Sjáðu kolólöglegu vítavörsluna og háspennuna í Eyjum og á Hlíðarenda Sindri Sverrisson skrifar 4. maí 2023 09:00 Mariam Eradze reyndist hetja Vals gegn Stjörnunni í gær. VÍSIR/VILHELM Spennan og dramatíkin var allsráðandi í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta í gærkvöld þar sem úrslitin réðust í blálokin. Kolólögleg vítavarsla skipti sköpum í Eyjum. ÍBV og Valur komust bæði í gær í 2-1 í undanúrslitaeinvígum sínum við Hauka og Stjörnuna. Báðir leikirnir unnust með einu marki. Í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport var farið yfir lokakaflana í leikjunum. Þar mátti meðal annars sjá þegar Haukar gátu komist í 20-19 gegn ÍBV, þegar hálf mínúta var eftir, en Marta Wawrzynkowska varði þá með kolólöglegum hætti vítakast Elínar Klöru Þorkelsdóttur með því að fara of framarlega áður en vítið var tekið. Deildarmeistarar ÍBV nýttu sér þetta og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði sigurmarkið nánast á síðustu sekúndu, eftir að hafa leikið í gegnum vörn Hauka, en lokakaflann má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Lokakafli ÍBV og Hauka „Þarna vantar einhvern til að koma og negla hana [Hönnu] bara,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, sem vildi helst fá leikinn í framlengingu enda hafi lokamínútur leiksins verið stórkostlegar. Spennan var ekki síðri á Hlíðarenda þar sem Helena Rut Örvarsdóttir náði að jafna metin í 24-24 þegar 18 sekúndur voru eftir. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, tók þá leikhlé og stillti upp í lokasóknina. Þar bjuggust sjálfsagt flestir við skoti frá Theu Imani Sturludóttur en hún gaf til hliðar á Mariam Eradze sem skoraði sigurmarkið með frábæru gólfskoti. Lokakaflann má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Lokakafli Vals og Stjörnunnar Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Valur ÍBV Stjarnan Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 20-19 | ÍBV komið í 2-1 eftir dramatískan sigur Deildarmeistarar ÍBV eru komnir í 2-1 forystu í undanúrslitaeinvíginu gegn Haukum í Olís-deild kvenna eftir eins marks sigur í Eyjum í kvöld. Sigurmark ÍBV kom á lokaandartökum leiksins. 3. maí 2023 21:09 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 25-24| Mariam Eradze hetja Vals Valur vann eins marks sigur á Stjörnunni 25-24. Mariam Eradze skoraði sigurmarkið þegar örfáar sekúndur voru eftir. Valur er komið með forystuna í einvíginu 2-1. 3. maí 2023 19:30 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
ÍBV og Valur komust bæði í gær í 2-1 í undanúrslitaeinvígum sínum við Hauka og Stjörnuna. Báðir leikirnir unnust með einu marki. Í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport var farið yfir lokakaflana í leikjunum. Þar mátti meðal annars sjá þegar Haukar gátu komist í 20-19 gegn ÍBV, þegar hálf mínúta var eftir, en Marta Wawrzynkowska varði þá með kolólöglegum hætti vítakast Elínar Klöru Þorkelsdóttur með því að fara of framarlega áður en vítið var tekið. Deildarmeistarar ÍBV nýttu sér þetta og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði sigurmarkið nánast á síðustu sekúndu, eftir að hafa leikið í gegnum vörn Hauka, en lokakaflann má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Lokakafli ÍBV og Hauka „Þarna vantar einhvern til að koma og negla hana [Hönnu] bara,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, sem vildi helst fá leikinn í framlengingu enda hafi lokamínútur leiksins verið stórkostlegar. Spennan var ekki síðri á Hlíðarenda þar sem Helena Rut Örvarsdóttir náði að jafna metin í 24-24 þegar 18 sekúndur voru eftir. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, tók þá leikhlé og stillti upp í lokasóknina. Þar bjuggust sjálfsagt flestir við skoti frá Theu Imani Sturludóttur en hún gaf til hliðar á Mariam Eradze sem skoraði sigurmarkið með frábæru gólfskoti. Lokakaflann má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Lokakafli Vals og Stjörnunnar Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Valur ÍBV Stjarnan Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 20-19 | ÍBV komið í 2-1 eftir dramatískan sigur Deildarmeistarar ÍBV eru komnir í 2-1 forystu í undanúrslitaeinvíginu gegn Haukum í Olís-deild kvenna eftir eins marks sigur í Eyjum í kvöld. Sigurmark ÍBV kom á lokaandartökum leiksins. 3. maí 2023 21:09 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 25-24| Mariam Eradze hetja Vals Valur vann eins marks sigur á Stjörnunni 25-24. Mariam Eradze skoraði sigurmarkið þegar örfáar sekúndur voru eftir. Valur er komið með forystuna í einvíginu 2-1. 3. maí 2023 19:30 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 20-19 | ÍBV komið í 2-1 eftir dramatískan sigur Deildarmeistarar ÍBV eru komnir í 2-1 forystu í undanúrslitaeinvíginu gegn Haukum í Olís-deild kvenna eftir eins marks sigur í Eyjum í kvöld. Sigurmark ÍBV kom á lokaandartökum leiksins. 3. maí 2023 21:09
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 25-24| Mariam Eradze hetja Vals Valur vann eins marks sigur á Stjörnunni 25-24. Mariam Eradze skoraði sigurmarkið þegar örfáar sekúndur voru eftir. Valur er komið með forystuna í einvíginu 2-1. 3. maí 2023 19:30