Treystir Vilhjálmi ekki til embættis varaforseta ASÍ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. apríl 2023 13:42 Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, eru ósammála um hversu góður samningurinn er í raun. Vísir/Samsett Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist ekki treysta Vilhjálmi Birgissyni, formanni Starfsgreinasambandsins (SGS), fyrir embætti varaforseta Alþýðusambandsins. Ákveði félagsmenn Eflingar að segja sig úr SGS standi eftir sjálfstæð aðild félagsins að ASÍ, þvert á fullyrðingar Vilhjálms. Framhaldsþing Alþýðusambands Íslands hefst á fimmtudag en upphaflegu þingi var frestað í skugga deilna í október. Upplausn varð á þinginu þegar Sólveig Anna og Vilhjálmur auk Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, drógu framboð til miðstjórnar ASÍ til baka og gengu út. Síðan þá hafa Sólveig Anna og Vilhjálmur snúist gegn hvor öðru. Formaður Eflingar var afar ósátt við að Vilhjálmur hefði undirritað kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins í vetur en Efling kaus að standa eitt í kjarasamningsviðræðunum. Þau hafa ítrekað skotið hvort á annað opinberlega síðan. Trúnaðarráð og stjórn Eflingar samþykkti fyrr í þessum mánuði að boða til félagsfundar til þess að ræða tillögu um úrsögn í SGS. Sólveig Anna hélt því fram að það tengdist ekki óeiningu innan verkalýðshreyfingarinnar. Efling gæti haldið sjálfstæðri aðild að ASÍ eftir úrsögn úr SGS. Atkvæðagreiðsla um tillöguna fer fram á félagsfundi Eflingar á mánudagskvöld. Verði tillagan samþykkt þarf meirihluti að samþykkja úrsögnina í allsherjaratkvæðagreiðslu. Sækist ekki sjálf eftir embætti hjá ASÍ Morgunblaðið greinir frá því í dag að Efling hafi ekki tekið þátt í uppstillingu á lista frambjóðenda hjá SGS vegna framhaldsþings ASÍ og ekki skilað inn neinum tilnefningum fyrir hönd félagsins. Vilhjálmur sé tilbúinn að taka að sér embætti eins varaforseta ASÍ. Í samtali við Vísi útilokar Sólveig Anna að hún ætli sjálf að falast eftir embættum hjá ASÍ. „Nei. Forysta Eflingar mun koma þarna inn til þess að fylgjast raunverulega með því hvernig þessu fram vindur. Svo það sé alveg skýrt þá er ég ekki að fara að sækjast eftir neinum embættum á vettvangi Alþýðusambandsins,“ segir hún. Spurð hvort hún treysti Vilhjálmi til að gegna stöðu varaforseta ASÍ segir Sólveig: „Það geri ég svo sannarlega ekki.“ Sakar Vilhjálm um „gaspur“ um stöðu Eflingar Sólveig Anna gagnrýnir harðlega málflutning Vilhjálms um hvernig fari fyrir aðild Eflingar að ASÍ ef félagið segir sig úr SGS. Efling hafi leitað álits Magnúsar M. Norðdahl, sérfræðings í vinnumarkaðsmálum, vegna málsins. Magnús telji að þrátt fyrir mögulega úrsögn Eflingar úr SGS standi eftir aðild félagsins að ASÍ „Það álit er í algjöru samræmi við það álit sem Efling hefur fengið áður hjá lögmanni. Við vorum búin að skoða þetta mál mjög ítarlega, enda förum við ekki fram gasprandi, ólíkt Vilhjálmi Birgissyni.“ Vilhjálmur hafi haldið þveröfugu fram. „Hann hélt því fram eins og ekkert væri og það er kolrangt,“ segir Sólveig Anna. „Maður hefði getað ímyndað sér að maður sem hefur einmitt sóst eftir þessum háu embættum hefði getað haft fyrir því að leita sér upplýsinga áður en hann óð fram í fjölmiðlum, en svo var því miður ekki.“ Stéttarfélög ASÍ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Framhaldsþing Alþýðusambands Íslands hefst á fimmtudag en upphaflegu þingi var frestað í skugga deilna í október. Upplausn varð á þinginu þegar Sólveig Anna og Vilhjálmur auk Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, drógu framboð til miðstjórnar ASÍ til baka og gengu út. Síðan þá hafa Sólveig Anna og Vilhjálmur snúist gegn hvor öðru. Formaður Eflingar var afar ósátt við að Vilhjálmur hefði undirritað kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins í vetur en Efling kaus að standa eitt í kjarasamningsviðræðunum. Þau hafa ítrekað skotið hvort á annað opinberlega síðan. Trúnaðarráð og stjórn Eflingar samþykkti fyrr í þessum mánuði að boða til félagsfundar til þess að ræða tillögu um úrsögn í SGS. Sólveig Anna hélt því fram að það tengdist ekki óeiningu innan verkalýðshreyfingarinnar. Efling gæti haldið sjálfstæðri aðild að ASÍ eftir úrsögn úr SGS. Atkvæðagreiðsla um tillöguna fer fram á félagsfundi Eflingar á mánudagskvöld. Verði tillagan samþykkt þarf meirihluti að samþykkja úrsögnina í allsherjaratkvæðagreiðslu. Sækist ekki sjálf eftir embætti hjá ASÍ Morgunblaðið greinir frá því í dag að Efling hafi ekki tekið þátt í uppstillingu á lista frambjóðenda hjá SGS vegna framhaldsþings ASÍ og ekki skilað inn neinum tilnefningum fyrir hönd félagsins. Vilhjálmur sé tilbúinn að taka að sér embætti eins varaforseta ASÍ. Í samtali við Vísi útilokar Sólveig Anna að hún ætli sjálf að falast eftir embættum hjá ASÍ. „Nei. Forysta Eflingar mun koma þarna inn til þess að fylgjast raunverulega með því hvernig þessu fram vindur. Svo það sé alveg skýrt þá er ég ekki að fara að sækjast eftir neinum embættum á vettvangi Alþýðusambandsins,“ segir hún. Spurð hvort hún treysti Vilhjálmi til að gegna stöðu varaforseta ASÍ segir Sólveig: „Það geri ég svo sannarlega ekki.“ Sakar Vilhjálm um „gaspur“ um stöðu Eflingar Sólveig Anna gagnrýnir harðlega málflutning Vilhjálms um hvernig fari fyrir aðild Eflingar að ASÍ ef félagið segir sig úr SGS. Efling hafi leitað álits Magnúsar M. Norðdahl, sérfræðings í vinnumarkaðsmálum, vegna málsins. Magnús telji að þrátt fyrir mögulega úrsögn Eflingar úr SGS standi eftir aðild félagsins að ASÍ „Það álit er í algjöru samræmi við það álit sem Efling hefur fengið áður hjá lögmanni. Við vorum búin að skoða þetta mál mjög ítarlega, enda förum við ekki fram gasprandi, ólíkt Vilhjálmi Birgissyni.“ Vilhjálmur hafi haldið þveröfugu fram. „Hann hélt því fram eins og ekkert væri og það er kolrangt,“ segir Sólveig Anna. „Maður hefði getað ímyndað sér að maður sem hefur einmitt sóst eftir þessum háu embættum hefði getað haft fyrir því að leita sér upplýsinga áður en hann óð fram í fjölmiðlum, en svo var því miður ekki.“
Stéttarfélög ASÍ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira