Dularfullar sprengingar á tveimur herstöðvum í Rússlandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. desember 2022 12:48 TU-95 sprengjuvélum flogið yfir Moskvu. epa/Sergei Ilnitsky Nokkrir eru látnir eftir sprengingar á tveimur herflugvöllum í Rússlandi. Báðir vellirnir eru í hundruð kílómetra fjarlægð frá landamærunum að Úkraínu; nærri borginni Ryazan og í Saratov. Þrír eru sagðir hafa látist og fimm særst þegar eldsneytistankbifreið sprakk í loft upp á herstöðinni hjá Ryazan. Þá eru tveir sagðir hafa særst á Engels-2 herstöðinni. Báðar herstöðvar hýsa langdrægar Tu-95 sprengjuvélar, sem hafa meðal annars verið notaðar gegn Úkraínu. Þá segir Guardian að kjarnorkuvopn séu geymd á Engels-vellinum, sem skjóta má frá orrustuþotunum. Orsakir sprenginganna eru óþekktar en Steven Rosenberg, ritstjóri hjá BBC í málefnum Rússlands, segir menn óneitanlega munu velta því fyrir sér hvort Úkraínumenn standi að baki atvikunum. Rússneska fréttastofan Baza hefur greint frá því að loftárás hafi verið gerð á Engels-herstöðina og fréttastofan Astra segir tvær Tu-95 vélar hafa skemmst. Hvorug fréttastofa vitnar í heimildir. Úkraínumenn eru ekki taldir eiga vopnakerfi sem gætu dregið svo langt inn í Rússland. Þess má geta að í síðustu viku var greint frá því að gervihnattamyndir sýndu aukna umferð á Engels-vellinum. Der Spiegel birti myndirnar, sem virðast sýna um tuttugu orrustuþotur undirbúnar fyrir enn eina árásina á Úkraínu. Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, segir Vladimir Pútín Rússlandsforseta hafa verið upplýstan um sprengingarnar. Peskov sagðist ekki hafa nánari upplýsingar um málið. Sprengingarnar áttu sér stað í morgun en í kjölfarið hafa Rússar skotið fleiri en 100 stýriflaugum frá landi og sjó. Úkraínumenn voru hvattir til að leita skjóls í sprengjubirgjum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Fleiri fréttir Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Sjá meira
Þrír eru sagðir hafa látist og fimm særst þegar eldsneytistankbifreið sprakk í loft upp á herstöðinni hjá Ryazan. Þá eru tveir sagðir hafa særst á Engels-2 herstöðinni. Báðar herstöðvar hýsa langdrægar Tu-95 sprengjuvélar, sem hafa meðal annars verið notaðar gegn Úkraínu. Þá segir Guardian að kjarnorkuvopn séu geymd á Engels-vellinum, sem skjóta má frá orrustuþotunum. Orsakir sprenginganna eru óþekktar en Steven Rosenberg, ritstjóri hjá BBC í málefnum Rússlands, segir menn óneitanlega munu velta því fyrir sér hvort Úkraínumenn standi að baki atvikunum. Rússneska fréttastofan Baza hefur greint frá því að loftárás hafi verið gerð á Engels-herstöðina og fréttastofan Astra segir tvær Tu-95 vélar hafa skemmst. Hvorug fréttastofa vitnar í heimildir. Úkraínumenn eru ekki taldir eiga vopnakerfi sem gætu dregið svo langt inn í Rússland. Þess má geta að í síðustu viku var greint frá því að gervihnattamyndir sýndu aukna umferð á Engels-vellinum. Der Spiegel birti myndirnar, sem virðast sýna um tuttugu orrustuþotur undirbúnar fyrir enn eina árásina á Úkraínu. Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, segir Vladimir Pútín Rússlandsforseta hafa verið upplýstan um sprengingarnar. Peskov sagðist ekki hafa nánari upplýsingar um málið. Sprengingarnar áttu sér stað í morgun en í kjölfarið hafa Rússar skotið fleiri en 100 stýriflaugum frá landi og sjó. Úkraínumenn voru hvattir til að leita skjóls í sprengjubirgjum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Fleiri fréttir Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Sjá meira