Fjórir íslenskir meðal fimmtíu bestu en þrír betri en Ómar Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2023 09:30 Þrír af fimmtíu bestu handboltamönnum heims, Aron Pálmarsson, Ómar Ingi Magnússon og Bjarki Már Elísson, fengu fína hvíld í síðasta leik, sigrinum gegn Grænhöfðaeyjum á miðvikudag. VÍSIR/VILHELM Fjórir íslenskir handboltamenn eru á lista norsks sérfræðings yfir fimmtíu bestu handboltamenn heimsins í dag. Enginn þeirra þykir þó meðal þriggja bestu í heimi. Stig Nygård, sérfræðingur TV 2 í Noregi um handbolta, hefur líkt og síðustu ár birt lista yfir 50 bestu leikmenn heims að hans mati. Eins og Nygård bendir á er verkefnið ærið og hann segir í það minnsta 30 leikmenn til viðbótar allt eins eiga heima á listanum. Ómar Ingi Magnússon er efstur Íslendinga á listanum en hann er sá fjórði besti í heiminum í dag að mati Nygård, sem tekur fram að Ómar hafi síðustu tvö ár verið valinn íþróttamaður ársins á Íslandi. Da er topp 50 listen klar. De 50 beste håndballspillerne i verden sett med mine øyne. https://t.co/NeTxXJTDCa— Stig Aa. Nygård (@StigAaNygard) January 19, 2023 Gísli Þorgeir Kristjánsson, sem líkt og Ómar hefur farið á kostum með Magdeburg í Þýskalandi í vetur, er í 14. sæti á listanum. Aron Pálmarsson, sem lengi þótti meðal allra bestu leikmanna heims, er núna í 35. sæti. Nygård bendir á að Aron, sem sé einn merkasti íþróttamaður Íslands, ljúki brátt hringnum eftir afar farsælan atvinnumannsferil og snúi heim til FH í sumar. Bjarki Már Elísson er svo fjórði Íslendingurinn á listanum en hann varð markakóngur þýsku 1. deildarinnar 2020-21 og aðeins átta mörkum frá því að endurtaka leikinn í fyrra, áður en hann fór svo frá Lemgo til ungverska stórliðsins Veszprém. Bjarki er svo kominn í baráttuna um markakóngstitilinn á yfirstandandi HM. Efstur á listanum er Frakkinn Dika Mem sem leikur með Barcelona, en í næstefsta sæti er maðurinn sem Íslendingar þurfa að eiga við í kvöld – skærasta stjarna Svía – Jim Gottfridsson. Í þriðja sæti er svo Spánverjinn Alex Dujshebaev sem ekki á langt að sækja hæfileikana. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Handbolti Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Stig Nygård, sérfræðingur TV 2 í Noregi um handbolta, hefur líkt og síðustu ár birt lista yfir 50 bestu leikmenn heims að hans mati. Eins og Nygård bendir á er verkefnið ærið og hann segir í það minnsta 30 leikmenn til viðbótar allt eins eiga heima á listanum. Ómar Ingi Magnússon er efstur Íslendinga á listanum en hann er sá fjórði besti í heiminum í dag að mati Nygård, sem tekur fram að Ómar hafi síðustu tvö ár verið valinn íþróttamaður ársins á Íslandi. Da er topp 50 listen klar. De 50 beste håndballspillerne i verden sett med mine øyne. https://t.co/NeTxXJTDCa— Stig Aa. Nygård (@StigAaNygard) January 19, 2023 Gísli Þorgeir Kristjánsson, sem líkt og Ómar hefur farið á kostum með Magdeburg í Þýskalandi í vetur, er í 14. sæti á listanum. Aron Pálmarsson, sem lengi þótti meðal allra bestu leikmanna heims, er núna í 35. sæti. Nygård bendir á að Aron, sem sé einn merkasti íþróttamaður Íslands, ljúki brátt hringnum eftir afar farsælan atvinnumannsferil og snúi heim til FH í sumar. Bjarki Már Elísson er svo fjórði Íslendingurinn á listanum en hann varð markakóngur þýsku 1. deildarinnar 2020-21 og aðeins átta mörkum frá því að endurtaka leikinn í fyrra, áður en hann fór svo frá Lemgo til ungverska stórliðsins Veszprém. Bjarki er svo kominn í baráttuna um markakóngstitilinn á yfirstandandi HM. Efstur á listanum er Frakkinn Dika Mem sem leikur með Barcelona, en í næstefsta sæti er maðurinn sem Íslendingar þurfa að eiga við í kvöld – skærasta stjarna Svía – Jim Gottfridsson. Í þriðja sæti er svo Spánverjinn Alex Dujshebaev sem ekki á langt að sækja hæfileikana.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Handbolti Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira