Vinir og fangar gefa skýrslu fyrir dómi í stóra kókaínmálinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. febrúar 2023 13:37 Frá upphafi aðalmeðferðar í málinu þann 19. janúar síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu er framhaldið í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fyrir dóminn koma vinir ákærðu í málinu, sumir sem von er á í dómsal en önnur sem afplána dóma í fangelsinu á Litla-Hrauni. Málið fjallar í grófum dráttum um fjóra íslenska karlmenn og tilraun þeirra til að smygla gríðarlegu magni af kókaíni til landsins. Efnin komu frá Brasilíu, voru gerð upptæk í Rotterdam og skipt út fyrir gerviefni. Karlmennirnir voru handteknir hér á landi og er þáttur þeirra í málinu ólíkur. Mörgum spurningum er ósvarað. Héraðsdómur hefur minnt fjölmiðla á að bannað sé að fjalla um það sem fram kemur við aðalmeðferð málsins þar til skýrslutökum yfir öllum aðilum er lokið. Aðalmeðferðin hófst þann 19. janúar og enn sér ekki fyrir endann á því að aðalmeðferðinni ljúki. Jóhannes Páll Durr og Birgir Pálsson er á meðal fjögurra ákærðu. Þeir eru mættir í dómsal til að fylgjast með gangi mála við aðalmeðferðina. Meðal vitna í dag eru vinir þeirra Birgis og Jóhanness og sömuleiðis fangi á Litla-Hrauni sem gefa mun skýrslu í gegnum fjarfundarbúnað. Skýrslutökur hófust í dag klukkan 13 og eru fulltrúar nokkurra fjölmiðla á svæðinu. Dómari í málinu sagðist við upphaf þinghalds gera ráð fyrir því að skýrslutökur í dag stæðu yfir til um klukkan fjögur. Enn hefur ekki tekist að taka skýrslur af hollenskum tollvörðum í málinu. Því er alls óvíst hvenær almenningur mun fá fréttir af því sem fram kemur í dómsal. Málið er fyrir margra hluta athyglisvert og snýst um innflutning á um hundrað kílóum af kókaíni. Fjölmiðlar hafa þó greint frá afstöðu Páls Jónssonar, timbursala á sjötusaldri, og Daða Björnssonar, þrítugs Reykvíkings, í málinu. Vinur Daða er einnig meðal þeirra sem koma fyrir dóminn í dag. Afstaða Páls og Daða kom að stórum hluta fram í greinargerð sem verjendur þeirra skiluðu til dómstólsins. Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Málið fjallar í grófum dráttum um fjóra íslenska karlmenn og tilraun þeirra til að smygla gríðarlegu magni af kókaíni til landsins. Efnin komu frá Brasilíu, voru gerð upptæk í Rotterdam og skipt út fyrir gerviefni. Karlmennirnir voru handteknir hér á landi og er þáttur þeirra í málinu ólíkur. Mörgum spurningum er ósvarað. Héraðsdómur hefur minnt fjölmiðla á að bannað sé að fjalla um það sem fram kemur við aðalmeðferð málsins þar til skýrslutökum yfir öllum aðilum er lokið. Aðalmeðferðin hófst þann 19. janúar og enn sér ekki fyrir endann á því að aðalmeðferðinni ljúki. Jóhannes Páll Durr og Birgir Pálsson er á meðal fjögurra ákærðu. Þeir eru mættir í dómsal til að fylgjast með gangi mála við aðalmeðferðina. Meðal vitna í dag eru vinir þeirra Birgis og Jóhanness og sömuleiðis fangi á Litla-Hrauni sem gefa mun skýrslu í gegnum fjarfundarbúnað. Skýrslutökur hófust í dag klukkan 13 og eru fulltrúar nokkurra fjölmiðla á svæðinu. Dómari í málinu sagðist við upphaf þinghalds gera ráð fyrir því að skýrslutökur í dag stæðu yfir til um klukkan fjögur. Enn hefur ekki tekist að taka skýrslur af hollenskum tollvörðum í málinu. Því er alls óvíst hvenær almenningur mun fá fréttir af því sem fram kemur í dómsal. Málið er fyrir margra hluta athyglisvert og snýst um innflutning á um hundrað kílóum af kókaíni. Fjölmiðlar hafa þó greint frá afstöðu Páls Jónssonar, timbursala á sjötusaldri, og Daða Björnssonar, þrítugs Reykvíkings, í málinu. Vinur Daða er einnig meðal þeirra sem koma fyrir dóminn í dag. Afstaða Páls og Daða kom að stórum hluta fram í greinargerð sem verjendur þeirra skiluðu til dómstólsins.
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira