Stelpurnar okkar verða mömmur Steinunn Jóhannesdóttir skrifar 25. janúar 2023 08:30 Fyrirliði íslenska landsliðsins Sara Björk Gunnarsdóttir hefur um árabil verið meðal sterkustu leikmanna liðsins, bæði í sókn og vörn, skorað fjöldann allan af mörkum í um 140 landsleikjum, skapstór og tapsár, eins og hún hefur sjálf orðað það, í mínum augum algjör nagli. Það kom mér því á óvart að sjá þessa ungu afrekskonu gráta að loknum landsleik gegn Portúgal 11. október s.l. haust. Þetta er eina skiptið sem ég hef horft á landsleik í útlöndum. Léttklædd í góðu veðri! Hef hins vega oft setið í Laugardalsstúkunni dúðuð í lopapeysu og regngalla í ískulda og slagviðri á meðan Stelpurnar okkar hafa látið sem ekkert sé, berlæraðar á vellinum. Ýmist hafa þær unnið eða tapað. Fyrirliði grætur Leikurinn í Porto tapaðist í framlenginu. Og á þetta horfðum við nokkrir félagar sem vorum að koma af Evrópumóti eldri borgara, Golden Age Gym Festival, á Madeira. Okkur í stúkunni fannst þetta svekkjandi. Leikurinn hafði verið býsna jafn, þótt Stelpurnar okkar væru einni færri í um helming seinni hálfleiks. Liðsmunurinn réði úrslitum og gerði um leið út um vonir íslenska liðsins til að öðlast þáttökurétt á HM kvenna í Ástralíu og Nýja Sjálandi næsta sumar, 2023. Og Sara Björk settist niður á miðjum vellinum og grét. Fyrirliðinn! Þetta hafði ég aldrei séð til hennar áður. Var hún svona reið yfir hæpnum dómi, þegar einn leikmaður íslenska liðsins var rekinn af velli? Var hún svona hrikalega tapsár? Eða var eitthvað annað og meira í gangi? Þessi unga kona lék sinn fyrsta leik með landsliðinu aðeins 16 ára að aldri. Hún gerðist snemma atvinnumaður og hefur spilað með nokkrum sterkustu liðum í Evrópu. Hún er 32 ára sem þýðir að helming ævinnar hefur hún verið knattspyrnukona í fremstu röð! Heimsmeistaramót eru haldin á fjögurra ára fresti. 2027 verður hún 37 ára. Hverjar eru líkurnar á að hún verði enn í hópi fremstu knattspyrnukvenna í heimi þegar þar að kemur? Knattspyrna og barneignir Þrem mánuðum eftir téð grátkast vitum við að leikurinn í Porto var síðasti leikurinn þar sem Sara Björk bar fyrirliðabandið fyrir Íslands hönd. Á nýbyrjuðu ári lýsti hún því yfir að hún myndi hætta að leika með íslenska kvennalandsliðinu. Á sömu stundu opinberaðist að hún var orðin fyrirliði í annarri baráttu fyrir hönd kvenna í knattspyrnu. Sara Björk er móðir. Hún á rúmlega ársgamlan son með sambýlismanni sínum. Barnið fæddi hún meðan hún var á samningi hjá franska stórliðinu Lyon. Fyrsta konan í liðinu sem hlaut að vera utan vallar um hríð af slíkum ástæðum. Stjórn stórliðsins tók þessu illa og skar niður launin hennar gróflega á meðan hún var í fríi vegna óléttunnar og síðan í stuttu fæðingarorlofi. Sara leit á þetta sem samningsbrot og fór í mál við félagið með aðstoð FIFAPRO. Og hafði sigur! Knattspyrnukonur mega fæða börn! Lyon verður að greiða henni það sem hún átti inni samkvæmt samningum. Hún fylgdi sigrinum eftir með því að skrifa grein um málið á vefinn Players Tribune sem vakið hefur athygli víða. Fyrirliði og mamma Lítil börn eru lítil börn. Og lítil börn breyta öllu. Því yngri sem þau eru, þeim mun háðari eru þau móður sinni, föður og öðrum þeim sem næstir þeim standa. Varnarleysi lítilla barna getur gert mæður þeirra meirar. En líka ljónsterkar! Ég held ekki að Sara hafi grátið af því hún væri svona tapsár. Ég held hún hafi grátið af því hún fann að hún var að leika sinn síðasta landsleik. Hún grét (held ég) af því hún er mamma. Andstæð öfl tókust á um hana. Vitundin um þær gríðarlegu kröfur sem gerðar eru til fyrirliða í landsliði og viljinn að vera til staðar fyrir litla strákinn sinn. Sara stendur í sömu sporum og fjöldi kvenna um allan heim sem reyna að sameina það tvennt að gegna leiðtogastöðum og sinna börnum sínum og fjölskyldu. Sara hefur gert baráttuna fyrir persónulegum réttindum sínum að baráttu fyrir hönd knattspyrnukvenna almennt til þess að geta orðið mæður og notið sambærilegra réttinda, verndar og viðurkenningar samfélagsins á því hlutverki og konur í öðrum stéttum. Hæfileikar Söru og reynsla munu finna sér farveg, hvort sem hann verður innan íþróttahreyfingarinnar eða á öðrum vettvangi. Sara Björk Gunnarsdóttir er sannur fyrirliði. Fighter. Og mamma. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deila Söru Bjarkar og Lyon Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Fyrirliði íslenska landsliðsins Sara Björk Gunnarsdóttir hefur um árabil verið meðal sterkustu leikmanna liðsins, bæði í sókn og vörn, skorað fjöldann allan af mörkum í um 140 landsleikjum, skapstór og tapsár, eins og hún hefur sjálf orðað það, í mínum augum algjör nagli. Það kom mér því á óvart að sjá þessa ungu afrekskonu gráta að loknum landsleik gegn Portúgal 11. október s.l. haust. Þetta er eina skiptið sem ég hef horft á landsleik í útlöndum. Léttklædd í góðu veðri! Hef hins vega oft setið í Laugardalsstúkunni dúðuð í lopapeysu og regngalla í ískulda og slagviðri á meðan Stelpurnar okkar hafa látið sem ekkert sé, berlæraðar á vellinum. Ýmist hafa þær unnið eða tapað. Fyrirliði grætur Leikurinn í Porto tapaðist í framlenginu. Og á þetta horfðum við nokkrir félagar sem vorum að koma af Evrópumóti eldri borgara, Golden Age Gym Festival, á Madeira. Okkur í stúkunni fannst þetta svekkjandi. Leikurinn hafði verið býsna jafn, þótt Stelpurnar okkar væru einni færri í um helming seinni hálfleiks. Liðsmunurinn réði úrslitum og gerði um leið út um vonir íslenska liðsins til að öðlast þáttökurétt á HM kvenna í Ástralíu og Nýja Sjálandi næsta sumar, 2023. Og Sara Björk settist niður á miðjum vellinum og grét. Fyrirliðinn! Þetta hafði ég aldrei séð til hennar áður. Var hún svona reið yfir hæpnum dómi, þegar einn leikmaður íslenska liðsins var rekinn af velli? Var hún svona hrikalega tapsár? Eða var eitthvað annað og meira í gangi? Þessi unga kona lék sinn fyrsta leik með landsliðinu aðeins 16 ára að aldri. Hún gerðist snemma atvinnumaður og hefur spilað með nokkrum sterkustu liðum í Evrópu. Hún er 32 ára sem þýðir að helming ævinnar hefur hún verið knattspyrnukona í fremstu röð! Heimsmeistaramót eru haldin á fjögurra ára fresti. 2027 verður hún 37 ára. Hverjar eru líkurnar á að hún verði enn í hópi fremstu knattspyrnukvenna í heimi þegar þar að kemur? Knattspyrna og barneignir Þrem mánuðum eftir téð grátkast vitum við að leikurinn í Porto var síðasti leikurinn þar sem Sara Björk bar fyrirliðabandið fyrir Íslands hönd. Á nýbyrjuðu ári lýsti hún því yfir að hún myndi hætta að leika með íslenska kvennalandsliðinu. Á sömu stundu opinberaðist að hún var orðin fyrirliði í annarri baráttu fyrir hönd kvenna í knattspyrnu. Sara Björk er móðir. Hún á rúmlega ársgamlan son með sambýlismanni sínum. Barnið fæddi hún meðan hún var á samningi hjá franska stórliðinu Lyon. Fyrsta konan í liðinu sem hlaut að vera utan vallar um hríð af slíkum ástæðum. Stjórn stórliðsins tók þessu illa og skar niður launin hennar gróflega á meðan hún var í fríi vegna óléttunnar og síðan í stuttu fæðingarorlofi. Sara leit á þetta sem samningsbrot og fór í mál við félagið með aðstoð FIFAPRO. Og hafði sigur! Knattspyrnukonur mega fæða börn! Lyon verður að greiða henni það sem hún átti inni samkvæmt samningum. Hún fylgdi sigrinum eftir með því að skrifa grein um málið á vefinn Players Tribune sem vakið hefur athygli víða. Fyrirliði og mamma Lítil börn eru lítil börn. Og lítil börn breyta öllu. Því yngri sem þau eru, þeim mun háðari eru þau móður sinni, föður og öðrum þeim sem næstir þeim standa. Varnarleysi lítilla barna getur gert mæður þeirra meirar. En líka ljónsterkar! Ég held ekki að Sara hafi grátið af því hún væri svona tapsár. Ég held hún hafi grátið af því hún fann að hún var að leika sinn síðasta landsleik. Hún grét (held ég) af því hún er mamma. Andstæð öfl tókust á um hana. Vitundin um þær gríðarlegu kröfur sem gerðar eru til fyrirliða í landsliði og viljinn að vera til staðar fyrir litla strákinn sinn. Sara stendur í sömu sporum og fjöldi kvenna um allan heim sem reyna að sameina það tvennt að gegna leiðtogastöðum og sinna börnum sínum og fjölskyldu. Sara hefur gert baráttuna fyrir persónulegum réttindum sínum að baráttu fyrir hönd knattspyrnukvenna almennt til þess að geta orðið mæður og notið sambærilegra réttinda, verndar og viðurkenningar samfélagsins á því hlutverki og konur í öðrum stéttum. Hæfileikar Söru og reynsla munu finna sér farveg, hvort sem hann verður innan íþróttahreyfingarinnar eða á öðrum vettvangi. Sara Björk Gunnarsdóttir er sannur fyrirliði. Fighter. Og mamma. Höfundur er rithöfundur.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun