Netverjar missa sig yfir norðurljósadýrð: „Þetta er óraunverulegt“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 17. desember 2022 08:49 Fyrir rúmlega tveimur vikum var Kyana á leið heim til Íslands eftir stutt frí í Boston. Þegar flugið var tæplega hálfnað tók hún eftir dansandi norðurljósum á næturhimninum. Kyana Sue Powers/Instagram „Ég leit út um gluggann og ég bara tapaði mér algjörlega. Þetta er held ég sturlaðasta norðurljósasýning sem ég hef séð,“ segir hin bandaríska Kyana Sue Powers í samtali við Vísi en á dögunum birti hún myndskeið af norðurljósadýrð í háloftunum sem vakið hefur gífurlega hrifningu netverja. Myndskeiðið var meðal annars til umfjöllunar á bandaríska fréttamiðlinum News18. Kyana kolféll fyrir Íslandi þegar hún heimsótti landið sem ferðamaður árið 2018. Ári síðar var hún flutt hingað til lands og hefur síðan þá aflað sér gríðarlega vinsælda á samfélagsmiðlum og er þar með margar milljónir fylgjenda. Þá rekur hún sitt eigið markaðsfyrirtæki og er í samstarfi við fjölda íslenskra fyrirtækja. Í myndefni sem Kyana birtir á Instagram, Tiktok og Youtube má sjá margar af helstu náttúruperlum og ferðamannastöðum Íslands og hvetur Kyana fylgjendur sína til sækja landið heim. 70 þúsund læk Fyrir rúmlega tveimur vikum var Kyana á leið heim til Íslands eftir stutt frí í Boston. Þegar flugið var tæplega hálfnað tók hún eftir dansandi norðurljósum á næturhimninum. Í byrjun myndbandsins bendir Kyana fólki á að tryggja sér ávallt gluggasæti í flugi til Íslands. Því næst færir hún upp skerminn á glugga vélarinnar og skömmu síðar blasir við fagurt sjónarspil þar sem norðurljósin dansa á næturhimninum. Yfir 70 þúsund manns hafa líkað við færsluna á Instagram og eiga netverjar bágt með að leyna hrifningu sinni og keppast við að skrifa athugasemdir undir færsluna: „Ekkert smá svalt“ „Vá! Ótrúlegt að vita að eitthvað þessu líkt sé til. Hef aldrei séð svona áður!“ „Guð minn góður“ „Þetta er óraunverulegt“ Í samtali við Vísi segir Kyana að hún hafi margoft flogið á milli Boston og Keflavíkur og ávallt tryggt sér gluggasæti í vélinni í von um að verða vitni að sjónarspili eins og þessu. „Svo leit ég í kringum mig í vélinni og sá að flestir farþegarnir voru sofandi. Ég var svona að velta fyrir mér hvort ég ætti að vekja alla,“ segir hún hlæjandi. Ferðalög Samfélagsmiðlar Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið
Myndskeiðið var meðal annars til umfjöllunar á bandaríska fréttamiðlinum News18. Kyana kolféll fyrir Íslandi þegar hún heimsótti landið sem ferðamaður árið 2018. Ári síðar var hún flutt hingað til lands og hefur síðan þá aflað sér gríðarlega vinsælda á samfélagsmiðlum og er þar með margar milljónir fylgjenda. Þá rekur hún sitt eigið markaðsfyrirtæki og er í samstarfi við fjölda íslenskra fyrirtækja. Í myndefni sem Kyana birtir á Instagram, Tiktok og Youtube má sjá margar af helstu náttúruperlum og ferðamannastöðum Íslands og hvetur Kyana fylgjendur sína til sækja landið heim. 70 þúsund læk Fyrir rúmlega tveimur vikum var Kyana á leið heim til Íslands eftir stutt frí í Boston. Þegar flugið var tæplega hálfnað tók hún eftir dansandi norðurljósum á næturhimninum. Í byrjun myndbandsins bendir Kyana fólki á að tryggja sér ávallt gluggasæti í flugi til Íslands. Því næst færir hún upp skerminn á glugga vélarinnar og skömmu síðar blasir við fagurt sjónarspil þar sem norðurljósin dansa á næturhimninum. Yfir 70 þúsund manns hafa líkað við færsluna á Instagram og eiga netverjar bágt með að leyna hrifningu sinni og keppast við að skrifa athugasemdir undir færsluna: „Ekkert smá svalt“ „Vá! Ótrúlegt að vita að eitthvað þessu líkt sé til. Hef aldrei séð svona áður!“ „Guð minn góður“ „Þetta er óraunverulegt“ Í samtali við Vísi segir Kyana að hún hafi margoft flogið á milli Boston og Keflavíkur og ávallt tryggt sér gluggasæti í vélinni í von um að verða vitni að sjónarspili eins og þessu. „Svo leit ég í kringum mig í vélinni og sá að flestir farþegarnir voru sofandi. Ég var svona að velta fyrir mér hvort ég ætti að vekja alla,“ segir hún hlæjandi.
Ferðalög Samfélagsmiðlar Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið