Matur

„Það má engin al­vöru matar­á­huga­manneskja missa af þessu“

Máni Snær Þorláksson skrifar
Meistarkokkurinn Siggi Hall, Inga Tinna Sigurðardóttir, eigandi og forstjóri Dineout og Óli Hall, framkvæmdastjóri Food & fun.
Meistarkokkurinn Siggi Hall, Inga Tinna Sigurðardóttir, eigandi og forstjóri Dineout og Óli Hall, framkvæmdastjóri Food & fun.

Síðastliðinn fimmtudag var formlega opnað fyrir bókanir á Food & fun hátíðina sem verður haldin fyrsta til fjórða mars næstkomandi. Verður þetta í tuttugasta skipti sem hátíðin er haldin en hún hefur legið í dvala síðustu tvö ár vegna Covid-19 faraldursins.

Þrettán alþjóðlegir gestakokkar taka þátt á hátíðinni í ár á jafnmörgum veitingastöðum. Veitingastaðirnir sem um ræðir eru: Apótekið, Brút, Duck and Rose, Eiríksson, Fiskmarkaðurinn, Fröken Reykjavík, Héðinn, Hnoss, La Primavera Harpan, Mathús Garðabæjar, Sumac, Tides og Tres Locos.

„Við erum ofboðslega spennt að geta loksins haldið okkar ástkæru matarhátíð Food & Fun eftir að hafa þurft að fresta henni í tvö skipti vegna veirunnar skæðu. Nú eru bjartari tímar og við komum með þarfa innspýtingu í íslenskt veitingalíf með flottari gestakokkum en nokkru sinni fyrr. 

Food & Fun er skemmtilegasti matarviðburður landsins og einstakur á heimsvísu, það má engin alvöru mataráhugamanneskja missa af þessu,“ segir meistarakokkurinn Siggi Hall en hann er einn af stofnendum hátíðarinnar

Meistarakokkurinn Siggi Hall.Aðsend

Siggi segir hátíðina hafa þróast með íslensku veitingalífi síðan hún var fyrst haldin árið 2020. Hátíðin hafi alltaf haft það að leiðarljósi að efla íslenska matarmenningu og kynna erlendum meistarakokkum fyrir því sem Ísland hefur upp á að bjóða.

Stolt af samstarfinu

Hátíðin í ár er haldin í samstarfi við bókunarvefsíðuna Dineout og geta áhugasöm bókað viðburði á hátíðinni á síðunni.

Inga Tinna Sigurðardóttir, eigandi og forstjóri Dineout, segist vera stolt af því að hafa fengið boð um samstarf við Food & fun:

„Okkar ástríða er að veita veitingastöðum sérhannaðar hugbúnaðarlausnir og því virkilega gaman að geta unnið með Food & Fun teyminu við undirbúning hátíðarinnar. Dineout teymið sérhannaði viðburðasíðu þar sem gestir geta skoðað hvað er í boði, hvar er laust borð (og það í rauntíma) og um leið bókað þann matarviðburð sem viðkomandi vill fara á.“

Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir frá því þegar opnað var fyrir bókanir á hátíðina:


Tengdar fréttir

„Ég fékk oft að heyra að þetta væri nú frekar bjartsýnt hjá mér“

„Ég hafði stofnað fyrirtækið Icelandic Coupons, sem er afsláttarapp fyrir ferðamenn og Íslendinga árið 2015. Í þeirri vegferð var ég mikið að funda á veitingahúsum landsins. Mér fannst ótrúlegt að sjá hvað voru margar aðferðir notaðar við að halda utan um borðabókanir. Sumir voru með stílabækur, aðrir voru að notast við Word í tölvum og enn aðrir við erlend bókunarforrit og svo framvegis,“ segir Inga Tinna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Dineout um aðdragandann að því að Dineout var stofnað.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.