Farið að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. desember 2022 10:03 Snjómoksturstæki að störfum í febrúar á síðasta ári á höfuðborgarsvæðinu. Þá, líkt og nú, snjóaði mikið á suðvesturhorninu. Vísir/Vilhelm Íbúi í efri byggðum Reykjavíkur er mjög gagnrýninn á snjómokstur borgarinnar. Farið sé að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar í hverfinu sem hann býr í. Telur hann ólíklegra að sjá snjóruðningstæki en geirfugl á lykilgötu hverfisins. Eins og komið hefur fram í fréttum síðustu daga hefur snjóað töluvert á suðvesturhorninu. Þetta hefur sett samgöngur úr skorðum, þar á meðal í Reykjavík þar sem færð hefur verið erfið. Snjómokstur Reykjavíkurborgar hefur verið gagnrýndur síðustu daga. Á meðal þeirra sem gagnrýna snjómoksturinn er Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann skrifaði grein, sem íbúi í borginni, sem birtist á Vísi í morgun, þar sem hann er afar gagnrýninn á snjómokstur borgarinnar. Í greininni sakar hann borgarstjórnarmeirihlutann um að vera ófæran um að bregðast við snjókomu og ófærð. Nefnir hann ástandið í eigin hverfi, Reynisvatnsási, sem dæmi um það hversu illa snjómoksturinn gangi. „Inn í það eru tvær akstursleiðir og eru báðar um Haukdælabraut, sem liggur í einskonar boga í gegnum hverfið. Aðrar götur í hverfinu og botnlangar tengjast allar við Haukdælabraut og því nauðsynlegt að hún sé mokuð. Að sjá þar snjóruðningstæki á vegum borgarinnar er hins vegar ólíklegra heldur en að sjá geirfugl,“ skrifar Gunnar Rúnar. Þess má geta að geirfuglinn hefur verið útdauður frá því á 19. öld. Nefnir Gunnar Rúnar að sé þessi tiltekna lykilgata ekki mokuð sitji allir fastir í hverfinu. „Þeir íbúar sem þó ná að moka sig út úr öðrum götum og botnlöngum í hverfinu eru jafn fastir og áður. Þessu verður að breyta strax og setja þann hluta Haukdælabrautar í forgang sem tengir hana við aðrar götur og botnlanga. Að öðrum kosti sitja allir fastir í hverfinu.“ Segir Gunnar Rúnar að farið sé að reyna á þolinmæðina. „Þegar þetta er skrifað á fjórða degi ófærðar er farið að reyna á þolinmæðina. Er til of mikils mælst að borgaryfirvöld sinni grunnþjónustu eins og snjómokstri. Og þá er ég ekki að tala um mokstur húsagatna. Það væri líklega of langt gengið. Heldur bara gatna til að komast út úr hverfum borgarinnar. Er það, eitt og sér, óeðlileg krafa?“ Lesa má grein Gunnars Rúnars hér. Borgarstjórn Samgöngur Veður Snjómokstur Tengdar fréttir Skoði hvort borgin kaupi eigin snjóruðningstæki Formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar segist vilja láta skoða hvort skynsamlegt sé fyrir borgina að festa kaup á eigin snjóruðningstæki til að hægt verði að ryðja húsagötur fyrr. Til stendur að fara í húsagöturnar í dag áður en bætir í snjó eða hann verður að klaka. 19. desember 2022 09:21 Allt tiltækt lið Reykjavíkurborgar að störfum Allt tiltækt lið Vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar er að störfum við snjómokstur. Stofn- og tengibrautir eiga að vera færar en safngötur eru margar ófærar í efri byggðum. Ekki er gert fyrir úrkomu á höfuðborgarsvæðinu næstu daga. 18. desember 2022 17:50 Brugðist við hallarekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur. 2. desember 2022 11:58 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Eins og komið hefur fram í fréttum síðustu daga hefur snjóað töluvert á suðvesturhorninu. Þetta hefur sett samgöngur úr skorðum, þar á meðal í Reykjavík þar sem færð hefur verið erfið. Snjómokstur Reykjavíkurborgar hefur verið gagnrýndur síðustu daga. Á meðal þeirra sem gagnrýna snjómoksturinn er Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann skrifaði grein, sem íbúi í borginni, sem birtist á Vísi í morgun, þar sem hann er afar gagnrýninn á snjómokstur borgarinnar. Í greininni sakar hann borgarstjórnarmeirihlutann um að vera ófæran um að bregðast við snjókomu og ófærð. Nefnir hann ástandið í eigin hverfi, Reynisvatnsási, sem dæmi um það hversu illa snjómoksturinn gangi. „Inn í það eru tvær akstursleiðir og eru báðar um Haukdælabraut, sem liggur í einskonar boga í gegnum hverfið. Aðrar götur í hverfinu og botnlangar tengjast allar við Haukdælabraut og því nauðsynlegt að hún sé mokuð. Að sjá þar snjóruðningstæki á vegum borgarinnar er hins vegar ólíklegra heldur en að sjá geirfugl,“ skrifar Gunnar Rúnar. Þess má geta að geirfuglinn hefur verið útdauður frá því á 19. öld. Nefnir Gunnar Rúnar að sé þessi tiltekna lykilgata ekki mokuð sitji allir fastir í hverfinu. „Þeir íbúar sem þó ná að moka sig út úr öðrum götum og botnlöngum í hverfinu eru jafn fastir og áður. Þessu verður að breyta strax og setja þann hluta Haukdælabrautar í forgang sem tengir hana við aðrar götur og botnlanga. Að öðrum kosti sitja allir fastir í hverfinu.“ Segir Gunnar Rúnar að farið sé að reyna á þolinmæðina. „Þegar þetta er skrifað á fjórða degi ófærðar er farið að reyna á þolinmæðina. Er til of mikils mælst að borgaryfirvöld sinni grunnþjónustu eins og snjómokstri. Og þá er ég ekki að tala um mokstur húsagatna. Það væri líklega of langt gengið. Heldur bara gatna til að komast út úr hverfum borgarinnar. Er það, eitt og sér, óeðlileg krafa?“ Lesa má grein Gunnars Rúnars hér.
Borgarstjórn Samgöngur Veður Snjómokstur Tengdar fréttir Skoði hvort borgin kaupi eigin snjóruðningstæki Formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar segist vilja láta skoða hvort skynsamlegt sé fyrir borgina að festa kaup á eigin snjóruðningstæki til að hægt verði að ryðja húsagötur fyrr. Til stendur að fara í húsagöturnar í dag áður en bætir í snjó eða hann verður að klaka. 19. desember 2022 09:21 Allt tiltækt lið Reykjavíkurborgar að störfum Allt tiltækt lið Vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar er að störfum við snjómokstur. Stofn- og tengibrautir eiga að vera færar en safngötur eru margar ófærar í efri byggðum. Ekki er gert fyrir úrkomu á höfuðborgarsvæðinu næstu daga. 18. desember 2022 17:50 Brugðist við hallarekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur. 2. desember 2022 11:58 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Skoði hvort borgin kaupi eigin snjóruðningstæki Formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar segist vilja láta skoða hvort skynsamlegt sé fyrir borgina að festa kaup á eigin snjóruðningstæki til að hægt verði að ryðja húsagötur fyrr. Til stendur að fara í húsagöturnar í dag áður en bætir í snjó eða hann verður að klaka. 19. desember 2022 09:21
Allt tiltækt lið Reykjavíkurborgar að störfum Allt tiltækt lið Vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar er að störfum við snjómokstur. Stofn- og tengibrautir eiga að vera færar en safngötur eru margar ófærar í efri byggðum. Ekki er gert fyrir úrkomu á höfuðborgarsvæðinu næstu daga. 18. desember 2022 17:50
Brugðist við hallarekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur. 2. desember 2022 11:58