Endurreisn foreldrastarfs í þágu farsældar barna Alma Björk Ástþórsdóttir og Þorvar Hafsteinsson skrifa 19. janúar 2023 19:01 Virkni foreldra og foreldrastarf í skólum landsins hefur átt undir högg að sækja um allt land. Þessi bagalega þróun er mikið áhyggjuefni fyrir okkur öll sem látum okkur skólastarf og vellíðan skólabarna varða. Við foreldrar leikum lykilhlutverk í farsæld barna og verðum að láta okkur málið varða og vera tilbúin að leggja okkar af mörkum til þess að börnum landsins farnist sem best. Þessa óheilla þróun má að miklu leiti rekja til heimsfaraldursins og þeirra áhrifa sem einangrun og samkomutakmarkanir skilja eftir sig. Áhrifin má greina víða, en erfið staða foreldrafélaga og lítil virkni foreldra er nokkuð sem við getum snúið til betri vegar. Við foreldrar viljum að starfsumhverfi barnanna okkar og þeirra sem að starfi barnanna okkar koma sé með besta móti öllum stundum. Þar leikum við foreldrar lykilhlutverk. Það hlýtur að vera áhyggjuefni, ef sú menning nær að skjóta rótum að hver og einn hugsi bara um sig, en samvinna og samhugur láti undan víkja. Öll börn þurfa aðhald, ramma og jákvæðan stuðning frá sínu nærumhverfi, frá foreldrum, skóla, vinum og öðrum sem að koma. Farsæld barna er samvinnuverkefni og foreldrar standa þar í brúnni sem lykilaðili í góðu samstarfi fjölmarga aðila, sem láta sig málið varða. Það þarf þorp til að ala upp barn, þannig ættum við að hugsa og með það hugafar eigum við að mæta áskorununum. Víðsvegar má greina gjá í samskiptum og samvinnu milli foreldra og skóla og á það við um öll skólastig en birtist hvað sterkast á grunnskólastigi. Engum einum er hér um að kenna, en öll verðum við að leggjast á eitt til að færa þessi mál til betri vegar. Við hjá Heimili og skóla höfum undanfarna mánuði farið víða um land og átt gott samtal við foreldra, kennara og skólastjórnendur. Í því samtali voru flestir á því að foreldrastarf stendur meira og minna á brauðfótum, en það jákvæða er – að allir eru tilbúnir leggja sitt af mörkum til að endurreisa foreldrastarfið og í sameiningu stuðla að bættum skólabrag. Samkvæmt rannsóknum þá hefur virkni foreldra jákvæð áhrif á skólabrag, líðan barna, geðrækt, árangur og ekki síður hefur góð samvinna foreldra og skóla jákvæð áhrif á líðan starfsfólks. Jákvætt samstarf heimila og skóla leiðir af sér heilbrigðara samfélag, eflir farsæld allra í umhverfi barns. Foreldrar eru tengiliður barns við skólann á öllum skólastigum , leik- grunn- og framhaldsskólastigs. Virkir foreldrar, betra samfélag. Allt byrjar þetta og endar heima hjá okkur. Heimili og skóli – landssamtök foreldra gekk frá á dögunum sérstökum viðauka við fyrri samning við mennta- og barnamálaráðuneytið er varðar endurreisn foreldrastarfs í þágu farsældar barna. Meginmarkmið þessa viðauka er að: a. Stuðla að endurreisn og eflingu foreldrastarfs um allt land á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi með því að virkja foreldra, veita þeim stuðning og ráðgjöf og gefa þeim hlutverk og verkfæri til vera virkir þátttakendur í öflugu samstarfi við skóla, aðra foreldra og sveitarfélögin. b. Fjármagna fræðslu- og samráðsverkefni í víðtæku samstarfi helstu hagaðila. c. Stuðla að virku og víðtæku samtali við foreldra þar sem áhersla verður lögð á að mæta öllum foreldrum óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu. Samhliða því verður leitað leiða til að styðja sérstaklega við foreldra af erlendum uppruna, foreldra barna með annað móðurmál en íslensku og foreldra barna í viðkvæmri stöðu. d. Styðja við innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, nr. 86/2021. e. Efla til mikilla muna símaráðgjöf Heimili og skóla til foreldra með lengri opnun sem og að gera hana sýnilegri fyrir foreldra. Við hjá Heimili og skóla erum virkilega stolt og þakklát fyrir það traust sem okkur er sýnt. Við munum sinna þessu verkefni af krafti og með þá trú að sameiginlega getum við látið gott af okkur leiða hvort sem við erum foreldrar, starfsfólk skóla eða aðrir sem koma að farsæld barna, virkir foreldrar og öflugt foreldrastarf er lykillinn. Nánari fréttir af starfi og þjónustu Heimilis og skóla má finna á heimasíðu okkar, fréttaveitunni okkar og á hlaðvarpi Heimilis og skóla “Heimili og skóli og Saft”. Höfundar greinar eru: Þorvar Hafsteinsson formaður Heimili og skóla – landssamtaka foreldra Alma Björk Ástþórsdóttir varaformaður Heimili og skóla – landssamtaka foreldra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Björk Ástþórsdóttir Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Virkni foreldra og foreldrastarf í skólum landsins hefur átt undir högg að sækja um allt land. Þessi bagalega þróun er mikið áhyggjuefni fyrir okkur öll sem látum okkur skólastarf og vellíðan skólabarna varða. Við foreldrar leikum lykilhlutverk í farsæld barna og verðum að láta okkur málið varða og vera tilbúin að leggja okkar af mörkum til þess að börnum landsins farnist sem best. Þessa óheilla þróun má að miklu leiti rekja til heimsfaraldursins og þeirra áhrifa sem einangrun og samkomutakmarkanir skilja eftir sig. Áhrifin má greina víða, en erfið staða foreldrafélaga og lítil virkni foreldra er nokkuð sem við getum snúið til betri vegar. Við foreldrar viljum að starfsumhverfi barnanna okkar og þeirra sem að starfi barnanna okkar koma sé með besta móti öllum stundum. Þar leikum við foreldrar lykilhlutverk. Það hlýtur að vera áhyggjuefni, ef sú menning nær að skjóta rótum að hver og einn hugsi bara um sig, en samvinna og samhugur láti undan víkja. Öll börn þurfa aðhald, ramma og jákvæðan stuðning frá sínu nærumhverfi, frá foreldrum, skóla, vinum og öðrum sem að koma. Farsæld barna er samvinnuverkefni og foreldrar standa þar í brúnni sem lykilaðili í góðu samstarfi fjölmarga aðila, sem láta sig málið varða. Það þarf þorp til að ala upp barn, þannig ættum við að hugsa og með það hugafar eigum við að mæta áskorununum. Víðsvegar má greina gjá í samskiptum og samvinnu milli foreldra og skóla og á það við um öll skólastig en birtist hvað sterkast á grunnskólastigi. Engum einum er hér um að kenna, en öll verðum við að leggjast á eitt til að færa þessi mál til betri vegar. Við hjá Heimili og skóla höfum undanfarna mánuði farið víða um land og átt gott samtal við foreldra, kennara og skólastjórnendur. Í því samtali voru flestir á því að foreldrastarf stendur meira og minna á brauðfótum, en það jákvæða er – að allir eru tilbúnir leggja sitt af mörkum til að endurreisa foreldrastarfið og í sameiningu stuðla að bættum skólabrag. Samkvæmt rannsóknum þá hefur virkni foreldra jákvæð áhrif á skólabrag, líðan barna, geðrækt, árangur og ekki síður hefur góð samvinna foreldra og skóla jákvæð áhrif á líðan starfsfólks. Jákvætt samstarf heimila og skóla leiðir af sér heilbrigðara samfélag, eflir farsæld allra í umhverfi barns. Foreldrar eru tengiliður barns við skólann á öllum skólastigum , leik- grunn- og framhaldsskólastigs. Virkir foreldrar, betra samfélag. Allt byrjar þetta og endar heima hjá okkur. Heimili og skóli – landssamtök foreldra gekk frá á dögunum sérstökum viðauka við fyrri samning við mennta- og barnamálaráðuneytið er varðar endurreisn foreldrastarfs í þágu farsældar barna. Meginmarkmið þessa viðauka er að: a. Stuðla að endurreisn og eflingu foreldrastarfs um allt land á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi með því að virkja foreldra, veita þeim stuðning og ráðgjöf og gefa þeim hlutverk og verkfæri til vera virkir þátttakendur í öflugu samstarfi við skóla, aðra foreldra og sveitarfélögin. b. Fjármagna fræðslu- og samráðsverkefni í víðtæku samstarfi helstu hagaðila. c. Stuðla að virku og víðtæku samtali við foreldra þar sem áhersla verður lögð á að mæta öllum foreldrum óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu. Samhliða því verður leitað leiða til að styðja sérstaklega við foreldra af erlendum uppruna, foreldra barna með annað móðurmál en íslensku og foreldra barna í viðkvæmri stöðu. d. Styðja við innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, nr. 86/2021. e. Efla til mikilla muna símaráðgjöf Heimili og skóla til foreldra með lengri opnun sem og að gera hana sýnilegri fyrir foreldra. Við hjá Heimili og skóla erum virkilega stolt og þakklát fyrir það traust sem okkur er sýnt. Við munum sinna þessu verkefni af krafti og með þá trú að sameiginlega getum við látið gott af okkur leiða hvort sem við erum foreldrar, starfsfólk skóla eða aðrir sem koma að farsæld barna, virkir foreldrar og öflugt foreldrastarf er lykillinn. Nánari fréttir af starfi og þjónustu Heimilis og skóla má finna á heimasíðu okkar, fréttaveitunni okkar og á hlaðvarpi Heimilis og skóla “Heimili og skóli og Saft”. Höfundar greinar eru: Þorvar Hafsteinsson formaður Heimili og skóla – landssamtaka foreldra Alma Björk Ástþórsdóttir varaformaður Heimili og skóla – landssamtaka foreldra
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun