segir góða tilfinningu fylgja því að vera viðstaddur hana á þessum tímamótum en Bubbi hefur horft á hverja einustu sýningu söngleiksins sem hefur notið mikilla vinsælda. 6. júní 2022 22:48 Beinstífur við barinn á Glaumbæ í öðru lífi Skemmtiþátturinn Glaumbær hefur göngu sína á Stöð 2 í kvöld þar sem Björn Stefánsson ætlar að halda uppi stuðinu og djamma með áhorfendum. Nafnið Glaumbær hefur skemmtilega tengingu við íslenskt skemmtanahald og þar var mikið fjör þar til staðurinn brann árið 1971. 28. janúar 2022 13:30 Næstum hundrað sýningar og 50 þúsund gestir á Níu líf Um helgina er von á fimmtíuþúsundasta gestinum á stórsöngleikinn Níu líf en hundraðasta sýningin verður sýnd í Borgarleikhúsinu í byrjun júní. Vinsældir söngleiksins virðast ekki vera að dvína en uppselt er á allar sýningar þessa leikárs. 13. maí 2022 16:01 Fjórtán frumsýningar í Borgarleikhúsinu Þeir tvö hundruð starfsmenn, sem vinna í Borgarleikhúsinu munu hafa meira en nóg að gera í vetur því þar verða fjórtán leikrit frumsýnd, auk verka, sem hafa verið i gangi eins og Emil í Kattholti og Níu líf. Leikhússtjóri Borgarleikhússins segir leikhúsið ekki vera í samkeppni við Þjóðleikhúsið né önnur leikhús. 4. september 2022 14:10 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Fyrstu sýningarnar gríðarlega erfiðar: „Ég kom bara heim og lagðist í rúmið“ Bubbi Morthens segir að hann hafi hreinlega grátið og farið heim og lagst í rúmið þegar sýningin Níu líf byrjaði í Borgarleikhúsinu í fyrra. 30. september 2022 11:01
Kveinuðu þegar Bubbi lofaði tíu árum í viðbót Sérstök hátíðarsýning á söngleiknum Níu líf fór fram í Borgarleikhúsinu í kvöld í tilefni af 66 ára afmæli Bubba Morthens. Tónlistarmaðurinn segir góða tilfinningu fylgja því að vera viðstaddur hana á þessum tímamótum en Bubbi hefur horft á hverja einustu sýningu söngleiksins sem hefur notið mikilla vinsælda. 6. júní 2022 22:48
Beinstífur við barinn á Glaumbæ í öðru lífi Skemmtiþátturinn Glaumbær hefur göngu sína á Stöð 2 í kvöld þar sem Björn Stefánsson ætlar að halda uppi stuðinu og djamma með áhorfendum. Nafnið Glaumbær hefur skemmtilega tengingu við íslenskt skemmtanahald og þar var mikið fjör þar til staðurinn brann árið 1971. 28. janúar 2022 13:30
Næstum hundrað sýningar og 50 þúsund gestir á Níu líf Um helgina er von á fimmtíuþúsundasta gestinum á stórsöngleikinn Níu líf en hundraðasta sýningin verður sýnd í Borgarleikhúsinu í byrjun júní. Vinsældir söngleiksins virðast ekki vera að dvína en uppselt er á allar sýningar þessa leikárs. 13. maí 2022 16:01
Fjórtán frumsýningar í Borgarleikhúsinu Þeir tvö hundruð starfsmenn, sem vinna í Borgarleikhúsinu munu hafa meira en nóg að gera í vetur því þar verða fjórtán leikrit frumsýnd, auk verka, sem hafa verið i gangi eins og Emil í Kattholti og Níu líf. Leikhússtjóri Borgarleikhússins segir leikhúsið ekki vera í samkeppni við Þjóðleikhúsið né önnur leikhús. 4. september 2022 14:10