Jónas og Áslaug kaupa Blómaborg: „Aðalfókusinn verður á að búa til eitthvað fallegt“ Árni Sæberg skrifar 30. desember 2022 21:53 Hjónin eru kampakát með kaupin. Facebook/Blómaborg Hjónin Jónas Sigurðsson, sem oft er kenndur við Ritvélar framtíðarinnar, og Áslaug Hanna Baldursdóttir hafa fest kaup á Blómaborg í Hveragerði. Samhliða kaupunum flytja þau austur fyrir fjall í íbúð sem fylgir með búðinni. „Við hjónin erum í þessu saman. Þetta er meira svona verkefni konunnar minnar en við höfum verið að horfa á þetta lengi sem draum. Svo er auðvitað hluti af þessu að vera hérna, ég er náttúrulega frá Þorlákshöfn og við byrjuðum að búa í Hveragerði svo þetta er svona homebase,“ segir Jónas í samtali við Vísi. Greint var frá lyklaskiptunum að Blómaborg á Facebooksíðu verslunarinnar í dag en Helga Björnsdóttir og fjölskylda hafa rekið verslunina við góðan orðstýr í rúma þrjá áratugi. Í tilkynningu segir að þau Jónas og Áslaug ætli sér að byggja á þeim góða grunni sem þegar er til staðar og þróa áfram með það að markmiði að Blómaborg verði áfram hlýleg verslun og nærandi viðburðarmiðstöð í hjarta Hveragerðis. Sögufrægt heimili apans Bongós Jónas segir að húsnæði Blómaborgar sé sögufrægt og bendir á að þar hafi apinn Bongó haft aðsetur í húsnæðinu þegar þar var rekinn Blómaskáli Michelsens á sjöunda áratug síðustu aldar. Líkt og frægt er orðið fyrir löngu flutti sjálf Ellý Vilhjálms Bongó til landsins. Jónas segir að ætlun þeirra hjóna sé að halda í söguna og þá einstæðu gróðurhúsastemningu sem ávallt hefur ríkt í Hveragerði. „Þetta náttúrulega er svolítið hjartað þarna í Hveragerði, þarna er gjafavöruverslun og auðvitað blómabúð, og við sjáum fyrir okkur að þarna líka mikil menning og kósí fílingur,“ segir Jónas og bætir við að þau hjón séu ekki blómaskreytingasérfræðingar en í Hveragerði sé fullt af frábæru fólki sem sé tilbúið að hjálpa þeim með þann hluta. Skemmtilegur vöxtur á Suðurlandi Jónas segir að á Suðurlandi sé rosalega skemmtilegur vöxtur um þessar mundir og nefnir í því samhengi Selfoss með sinn nýja miðbæ, Þorlákshöfn og Hveragerði, sem sé alveg í blóma með nýja mathöll og fleira. „Þetta er að verða svo ofboðslega skemmtilegt svæði og við höfum trú á að það muni þróast allt meira og minna í þessa átt,“ segir hann. Þau hjón ætla sér að halda menningarviðburði í Blómaborg samhliða því að reka þar blómaverslun. „Við viljum að hjartað slái svolítið þarna, að maður geti komið við og fengið sér kaffi og svo verði einhverjir góðir viðburðir. Aðalfókusinn verður á að búa til eitthvað fallegt,“ segir hann. Hann segir þó að þau hjón ætli að flýta sér hægt og finna taktinn í bænum og rekstrinum. Því verður opnunartími styttri frá opnun þann 3. janúar fram til 15. febrúar milli 12 og 16. Eftir það er stefnt á að hafa opið milli 12 og 18. Kaup og sala fyrirtækja Hveragerði Verslun Blóm Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
„Við hjónin erum í þessu saman. Þetta er meira svona verkefni konunnar minnar en við höfum verið að horfa á þetta lengi sem draum. Svo er auðvitað hluti af þessu að vera hérna, ég er náttúrulega frá Þorlákshöfn og við byrjuðum að búa í Hveragerði svo þetta er svona homebase,“ segir Jónas í samtali við Vísi. Greint var frá lyklaskiptunum að Blómaborg á Facebooksíðu verslunarinnar í dag en Helga Björnsdóttir og fjölskylda hafa rekið verslunina við góðan orðstýr í rúma þrjá áratugi. Í tilkynningu segir að þau Jónas og Áslaug ætli sér að byggja á þeim góða grunni sem þegar er til staðar og þróa áfram með það að markmiði að Blómaborg verði áfram hlýleg verslun og nærandi viðburðarmiðstöð í hjarta Hveragerðis. Sögufrægt heimili apans Bongós Jónas segir að húsnæði Blómaborgar sé sögufrægt og bendir á að þar hafi apinn Bongó haft aðsetur í húsnæðinu þegar þar var rekinn Blómaskáli Michelsens á sjöunda áratug síðustu aldar. Líkt og frægt er orðið fyrir löngu flutti sjálf Ellý Vilhjálms Bongó til landsins. Jónas segir að ætlun þeirra hjóna sé að halda í söguna og þá einstæðu gróðurhúsastemningu sem ávallt hefur ríkt í Hveragerði. „Þetta náttúrulega er svolítið hjartað þarna í Hveragerði, þarna er gjafavöruverslun og auðvitað blómabúð, og við sjáum fyrir okkur að þarna líka mikil menning og kósí fílingur,“ segir Jónas og bætir við að þau hjón séu ekki blómaskreytingasérfræðingar en í Hveragerði sé fullt af frábæru fólki sem sé tilbúið að hjálpa þeim með þann hluta. Skemmtilegur vöxtur á Suðurlandi Jónas segir að á Suðurlandi sé rosalega skemmtilegur vöxtur um þessar mundir og nefnir í því samhengi Selfoss með sinn nýja miðbæ, Þorlákshöfn og Hveragerði, sem sé alveg í blóma með nýja mathöll og fleira. „Þetta er að verða svo ofboðslega skemmtilegt svæði og við höfum trú á að það muni þróast allt meira og minna í þessa átt,“ segir hann. Þau hjón ætla sér að halda menningarviðburði í Blómaborg samhliða því að reka þar blómaverslun. „Við viljum að hjartað slái svolítið þarna, að maður geti komið við og fengið sér kaffi og svo verði einhverjir góðir viðburðir. Aðalfókusinn verður á að búa til eitthvað fallegt,“ segir hann. Hann segir þó að þau hjón ætli að flýta sér hægt og finna taktinn í bænum og rekstrinum. Því verður opnunartími styttri frá opnun þann 3. janúar fram til 15. febrúar milli 12 og 16. Eftir það er stefnt á að hafa opið milli 12 og 18.
Kaup og sala fyrirtækja Hveragerði Verslun Blóm Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira