Hervætt Ísland Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar 5. janúar 2023 09:30 Meðal þeirra staðreynda um Ísland sem að erlendu fólki finnst iðulega vera afar áhugaverð og jafnframt furðuleg er sú að Ísland er ekki með her. Í heiminum eru einungis til þrjú ríki sem hafa hærri íbúafjölda og eru ekki með sinn eigin her, þau eru Kosta Ríka, Máritíus og Panama. Svo eru til u.þ.b. sjö sjálfstæð ríki í heiminum sem eru með færri íbúa en Ísland en samt fær um að halda uppi sínu eigin herliði, þetta eru þó afar smáir herir eins og skiljanlegt er. Það væri þess vegna í raun og veru ekki ómögulegt fyrir litla Ísland að halda upp sínum eigin litla her, til þess skortir aðeins vilja. En þessi vilji hefur í rauninni aldrei verið til staðar. En ímyndum okkur nú að ekki aðeins væri þessi vilji til staðar heldur hefði hann afar lengi verið til staðar. Hvernig væri hervætt Ísland frábrugðið því Íslandi sem að við þekkjum svo vel í dag? Hvernig myndu Íslendingar líta á sjáfla sig, hvernig væri samfélagið öðruvísi, hvernig væri efnahagurinn öðruvísi? Þessar spurningar og meira til skulum við nú aðeins velta fyrir okkur. En hvernig hefði slíkur her komið til sögunnar til þess að byrja með? Um miðja nítjándu öld stofnuðu nokkrir Vestmannaeyingar litla óformlega herdeild og hittust meðlimir hennar reglulega og stunduðu æfingar auk þess sem að þeir urðu sér úti um nokkur skotvopn. Markmið þessara Vestmannaeyinga var að herdeildin myndi stækka nægilega mikið og vera álitin nægilega hæf til þess að vera gerð að sérstakri íslenskri herdeild innan danska hersins. Ímyndum okkur því að þetta hefði gengið eftir, að á einhverjum tímapunkti á nítjándu öldinni hefði þessi litla herdeild hlotið formlega viðurkenningu meðal danskra stjórnvalda og væri síðan þjálfuð með dönskum vopnum og þjálfunaraðferðum, líklegast undir stjórn danska foringja. Segjum sem svo að nægilega margir Íslendingar hefðu svo ár fram á ár gengið í herdeildina til þess að halda henni við alveg fram til fullveldis. Líklega hefði herdeildin aðeins talið nokkra tugi eða kannski eitthvað yfir hundrað dáta. Eftir að ábyrgð á þessari herdeild hefði færst á hendur íslenska ríkisins um árið 1918 myndi hún vera þungur kostnaður sem hið fátæka Ísland þess tíma myndi eflaust lítið sinna. Ótti við það að herdeildinni kynni að vera beitt af stjórnvöldum t.d. til þess að brjóta niður mótmæli eins og t.d. í kringum Drengsmálið 1921 eða í Gúttóslagnum 1932 myndi sennilega vera til þess að tilvera og hlutverk þessarar herdeildar myndu iðulega vera þjóðinni mikið þrætuepli. Gerum einnig ráð fyrir að Innrás Breta í Ísland árið 1940 hefði farið nokkurn vegin eins fram og hún gerði á okkar tímum, þ.e.a.s. án átaka. Segjum bara sem svo að ríkisstjórnin hefði gefið herdeildinni leynileg fyrirmæli um að reyna ekki að stöðva landtöku Breta. Bretar voru jú álitnir vera mun skárri innrásaraðili heldur en Þjóðverjar. Stríðið myndi svo líða hjá, Öxulveldin tapa, Bandaríkjamenn yfirgefa landið og Ísland stendur eftir, núna sjálfstætt lýðveldi og ennþá er litla herdeildin til staðar. Næst tekur við Kalda Stríðið. Þegar Ísland gekk í NATO árið 1949 var yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sem að studdi inngöngu í bandalagið. En svo að þessi ímyndaða tímalína gangi upp verðum við að ímynda okkur að nærri því öll þjóðin fer öfugu megin frammúr og lýsir yfir yfirgnæfandi andstöðu við inngöngu í NATO og að stjórnvöld þess tíma fari eftir vilja þjóðarinnar. Ísland er þá orðið hlutlaust sjálfstætt ríki í köldu stríði sem að fer síðan stigvaxandi kólnandi á komandi árum. Sú ákvörðun er að lokum tekin, svo að landið getið varið sjálfstæði sitt, þurfi að koma upp raunverulegum föstum her og þess vegna er innleidd herskylda einhverntíman á 6. eða 7. áratugnum. Ef að við miðum við árið 1960 og að herskyldualdurinn miðist við 18 til 22 ára þá myndi það þýða að íslenskir karlmenn fæddir á árunum 1938-1942 myndu vera þeir fyrstu sem yrðu formlega kallaðir til herþjónustu. Líklegt er einnig að íslenski herinn myndi afar snemma innleiða herþjónustu fyrir bæði kyn. Og að lokum öll kyn. Af því er höfundur best veit eru einungis til þrjú ríki í heiminum þar sem herskilda gildir fyrir bæði kyn þó að herþjónusta standi konum til boða í nærri flestum löndum nú til dags. Þessi þrjú ríki eru Ísrael, Erítrea og Norður Kórea. Ísland myndi þarmeð vera meðlimur í vægast sagt fjölskrúðugum klúbbi! Hvort að jöfn herskylda fyrir bæði kyn myndi flýta fyrir jafnréttisbaráttu kynjanna þorir greinahöfundur þó ekki að fullyrða. Eftir nokkra áratugi með þessu fyrirkomulagi myndi brátt stór hluta Íslendinga hafa sinnt herþjónustu á einhverjum tímapunkti, sennilega myndi ávalt vera starfandi atvinnu-fasther með nokkur hundruð eða kannski meira en þúsund eða svo hermönnum á sama tíma og þúsund til tvö þúsund ungmenni væru að hljóta þjálfun og sinna herskyldustörfum. Ef að þörf væri, þ.e.a.s. ef að ótti við að stríð myndi bresta á, væri svo hægt að ræsa út stórann hluta þeirra sem hefðu áður hlotið þjálfun. M.ö.o. stór hluti Íslendinga myndi vera skráður í einskonar varalið. Þetta væri fólk á öllum aldri, sinnandi venjulegum störfum og þyrfti á örfárra missera fresti að rifja upp þjálfunina sína og fá að læra nýjar aðferðir og læra að nota ný tæki og tól. Þetta kann að hljóma eins og óvenjulega smár her þess má geta að Írland, annað sjálfstætt eyríki í Norður Atlantshafi sem ekki er formlegur meðlimur NATO, er með her sem að samtals telur einungis 8500 atvinnuhermenn og minna en 1800 varaliðsmenn. Mikilvægt er að taka fram að hermennska er fyrst og fremst starf. Hermenn eyða mjög stórum hluta af tíma sínum í að gera venjulega hluti eins og að elda, þrífa, taka til og gera vörutalningar af ýmsu tagi. Mjög stór hluti vinnunar fer einnig í að æfa að gera sömu hlutina aftur og aftur eins og t.d. að þrífa vopn, setja á sig gasgrímu eins hratt og hægt er, afferma og ferma vörubíla, mála hluti í felulitum, grafa skurði, æfa skyndihjálp og svo framvegis og svo framvegis. Einnig er rétt að minna á að meirihluti allra hermanna eru táningar og ungmenni. Og ef það er eitthvað sem að greinarhöfundur þykist vita um táninga og ungmenni, hafandi einu sinni verið ungur, er að þeim fylgir iðulega rosalega mikill fíflagangur. Og rétt eins og fullorðið fólk á Íslandi í dag rifjar upp minningar af heimskupörum sem það tók þátt í á sínum námsárum eða í einhverjum partýum þá myndi fullorðið fólk á Íslandi í dag rifja upp heimskupörin sem áttu sér stað í hermennskunni. Fólk myndi segja sögur af óvenjulega ströngum, sögur af góðum eða lélegum kokkum, sögur af fyndnum uppákomum, fólk myndi kvarta yfir ákveðnum þáttum þjálfunarinnar, fólk myndi metast um hver sé besta skyttan og þar fram eftir götunum. Sameiginlegur reynslubanki stórs hluta þjóðarinnar myndi vera stöðugt umræðuefni, rétt eins og aðrir sameiginlegir reynslubankar eru í dag. Þjálfunin og herþjónustan myndi einnig fara fram á því tímabili í lífum fólks þegar það byrjar að verða einstaklingar með skoðanir. Líklegt væri því að mjög margir myndu hljóta sínar fyrstu pólitísku skoðanir útfrá samræðum sem haldnar væru meðal félaga í herþjónustunni. Eflaust myndu margir kynnast mökum sínum í fyrsta sinn meðan á þjálfun stæði. Ákveðinn hluti af facebook-vinalistanum fólks myndi vera fólk sem maður kynntist í hernum. Mögulega væru Íslendingar ennþá tengdari sín á milli en þeir eru í dag þar sem að allskyns fólk af mismunandi stöðum af landinu, með afar mismunandi skoðanir og bakgrunn, myndi hafa þjálfað saman. En hvaða hlutverki myndi þessi her þjóna? Fyrst og fremst væri hlutverk hans að verja Ísland gegn mögulegri innrás annars ríkis. En fyrst langar greinarhöfund þó að varpa fram þeirri hugmynd að líklega myndi herinn einnig þjóna ýmsum öðrum störfum sem að í dag er sinnt af hinum og þessum aðilum í einkageiranum eða hinum ýmsu sjálfboðaliðastörfum. Mjög líklegt væri að björgunarsveitir væru t.d. afar smáar í sniðum þar sem að í hvert sinn sem að náttúruhamfarir eða annað slíkt myndu eiga sér stað væri það hlutverk hersins að sjá um björgunarstörf. Líklega væru flest þau farartæki sem að björgunarsveitir ráða yfir í dag í rauninni í eigu og umsjá hersins. Landhelgisgæslan hefði einnig á einhverjum tímapunkti verið stækkuð og væri hún í rauninni orðinn að sjóhers-armi íslenska hersins. Hvort að Þorskastríðin hefðu orðið að mannskæðum átökum útaf þessu þorir höfundur ekki að fullyrða. Annað sem að herinn myndi mögulega taka að sér af og til væri viðhald á mikilvægum mannvirkjum eins og t.d. brúm. Brýr eru auðvitað nærri alveg jafn mikilvægar fyrir hernaðarflutninga og fyrir almenna umferð. Svo að í stað þess að brýr væru í umsjón Vegagerðarinnar eins og reyndin er í dag er líklegt að margar brýr væru skilgreindar sem mikilvæg hernaðarmannvirki svo að viðhaldið væri því í umsjá hersins. Það sama gæti átt við um mannvirki á borð við flugvelli, hafnir og raforkuver. En snúm okkur aftur að mikilvægasta hluverki hersins; Þ.e. að verja landið gegn mögulegri innrás. Án þess að vera neinn sérfræðingur í þessum efnum telur höfundur þó að líklega myndu varnaráætlanir hersins snúast um það að halda sem stærstum hluta landsins undir sinni stjórn þar til að vinarlegur her gæti numið hér land og hrekið innrásarherinn á brott. Og höfundur telur að þó opinber varnarstefna Íslands væri líta á öll lönd sem mögulegan óvin þá myndi það sjálfsagt ekki dyljast mörgum að flestir myndu óttast innrás Sovíetríkjanna/Rússlands mun meira en mögulega innrás annars ríkis. Sennilega myndu víðsvegar um landið vera margskonar leynileg byrgi og virki, líkt og eru í Sviss eða Albaníu. Með okkar íslensku fjöll, dali, auðnir og firði væri auðvelt að fela allskyns varning og vopn og vistir útum allt land sem að stæðu svo hernum til boða um leið og allsherjarherkvaðning yrði gefin út. En athugið að þegar höfundur segir að það væri markmið hersins að halda eins stórum hluta af landinu og hægt er á sínu valdi þá er átt við fjölda ferkílómetra. Það yrði sennilega ekki talið mögulegt að verja hvert einasta útsker eða nes, landið er einfaldlega of stórt og herinn yrði alltaf of lítill til þess að verja það allt. Þess vegna telur höfundur að allar varnaráætlanir myndu gera ráð fyrir því að höfuðborgin yrði rýmd og yfirgefin og að herinn myndi halda til dreifður um sveitir og óbyggðir landsins og ætti svo að halda sem flestum flugbrautum og höfnum frjálsum svo að vinveittur her gæti greiðlegar hafið gegnárás til þess að ná landinu á sitt vald með samvinnu Íslendinga. En af hverju að rýma sjálfa höfuðborgina? Vegna þess einfaldlega að hún er umkringd sjó á þrjá vegu og flóinn sem hún stendur við er afar breiður og opinn svo að herskipa/flugfloti gæti komið nærri því hvaðan sem er. Aðrir staðir í landinu myndu teljast mun auðveldari til þess að verja og halda aftur af óvinum. Sennilega myndu vera sprengihleðslur í flestum stórum brúm landsins svo að hægt væri að sprengja þær með stuttum fyrirvara til þess að halda aftur af sókn óvinaliðsins. Áætlunin myndi svo vera að gera hverja á og hvern fjallgarð að náttúrulegri varnarlínu og fresta þess að halda nægilega lengi aftur af óvinunum þar til að vinveittur her gæti komist til eyjarinnar. Höfuðstöðvar hersins myndu því líklega vera einhversstaðar á landsbyggðinni t.d. við Egilsstaði eða á Laugarbakka. Þó ekki á stað sem væri nálægt úthafi, sem sagt ekki á Vestfjörðum, Austfjörðum eða á Siglufirði. Þessar varnaráætlanir myndu kannski hafa áhrif á fasteignaverð í landinu. Fasteignir á Höfuðborgarsvæðinu myndu mögulega vera aðeins minna eftirsóttar þegar að tekið væri með í reikningin að engin áætlun væri til staðar að verja borgina ef til innrásar kæmi. Og mögulega væri íbúafjöldi sumra staða á landsbyggðinni aðeins stærri en hann er í dag á kostnað íbúatölu suðvesturhornsins, með tilheyrandi breitingum á fasteignaverði og framboði. En nú skulum við velta fyrir okkur stærstu efnahags-spurningunni varðandi þennan íslenska her; Gæti Ísland yfir höfuð staðið undir þeim kostnaði að halda uppi heilum her sem að teldi líklega á þriðja þúsund manns á friðartímum og hefði nægilegan útbúnað til þess að vopna tugi þúsunda með stuttum fyrirvara? Væri það hægt? Margir myndu telja að það væri einfaldlega alltof dýrt og að hinn litli efnahagur þessa lands gæti aldrei staðið undir slíkum kostnaði. Þetta er röng ályktun. Ísland gæti auðveldlega fjármagnað sinn eigin her. En til þess þyrfti vilji að vera til staðar, og eins og fram hefur komið þá er til þess enginn vilji. En íslenskur her myndi að sjálfsögðu vera mjög dýr og myndi ætið vera þungur baggi á efnahag landsins. Til er annað fámennt eyríki sem að einnig heldur uppi sínum eigin fastaher. Það land eru Maldíveyjar í Indlandshafi. Á eyjunum búa rúmlega tvöhundruð þúsund fleiri íbúar en á Íslandi en á móti kemur að efnahagur Íslands er rúmlega tvisvar og hálfum sinnum stærri en efnahagur Maldíveyja. Herinn þeirra telur um 11.000 dáta og kostar ríkið u.þ.b. sex prósent af þeirra árlegri þjóðarframleiðslu. Þess má einnig geta að Norður Kórea nær að halda uppi her sem að telur meira en milljón hermenn þrátt fyrir að efnahagur landsins sé rúmlega svipaður að stærð og efnahagur Íslands. En ef að Íslenska ríkið þyrfti að verja nokkrum prósentum af sinni þjóðarframleiðslu í að halda uppi herliði þá myndi það þýða að minni fjármunir væru til staðar fyrir aðra hluti. Mögulega væru þá löggæslan, heilbrigðiskerfið, vegakerfið, menntakerfið o.s.f.v. nokkru vanþróaðri en þau eru í dag. Einnig gæti verið að skattar væru hærri, mögulega væru fleiri skattþrep, fæðingarorðlof styttri o.s.f.v.. Kannski væri hér meiri ójöfnuður. Eða kannski meiri jöfnuður en á sama tíma lægri meðaltekjur. Einnig ber að hafa í huga að ef nokkur þúsund ungmenni væru á ári hverju að sinna herskyldunni þá myndi það þýða að mun færri ungmenni væru til taks til þess að sinna öllum þeim mörgu þjónusstustörfum sem efnahagurinn reiðir sig á í dag. Það væri því harðari samkeppni milli fyrirtækja um að ráða starfsfólk sem að myndi hafa í för með sér hækkun launa og þar með hærri verðbólgu. Eða mögulega myndi vera minni fjölbreitileiki í þjónustugeiranum; færri fyrirtæki, færri vörumerki, minni samkeppni, svipað og á tímum SÍS. Hvernig efnahagurinn væri í dag færi auðvitað eftir því hvernig ríkisstjórnir fyrri tíma hefðu ákveðið að hagræða hagkerfinu til þess að standa undir þessum nýja kostnaði. En ljóst er að áhrifin á Ísland væru töluverð, bæði efnahagsleg og samfélagsleg og mögulega væru allir Íslendingar í dag örlítið breittar útgáfur af sjálfum sér eftir að hafa þjónað í hernum. Höfundur er rithöfundur og framsóknarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Frímann Arinbjarnarson Öryggis- og varnarmál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Meðal þeirra staðreynda um Ísland sem að erlendu fólki finnst iðulega vera afar áhugaverð og jafnframt furðuleg er sú að Ísland er ekki með her. Í heiminum eru einungis til þrjú ríki sem hafa hærri íbúafjölda og eru ekki með sinn eigin her, þau eru Kosta Ríka, Máritíus og Panama. Svo eru til u.þ.b. sjö sjálfstæð ríki í heiminum sem eru með færri íbúa en Ísland en samt fær um að halda uppi sínu eigin herliði, þetta eru þó afar smáir herir eins og skiljanlegt er. Það væri þess vegna í raun og veru ekki ómögulegt fyrir litla Ísland að halda upp sínum eigin litla her, til þess skortir aðeins vilja. En þessi vilji hefur í rauninni aldrei verið til staðar. En ímyndum okkur nú að ekki aðeins væri þessi vilji til staðar heldur hefði hann afar lengi verið til staðar. Hvernig væri hervætt Ísland frábrugðið því Íslandi sem að við þekkjum svo vel í dag? Hvernig myndu Íslendingar líta á sjáfla sig, hvernig væri samfélagið öðruvísi, hvernig væri efnahagurinn öðruvísi? Þessar spurningar og meira til skulum við nú aðeins velta fyrir okkur. En hvernig hefði slíkur her komið til sögunnar til þess að byrja með? Um miðja nítjándu öld stofnuðu nokkrir Vestmannaeyingar litla óformlega herdeild og hittust meðlimir hennar reglulega og stunduðu æfingar auk þess sem að þeir urðu sér úti um nokkur skotvopn. Markmið þessara Vestmannaeyinga var að herdeildin myndi stækka nægilega mikið og vera álitin nægilega hæf til þess að vera gerð að sérstakri íslenskri herdeild innan danska hersins. Ímyndum okkur því að þetta hefði gengið eftir, að á einhverjum tímapunkti á nítjándu öldinni hefði þessi litla herdeild hlotið formlega viðurkenningu meðal danskra stjórnvalda og væri síðan þjálfuð með dönskum vopnum og þjálfunaraðferðum, líklegast undir stjórn danska foringja. Segjum sem svo að nægilega margir Íslendingar hefðu svo ár fram á ár gengið í herdeildina til þess að halda henni við alveg fram til fullveldis. Líklega hefði herdeildin aðeins talið nokkra tugi eða kannski eitthvað yfir hundrað dáta. Eftir að ábyrgð á þessari herdeild hefði færst á hendur íslenska ríkisins um árið 1918 myndi hún vera þungur kostnaður sem hið fátæka Ísland þess tíma myndi eflaust lítið sinna. Ótti við það að herdeildinni kynni að vera beitt af stjórnvöldum t.d. til þess að brjóta niður mótmæli eins og t.d. í kringum Drengsmálið 1921 eða í Gúttóslagnum 1932 myndi sennilega vera til þess að tilvera og hlutverk þessarar herdeildar myndu iðulega vera þjóðinni mikið þrætuepli. Gerum einnig ráð fyrir að Innrás Breta í Ísland árið 1940 hefði farið nokkurn vegin eins fram og hún gerði á okkar tímum, þ.e.a.s. án átaka. Segjum bara sem svo að ríkisstjórnin hefði gefið herdeildinni leynileg fyrirmæli um að reyna ekki að stöðva landtöku Breta. Bretar voru jú álitnir vera mun skárri innrásaraðili heldur en Þjóðverjar. Stríðið myndi svo líða hjá, Öxulveldin tapa, Bandaríkjamenn yfirgefa landið og Ísland stendur eftir, núna sjálfstætt lýðveldi og ennþá er litla herdeildin til staðar. Næst tekur við Kalda Stríðið. Þegar Ísland gekk í NATO árið 1949 var yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sem að studdi inngöngu í bandalagið. En svo að þessi ímyndaða tímalína gangi upp verðum við að ímynda okkur að nærri því öll þjóðin fer öfugu megin frammúr og lýsir yfir yfirgnæfandi andstöðu við inngöngu í NATO og að stjórnvöld þess tíma fari eftir vilja þjóðarinnar. Ísland er þá orðið hlutlaust sjálfstætt ríki í köldu stríði sem að fer síðan stigvaxandi kólnandi á komandi árum. Sú ákvörðun er að lokum tekin, svo að landið getið varið sjálfstæði sitt, þurfi að koma upp raunverulegum föstum her og þess vegna er innleidd herskylda einhverntíman á 6. eða 7. áratugnum. Ef að við miðum við árið 1960 og að herskyldualdurinn miðist við 18 til 22 ára þá myndi það þýða að íslenskir karlmenn fæddir á árunum 1938-1942 myndu vera þeir fyrstu sem yrðu formlega kallaðir til herþjónustu. Líklegt er einnig að íslenski herinn myndi afar snemma innleiða herþjónustu fyrir bæði kyn. Og að lokum öll kyn. Af því er höfundur best veit eru einungis til þrjú ríki í heiminum þar sem herskilda gildir fyrir bæði kyn þó að herþjónusta standi konum til boða í nærri flestum löndum nú til dags. Þessi þrjú ríki eru Ísrael, Erítrea og Norður Kórea. Ísland myndi þarmeð vera meðlimur í vægast sagt fjölskrúðugum klúbbi! Hvort að jöfn herskylda fyrir bæði kyn myndi flýta fyrir jafnréttisbaráttu kynjanna þorir greinahöfundur þó ekki að fullyrða. Eftir nokkra áratugi með þessu fyrirkomulagi myndi brátt stór hluta Íslendinga hafa sinnt herþjónustu á einhverjum tímapunkti, sennilega myndi ávalt vera starfandi atvinnu-fasther með nokkur hundruð eða kannski meira en þúsund eða svo hermönnum á sama tíma og þúsund til tvö þúsund ungmenni væru að hljóta þjálfun og sinna herskyldustörfum. Ef að þörf væri, þ.e.a.s. ef að ótti við að stríð myndi bresta á, væri svo hægt að ræsa út stórann hluta þeirra sem hefðu áður hlotið þjálfun. M.ö.o. stór hluti Íslendinga myndi vera skráður í einskonar varalið. Þetta væri fólk á öllum aldri, sinnandi venjulegum störfum og þyrfti á örfárra missera fresti að rifja upp þjálfunina sína og fá að læra nýjar aðferðir og læra að nota ný tæki og tól. Þetta kann að hljóma eins og óvenjulega smár her þess má geta að Írland, annað sjálfstætt eyríki í Norður Atlantshafi sem ekki er formlegur meðlimur NATO, er með her sem að samtals telur einungis 8500 atvinnuhermenn og minna en 1800 varaliðsmenn. Mikilvægt er að taka fram að hermennska er fyrst og fremst starf. Hermenn eyða mjög stórum hluta af tíma sínum í að gera venjulega hluti eins og að elda, þrífa, taka til og gera vörutalningar af ýmsu tagi. Mjög stór hluti vinnunar fer einnig í að æfa að gera sömu hlutina aftur og aftur eins og t.d. að þrífa vopn, setja á sig gasgrímu eins hratt og hægt er, afferma og ferma vörubíla, mála hluti í felulitum, grafa skurði, æfa skyndihjálp og svo framvegis og svo framvegis. Einnig er rétt að minna á að meirihluti allra hermanna eru táningar og ungmenni. Og ef það er eitthvað sem að greinarhöfundur þykist vita um táninga og ungmenni, hafandi einu sinni verið ungur, er að þeim fylgir iðulega rosalega mikill fíflagangur. Og rétt eins og fullorðið fólk á Íslandi í dag rifjar upp minningar af heimskupörum sem það tók þátt í á sínum námsárum eða í einhverjum partýum þá myndi fullorðið fólk á Íslandi í dag rifja upp heimskupörin sem áttu sér stað í hermennskunni. Fólk myndi segja sögur af óvenjulega ströngum, sögur af góðum eða lélegum kokkum, sögur af fyndnum uppákomum, fólk myndi kvarta yfir ákveðnum þáttum þjálfunarinnar, fólk myndi metast um hver sé besta skyttan og þar fram eftir götunum. Sameiginlegur reynslubanki stórs hluta þjóðarinnar myndi vera stöðugt umræðuefni, rétt eins og aðrir sameiginlegir reynslubankar eru í dag. Þjálfunin og herþjónustan myndi einnig fara fram á því tímabili í lífum fólks þegar það byrjar að verða einstaklingar með skoðanir. Líklegt væri því að mjög margir myndu hljóta sínar fyrstu pólitísku skoðanir útfrá samræðum sem haldnar væru meðal félaga í herþjónustunni. Eflaust myndu margir kynnast mökum sínum í fyrsta sinn meðan á þjálfun stæði. Ákveðinn hluti af facebook-vinalistanum fólks myndi vera fólk sem maður kynntist í hernum. Mögulega væru Íslendingar ennþá tengdari sín á milli en þeir eru í dag þar sem að allskyns fólk af mismunandi stöðum af landinu, með afar mismunandi skoðanir og bakgrunn, myndi hafa þjálfað saman. En hvaða hlutverki myndi þessi her þjóna? Fyrst og fremst væri hlutverk hans að verja Ísland gegn mögulegri innrás annars ríkis. En fyrst langar greinarhöfund þó að varpa fram þeirri hugmynd að líklega myndi herinn einnig þjóna ýmsum öðrum störfum sem að í dag er sinnt af hinum og þessum aðilum í einkageiranum eða hinum ýmsu sjálfboðaliðastörfum. Mjög líklegt væri að björgunarsveitir væru t.d. afar smáar í sniðum þar sem að í hvert sinn sem að náttúruhamfarir eða annað slíkt myndu eiga sér stað væri það hlutverk hersins að sjá um björgunarstörf. Líklega væru flest þau farartæki sem að björgunarsveitir ráða yfir í dag í rauninni í eigu og umsjá hersins. Landhelgisgæslan hefði einnig á einhverjum tímapunkti verið stækkuð og væri hún í rauninni orðinn að sjóhers-armi íslenska hersins. Hvort að Þorskastríðin hefðu orðið að mannskæðum átökum útaf þessu þorir höfundur ekki að fullyrða. Annað sem að herinn myndi mögulega taka að sér af og til væri viðhald á mikilvægum mannvirkjum eins og t.d. brúm. Brýr eru auðvitað nærri alveg jafn mikilvægar fyrir hernaðarflutninga og fyrir almenna umferð. Svo að í stað þess að brýr væru í umsjón Vegagerðarinnar eins og reyndin er í dag er líklegt að margar brýr væru skilgreindar sem mikilvæg hernaðarmannvirki svo að viðhaldið væri því í umsjá hersins. Það sama gæti átt við um mannvirki á borð við flugvelli, hafnir og raforkuver. En snúm okkur aftur að mikilvægasta hluverki hersins; Þ.e. að verja landið gegn mögulegri innrás. Án þess að vera neinn sérfræðingur í þessum efnum telur höfundur þó að líklega myndu varnaráætlanir hersins snúast um það að halda sem stærstum hluta landsins undir sinni stjórn þar til að vinarlegur her gæti numið hér land og hrekið innrásarherinn á brott. Og höfundur telur að þó opinber varnarstefna Íslands væri líta á öll lönd sem mögulegan óvin þá myndi það sjálfsagt ekki dyljast mörgum að flestir myndu óttast innrás Sovíetríkjanna/Rússlands mun meira en mögulega innrás annars ríkis. Sennilega myndu víðsvegar um landið vera margskonar leynileg byrgi og virki, líkt og eru í Sviss eða Albaníu. Með okkar íslensku fjöll, dali, auðnir og firði væri auðvelt að fela allskyns varning og vopn og vistir útum allt land sem að stæðu svo hernum til boða um leið og allsherjarherkvaðning yrði gefin út. En athugið að þegar höfundur segir að það væri markmið hersins að halda eins stórum hluta af landinu og hægt er á sínu valdi þá er átt við fjölda ferkílómetra. Það yrði sennilega ekki talið mögulegt að verja hvert einasta útsker eða nes, landið er einfaldlega of stórt og herinn yrði alltaf of lítill til þess að verja það allt. Þess vegna telur höfundur að allar varnaráætlanir myndu gera ráð fyrir því að höfuðborgin yrði rýmd og yfirgefin og að herinn myndi halda til dreifður um sveitir og óbyggðir landsins og ætti svo að halda sem flestum flugbrautum og höfnum frjálsum svo að vinveittur her gæti greiðlegar hafið gegnárás til þess að ná landinu á sitt vald með samvinnu Íslendinga. En af hverju að rýma sjálfa höfuðborgina? Vegna þess einfaldlega að hún er umkringd sjó á þrjá vegu og flóinn sem hún stendur við er afar breiður og opinn svo að herskipa/flugfloti gæti komið nærri því hvaðan sem er. Aðrir staðir í landinu myndu teljast mun auðveldari til þess að verja og halda aftur af óvinum. Sennilega myndu vera sprengihleðslur í flestum stórum brúm landsins svo að hægt væri að sprengja þær með stuttum fyrirvara til þess að halda aftur af sókn óvinaliðsins. Áætlunin myndi svo vera að gera hverja á og hvern fjallgarð að náttúrulegri varnarlínu og fresta þess að halda nægilega lengi aftur af óvinunum þar til að vinveittur her gæti komist til eyjarinnar. Höfuðstöðvar hersins myndu því líklega vera einhversstaðar á landsbyggðinni t.d. við Egilsstaði eða á Laugarbakka. Þó ekki á stað sem væri nálægt úthafi, sem sagt ekki á Vestfjörðum, Austfjörðum eða á Siglufirði. Þessar varnaráætlanir myndu kannski hafa áhrif á fasteignaverð í landinu. Fasteignir á Höfuðborgarsvæðinu myndu mögulega vera aðeins minna eftirsóttar þegar að tekið væri með í reikningin að engin áætlun væri til staðar að verja borgina ef til innrásar kæmi. Og mögulega væri íbúafjöldi sumra staða á landsbyggðinni aðeins stærri en hann er í dag á kostnað íbúatölu suðvesturhornsins, með tilheyrandi breitingum á fasteignaverði og framboði. En nú skulum við velta fyrir okkur stærstu efnahags-spurningunni varðandi þennan íslenska her; Gæti Ísland yfir höfuð staðið undir þeim kostnaði að halda uppi heilum her sem að teldi líklega á þriðja þúsund manns á friðartímum og hefði nægilegan útbúnað til þess að vopna tugi þúsunda með stuttum fyrirvara? Væri það hægt? Margir myndu telja að það væri einfaldlega alltof dýrt og að hinn litli efnahagur þessa lands gæti aldrei staðið undir slíkum kostnaði. Þetta er röng ályktun. Ísland gæti auðveldlega fjármagnað sinn eigin her. En til þess þyrfti vilji að vera til staðar, og eins og fram hefur komið þá er til þess enginn vilji. En íslenskur her myndi að sjálfsögðu vera mjög dýr og myndi ætið vera þungur baggi á efnahag landsins. Til er annað fámennt eyríki sem að einnig heldur uppi sínum eigin fastaher. Það land eru Maldíveyjar í Indlandshafi. Á eyjunum búa rúmlega tvöhundruð þúsund fleiri íbúar en á Íslandi en á móti kemur að efnahagur Íslands er rúmlega tvisvar og hálfum sinnum stærri en efnahagur Maldíveyja. Herinn þeirra telur um 11.000 dáta og kostar ríkið u.þ.b. sex prósent af þeirra árlegri þjóðarframleiðslu. Þess má einnig geta að Norður Kórea nær að halda uppi her sem að telur meira en milljón hermenn þrátt fyrir að efnahagur landsins sé rúmlega svipaður að stærð og efnahagur Íslands. En ef að Íslenska ríkið þyrfti að verja nokkrum prósentum af sinni þjóðarframleiðslu í að halda uppi herliði þá myndi það þýða að minni fjármunir væru til staðar fyrir aðra hluti. Mögulega væru þá löggæslan, heilbrigðiskerfið, vegakerfið, menntakerfið o.s.f.v. nokkru vanþróaðri en þau eru í dag. Einnig gæti verið að skattar væru hærri, mögulega væru fleiri skattþrep, fæðingarorðlof styttri o.s.f.v.. Kannski væri hér meiri ójöfnuður. Eða kannski meiri jöfnuður en á sama tíma lægri meðaltekjur. Einnig ber að hafa í huga að ef nokkur þúsund ungmenni væru á ári hverju að sinna herskyldunni þá myndi það þýða að mun færri ungmenni væru til taks til þess að sinna öllum þeim mörgu þjónusstustörfum sem efnahagurinn reiðir sig á í dag. Það væri því harðari samkeppni milli fyrirtækja um að ráða starfsfólk sem að myndi hafa í för með sér hækkun launa og þar með hærri verðbólgu. Eða mögulega myndi vera minni fjölbreitileiki í þjónustugeiranum; færri fyrirtæki, færri vörumerki, minni samkeppni, svipað og á tímum SÍS. Hvernig efnahagurinn væri í dag færi auðvitað eftir því hvernig ríkisstjórnir fyrri tíma hefðu ákveðið að hagræða hagkerfinu til þess að standa undir þessum nýja kostnaði. En ljóst er að áhrifin á Ísland væru töluverð, bæði efnahagsleg og samfélagsleg og mögulega væru allir Íslendingar í dag örlítið breittar útgáfur af sjálfum sér eftir að hafa þjónað í hernum. Höfundur er rithöfundur og framsóknarmaður.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar