Rétt að kjósa um Carbfix Davíð Arnar Stefánsson skrifar 28. apríl 2023 10:30 Á opnum kynningarfundi í Hafnarfirði í vikunni kynnti fyrirtækið Coda Terminal áform sín um að byggja móttöku- og förgunarmiðstöð fyrir koldíoxíð (CO2) á lóð ÍSAL í Straumsvík. Til stendur að farga allt að þremur milljónum tonna á ári af efninu sem verður flutt inn til landsins og dælt djúpt niður í jörðina þar sem það „steinrennur“ á tiltölulega stuttum tíma. Til þess að áætlanirnar geti orðið að veruleika þarf Hafnarfjarðarbær að gera skipulagsbreytingar á svæðinu sem fela í sér breytta landnotkun sem einnig voru kynntar á fundinum. Jafnframt þarf sveitarfélagið að ráðast í innviðauppbyggingu í tengslum við hana og munar þar mestu um hafnarmannvirki og tilheyrandi byggingar. Gert er ráð fyrir að skipulagsbreytingarnar verði kynntar í sumar og samþykktar í haust og hafnargerðin hefjist þegar í framhaldinu. Jafnframt sé verið að kanna fjármögnunarkosti en kostnaður við mannvirkin er áætlaður 9 milljarðar. Umhverfismat er svo væntanlegt á fyrri hluta næsta árs. Athygli vakti að fram kom að samstaða væri um málið í bæjarstjórn. Það verður að teljast óvenjulegt og jafnvel óeðlilegt að ekki séu skiptar skoðanir um svo stórt og mikilvægt mál fyrir sveitarfélagið. Ekki síst þegar um þróunarverkefni er að ræða, mikilvægum spurningum ósvarað og umhverfismat liggur ekki fyrir. Það þýðir að á vettvangi bæjarstjórnar fer ekki fram opinber gagnrýnin umræða um hagræn-, samfélagsleg-, umhverfisleg-, og auðvitað siðferðileg álitamál sem tengjast verkefninu: Hvernig fjármagnar sveitarfélagið innviðauppbygginguna og hver er hagrænn ávinningur samfélagsins af fjárfestingunni? Hvaða áhrif hefur það fyrir samfélagið og byggðina í bænum ef jarðskjálftavirkni eykst vegna starfseminnar? Hver eru áhrif starfseminnar á náttúru- og umhverfi í Hafnarfirði: jarðmyndanir, lífríki, grunnvatn og grunnvatnsstöðu, mengunarhættu ofl.? Hvert er kolefnissporið af framkvæmdunum og starfseminni? Umræður um sjálfbæra landnýtingu og minni auðlindasóun sem eru leiðarstef í aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum. Svara þarf hvort Hafnarfjörður sé rétti staðurinn til farga innfluttri iðnaðarmengun. Þegar bæjarstjórn getur ekki fjallað um jafn stórt mál með eðlilegum hætti er rétt að vísa því í íbúkosningu til að tryggja lýðræðislega niðurstöðu um framgang þess. Þetta eru jú óafturkræfar og fordæmalausar framkvæmdir í mikilli nálægð við íbúabyggð. Höfundur er oddviti VG í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Vinstri græn Davíð Arnar Stefánsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Á opnum kynningarfundi í Hafnarfirði í vikunni kynnti fyrirtækið Coda Terminal áform sín um að byggja móttöku- og förgunarmiðstöð fyrir koldíoxíð (CO2) á lóð ÍSAL í Straumsvík. Til stendur að farga allt að þremur milljónum tonna á ári af efninu sem verður flutt inn til landsins og dælt djúpt niður í jörðina þar sem það „steinrennur“ á tiltölulega stuttum tíma. Til þess að áætlanirnar geti orðið að veruleika þarf Hafnarfjarðarbær að gera skipulagsbreytingar á svæðinu sem fela í sér breytta landnotkun sem einnig voru kynntar á fundinum. Jafnframt þarf sveitarfélagið að ráðast í innviðauppbyggingu í tengslum við hana og munar þar mestu um hafnarmannvirki og tilheyrandi byggingar. Gert er ráð fyrir að skipulagsbreytingarnar verði kynntar í sumar og samþykktar í haust og hafnargerðin hefjist þegar í framhaldinu. Jafnframt sé verið að kanna fjármögnunarkosti en kostnaður við mannvirkin er áætlaður 9 milljarðar. Umhverfismat er svo væntanlegt á fyrri hluta næsta árs. Athygli vakti að fram kom að samstaða væri um málið í bæjarstjórn. Það verður að teljast óvenjulegt og jafnvel óeðlilegt að ekki séu skiptar skoðanir um svo stórt og mikilvægt mál fyrir sveitarfélagið. Ekki síst þegar um þróunarverkefni er að ræða, mikilvægum spurningum ósvarað og umhverfismat liggur ekki fyrir. Það þýðir að á vettvangi bæjarstjórnar fer ekki fram opinber gagnrýnin umræða um hagræn-, samfélagsleg-, umhverfisleg-, og auðvitað siðferðileg álitamál sem tengjast verkefninu: Hvernig fjármagnar sveitarfélagið innviðauppbygginguna og hver er hagrænn ávinningur samfélagsins af fjárfestingunni? Hvaða áhrif hefur það fyrir samfélagið og byggðina í bænum ef jarðskjálftavirkni eykst vegna starfseminnar? Hver eru áhrif starfseminnar á náttúru- og umhverfi í Hafnarfirði: jarðmyndanir, lífríki, grunnvatn og grunnvatnsstöðu, mengunarhættu ofl.? Hvert er kolefnissporið af framkvæmdunum og starfseminni? Umræður um sjálfbæra landnýtingu og minni auðlindasóun sem eru leiðarstef í aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum. Svara þarf hvort Hafnarfjörður sé rétti staðurinn til farga innfluttri iðnaðarmengun. Þegar bæjarstjórn getur ekki fjallað um jafn stórt mál með eðlilegum hætti er rétt að vísa því í íbúkosningu til að tryggja lýðræðislega niðurstöðu um framgang þess. Þetta eru jú óafturkræfar og fordæmalausar framkvæmdir í mikilli nálægð við íbúabyggð. Höfundur er oddviti VG í Hafnarfirði.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun