„Kannski þarf hreyfingin að fara í naflaskoðun“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. apríl 2023 07:00 Ásgeir Örn þjálfar Hauka í dag. Vísir/Diego „Mér finnst þetta búið að taka alltof langan tíma í fyrsta lagi,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta sem nú þjálfar Hauka í Olís deild karla, um leit Handknattleikssambands Íslands að nýjum þjálfara fyrir karlalandsliðið. Guðmundur Guðmundsson hætti sem landsliðsþjálfari Íslands þann 21. febrúar síðastliðinn. Liðnir eru tæpir tveir mánuðir og ekkert bólar á nýjum landsliðsþjálfara. „Mér finnst eins og þessi ákvörðun um að láta Guðmund fara hafi ekki verið nægilega ígrunduð. Ég fór ekkert í grafgötur með það, mér leist best á að fá Snorra Stein Guðjónsson og Dag Sigurðsson. Ef þeir væru til í þetta saman þá fannst mér það algjör negla. Það þurfa ekkert allir að vera sammála mér en að fá einn okkar besta þjálfara og einn okkar efnilegasta til að þjálfa þetta saman, ég sá það ekki klikka.“ Dagur hefur opinberað að hann hafi tekið samtalið við HSÍ, ef samtal skildi kalla. „Eins og Dagur lýsir þessu þá lítur þetta ekki vel út. Að sama skapi sakna ég þess að HSÍ skýri frá sinni hlið á þessu máli. Það er klárlega einhver hlið á þessu frá þeim líka. Við höfum ekkert heyrt og maður hefur ekkert séð. Veit alveg - þó ég sé ekki alltaf sammála öllu sem gerist hjá HSÍ - að þetta eru menn sem vinna af heilindum en mér finnst þetta ekki koma vel út.“ „Það geta verið mjög góðar og gildar ástæður fyrir því að það gekk ekki upp, það verður þá bara að koma fram. Menn verða að vera faglegir í sinni nálgun, tala við menn og útskýra málin eins og þau eru, það kostar ekki neina peninga.“ Klippa: Ásgeir Örn: Kannski þarf hreyfingin að fara í naflaskoðun Framundan er ársþing HSÍ og útlit fyrir að það verði sjálfkjörið í öll stjórnarembætti og formann. Er það neikvætt? „Það sýnir að hreyfingin er annað hvort er sama eða ánægð með störfin. Þegar það kemur ekki mótframboð þá er ekki hægt að segja neitt. Kannski þarf hreyfingin að fara í naflaskoðun, menn geta ekki verið að kvarta á lyklaborðinu eða kvartað hér og þar en ekki verið tilbúnir að leggja vinnuna á sig. Láta verkin tala, það er bara þannig,“ sagði Ásgeir Örn að lokum. Handbolti Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson hætti sem landsliðsþjálfari Íslands þann 21. febrúar síðastliðinn. Liðnir eru tæpir tveir mánuðir og ekkert bólar á nýjum landsliðsþjálfara. „Mér finnst eins og þessi ákvörðun um að láta Guðmund fara hafi ekki verið nægilega ígrunduð. Ég fór ekkert í grafgötur með það, mér leist best á að fá Snorra Stein Guðjónsson og Dag Sigurðsson. Ef þeir væru til í þetta saman þá fannst mér það algjör negla. Það þurfa ekkert allir að vera sammála mér en að fá einn okkar besta þjálfara og einn okkar efnilegasta til að þjálfa þetta saman, ég sá það ekki klikka.“ Dagur hefur opinberað að hann hafi tekið samtalið við HSÍ, ef samtal skildi kalla. „Eins og Dagur lýsir þessu þá lítur þetta ekki vel út. Að sama skapi sakna ég þess að HSÍ skýri frá sinni hlið á þessu máli. Það er klárlega einhver hlið á þessu frá þeim líka. Við höfum ekkert heyrt og maður hefur ekkert séð. Veit alveg - þó ég sé ekki alltaf sammála öllu sem gerist hjá HSÍ - að þetta eru menn sem vinna af heilindum en mér finnst þetta ekki koma vel út.“ „Það geta verið mjög góðar og gildar ástæður fyrir því að það gekk ekki upp, það verður þá bara að koma fram. Menn verða að vera faglegir í sinni nálgun, tala við menn og útskýra málin eins og þau eru, það kostar ekki neina peninga.“ Klippa: Ásgeir Örn: Kannski þarf hreyfingin að fara í naflaskoðun Framundan er ársþing HSÍ og útlit fyrir að það verði sjálfkjörið í öll stjórnarembætti og formann. Er það neikvætt? „Það sýnir að hreyfingin er annað hvort er sama eða ánægð með störfin. Þegar það kemur ekki mótframboð þá er ekki hægt að segja neitt. Kannski þarf hreyfingin að fara í naflaskoðun, menn geta ekki verið að kvarta á lyklaborðinu eða kvartað hér og þar en ekki verið tilbúnir að leggja vinnuna á sig. Láta verkin tala, það er bara þannig,“ sagði Ásgeir Örn að lokum.
Handbolti Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira