Gunnhildur Yrsa: Sorglegt að sjá hvað þurfti að reka marga þjálfara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2023 09:01 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er komin heim til Íslands en það gekk mikið á síðustu mánuði hennar með Orlando Pride. Getty/Alex Livesey Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir segir hneykslismál í bandaríska fótboltanum hafi haft sitt að segja þegar hún tók ákvörðun að snúa heim til Íslands. Gríðarstór hneyklismál skók bandarískan kvennafótbolta í hitt í fyrra þar sem fjölmargir þjálfarar í deildinni voru sakaðir um óeðlilega hegðun í garð leikmanna. Meint brot þeirra í starfi voru margvíslega, allt frá harðoðrum samskiptum og eineltistilburðum yfir í kynferðislega misnoktun. Málið snerti Orlando Pride, félag Gunnhildar, og hún segir það hafa stuðlað að því að hún vildu breyta um umhverfi. Valur Páll Eiríksson ræddi við Gunnhildi Yrsu í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær Eineltismál sem tók bara á „Það var svakamál hjá okkur þar sem þjálfarinn var rekinn. Eineltismál og svoleiðis sem tók bara á. Það er stór hluti ástæðunnar fyrir því að ég tók þessa ákvörðun,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. „Mig langaði bara að einbeita mér að fótbolta og hafa gaman af því. Úti var það svolítið tekið af manni. Þar var svo mikið í gangi utan fótboltans og ég náði ekki að koma bara á æfingar til að spila fótbolta,“ sagði Gunnhildur Yrsa. Það er gaman hérna „Ég er mjög spennt fyrir því að koma hingað. Ég er búin að fara á nokkrar æfingar, það er gaman hérna og stelpurnar eru að einbeita sér að fótbolta sem er geggjað,“ sagði Gunnhildur. Sex þjálfarar úr bandarísku deildinni voru dæmdir í lífstíðarbann frá fótbolta vegna málsins en Gunnhildur segir að það sé enn verið að vinna úr málinu vestan hafs. „Það er sorglegt að sjá hvað þurfti að reka marga þjálfara og svoleiðis. Það er búið að banna þrjá þjálfara að þjálfara í bandarísku deildinni og það eru nokkrir sem eru í tveggja ára banni,“ sagði Gunnhildur. Leikmenn hafa svolítið mikil völd „Það er verið að taka á þessu en um leið verður til svona menning þar sem leikmenn hafa svolítið mikil völd. Það þarf að finna smá jafnvægi á þetta. Ég held að þetta sé á réttri leið alla vega miðað við það sem þeir eru að gera hjá Orlando Pride. Það eru góðir hlutir og þeir eru að breyta til með því að stokka upp í hlutunum þar,“ sagði Gunnhildur. „Ég held að önnur lið séu að gera það sama. Það sem gerðist út í Bandaríkjunum á í fyrsta lagi ekki að gerast en gerir það kannski að verkum að það verði smá breyting í kvennaknattspyrnunni,“ sagði Gunnhildur. Hér fyrir neðan má sjá alla fréttina. Besta deild kvenna Bandaríski fótboltinn Stjarnan Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Gríðarstór hneyklismál skók bandarískan kvennafótbolta í hitt í fyrra þar sem fjölmargir þjálfarar í deildinni voru sakaðir um óeðlilega hegðun í garð leikmanna. Meint brot þeirra í starfi voru margvíslega, allt frá harðoðrum samskiptum og eineltistilburðum yfir í kynferðislega misnoktun. Málið snerti Orlando Pride, félag Gunnhildar, og hún segir það hafa stuðlað að því að hún vildu breyta um umhverfi. Valur Páll Eiríksson ræddi við Gunnhildi Yrsu í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær Eineltismál sem tók bara á „Það var svakamál hjá okkur þar sem þjálfarinn var rekinn. Eineltismál og svoleiðis sem tók bara á. Það er stór hluti ástæðunnar fyrir því að ég tók þessa ákvörðun,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. „Mig langaði bara að einbeita mér að fótbolta og hafa gaman af því. Úti var það svolítið tekið af manni. Þar var svo mikið í gangi utan fótboltans og ég náði ekki að koma bara á æfingar til að spila fótbolta,“ sagði Gunnhildur Yrsa. Það er gaman hérna „Ég er mjög spennt fyrir því að koma hingað. Ég er búin að fara á nokkrar æfingar, það er gaman hérna og stelpurnar eru að einbeita sér að fótbolta sem er geggjað,“ sagði Gunnhildur. Sex þjálfarar úr bandarísku deildinni voru dæmdir í lífstíðarbann frá fótbolta vegna málsins en Gunnhildur segir að það sé enn verið að vinna úr málinu vestan hafs. „Það er sorglegt að sjá hvað þurfti að reka marga þjálfara og svoleiðis. Það er búið að banna þrjá þjálfara að þjálfara í bandarísku deildinni og það eru nokkrir sem eru í tveggja ára banni,“ sagði Gunnhildur. Leikmenn hafa svolítið mikil völd „Það er verið að taka á þessu en um leið verður til svona menning þar sem leikmenn hafa svolítið mikil völd. Það þarf að finna smá jafnvægi á þetta. Ég held að þetta sé á réttri leið alla vega miðað við það sem þeir eru að gera hjá Orlando Pride. Það eru góðir hlutir og þeir eru að breyta til með því að stokka upp í hlutunum þar,“ sagði Gunnhildur. „Ég held að önnur lið séu að gera það sama. Það sem gerðist út í Bandaríkjunum á í fyrsta lagi ekki að gerast en gerir það kannski að verkum að það verði smá breyting í kvennaknattspyrnunni,“ sagði Gunnhildur. Hér fyrir neðan má sjá alla fréttina.
Besta deild kvenna Bandaríski fótboltinn Stjarnan Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira