Endaði fárveikur eftir að hafa andað að sér ógeði í langan tíma Íris Hauksdóttir skrifar 4. maí 2023 12:01 Hjörtur Jóhann Jónsson og Brynja Björnsdóttir lögðu á sig miklar fórnir til að gera brúðkaupsdaginn sem bestan. aðsend Listahjónin Hjörtur Jóhann Jónsson og Brynja Björnsdóttir voru fyrir löngu búin að ákveða að eyða ævinni saman þó þau hafi ekki látið pússa sig saman fyrr en síðasta sumar. Hugmyndin að brúðkaupinu hljómaði rómantísk og átti að vera áreynslulaust verkefni en reyndist svo þrautinni þyngri þegar til kastanna kom. Hjörtur og Brynja eru nýjustu viðmælendur Ása í Hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn. Þar segja þau skemmtilegar sögur úr sinni sambandstíð en hjónin kynntust fyrst í Nemendaleikhúsinu. Síðan eru liðin 13 ár en þau eiga saman tvö börn. Brúðkaupið, sem fór fram síðastliðið sumar var því að þeirra sögn ætlað sem gott partý enda voru þau fyrir löngu búin að ákveða að ætla að eyða ævinni saman. „Eina reglan sem við settum okkur var að þetta yrði að vera gaman. Þó ekki „þvingað fjör“ en gaman engu að síður,“ segir Brynja en brúðkaupið var haldið í hlöðu fyrir vestan. Hugmynd sem hljómaði rómantísk og áreynslulaus en reyndist þrautinni þyngri þegar til kastanna kom. „Árið í fyrra fór nánast allt í undirbúning fyrir stóra daginn. Það reyndist gríðarleg vinna að halda sveitabrúðkaup í hlöðu. Bara það að fjarlægja tugi ára gamalt hey burt, svokallað stálhey eins og sveitungar kalla það, sem er svo fast saman að það þarf liggur við að rífa hvert og eitt í stöku lagi.“ Listahjónin Hjörtur Jóhann Jónsson og Brynja Björnsdóttir eru nýjustu viðmælendur Ása í hlaðvarpsþættinum hans, Betri helmingurinn.aðsend Barðist við hundrað ára gamalt hey fyrir brúðkaupsveisluna Til að toppa vandræðin kom í ljós að Hjörtur þjáist af miklu frjókornaofnæmi og var því sárkvalinn á meðan á verknaðinum stóð. „Hlaðan var full af heyi sem hafði staðið þarna í hundrað ár. Það var því fáránlega mikið mál að ná þessu öllu út og ég var einn í því að rífa upp strá fyrir strá með höndunum. Rykið sem gaus þarna upp var svakalegt og ég endaði fárveikur eftir að hafa andað að mér einhverju ógeði í langan tíma. Á meðan var Brynja að dúlla sér í Góða hirðinum." „Já mér fannst eitthvað svo rómantísk pæling að hafa allt leirtau endurnýtt en fattaði ekki hvað ég þurfti að fara margar ferðir í Góða hirðinn í þessum tilgangi,“ segir Brynja og heldur áfram. „Það hljómar eitthvað svo einfalt en þúsund ferðum síðar og svo því að ferja þetta allt saman vestur var meiriháttar mál, þó ég öfundi Hjört ekki af hey-vinnunni heldur.“ Lifum enn á þessum degi Hjónin segja þó bæði að mikil undirbúningsvinna og erfiði hafi skilað fullkomnum árangri enda hafi veislan þeirra verið sú besta í manna minnum. „Þetta er náttúrulega eins og að halda heila útihátíð,“ segir Hjörtur og heldur áfram. „Við einsettum okkur að hafa undirbúninginn sem skemmtilegastan og reyna að flækja sem minnst. Það tókst ekkert endilega alveg en endanleg útkoma var eins og best var á kosið. Við lifum enn á þessum besta degi í heimi þar sem allt okkar fólk kom til að fagna saman með okkur ástinni.“ Þáttinn í heild má hlusta á hér fyrir neðan. Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Hjörtur og Brynja eru nýjustu viðmælendur Ása í Hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn. Þar segja þau skemmtilegar sögur úr sinni sambandstíð en hjónin kynntust fyrst í Nemendaleikhúsinu. Síðan eru liðin 13 ár en þau eiga saman tvö börn. Brúðkaupið, sem fór fram síðastliðið sumar var því að þeirra sögn ætlað sem gott partý enda voru þau fyrir löngu búin að ákveða að ætla að eyða ævinni saman. „Eina reglan sem við settum okkur var að þetta yrði að vera gaman. Þó ekki „þvingað fjör“ en gaman engu að síður,“ segir Brynja en brúðkaupið var haldið í hlöðu fyrir vestan. Hugmynd sem hljómaði rómantísk og áreynslulaus en reyndist þrautinni þyngri þegar til kastanna kom. „Árið í fyrra fór nánast allt í undirbúning fyrir stóra daginn. Það reyndist gríðarleg vinna að halda sveitabrúðkaup í hlöðu. Bara það að fjarlægja tugi ára gamalt hey burt, svokallað stálhey eins og sveitungar kalla það, sem er svo fast saman að það þarf liggur við að rífa hvert og eitt í stöku lagi.“ Listahjónin Hjörtur Jóhann Jónsson og Brynja Björnsdóttir eru nýjustu viðmælendur Ása í hlaðvarpsþættinum hans, Betri helmingurinn.aðsend Barðist við hundrað ára gamalt hey fyrir brúðkaupsveisluna Til að toppa vandræðin kom í ljós að Hjörtur þjáist af miklu frjókornaofnæmi og var því sárkvalinn á meðan á verknaðinum stóð. „Hlaðan var full af heyi sem hafði staðið þarna í hundrað ár. Það var því fáránlega mikið mál að ná þessu öllu út og ég var einn í því að rífa upp strá fyrir strá með höndunum. Rykið sem gaus þarna upp var svakalegt og ég endaði fárveikur eftir að hafa andað að mér einhverju ógeði í langan tíma. Á meðan var Brynja að dúlla sér í Góða hirðinum." „Já mér fannst eitthvað svo rómantísk pæling að hafa allt leirtau endurnýtt en fattaði ekki hvað ég þurfti að fara margar ferðir í Góða hirðinn í þessum tilgangi,“ segir Brynja og heldur áfram. „Það hljómar eitthvað svo einfalt en þúsund ferðum síðar og svo því að ferja þetta allt saman vestur var meiriháttar mál, þó ég öfundi Hjört ekki af hey-vinnunni heldur.“ Lifum enn á þessum degi Hjónin segja þó bæði að mikil undirbúningsvinna og erfiði hafi skilað fullkomnum árangri enda hafi veislan þeirra verið sú besta í manna minnum. „Þetta er náttúrulega eins og að halda heila útihátíð,“ segir Hjörtur og heldur áfram. „Við einsettum okkur að hafa undirbúninginn sem skemmtilegastan og reyna að flækja sem minnst. Það tókst ekkert endilega alveg en endanleg útkoma var eins og best var á kosið. Við lifum enn á þessum besta degi í heimi þar sem allt okkar fólk kom til að fagna saman með okkur ástinni.“ Þáttinn í heild má hlusta á hér fyrir neðan.
Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira