Harma viðhorf í grein grunnskólakennara Máni Snær Þorláksson skrifar 15. apríl 2023 11:37 Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, skrifar yfirlýsingu þar sem sambandið harmar grein grunnskólakennara um málefni trans fólks. Vísir/Vilhelm Kennarasamband Íslands (KÍ) hefur birt yfirlýsingu vegna viðhorfa sem koma fram í skoðanagrein grunnskólakennara. Í greininni var því velt upp hvort Samtökin '78 gerist brotleg við barnaverndarlög. Formaður KÍ segir sambandið fullvisst um að íslenskir kennarar fari eftir jafnréttisáætlun sambandsins. „Við hörmum það viðhorf sem fram kemur í umræddri grein og erum þess fullviss að íslenskir kennarar fylgja jafnréttisáætlun okkar og vinna að hagsmunum allra barna og gegn hvers kyns fordómum,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, í yfirlýsingu sem var birt á vefsíðu sambandsins. Um er að ræða grein sem Helga Dögg Sverrisdóttir grunnskólakennari skrifar og birt var í Morgunblaðinu í gær. Í blaðinu var tekið fram að Helga ætti sæti í Vinnuumhverfisnefnd KÍ fyrir hönd grunnskólakennara. Í yfirlýsingu KÍ er tekið fram að hún eigi ekki lengur sæti í nefndinni þar sem breytingar urðu á fulltrúum á síðasta þingi sambandsins. Í yfirskrift greinarinnar spyr Helga hvort Samtökin '78 gerist brotleg við 99. grein barnaverndarlaga með fræðslu fyrir börn um málefni trans fólks. Hún segir að ef foreldri hafi orðið vart við fræðslu sem brýtur í bága við greinina eigi það „umsvifalaust að kvarta til stjórnenda“ og sé vilji til að ganga lengra þá sé hægt að kæra. 99. grein barnaverndarlaga má sjá hér fyrir neðan. Hver sem beitir barn andlegum eða líkamlegum refsingum, hótunum eða ógnunum eða sýnir af sér aðra vanvirðandi háttsemi gagnvart barni skal sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Hver sá sem hvetur barn til lögbrota, áfengis- eða fíkniefnaneyslu eða annarrar hegðunar sem stefnir heilsu barnsins og þroska eða lífi og heilsu annarra í alvarlega hættu skal sæta sektum eða fangelsi allt að fjórum árum. Hver sem sýnir barni yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, særir það eða móðgar skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Samtökin séu öflugir liðsmenn í baráttunni Í yfirlýsingu KÍ er vakin athygli á jafnréttisáætlun sem samþykkt var á þingi KÍ í nóvember síðastliðnum. Þar komi skýrt fram að mismunun sé ekki liðin: „Hvers kyns mismunun á grundvelli kyns, kynþáttar, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna, kyntjáningar, aldurs, fötlunar, skertrar starfsgetu, heilsufars, þjóðernis, litarháttar, uppruna, trúarbragða, skoðana, menningar eða stöðu að öðru leyti, sem lítilsvirðir eða misbýður einstaklingi eða hópi sem fyrir henni verði, sé ekki liðin. Hvort sem um er að ræða beina eða óbeina mismunun.“ Þá er bent á að á skólamálaþingi sambandsins í október síðastliðnum hafi verið lögð áhersla á hinsegin málefni. „Meðal annars með aðkomu Samtakanna '78 enda mikilvægt að íslenskir kennarar fái öfluga fræðslu um það hvernig við getum bætt líðan hinsegin ungmenna,“ segir í yfirlýsingunni. „Samtökin '78 hafa um langt skeið verið samstarfsaðili skóla þegar kemur að vinnu gegn hvers kyns mismunun barna og ungmenna. Við hörmum það viðhorf sem fram kemur í umræddri grein og erum þess fullviss að íslenskir kennarar fylgja jafnréttisáætlun okkar og vinna að hagsmunum allra barna og gegn hvers kyns fordómum. Þar eru fulltrúar Samtakanna '78 öflugir liðsmenn í baráttunni, íslenskum ungmennum til heilla.“ Skóla - og menntamál Jafnréttismál Málefni trans fólks Grunnskólar Hinsegin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
„Við hörmum það viðhorf sem fram kemur í umræddri grein og erum þess fullviss að íslenskir kennarar fylgja jafnréttisáætlun okkar og vinna að hagsmunum allra barna og gegn hvers kyns fordómum,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, í yfirlýsingu sem var birt á vefsíðu sambandsins. Um er að ræða grein sem Helga Dögg Sverrisdóttir grunnskólakennari skrifar og birt var í Morgunblaðinu í gær. Í blaðinu var tekið fram að Helga ætti sæti í Vinnuumhverfisnefnd KÍ fyrir hönd grunnskólakennara. Í yfirlýsingu KÍ er tekið fram að hún eigi ekki lengur sæti í nefndinni þar sem breytingar urðu á fulltrúum á síðasta þingi sambandsins. Í yfirskrift greinarinnar spyr Helga hvort Samtökin '78 gerist brotleg við 99. grein barnaverndarlaga með fræðslu fyrir börn um málefni trans fólks. Hún segir að ef foreldri hafi orðið vart við fræðslu sem brýtur í bága við greinina eigi það „umsvifalaust að kvarta til stjórnenda“ og sé vilji til að ganga lengra þá sé hægt að kæra. 99. grein barnaverndarlaga má sjá hér fyrir neðan. Hver sem beitir barn andlegum eða líkamlegum refsingum, hótunum eða ógnunum eða sýnir af sér aðra vanvirðandi háttsemi gagnvart barni skal sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Hver sá sem hvetur barn til lögbrota, áfengis- eða fíkniefnaneyslu eða annarrar hegðunar sem stefnir heilsu barnsins og þroska eða lífi og heilsu annarra í alvarlega hættu skal sæta sektum eða fangelsi allt að fjórum árum. Hver sem sýnir barni yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, særir það eða móðgar skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Samtökin séu öflugir liðsmenn í baráttunni Í yfirlýsingu KÍ er vakin athygli á jafnréttisáætlun sem samþykkt var á þingi KÍ í nóvember síðastliðnum. Þar komi skýrt fram að mismunun sé ekki liðin: „Hvers kyns mismunun á grundvelli kyns, kynþáttar, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna, kyntjáningar, aldurs, fötlunar, skertrar starfsgetu, heilsufars, þjóðernis, litarháttar, uppruna, trúarbragða, skoðana, menningar eða stöðu að öðru leyti, sem lítilsvirðir eða misbýður einstaklingi eða hópi sem fyrir henni verði, sé ekki liðin. Hvort sem um er að ræða beina eða óbeina mismunun.“ Þá er bent á að á skólamálaþingi sambandsins í október síðastliðnum hafi verið lögð áhersla á hinsegin málefni. „Meðal annars með aðkomu Samtakanna '78 enda mikilvægt að íslenskir kennarar fái öfluga fræðslu um það hvernig við getum bætt líðan hinsegin ungmenna,“ segir í yfirlýsingunni. „Samtökin '78 hafa um langt skeið verið samstarfsaðili skóla þegar kemur að vinnu gegn hvers kyns mismunun barna og ungmenna. Við hörmum það viðhorf sem fram kemur í umræddri grein og erum þess fullviss að íslenskir kennarar fylgja jafnréttisáætlun okkar og vinna að hagsmunum allra barna og gegn hvers kyns fordómum. Þar eru fulltrúar Samtakanna '78 öflugir liðsmenn í baráttunni, íslenskum ungmennum til heilla.“
Hver sem beitir barn andlegum eða líkamlegum refsingum, hótunum eða ógnunum eða sýnir af sér aðra vanvirðandi háttsemi gagnvart barni skal sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Hver sá sem hvetur barn til lögbrota, áfengis- eða fíkniefnaneyslu eða annarrar hegðunar sem stefnir heilsu barnsins og þroska eða lífi og heilsu annarra í alvarlega hættu skal sæta sektum eða fangelsi allt að fjórum árum. Hver sem sýnir barni yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, særir það eða móðgar skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.
Skóla - og menntamál Jafnréttismál Málefni trans fólks Grunnskólar Hinsegin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira