Helgi Már: Ég held bara áfram að sinna mínu starfi þangað til einhver lætur mig vita annað Stefán Snær Ágústsson skrifar 1. desember 2022 23:00 Helgi Már Magnússon er þjálfari KR. Hann þarf að finna lausn á vandamálum liðsins og það fljótt ef ekki á illa að fara. Vísir/Bára Dröfn Þjálfari KR, Helgi Már Magnússon, var allt annað en sáttur eftir tap í botnslag áttundu umferðar Subway deildar karla í kvöld. „Svekkelsi, ömurlegt að tapa,“ sagði Helgi Már við Vísi eftir leik. Spurður nánar útí leikinn og hverju hann reyndi að breyta til að sækja sigur svarar Helgi. „Við reynum alltaf að breyta eitthvað smá, einhverjar skiptingar hér og þar eða hver er að dekka hvern og svo framvegis“ En hvað fór þá úrskeiðis að mati þjálfara KR í kvöld? „Aðallega það sem mér fannst þessi leikur snúast um er að þetta er bara í þannig séð í járnum, við vorum yfir með einhverjum sex stigum en við missum þá aftur og þeir komast inní leikinn. Við hittum alveg afskaplega illa allan leikinn en það sem mér finnst þetta snúast um í lokin eru bara þessu litlu atriði sem þarf bara til að loka leikjunum.“ Helgi var ekki ánægður með suma leikmenn sína sem voru að hans mati ekki að telja rétt og jafnvel að labba til baka í miðjum leik. „Varnarlega fannst mér við taka nokkrar slæmar ákvarðanir. Raggi Braga fær nokkra galopna þrista því við teljum ekki rétt og löbbum til baka og Martin hérna, sem er fantaskytta, hann er galopinn hérna útaf röngum róteringum. Þetta eru bara svona litlir hlutir sem menn þurfa að læra lesa og hvenær er staður og stund fyrir þessar ákvarðanir“ En fannst þjálfara KR liðið bæta sig í þessum leik frá fyrri frammistöðum? „Þetta var allt annað í dag en hefur verið og ég er alveg ánægður með það sem við lögðum í þennan leik en við náðum ekki að loka honum því miður. Þriggja stiga nýtingin okkar var ekki góð og þetta er líka bara sjálfstraust og allt það eftir að vera kominn í svona holu eins og við erum komin í þá er erfitt að koma sér uppúr henni“ Er þörf á breytingum? „Við erum að skoða það og það kemur í ljós en við verðum að halda áfram að reyna bæta okkur, það er það eina sem við getum gert“ Er starfið þitt í hættu í kvöld? „Það er ekki mitt að dæma um það, ég held bara áfram að sinna mínu starfi þangað til einhver lætur mig vita annað.“ Subway-deild karla KR ÍR Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: KR - ÍR 88-95 | ÍR skildi Vesturbæinga eftir í fallsæti eftir fimmta tap KR á heimavelli ÍR lagði KR í kaflaskiptum leik í Vesturbænum í áttundu umferð Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Eftir sterka byrjun heimamanna skiptust liðin á forystu alveg þar til í síðasta leikhluta þar sem hærri nýting ÍR liðsins gaf þeim yfirhöndina og á endanum sigurinn í þessum mikilvæga fallbaráttuleik. 1. desember 2022 20:15 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Spurður nánar útí leikinn og hverju hann reyndi að breyta til að sækja sigur svarar Helgi. „Við reynum alltaf að breyta eitthvað smá, einhverjar skiptingar hér og þar eða hver er að dekka hvern og svo framvegis“ En hvað fór þá úrskeiðis að mati þjálfara KR í kvöld? „Aðallega það sem mér fannst þessi leikur snúast um er að þetta er bara í þannig séð í járnum, við vorum yfir með einhverjum sex stigum en við missum þá aftur og þeir komast inní leikinn. Við hittum alveg afskaplega illa allan leikinn en það sem mér finnst þetta snúast um í lokin eru bara þessu litlu atriði sem þarf bara til að loka leikjunum.“ Helgi var ekki ánægður með suma leikmenn sína sem voru að hans mati ekki að telja rétt og jafnvel að labba til baka í miðjum leik. „Varnarlega fannst mér við taka nokkrar slæmar ákvarðanir. Raggi Braga fær nokkra galopna þrista því við teljum ekki rétt og löbbum til baka og Martin hérna, sem er fantaskytta, hann er galopinn hérna útaf röngum róteringum. Þetta eru bara svona litlir hlutir sem menn þurfa að læra lesa og hvenær er staður og stund fyrir þessar ákvarðanir“ En fannst þjálfara KR liðið bæta sig í þessum leik frá fyrri frammistöðum? „Þetta var allt annað í dag en hefur verið og ég er alveg ánægður með það sem við lögðum í þennan leik en við náðum ekki að loka honum því miður. Þriggja stiga nýtingin okkar var ekki góð og þetta er líka bara sjálfstraust og allt það eftir að vera kominn í svona holu eins og við erum komin í þá er erfitt að koma sér uppúr henni“ Er þörf á breytingum? „Við erum að skoða það og það kemur í ljós en við verðum að halda áfram að reyna bæta okkur, það er það eina sem við getum gert“ Er starfið þitt í hættu í kvöld? „Það er ekki mitt að dæma um það, ég held bara áfram að sinna mínu starfi þangað til einhver lætur mig vita annað.“
Subway-deild karla KR ÍR Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: KR - ÍR 88-95 | ÍR skildi Vesturbæinga eftir í fallsæti eftir fimmta tap KR á heimavelli ÍR lagði KR í kaflaskiptum leik í Vesturbænum í áttundu umferð Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Eftir sterka byrjun heimamanna skiptust liðin á forystu alveg þar til í síðasta leikhluta þar sem hærri nýting ÍR liðsins gaf þeim yfirhöndina og á endanum sigurinn í þessum mikilvæga fallbaráttuleik. 1. desember 2022 20:15 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Umfjöllun og viðtal: KR - ÍR 88-95 | ÍR skildi Vesturbæinga eftir í fallsæti eftir fimmta tap KR á heimavelli ÍR lagði KR í kaflaskiptum leik í Vesturbænum í áttundu umferð Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Eftir sterka byrjun heimamanna skiptust liðin á forystu alveg þar til í síðasta leikhluta þar sem hærri nýting ÍR liðsins gaf þeim yfirhöndina og á endanum sigurinn í þessum mikilvæga fallbaráttuleik. 1. desember 2022 20:15