Seðlabanki á hálum ís Jón Steindór Valdimarsson skrifar 24. febrúar 2023 14:30 Seðlabankinn er ekki öfundsverður þessi misserin. Verðbólga er mikil og þrálát. Vextir eru háir. Ríkisútgjöld eru ósjálfbær. Almenningur hagar ekki eyðslu sinni eins og best væri. Húsnæðismarkaðurinn hefur verið þaninn. Skuldarar eru að færa húsnæðislánin sín yfir í verðtryggð lán. Tími lágra vaxta og lágrar verðbólgu horfinn sjónum. Gengi krónunnar hagar sér ekki rétt þrátt fyrir inngrip Seðlabankans og spár bankans um gengi og verðbólgu hafa ekki gengið eftir. Til þess að bæta gráu ofan á svart er vaxandi umræða um að betra væri fyrir okkur öll að hætta að vera með sjálfstæðan gjaldmiðil og taka þess í stað upp evru. Vandratað er meðalhófið Það getur verið vandratað að haga máli sínu þannig að ekki sé stigið út fyrir þann ramma sem Seðlabankanum er settur og falla í þá freistni að stíga inn á svið stjórnmálanna, siða fólk aðeins til og jafnvel gæta ekki hlutlægni eða hófsemi í málflutningi sínum. Dæmi um þetta er þegar seðlabankastjórinn sagði á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að það væri nokkuð ljóst að ef Ísland væri með evruna þá væri verðbólga miklu hærri en raun ber vitni og benti á því til sönnunar að mörg smærri Evrópulönd, eins og baltnesku löndin, væru með 20 prósenta verðbólgu eða meira. Hér er seðlabankastjóri á hálum ís þegar hann rökstyður mál sitt með hálfsannleik til þess gera lítið úr umræðu um kosti sem gætu fylgt evrunni fyrir Ísland. Það er vissulega rétt að í þessum löndum er mikil verðbólga, en það á sér skýringar sem má að stórum hluta rekja til innrásar Rússa í Úkraínu og því ansi mikil einföldun að skella skuldinni allri á evruna. Hin hliðin á peningnum Hinu sleppir seðlabankastjórinn, og það er ámælisvert, að nefna að smærri ríki á borð við Möltu, Kýpur og Lúxemborg eru með muni minni verðbólgu en við og mun lægri vexti. Þá er verðbólga líka lægri á Spáni, Þýskalandi, Frakklandi, Portúgal, Belgíu, Hollandi, Grikklandi, Finnlandi og Slóveníu. Þar eru líku mun lægri vextir. Öll eiga þessi lönd það sameiginlegt að hafa evruna sem gjaldmiðil. Það virðist hins vegar ekki henta málflutningi og rökstuðningi seðlabankastjórans fyrir því að Ísland ætti ekki að taka upp evru. Önnur þróun Evran er ekki töfralausn og þau ríki sem hana hafa verða að ástunda góða hagstjórn. En auðvitað hníga rök til þess að þróunin hér á landi undanfarin ár hefði verið önnur ef Ísland hefði verið með evru. Við hefðum þurft að sýna meiri aga í hagstjórn, það blasir við. Seðlabankinn hefði ekki getað prentað eins mikið af peningum í COVID og hann gerði og þar með ekki getað kynt undir fasteignabóluna sem við höfum sopið seyðið af. Þá hefði halli ríkissjóðs ekki getað orðið eins mikill og raun ber vitni. Að þessu gefnu hefði verðbólga aldrei orðið eins mikil og hún hefur orðið, vextir ekki eins háir, og átökin á vinnumarkaði þar með varla eins hörð. Króna vegna krónu Færa má mjög sterk rök fyrir því að með krónunni þurfum við háa vexti. Að minnsta kosti kennir sagan okkur það. Ólíklegt er að með evru hefðu þau efnahagslegu skilyrði sem hér hafa verið rakin getað skapast. Eiginlega má draga helstu rökin fyrir því að hafa krónu saman þannig að við þurfum krónu vegna þess að við erum með krónu! Það er auðvitað hringskýring og rökleysa. Þau ykkar sem viljið þjóðaratkvæði um framhald aðildarviðræðna við ESB eru hvött til þess að ganga til liðs við okkur í Evrópuhreyfingunni og skrá sig á www.evropa.is. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Evrópusambandið Íslenska krónan Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Seðlabankinn er ekki öfundsverður þessi misserin. Verðbólga er mikil og þrálát. Vextir eru háir. Ríkisútgjöld eru ósjálfbær. Almenningur hagar ekki eyðslu sinni eins og best væri. Húsnæðismarkaðurinn hefur verið þaninn. Skuldarar eru að færa húsnæðislánin sín yfir í verðtryggð lán. Tími lágra vaxta og lágrar verðbólgu horfinn sjónum. Gengi krónunnar hagar sér ekki rétt þrátt fyrir inngrip Seðlabankans og spár bankans um gengi og verðbólgu hafa ekki gengið eftir. Til þess að bæta gráu ofan á svart er vaxandi umræða um að betra væri fyrir okkur öll að hætta að vera með sjálfstæðan gjaldmiðil og taka þess í stað upp evru. Vandratað er meðalhófið Það getur verið vandratað að haga máli sínu þannig að ekki sé stigið út fyrir þann ramma sem Seðlabankanum er settur og falla í þá freistni að stíga inn á svið stjórnmálanna, siða fólk aðeins til og jafnvel gæta ekki hlutlægni eða hófsemi í málflutningi sínum. Dæmi um þetta er þegar seðlabankastjórinn sagði á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að það væri nokkuð ljóst að ef Ísland væri með evruna þá væri verðbólga miklu hærri en raun ber vitni og benti á því til sönnunar að mörg smærri Evrópulönd, eins og baltnesku löndin, væru með 20 prósenta verðbólgu eða meira. Hér er seðlabankastjóri á hálum ís þegar hann rökstyður mál sitt með hálfsannleik til þess gera lítið úr umræðu um kosti sem gætu fylgt evrunni fyrir Ísland. Það er vissulega rétt að í þessum löndum er mikil verðbólga, en það á sér skýringar sem má að stórum hluta rekja til innrásar Rússa í Úkraínu og því ansi mikil einföldun að skella skuldinni allri á evruna. Hin hliðin á peningnum Hinu sleppir seðlabankastjórinn, og það er ámælisvert, að nefna að smærri ríki á borð við Möltu, Kýpur og Lúxemborg eru með muni minni verðbólgu en við og mun lægri vexti. Þá er verðbólga líka lægri á Spáni, Þýskalandi, Frakklandi, Portúgal, Belgíu, Hollandi, Grikklandi, Finnlandi og Slóveníu. Þar eru líku mun lægri vextir. Öll eiga þessi lönd það sameiginlegt að hafa evruna sem gjaldmiðil. Það virðist hins vegar ekki henta málflutningi og rökstuðningi seðlabankastjórans fyrir því að Ísland ætti ekki að taka upp evru. Önnur þróun Evran er ekki töfralausn og þau ríki sem hana hafa verða að ástunda góða hagstjórn. En auðvitað hníga rök til þess að þróunin hér á landi undanfarin ár hefði verið önnur ef Ísland hefði verið með evru. Við hefðum þurft að sýna meiri aga í hagstjórn, það blasir við. Seðlabankinn hefði ekki getað prentað eins mikið af peningum í COVID og hann gerði og þar með ekki getað kynt undir fasteignabóluna sem við höfum sopið seyðið af. Þá hefði halli ríkissjóðs ekki getað orðið eins mikill og raun ber vitni. Að þessu gefnu hefði verðbólga aldrei orðið eins mikil og hún hefur orðið, vextir ekki eins háir, og átökin á vinnumarkaði þar með varla eins hörð. Króna vegna krónu Færa má mjög sterk rök fyrir því að með krónunni þurfum við háa vexti. Að minnsta kosti kennir sagan okkur það. Ólíklegt er að með evru hefðu þau efnahagslegu skilyrði sem hér hafa verið rakin getað skapast. Eiginlega má draga helstu rökin fyrir því að hafa krónu saman þannig að við þurfum krónu vegna þess að við erum með krónu! Það er auðvitað hringskýring og rökleysa. Þau ykkar sem viljið þjóðaratkvæði um framhald aðildarviðræðna við ESB eru hvött til þess að ganga til liðs við okkur í Evrópuhreyfingunni og skrá sig á www.evropa.is. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun