Sólveig krefst fundar með forsætisráðherra Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. febrúar 2023 12:10 Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu mun Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, svara bréfi Sólveigar Önnu Jóndóttur, formanns Eflingar. vísir/samsett Formaður Eflingar hefur óskað eftir fundi með forsætisráðherra og gerir athugasemd við málflutning hennar um að miðlunartillaga ríkissáttasemjara standist skoðun. Fyrirtæki sem frekari verkfallsaðgerðir Eflingar gætu haft áhrif á eru að fara yfir stöðuna en vinnustöðvun gæti til dæmis sett innanlandsflug úr skorðum. Verkfall Eflingarfélaga á Íslandshótelum hefst að óbreyttu á þriðjudag. Félagsdómur á þó eftir að úrskurða um lögmæti þess en Samtök atvinnulífsins hafa talið óheimilt að hefja verkfallsaðgerðir áður atkvæði hafa verið greidd um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Mál vegna þessa hefur verið þingfest í Félagsdómi og málflutningur er fyrirhugaður á föstudag. Eitthvað er í atkvæðagreiðsluna þar sem ríkissáttasemjari er enn að leitast eftir að fá afhenta kjörskrá Eflingar og er það mál nú til meðferðar hjá héraðsdómi Reykjavíkur. Félagið hefur ekki viljað afhenda hana þar sem Efling telur tillöguna ólögmæta. Sólveig Anna í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag vegna kröfu ríkissáttasemjara um afhendingu á kjörskrá félagsins.Vísir/Lillý Að loknum ríkisstjórnarfundi í gær sagðist Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telja tillöguna umdeildu standast skoðun. „Það liggur fyrir að þessi miðlunartillaga hefur verið lögð fram. Ég er ekki til þess fallin að meta nákvæmlega lögmæti hennar en eins og málið horfir fyrir mér og þeim sérfræðingum sem ég hef ráðfært mig við þá stenst hún skoðun,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar skrifaði í gær bréf til forsætisráðherra vegna þessa ummæla. Þar óskar hún eftir að ráðherra deili með sér ráðgjöf umræddra sérfræðinga svo Efling geti tekið tillit til hennar. Þá óskar hún einnig eftir fundi um málið og svari fyrir lok gærdagsins. Sólveig Anna sagðist á Facebook í morgun enn ekki hafa fengið svar en svaraði ekki fyrirspurn fréttastofu um viðtal. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu verður bréfinu svarað. Ekki fengust svör um hvernig eða hvenær. Efling hefur boðað til frekari verkfallsaðgerða og eiga atkvæðagreiðslur um þær að hefjast í hádeginu á föstudag. Þær felast í ótímabundinni vinnustöðvum Eflingarfélaga hjá Olíudreifingu, Skeljungi, Samskipum, Berjaya hótelum, eða gömlu Icelandair hótelunum, og Edition hótelinu. Icelandair er að fara yfir möguleg áhrif verkfallsins og meta stöðuna.vísir/Vilhelm Gunnarsson Skeljungur sér um flutning á olíu til Reykjavíkurflugvallar og gæti sú vinnustöðvum haft áhrif á innanlandsflug. Hversu fljótt fer meðal annars eftir birgðastöðu á vellinum og samkvæmt upplýsingum frá Icelandair er verið að skoða málið og greina stöðuna í samvinnu við eldnseytisafgreiðsluna. Verkfall hjá Olíudreifingu gæti haft mikil áhrif á almenning en þá myndi flutningur á eldsneyti til bensínsstöðva á höfuðborgarsvæðinu stöðvast. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu gætu bensíntanskar á stöðvum tæmst á nokkrum dögum en hversu fljótt það gerist fer meðal annars eftir birgðastöðu og hvort neytendur muni til dæmis hamstra bensín fyrir þann tíma. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Verkfall Eflingarfélaga á Íslandshótelum hefst að óbreyttu á þriðjudag. Félagsdómur á þó eftir að úrskurða um lögmæti þess en Samtök atvinnulífsins hafa talið óheimilt að hefja verkfallsaðgerðir áður atkvæði hafa verið greidd um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Mál vegna þessa hefur verið þingfest í Félagsdómi og málflutningur er fyrirhugaður á föstudag. Eitthvað er í atkvæðagreiðsluna þar sem ríkissáttasemjari er enn að leitast eftir að fá afhenta kjörskrá Eflingar og er það mál nú til meðferðar hjá héraðsdómi Reykjavíkur. Félagið hefur ekki viljað afhenda hana þar sem Efling telur tillöguna ólögmæta. Sólveig Anna í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag vegna kröfu ríkissáttasemjara um afhendingu á kjörskrá félagsins.Vísir/Lillý Að loknum ríkisstjórnarfundi í gær sagðist Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telja tillöguna umdeildu standast skoðun. „Það liggur fyrir að þessi miðlunartillaga hefur verið lögð fram. Ég er ekki til þess fallin að meta nákvæmlega lögmæti hennar en eins og málið horfir fyrir mér og þeim sérfræðingum sem ég hef ráðfært mig við þá stenst hún skoðun,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar skrifaði í gær bréf til forsætisráðherra vegna þessa ummæla. Þar óskar hún eftir að ráðherra deili með sér ráðgjöf umræddra sérfræðinga svo Efling geti tekið tillit til hennar. Þá óskar hún einnig eftir fundi um málið og svari fyrir lok gærdagsins. Sólveig Anna sagðist á Facebook í morgun enn ekki hafa fengið svar en svaraði ekki fyrirspurn fréttastofu um viðtal. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu verður bréfinu svarað. Ekki fengust svör um hvernig eða hvenær. Efling hefur boðað til frekari verkfallsaðgerða og eiga atkvæðagreiðslur um þær að hefjast í hádeginu á föstudag. Þær felast í ótímabundinni vinnustöðvum Eflingarfélaga hjá Olíudreifingu, Skeljungi, Samskipum, Berjaya hótelum, eða gömlu Icelandair hótelunum, og Edition hótelinu. Icelandair er að fara yfir möguleg áhrif verkfallsins og meta stöðuna.vísir/Vilhelm Gunnarsson Skeljungur sér um flutning á olíu til Reykjavíkurflugvallar og gæti sú vinnustöðvum haft áhrif á innanlandsflug. Hversu fljótt fer meðal annars eftir birgðastöðu á vellinum og samkvæmt upplýsingum frá Icelandair er verið að skoða málið og greina stöðuna í samvinnu við eldnseytisafgreiðsluna. Verkfall hjá Olíudreifingu gæti haft mikil áhrif á almenning en þá myndi flutningur á eldsneyti til bensínsstöðva á höfuðborgarsvæðinu stöðvast. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu gætu bensíntanskar á stöðvum tæmst á nokkrum dögum en hversu fljótt það gerist fer meðal annars eftir birgðastöðu og hvort neytendur muni til dæmis hamstra bensín fyrir þann tíma.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira