Stóryrtur Breki lagði smálánafyrirtækin í annarri lotu Árni Sæberg skrifar 3. febrúar 2023 17:39 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Stöð 2/Arnar Landsréttur hefur sýknað Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna, vegna ummæla sem hann lét falla um starfsemi smálánafyrirtækisins Ecommerce. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði í september 2021 dæmt fjögur ummæli Breka, um að smálánin og innheimta þeirra væri ólögleg, dauð og ómerk. Ummælin, sem smálánafyrirtækið stefndi Breka og Neytendasamtökunum fyrir, voru sett fram í tölvupósti Breka til tveggja fyrirtækja sem veittu Ecommerce greiðslumiðlunarþjónustu og fólu í sér fullyrðingar um að þjónusta fyrirtækisins hefði verið úrskurðuð ólögmæt hér á landi. Í dómi sínum frá 27. september árið 2021 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur eftirfarandi ummæli Breka dauð og ómerk, með vísan til þess að þau væru röng og að Breki hafi ekki sett þau fram í góðri trú um sannleiksgildi þeirra: „the loans have been deemed illegal in Iceland.“ „whose only operation is illegal predatory lending.“ „These loans have been ruled illegal in Iceland by both courts and the Consumer surveillance agency.“ „illegal transfers.“ Í dómi Landsréttar segir meðal annars að ummælin rúmist innan þess frelsis sem Breki nýtur samkvæmt tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar og tíundu grein mannréttindasáttmála Evrópu. Það frelsi verði að telja nokkuð rúmt í tilviki Breka og Neytendasamtakanna í ljósi hlutverks þeirra og að það vegi þyngra en réttur Ecommerce til æruverndar. Þá sé Breki ólöglærður og þrátt fyrir að ummæli hans hafi ekki verið lögfræðilega nákvæm hafi þau ekki verið úr lausu lofti gripin og lagt hafi verið til grundvallar að Breki hefði, í ljósi þeirra upplýsinga sem fyrir lágu, viðhaft þau í góðri trú um réttmæti þeirra og verið heimilt að halda þeim fram Ecommerce var gert að greiða eina milljón króna í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Dóm Landsréttar má lesa í heild sinni hér. Neytendur Dómsmál Smálán Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Ummælin, sem smálánafyrirtækið stefndi Breka og Neytendasamtökunum fyrir, voru sett fram í tölvupósti Breka til tveggja fyrirtækja sem veittu Ecommerce greiðslumiðlunarþjónustu og fólu í sér fullyrðingar um að þjónusta fyrirtækisins hefði verið úrskurðuð ólögmæt hér á landi. Í dómi sínum frá 27. september árið 2021 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur eftirfarandi ummæli Breka dauð og ómerk, með vísan til þess að þau væru röng og að Breki hafi ekki sett þau fram í góðri trú um sannleiksgildi þeirra: „the loans have been deemed illegal in Iceland.“ „whose only operation is illegal predatory lending.“ „These loans have been ruled illegal in Iceland by both courts and the Consumer surveillance agency.“ „illegal transfers.“ Í dómi Landsréttar segir meðal annars að ummælin rúmist innan þess frelsis sem Breki nýtur samkvæmt tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar og tíundu grein mannréttindasáttmála Evrópu. Það frelsi verði að telja nokkuð rúmt í tilviki Breka og Neytendasamtakanna í ljósi hlutverks þeirra og að það vegi þyngra en réttur Ecommerce til æruverndar. Þá sé Breki ólöglærður og þrátt fyrir að ummæli hans hafi ekki verið lögfræðilega nákvæm hafi þau ekki verið úr lausu lofti gripin og lagt hafi verið til grundvallar að Breki hefði, í ljósi þeirra upplýsinga sem fyrir lágu, viðhaft þau í góðri trú um réttmæti þeirra og verið heimilt að halda þeim fram Ecommerce var gert að greiða eina milljón króna í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Dóm Landsréttar má lesa í heild sinni hér.
Neytendur Dómsmál Smálán Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira