Fyrir hverja er í boði að mennta sig? Alexandra Ýr van Erven skrifar 20. mars 2023 13:30 Menntasjóður námsmanna er okkar mikilvægasta verkfæri til þess að stuðla að félagslegum hreyfanleika. Það mætti jafnvel ganga svo langt að segja að hann sé eitt af okkar miklvægustu jöfnunartólum. Menntasjóðurinn á að vera stuðningsnetið sem kemur stúdentum í gegnum háskólanám, stuðningsnet sem gerir þeim kleift að leggja stund á nám sitt og gefa að því loknu til baka til samfélagsins með nýtingu þeirrar reynslu og þekkingar sem aflað var í náminu. Þetta stuðningsnet er lykilforsenda þess að háskólanám sé aðgengilegt og hægt sé að ná fram jafnrétti allra til náms. Við vitum þó vel að stuðningsnetið okkar er löngu brostið. Framfærslulánin duga ekki til að standa straum af framfærslukostnaði, skólagjaldalán duga ekki fyrir öllum námsleiðum, vextir á námslánum hafa aldrei verið hærri, kerfið er ósveigjanlegt og stirt og svo mætti lengi telja. Því er ekki að furða að fjöldi lántaka hjá Menntasjóðnum hafi hríðfallið, en á síðustu 10 árum hefur lántökum fækkað um helming. Þegar nýtnin á stuðningsnetinu er orðin svona lítil þurfa stjórnvöld að fara að spyrja sig spurninga. Ekki einungis um það hvernig er hægt að búa betur um stúdenta heldur hvernig við getum tryggt betra aðgengi að háskólanámi. Eða á það ekki að vera í boði fyrir okkur öll að mennta sig? Ljóst er að vankantar námslánakerfisins hindra aðgengi að háskólanámi. Samkvæmt nýútgefinni skýrslu frá OECD hefur 41,9% ungs fólks á aldrinum 25-34 ára aflað sér háskólamenntunar á Íslandi, samanborið við 49% í Danmörku, 49,2% í Svíþjóð og 55% í Noregi. Samanburðurinn er sláandi og skýtur skökku við þá ímynd sem mörg okkar hafa af íslensku samfélagi. Í ljósi þess að töluvert færri ungmenni hafa menntað sig á Íslandi en á Norðurlöndum ættu stjórnvöld að leggja kapp á að greiða leiðina að háskólanámi. Hvernig náum við markmiði laganna? Í lögum um Menntasjóð námsmanna er kveðið á um að framfærslulán nægi hverjum nemanda til að standa straum af almennum framfærslukostnaði á Íslandi. Sú er þó ekki raunin og er það ein helsta ástæða þess að 71% háskólanema á Íslandi vinna með námi og er hlutfallið með því hæsta sem gerist í Evrópu. Þar af fullyrða 72% þeirra nema sem vinna með námi að án vinnunnar gætu þau ekki verið í námi. Vinnan er þó fljót að koma í bakið á stúdentum en frítekjumark námslána skerðir framfærslulánin og leiðir til þess að stúdentar þurfa að vinna enn meira með námi til þess að ná endum saman. Þetta er sannkallaður vítahringur. Þessi tilneydda atvinnuþátttaka er ennfremur illskiljanleg í ljósi þess að lög um Menntasjóð námsmanna áttu að skapa hvata fyrir nemendur að ljúka námi á tilsettum tíma með því að veita 30% niðurfellingu á höfuðstól námslána að námi loknu. Vegna lágrar framfærslu þurfa stúdentar þó að vinna með námi og eiga 25% stúdenta í erfiðleikum með að sinna náminu vegna mikillar vinnu. Því er ljóst að markmiðum sjóðsins verður ekki náð nema lántakar eigi kost á fullnægjandi framfærslu. Sjóðurinn þarf ekki að vera sjálfbær Einn afdrifaríkasti galli námslánakerfisins er þó sá að stjórnvöld hafa dregið þá metnaðarlausu línu að sjóðurinn eigi að vera sjálfbær. Þessi hugsunarháttur lýsir skammsýni í menntamálum og ber þess ekki merki að stjórnvöld líti á háskólanám og stúdenta sem fjárfestingu fyrir samfélagið allt. Fjárfesting í námi felur í sér ábata fyrir samfélagið allt og sem sakir standa virðist vera eins og stjórnvöld hafi gleymt því, enda endurspegla fjárframlög ríkisins þessa staðreynd ekki. Það sjónarmið stjórnvalda að sjóðurinn skuli vera sjálfbær er orsök margra vankanta. Til að mynda hamlandi ábyrgðarmannakerfis, að skólagjaldalán dugi ekki fyrir öllum námsleiðum, þess að vaxtaþakið er allt of hátt og svo framvegis og framvegis. Þættir sem eiga það sameiginlegt að hindra aðgengi að námi. Stjórnvöld eru í dauðafæri til þess að gera breytingar, því nú fer fram endurskoðun á lögum um Menntasjóð námsmanna. Þessi endurskoðun veitir gríðarlega mikilvægt tækifæri til að gera nauðsynlegar breytingar á fyrirkomulagi námslána hér á landi og ef stjórnvöldum er alvara um að ætla að tryggja jafnt aðgengi að háskólanámi verður að nýta hana til hins ítrasta. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Ýr van Erven Hagsmunir stúdenta Námslán Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Menntasjóður námsmanna er okkar mikilvægasta verkfæri til þess að stuðla að félagslegum hreyfanleika. Það mætti jafnvel ganga svo langt að segja að hann sé eitt af okkar miklvægustu jöfnunartólum. Menntasjóðurinn á að vera stuðningsnetið sem kemur stúdentum í gegnum háskólanám, stuðningsnet sem gerir þeim kleift að leggja stund á nám sitt og gefa að því loknu til baka til samfélagsins með nýtingu þeirrar reynslu og þekkingar sem aflað var í náminu. Þetta stuðningsnet er lykilforsenda þess að háskólanám sé aðgengilegt og hægt sé að ná fram jafnrétti allra til náms. Við vitum þó vel að stuðningsnetið okkar er löngu brostið. Framfærslulánin duga ekki til að standa straum af framfærslukostnaði, skólagjaldalán duga ekki fyrir öllum námsleiðum, vextir á námslánum hafa aldrei verið hærri, kerfið er ósveigjanlegt og stirt og svo mætti lengi telja. Því er ekki að furða að fjöldi lántaka hjá Menntasjóðnum hafi hríðfallið, en á síðustu 10 árum hefur lántökum fækkað um helming. Þegar nýtnin á stuðningsnetinu er orðin svona lítil þurfa stjórnvöld að fara að spyrja sig spurninga. Ekki einungis um það hvernig er hægt að búa betur um stúdenta heldur hvernig við getum tryggt betra aðgengi að háskólanámi. Eða á það ekki að vera í boði fyrir okkur öll að mennta sig? Ljóst er að vankantar námslánakerfisins hindra aðgengi að háskólanámi. Samkvæmt nýútgefinni skýrslu frá OECD hefur 41,9% ungs fólks á aldrinum 25-34 ára aflað sér háskólamenntunar á Íslandi, samanborið við 49% í Danmörku, 49,2% í Svíþjóð og 55% í Noregi. Samanburðurinn er sláandi og skýtur skökku við þá ímynd sem mörg okkar hafa af íslensku samfélagi. Í ljósi þess að töluvert færri ungmenni hafa menntað sig á Íslandi en á Norðurlöndum ættu stjórnvöld að leggja kapp á að greiða leiðina að háskólanámi. Hvernig náum við markmiði laganna? Í lögum um Menntasjóð námsmanna er kveðið á um að framfærslulán nægi hverjum nemanda til að standa straum af almennum framfærslukostnaði á Íslandi. Sú er þó ekki raunin og er það ein helsta ástæða þess að 71% háskólanema á Íslandi vinna með námi og er hlutfallið með því hæsta sem gerist í Evrópu. Þar af fullyrða 72% þeirra nema sem vinna með námi að án vinnunnar gætu þau ekki verið í námi. Vinnan er þó fljót að koma í bakið á stúdentum en frítekjumark námslána skerðir framfærslulánin og leiðir til þess að stúdentar þurfa að vinna enn meira með námi til þess að ná endum saman. Þetta er sannkallaður vítahringur. Þessi tilneydda atvinnuþátttaka er ennfremur illskiljanleg í ljósi þess að lög um Menntasjóð námsmanna áttu að skapa hvata fyrir nemendur að ljúka námi á tilsettum tíma með því að veita 30% niðurfellingu á höfuðstól námslána að námi loknu. Vegna lágrar framfærslu þurfa stúdentar þó að vinna með námi og eiga 25% stúdenta í erfiðleikum með að sinna náminu vegna mikillar vinnu. Því er ljóst að markmiðum sjóðsins verður ekki náð nema lántakar eigi kost á fullnægjandi framfærslu. Sjóðurinn þarf ekki að vera sjálfbær Einn afdrifaríkasti galli námslánakerfisins er þó sá að stjórnvöld hafa dregið þá metnaðarlausu línu að sjóðurinn eigi að vera sjálfbær. Þessi hugsunarháttur lýsir skammsýni í menntamálum og ber þess ekki merki að stjórnvöld líti á háskólanám og stúdenta sem fjárfestingu fyrir samfélagið allt. Fjárfesting í námi felur í sér ábata fyrir samfélagið allt og sem sakir standa virðist vera eins og stjórnvöld hafi gleymt því, enda endurspegla fjárframlög ríkisins þessa staðreynd ekki. Það sjónarmið stjórnvalda að sjóðurinn skuli vera sjálfbær er orsök margra vankanta. Til að mynda hamlandi ábyrgðarmannakerfis, að skólagjaldalán dugi ekki fyrir öllum námsleiðum, þess að vaxtaþakið er allt of hátt og svo framvegis og framvegis. Þættir sem eiga það sameiginlegt að hindra aðgengi að námi. Stjórnvöld eru í dauðafæri til þess að gera breytingar, því nú fer fram endurskoðun á lögum um Menntasjóð námsmanna. Þessi endurskoðun veitir gríðarlega mikilvægt tækifæri til að gera nauðsynlegar breytingar á fyrirkomulagi námslána hér á landi og ef stjórnvöldum er alvara um að ætla að tryggja jafnt aðgengi að háskólanámi verður að nýta hana til hins ítrasta. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun