Ungum nauðgurum fjölgar Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 14. maí 2023 16:58 Kynferðisofbeldi drengja á Spáni færist í aukana. Vert er að taka fram að þessir ungu menn tengjast efni fréttarinnar ekki beint. Joaquin Corchero/Getty Drengjum undir lögaldri sem nauðga jafnöldrum sínum hefur fjölgað um 60 prósent á Spáni á nokkrum árum. Sérfræðingar telja að helsta ástæða þessarar þróun sé gegndarlaust gláp drengjanna á klám á netinu. Á síðustu vikum hafa komið upp nokkur keimlík mál á Spáni þar sem unglingsstrákar í hópum hafa nauðgað ungum stúlkum, alveg niður í ellefu ára gamlar. Hvað veldur því að ungir strákar fara um í hópum og nauðga jafnöldrum sínum og það á opinberum stöðum á borð við almenningsgarða og salerni verslunarmiðstöðva eins og gerst hefur í vor í Alicante og Barcelona? Fjölmiðlar hafa leitað svara og fengið margvísleg. Flestum ber þó saman um að gegndarlaust aðgengi og áhorf á klám á netinu sé ein helsta ástæða þess að ungir strákar fara um í hópum eins og hungraðir úlfar og leita sér fórnarlamba. Herma eftir kláminu Rannsóknir sem gerðar hafa verið á Spáni sýna að 87 prósent unglingspilta horfa á klám, þeir byrja glápið venjulega um 14 ára aldur og langflestir horfa á það heima hjá sér. Stelpurnar horfa minna en það hefur þó aukist mikið á síðustu árum. Og sviðsetningar þessara óhæfuverka eru eins og teknar úr ódýrum klámmyndum. Drengirnir sex, allir undir lögaldri, sem nauðguðu 11 ára stelpu inni á salerni í verslunarmiðstöð í Alicante, tóku nauðgunina upp á síma og settu svo myndina í dreifingu. Eduardo Esteben, yfirsaksóknari í sakamálum ólögráða barna, segir í samtali við El Mundo að þessir ungu strákar noti sama tungutak og heyrist í myndunum sem þeir horfa á, þeim finnst mikilvægt að fá læk á það sem þeir gera og mikilvægast af öllu er að vera í sviðsljósinu. Kynferðisglæpum fjölgar ógnarhratt Á síðustu árum hefur drengjum undir lögaldri sem nauðga fjölgað um 60%, meira en í nokkrum öðrum aldurshópi. Og kynferðisglæpum fjölgar, í fyrra voru 2870 nauðganir kærðar til lögreglu sem er meira en 50 prósenta fjölgun frá árinu 2019. Í þessu samhengi er vert að hafa í huga að samkvæmt rannsókn sem gerð var í háskólanum í Barcelona kæra einungis 2% fórnarlamba kynferðisglæpi til lögreglunnar. Kynferðisofbeldi Spánn Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Á síðustu vikum hafa komið upp nokkur keimlík mál á Spáni þar sem unglingsstrákar í hópum hafa nauðgað ungum stúlkum, alveg niður í ellefu ára gamlar. Hvað veldur því að ungir strákar fara um í hópum og nauðga jafnöldrum sínum og það á opinberum stöðum á borð við almenningsgarða og salerni verslunarmiðstöðva eins og gerst hefur í vor í Alicante og Barcelona? Fjölmiðlar hafa leitað svara og fengið margvísleg. Flestum ber þó saman um að gegndarlaust aðgengi og áhorf á klám á netinu sé ein helsta ástæða þess að ungir strákar fara um í hópum eins og hungraðir úlfar og leita sér fórnarlamba. Herma eftir kláminu Rannsóknir sem gerðar hafa verið á Spáni sýna að 87 prósent unglingspilta horfa á klám, þeir byrja glápið venjulega um 14 ára aldur og langflestir horfa á það heima hjá sér. Stelpurnar horfa minna en það hefur þó aukist mikið á síðustu árum. Og sviðsetningar þessara óhæfuverka eru eins og teknar úr ódýrum klámmyndum. Drengirnir sex, allir undir lögaldri, sem nauðguðu 11 ára stelpu inni á salerni í verslunarmiðstöð í Alicante, tóku nauðgunina upp á síma og settu svo myndina í dreifingu. Eduardo Esteben, yfirsaksóknari í sakamálum ólögráða barna, segir í samtali við El Mundo að þessir ungu strákar noti sama tungutak og heyrist í myndunum sem þeir horfa á, þeim finnst mikilvægt að fá læk á það sem þeir gera og mikilvægast af öllu er að vera í sviðsljósinu. Kynferðisglæpum fjölgar ógnarhratt Á síðustu árum hefur drengjum undir lögaldri sem nauðga fjölgað um 60%, meira en í nokkrum öðrum aldurshópi. Og kynferðisglæpum fjölgar, í fyrra voru 2870 nauðganir kærðar til lögreglu sem er meira en 50 prósenta fjölgun frá árinu 2019. Í þessu samhengi er vert að hafa í huga að samkvæmt rannsókn sem gerð var í háskólanum í Barcelona kæra einungis 2% fórnarlamba kynferðisglæpi til lögreglunnar.
Kynferðisofbeldi Spánn Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira