Sakar stjórnarþingmenn um að kaupa sér velvild eins fjölmiðils Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2022 19:17 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar sakar meirihluta fjárlaganefndar um að kaupa sér velvild eins fjölmiðils með hundrað milljón króna styrk sem hún leggur til að verði í fjárlögum næsta árs. Ákvörðun um styrkinn hafi ekki byggt á leikreglum í lögum. Meirihluti fjárlaganefndar lagði til að veita hundrað milljónir króna styrk vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð í breytingartillögum sínum við fjárlagafrumvarpið í áliti sem voru lagðar fram á Alþingi í byrjun síðustu viku. Styrknum var bætt inn í nefndarálitið í kjölfar beiðnar frá framkvæmdastjóra norðlenska fjölmiðlafyrirtækisins N4 um að stöðinni yrði veittur hundrað milljóna styrkur til að halda úti fjölmiðlun, að því er kom fram í umfjöllun vefmiðilsins Kjarnans í dag. Stefán Vagn Stefánsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í fjárlaganefnd, stóð að nefndarálitinu en hann er mágur framkvæmdastjóra N4. Bjarkey Olsen, formaður fjárlaganefndar úr Vinstri grænum, gat aðeins nefnt einn annan landsbyggðarfjölmiðil, Víkurfréttir, sem gæti átt rétt á styrknum í viðtali við Fréttablaðið. Formaður Blaðamannafélagsins sagði í dag erfitt að réttlæta að styrk væri útdeilt á svo duttlungafullan hátt. Byggir ekki á leikreglum í lögum um fjölmiðla Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tók málið upp á Alþingi í morgun. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði hún að meirihluti fjárlaganefndar hefði tekið úr sambandi gott ferli utan um styrki til fjölmiðla. Vísaði hún til þess að skýrt væri í lögum að sérstök úthlutunarnefnd annist umsóknir fjölmiðla um stuðning. Í þessu tilfelli hafi meirihluti fjárlaganefndar ákveðið að veita einum tilteknum fjölmiðli styrk sem samsvari nærri því þriðjungi allra styrkja til frjálsra fjölmiðla á landinu. „Þetta er auðvitað mjög sérkennilegt og byggir ekki á þeim leikreglum sem við erum með í lögum,“ sagði Helga Vala. Breytingatillagan var samþykkt á Alþingi í vikunni og því sagði Helga Vala erfitt að sjá að ákvörðuninni yrði snúið við. Stjórnarandstaðan hafi talið að í tillögunni fælist að auka stuðning við alla fjölmiðla en ekki aðeins eins tiltekins fyrirtækis. „Þetta er bara vont á svo marga vegu. Fjölmiðlar eru nauðsynlegir í lýðræðissamfélagi til að veita aðhald. Þarna er verið að kaupa ákveðna velvild frá einum fjölmiðli og það er bara ekki í lagi,“ sagði þingmaðurinn. Fjölmiðlar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“ Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári. 14. desember 2022 15:01 Veit um tvo fjölmiðla sem gætu skipt með sér hundrað milljón króna styrk Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljón króna styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Formaður nefndarinnar getur bent á tvo slíka fjölmiðla, N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk. 14. desember 2022 08:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Meirihluti fjárlaganefndar lagði til að veita hundrað milljónir króna styrk vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð í breytingartillögum sínum við fjárlagafrumvarpið í áliti sem voru lagðar fram á Alþingi í byrjun síðustu viku. Styrknum var bætt inn í nefndarálitið í kjölfar beiðnar frá framkvæmdastjóra norðlenska fjölmiðlafyrirtækisins N4 um að stöðinni yrði veittur hundrað milljóna styrkur til að halda úti fjölmiðlun, að því er kom fram í umfjöllun vefmiðilsins Kjarnans í dag. Stefán Vagn Stefánsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í fjárlaganefnd, stóð að nefndarálitinu en hann er mágur framkvæmdastjóra N4. Bjarkey Olsen, formaður fjárlaganefndar úr Vinstri grænum, gat aðeins nefnt einn annan landsbyggðarfjölmiðil, Víkurfréttir, sem gæti átt rétt á styrknum í viðtali við Fréttablaðið. Formaður Blaðamannafélagsins sagði í dag erfitt að réttlæta að styrk væri útdeilt á svo duttlungafullan hátt. Byggir ekki á leikreglum í lögum um fjölmiðla Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tók málið upp á Alþingi í morgun. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði hún að meirihluti fjárlaganefndar hefði tekið úr sambandi gott ferli utan um styrki til fjölmiðla. Vísaði hún til þess að skýrt væri í lögum að sérstök úthlutunarnefnd annist umsóknir fjölmiðla um stuðning. Í þessu tilfelli hafi meirihluti fjárlaganefndar ákveðið að veita einum tilteknum fjölmiðli styrk sem samsvari nærri því þriðjungi allra styrkja til frjálsra fjölmiðla á landinu. „Þetta er auðvitað mjög sérkennilegt og byggir ekki á þeim leikreglum sem við erum með í lögum,“ sagði Helga Vala. Breytingatillagan var samþykkt á Alþingi í vikunni og því sagði Helga Vala erfitt að sjá að ákvörðuninni yrði snúið við. Stjórnarandstaðan hafi talið að í tillögunni fælist að auka stuðning við alla fjölmiðla en ekki aðeins eins tiltekins fyrirtækis. „Þetta er bara vont á svo marga vegu. Fjölmiðlar eru nauðsynlegir í lýðræðissamfélagi til að veita aðhald. Þarna er verið að kaupa ákveðna velvild frá einum fjölmiðli og það er bara ekki í lagi,“ sagði þingmaðurinn.
Fjölmiðlar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“ Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári. 14. desember 2022 15:01 Veit um tvo fjölmiðla sem gætu skipt með sér hundrað milljón króna styrk Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljón króna styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Formaður nefndarinnar getur bent á tvo slíka fjölmiðla, N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk. 14. desember 2022 08:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
„Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“ Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári. 14. desember 2022 15:01
Veit um tvo fjölmiðla sem gætu skipt með sér hundrað milljón króna styrk Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljón króna styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Formaður nefndarinnar getur bent á tvo slíka fjölmiðla, N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk. 14. desember 2022 08:48