Verðlauna bandaríska blaðamanninn sem dó á HM í Katar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2023 14:01 Grant Wahl að störfum á leik Bandaríkjanna og Wales á HM í Katar. Aðeins nokkrum dögum síðar var hann allur. Getty/Doug Zimmerman Bandaríska knattspyrnusambandið mun veita Grant Wahl heitnum heiðursverðlaun sambandsins sem eru veitt fjölmiðlamönnum sem hafa unnið mikið starf við fréttaskrif um fótboltann í Bandaríkjunum. Að auki mun vera tekið frá sæti fyrir Grant Wahl á öllum heimaleikjum bandarísku landsliðanna fram yfir næsta heimsmeistaramót karla sem fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó árið 2026. Sætið verður autt en í því verður treyja merkt Wahl sem og blóm til minningar um hann. He dedicated his life to growing the game and left an indelible legacy on American soccer.Grant Wahl has been named the recipient of the 2023 Colin Jose Media Award.— National Soccer HOF (@soccerhof) January 25, 2023 Hinn 49 ára gamli Wahl lést 10. desember eftir að hafa hnigið niður í blaðamannaaðstöðunni á leik Argentínu og Hollands í átta liða úrslitum keppninnar. Wahl fær þessi verðlaun formlega 6. maí þegar nýir aðilar verða teknir inn í Heiðurshöllina í Frisco í Texaa fylki. Við sama tilefni verða þau Landon Donovan, DaMarcus Beasley, Lauren Cheney Holiday, Kate Sobrero Markgraf, Jill Ellis og Steve Zungul tekin inn í Heiðurshöll bandaríska fótboltans. The late Grant Wahl will be honored with this year s Colin Jose Media Award, given to journalists who made long-term contributions to soccer in the United States https://t.co/2chIGBPmJp— Sports Illustrated (@SInow) January 25, 2023 Wahl vann fyrir Sports Illustrated frá 1996 til 2021 þar sem hann fjallaði um fótbolta og bandarískan háskólakörfubolta. Hann stofnaði síðan sína eigin vefsíðu. Wahl vann einnig fyrir sjónvarpsstöðvarnar Fox og CBS auk þess að hann skrifaði líka bækur um fótbolta eins og „The Beckham Experiment“ um komu David Beckham til LA Galaxy. A minute of applause to honor Kevin Payne, Pelé and Grant Wahl before kick. pic.twitter.com/ahskxf3yOy— U.S. Men's National Soccer Team (@USMNT) January 26, 2023 Krufning hjá réttarmeinafræðingi í New York leiddi í ljós að Wahl lést eftir að hafa fengið slagæðagúlp í ósæð sem liggur frá hjartanu en við það kom rifa á æðina sem dró hann til dauða. HM 2022 í Katar Bandaríski fótboltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Að auki mun vera tekið frá sæti fyrir Grant Wahl á öllum heimaleikjum bandarísku landsliðanna fram yfir næsta heimsmeistaramót karla sem fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó árið 2026. Sætið verður autt en í því verður treyja merkt Wahl sem og blóm til minningar um hann. He dedicated his life to growing the game and left an indelible legacy on American soccer.Grant Wahl has been named the recipient of the 2023 Colin Jose Media Award.— National Soccer HOF (@soccerhof) January 25, 2023 Hinn 49 ára gamli Wahl lést 10. desember eftir að hafa hnigið niður í blaðamannaaðstöðunni á leik Argentínu og Hollands í átta liða úrslitum keppninnar. Wahl fær þessi verðlaun formlega 6. maí þegar nýir aðilar verða teknir inn í Heiðurshöllina í Frisco í Texaa fylki. Við sama tilefni verða þau Landon Donovan, DaMarcus Beasley, Lauren Cheney Holiday, Kate Sobrero Markgraf, Jill Ellis og Steve Zungul tekin inn í Heiðurshöll bandaríska fótboltans. The late Grant Wahl will be honored with this year s Colin Jose Media Award, given to journalists who made long-term contributions to soccer in the United States https://t.co/2chIGBPmJp— Sports Illustrated (@SInow) January 25, 2023 Wahl vann fyrir Sports Illustrated frá 1996 til 2021 þar sem hann fjallaði um fótbolta og bandarískan háskólakörfubolta. Hann stofnaði síðan sína eigin vefsíðu. Wahl vann einnig fyrir sjónvarpsstöðvarnar Fox og CBS auk þess að hann skrifaði líka bækur um fótbolta eins og „The Beckham Experiment“ um komu David Beckham til LA Galaxy. A minute of applause to honor Kevin Payne, Pelé and Grant Wahl before kick. pic.twitter.com/ahskxf3yOy— U.S. Men's National Soccer Team (@USMNT) January 26, 2023 Krufning hjá réttarmeinafræðingi í New York leiddi í ljós að Wahl lést eftir að hafa fengið slagæðagúlp í ósæð sem liggur frá hjartanu en við það kom rifa á æðina sem dró hann til dauða.
HM 2022 í Katar Bandaríski fótboltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira