Sprungin löggublaðra Steinbergur Finnbogason skrifar 3. mars 2023 18:00 Enda þótt þessi blaðra sem ég hef í huga hafi verið blásin upp í stærð sem var langt umfram burði sprakk hún ekki með neinum hvelli. Kannski vegna þess að hún var byrjuð að leka jafnvel áður en lögreglan reyndi með borðalögðum blaðamannafundi og alþjóðlegri skrautsýningu að láta líta út fyrir að um væri að ræða eitt stærsta fíkniefna- og peningaþvættismál Íslandssögunnar. Önnur sakarefni tengdust meðal annars meintum fjársvikum, vopnalagabrotum og brotum á lyfjalögum. Þessari viðamiklu lögreglurannsókn er nú lokið. Eftir margra ára þrotlaus rannsóknarstörf hefur málið verið látið niður falla. Engar ákærur, engar sakargiftir, engar sannanir um eitt né neitt. Eftir liggja samt í valnum helsærðir einstaklingar sem lögreglan gerði allt sitt til að klekkja á í góðu samstarfi við dómstól götunnar. Ég er að tala um hið svokallaða Euromarketmál. Einn sakborninganna var skjólstæðingur minn og ég mótmælti því margsinnis opinberlega hvernig réttur hans var fótum troðinn, m.a. með löngu gæsluvarðhaldi og ásökunum sem allan tímann blasti við að væru gjörsamlega tilhæfulausar. Þegar málin á hendur honum hafa nú öll verið felld niður, og eins og venjulega án þess svo mikið sem að biðjast afsökunar á röngum sakargiftum lögreglunnar, blasir ekki einungis við stórfellt fjárhagslegt tjón heldur einnig ör á sálinni. Ég get ekki áfellst fjölmiðla sem mæta á blaðamannafund sem lögreglan boðar til og opna hann meira að segja almenningi í beinni útsendingu. Á slíkum fundum geta þeir sem sitja við háborðið, í þessu tilfelli ábúðarmikið fólk frá íslensku lögreglunni, pólsku lögreglunni, tollstjóra, Europol og Eurojust, hvorki meira né minna, látið móðan mása og meira að segja komið sjónarmiðum sínum á framfæri án nokkurrar gagnrýni. Kranablaðamennskan sem þessu skilar án athugasemda eða spurninga nærir svo þau sem njóta þess að fella dóma og hneykslast við sófaborðið heima fyrir eða með gífuryrðum á kaffistofunni í vinnunni. En hvað veldur svona skrautsýningum lögreglunnar? Vonandi er svarið ekki illgirni. Það er hins vegar áleitin spurning hvort ástæðurnar snúist um einhverskonar sýniþörf, vinsældaöflun eða jafnvel fjáröflun hjá vinveittari stjórnvöldum en ella. Þetta er því miður langt í frá í fyrsta eða eina skiptið sem lögreglan sniðgengur allar eðlilegar kröfur um hlutlægni í vinnubrögðum. Hún gleymir því aftur og aftur að henni er ekki ætlað að sakfella heldur rannsaka. Henni er ætlað að hafa það grundvallaratriði réttarríkisins hugfast að allir séu saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð. Þess vegna þarf hún sökum skýlausra krafna um fagmennsku að ganga hægt um gleðinnar dyr í rannsóknarstarfi sínu enda þótt einstaka misjafnlega breyskir lögreglumenn hafi ef til vill myndað sér einhverjar fyrirframskoðanir í viðfangsefnum sínum. Blaðran sprakk ekki með hvelli vegna þess að fæstir fjölmiðlar hafa haft áhuga á framhaldinu. Þetta var stór blaðra sem blásið var í hér um árið. Það að úr henni sé allur vindur er ekkert spennandi. Fjárhagslegt, andlegt og jafnvel líkamlegt tjón fjölmargra einstaklinga sem bornir voru röngum sökum skiptir heldur ekki máli. Stundargleði samfélagsins fyrir mörgum árum var spennandi í nokkra daga og er svo fallin í gleymskunnar dá. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Peningaþvætti í Euro Market Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Enda þótt þessi blaðra sem ég hef í huga hafi verið blásin upp í stærð sem var langt umfram burði sprakk hún ekki með neinum hvelli. Kannski vegna þess að hún var byrjuð að leka jafnvel áður en lögreglan reyndi með borðalögðum blaðamannafundi og alþjóðlegri skrautsýningu að láta líta út fyrir að um væri að ræða eitt stærsta fíkniefna- og peningaþvættismál Íslandssögunnar. Önnur sakarefni tengdust meðal annars meintum fjársvikum, vopnalagabrotum og brotum á lyfjalögum. Þessari viðamiklu lögreglurannsókn er nú lokið. Eftir margra ára þrotlaus rannsóknarstörf hefur málið verið látið niður falla. Engar ákærur, engar sakargiftir, engar sannanir um eitt né neitt. Eftir liggja samt í valnum helsærðir einstaklingar sem lögreglan gerði allt sitt til að klekkja á í góðu samstarfi við dómstól götunnar. Ég er að tala um hið svokallaða Euromarketmál. Einn sakborninganna var skjólstæðingur minn og ég mótmælti því margsinnis opinberlega hvernig réttur hans var fótum troðinn, m.a. með löngu gæsluvarðhaldi og ásökunum sem allan tímann blasti við að væru gjörsamlega tilhæfulausar. Þegar málin á hendur honum hafa nú öll verið felld niður, og eins og venjulega án þess svo mikið sem að biðjast afsökunar á röngum sakargiftum lögreglunnar, blasir ekki einungis við stórfellt fjárhagslegt tjón heldur einnig ör á sálinni. Ég get ekki áfellst fjölmiðla sem mæta á blaðamannafund sem lögreglan boðar til og opna hann meira að segja almenningi í beinni útsendingu. Á slíkum fundum geta þeir sem sitja við háborðið, í þessu tilfelli ábúðarmikið fólk frá íslensku lögreglunni, pólsku lögreglunni, tollstjóra, Europol og Eurojust, hvorki meira né minna, látið móðan mása og meira að segja komið sjónarmiðum sínum á framfæri án nokkurrar gagnrýni. Kranablaðamennskan sem þessu skilar án athugasemda eða spurninga nærir svo þau sem njóta þess að fella dóma og hneykslast við sófaborðið heima fyrir eða með gífuryrðum á kaffistofunni í vinnunni. En hvað veldur svona skrautsýningum lögreglunnar? Vonandi er svarið ekki illgirni. Það er hins vegar áleitin spurning hvort ástæðurnar snúist um einhverskonar sýniþörf, vinsældaöflun eða jafnvel fjáröflun hjá vinveittari stjórnvöldum en ella. Þetta er því miður langt í frá í fyrsta eða eina skiptið sem lögreglan sniðgengur allar eðlilegar kröfur um hlutlægni í vinnubrögðum. Hún gleymir því aftur og aftur að henni er ekki ætlað að sakfella heldur rannsaka. Henni er ætlað að hafa það grundvallaratriði réttarríkisins hugfast að allir séu saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð. Þess vegna þarf hún sökum skýlausra krafna um fagmennsku að ganga hægt um gleðinnar dyr í rannsóknarstarfi sínu enda þótt einstaka misjafnlega breyskir lögreglumenn hafi ef til vill myndað sér einhverjar fyrirframskoðanir í viðfangsefnum sínum. Blaðran sprakk ekki með hvelli vegna þess að fæstir fjölmiðlar hafa haft áhuga á framhaldinu. Þetta var stór blaðra sem blásið var í hér um árið. Það að úr henni sé allur vindur er ekkert spennandi. Fjárhagslegt, andlegt og jafnvel líkamlegt tjón fjölmargra einstaklinga sem bornir voru röngum sökum skiptir heldur ekki máli. Stundargleði samfélagsins fyrir mörgum árum var spennandi í nokkra daga og er svo fallin í gleymskunnar dá. Höfundur er lögmaður.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun