Orð gegn orði um andlát sjúklings á geðdeild Kjartan Kjartansson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 24. maí 2023 15:52 Steina Árnadóttir segir atburðina hafa fengið mjög á sig. Hún sé í dag öryrki og átt erfitt undanfarin tæp tvö ár. Vísir/Vilhelm Grundvallarmunur er á lýsingum hjúkrunarfræðings sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans og starfsmanna sem voru á vaktinni á því hvað gerðist. Hjúkrunarfræðingurinn neitaði að hafa hellt næringardrykk í sjúklinginn þar til hann missti meðvitund við aðalmeðferð málsins sem hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Steina Árnadóttir, 62 ára gamall geðhjúkrunarfræðingur, er ákærð fyrir manndráp í opinberu starfi og brot gegn lögum um heilbrigðisstarfsmenn. Hún neitar sök. Henni er gefið að sök að svipta konu á sextugsaldri sem var sjúklingur á geðdeild 33A á Landspítalanum við Hringbraut lífi með því að þröngva ofan í hana tveimur flöskum af næringardrykk 16. ágúst árið 2021. Steina hafi hellt drykknum upp í munn konunnar á meðan henni var haldið að fyrirskipan geðhjúkrunarfræðingsins þrátt fyrir að konan hefði gefið til kynna að hún vildi ekki drykkinn. Drykkurinn hafi hafnað í loftvegi konunnar sem olli því að hún kafnaði. Landspítalinn viðurkenndi að aðstæður á deildinni hefðu verið ófullnægjandi og að hann hefði brugðist starfsfólki. Ráðist hafi verið í umbætur innan geðþjónustunnar eftir atvikið: heilbrigðismenntuðu starfsfólki á vöktum hafi verið fjölgað, innra skipulagi þjónustunnar breytt og stoðþjónusta við deildir aukin. Fékkst ekki yfirseta á bráðadeild Atburðurinn átti sér stað á móttökugeðdeild 33A á Landspítalanum við Hringbraut á kvöldmatartíma, rúmum tveimur tímum eftir vaktaskipti. Hann var þétt setinn bekkurinn í sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.Vísir/Vilhelm Steina lýsti því fyrir dómi að hún hefði verið eini hjúkrunarfræðingurinn á kvöldvaktinni með þremur óvönum starfsmönnum þrátt fyrir að alltaf ættu að vera tveir hjúkrunarfræðingar á vakt. Ekki hafi verið hlustað á athugasemdir hennar um það og hún hafi því verið eini hjúkrunarfræðingurinn á vaktinni með fimmtán eða sextán sjúklinga. Við vaktaskiptin hafi Steina fengið þær upplýsingar að sjúklingur á deildinni, kona á sjötugsaldri, væri bráðveik. Fram kom að konan hafi verið greind með lungnabólgu. Sjúklingurinn hefði verið sendur á bráðadeild í Fossvogi en sendur til baka á móttökugeðdeildina þegar ekki fékkst yfirseta fyrir hann þar. Atvikaskráning hafi verið gerð vegna þessa. Atvikaskráning Í lögum um landlækni og lýðheilsu segir að heilbrigðisstofnanir, sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn og aðrir sem veita heilbrigðisþjónustu skuli halda skrá um óvænt atvik í þeim tilgangi að finna skýringar á þeim og leita leiða til að tryggja að þau endurteki sig ekki. Með óvæntu atviki er átt við óhappatilvik, mistök, vanrækslu eða önnur atvik sem valdið hafa sjúklingi tjóni eða hefðu getað valdið sjúklingi tjóni. Sérstaklega hafi verið tekið fram að konan ætti að vera á fljótandi fæði. Steina sagði að sér hefði brugðið þegar hún fór fyrst inn til konunnar. Henni hefði ekki verið sagt að konan væri með súrefniskút. Konan hafði ekki getað tjáð sig almennilega heldur umlað. „Það á enginn bráðveikur sjúklingur sem þarf yfirsetu og í raun gjörgæslu að vera á móttökugeðdeild,“ sagði Steina. Sjúklingurinn átti að vera á fljótandi fæði Steina lýsti því að mikið álag hefði verið á heilbrigðisstarfsfólki á þessum tíma. Hún hefði verið beðin um að koma til vinnu úr sumarfríi um verslunarmannahelgina og unnið mikið. Hún hafi stýrt kvöldvaktinni umrætt kvöld sem eini hjúkrunarfræðingurinn á vaktinni. Vakthafandi læknir hafi tjáð starfsfólkinu að sjúklingurinn ætti að vera á fljótandi fæði. Það hafi verið alveg skýrt og bæði tilkynnt munnlega auk þess sem upplýsingarnar megi finna á dagsplani á skjá. Saksóknari og réttargæslumaður í málinu.Vísir/Vilhelm Steina sagði að stuðningsfulltrúi á deildinni hafi bankað í sig inni í borðstofu og henni tilkynnt að það stæði í sjúklingnum. Þegar hún hafi komið inn í herbergið hafi konan legið alveg flöt, kurrað í henni og hún átt erfitt með andardrátt. Konan hafi legið föl og ekki náð andanum. Steina hafi reist konuna við ein síns liðs og komið í sitjandi stöðu. Sjúkraliði hafi neitað henni um aðstoð og borið fyrir sig að þá myndi hún blotna í fæturna. Áfram hafi kurrað í konunni sem hafi ekki getað tjáð sig. Vökvinn lak niður munnvikin Steina hafi bankað á bakið á konunni og þá hafi munnurinn opnast og brokkolí spýst út. Öllum hafi létt. Hún hafi hellt næringardrykk í glas, gefið henni og sjúklingurinn kyngt. Í framhaldinu hafi hún tekið eftir að næringarvökvinn hafi byrjað að leka niður bæði munnvik. Munnur hennar hafi opnast á ný og hún kastað upp mat og næringarvökva. Spurð af hverju hún hefði gefið sjúklingnum að drekka sagðist hún hafa talið að eitthvað væri í vélinda hans. Hún hefði aldrei gefið henni vökva ef hún héldi að stæði í öndunarveginum. Steina sagðist sannfærð um að hafa verið með einn næringardrykk en ekki tvo eins og komið hefur fram í framburði annarra sem voru á vaktinni. Hún myndi ekki eftir að konan hefði neitað drykknum. Sjúkraliðarnir hafi yfirgefið herbergið og hún staðið ein eftir með sjúklinginn í fanginu. Hún hafi kallað eftir hjálp og aðrir sjúklingar hafi þá birst í herberginu. Tveir sjúkraliðar hafi snúið aftur og vakthafandi aðstoðarlæknir. Um það leyti hafi henni virst sem sjúklingurinn hafi misst meðvitund. Var konan þá lögð í gólfið. Sjúkraliðar hafi yfirgefið herbergið Steina sagðist hafa byrjað endurlífgun. Aðstoðarlæknirinn hafi haldið við höfuð sjúklingsins en hún sjálf hafið hjartahnoð og svo hafi annar sjúkraliðinn tekið við. Einn sjúkraliðinn hefði yfirgefið herbergið. Steina hafi svo hringt í Neyðarlínuna sem hafi sent sjúkraflutningamenn á staðinn eftir að innri neyðarlína spítalans svaraði ekki. Sjúkraflutningamenn hafi tekið við endurlífgunartilraunum en skort sogtæki sem hafi ekki verið til á deildinni. Frásögn Steinu var í andstöðu við frásögn annarra starfsmanna á deildinni þennan dag.vísir/Vilhelm Vakthafandi aðstoðarlæknir hafi svo ákveðið að hætta endurlífgun sem Steina segir hafa komið sjúkraflutningamönnunum á óvart. Lögregla ræddi við Steinu um kvöldið en starfsfólk vaktarinnar sent heim. Spurð hvað hún hefði ætlað sér að gera þegar ástandið kom upp sagðist Steina hafa ætlað að bjarga mannslífi. Sjúkraliðarnir hafi ekki reynst vel og yfirgefið hana um tíma. Hún hefði lært á bráðadeild fyrir tuttugu árum að gefa fólki að drekka ef stæði í því. Nefndi hún dæmi um fjölfatlaðan dreng sem hefði fengið mat sem hann átti ekki fá. Það hefði virkað vel þá og í fleiri tilfellum. Neitar að hafa hellt upp í sjúklinginn Þá sagði Steina ekki rétt sem einn sjúkraliði hefði haldið fram að hún hefði haldið áfram að hella upp í sjúklinginn eftir ábendingar um að sjúklingurinn andaði ekki. „Ég hellti ekki ofan í hana. Ég setti glasið upp að vörunum og bað hana um að reyna að kyngja,“ sagði Steina. Hún hafi ekki haldið áfram að hella þar til sjúklingurinn missti meðvitund. Hana minni að hún hafi sett glasið tvisvar upp að vörum sjúklingsins. Andri Ólafsson, upplýsingafulltrúi Landspítalans, fylgdist með gangi mála í dómsal í dag.Vísir/Vilhelm Dómari í málinu spurði Steinu hvers vegna sjúkraliðar hefðu yfirgefið hana. Hvort komið hefði til orðaskipta þeirra á milli eða eitthvað slíkt. „Ég veit það ekki. Ég bara tók eftir að sjúkraliði yfirgefur mig strax. Ég veit ekki af hverju hinar fóru. Ég var ein með hana í fanginu,“ sagði Steina. Hún hefði kallað á hjálp og myndi ekki eftir orðaskiptum. „Ég var miður mín. Ætlaði ekki að trúa því að þær færu frá mér. Maður fer ekki frá þegar einn starfsmaður er að reyna að bjarga fólki.“ Er öryrki í dag Steina sagðist hafa velt atburðinum mikið fyrir sér. „Ég skil ekki enn þá að þú yfirgefir starfsmann sem er að reyna að bjarga lífi.“ Hún hefði gert allt sem hún gat, meðal annars verið sú sem hringdi á Neyðarlínuna. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Steinu, spurði hana hvernig endurmenntun hefði verið háttað á Landspítalanum varðandi endurlífgun. Steina sagði ekki hafa farið í neina slíka á Landspítalanum. Engin námskeið hefðu verið haldin og engar leiðbeiningar að finna á deildinni. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er verjandi geðhjúkrunarfræðingsins.Vísir/Vilhelm Málið hefði tekið mjög á hana. Hún væri orðin öryrki og verið í meðferð hjá geðlæknum bæði í Reykjavík og á Akureyri. Borðað hratt án þess að tyggja eða kyngja Framburður þriggja samstarfskvenna Steinu dró upp allt aðra mynd af atburðum þetta kvöld. Þær voru afdráttarlausar um að Steina hefði hellt tveimur næringardrykkjum ofan í konuna þar til hún missti meðvitund og fengið tvær þeirra til að halda konunni fastri þrátt fyrir að konan gæfi til kynna að hún vildi ekki drekka. Sjúkraliði sem var á vaktinni, kona á fimmtudagsaldri af erlendum uppruna sem gaf þó skýrslu sína á íslensku, sagðist hafa mælt lífsmörk sjúklingsins í samræmi við leiðbeiningar í byrjun vaktar og að ekkert hefði verið athugavert við þær. Síðar hafi hún fært sjúklingnum mat. Konan hafi borðað hratt án þess að tyggja eða kyngja og sjúkraliðinn hafi þá tekið matinn frá henni. Sjúklingurinn hafi virst móður og þungur fyrir brjósti og því hafi sjúkraliðinn farið og beðið Steinu, sem var inni í lyfjaherbergi, um að líta á hann. Þá hafi sjúklingurinn legið í rúminu, verið rólegur og ekki í andnauð. Þetta er í beinni andstöðu við framburð Steinu sem fullyrti að stuðningsfulltrúi hefði sótt sig inn í borðstofu vegna þess að það stæði í sjúklingnum. Spurð sérstaklega út í það hver hefði beðið sig um aðstoð ítrekaði hún að það hefði verið stuðningsfulltrúinn. Að sögn sjúkraliðans tók Steina strax með sér tvær flöskur af næringardrykk, ekki einn eins og Steina hélt staðfastlega fram. Þegar inn var komið hafi Steina hvorki spurt sjúklinginn hvernig honum liði né athugað hvort hann væri með eitthvað uppi í sér heldur strax skipað honum að setjast upp til þess að drekka. Þegar konan neitaði hafi Steina byrjað að reyna að toga hana upp. Hún hafi beðið sjúkraliðann að sækja glas og biðja tvær aðrar yngri starfskonur vaktarinnar um að koma að aðstoða: sjúkraliðanema og stuðningsfulltrúa. Skýrt að konan hafi ekki viljað drekka Sjúkraliðinn, sjúkraliðaneminn og stuðningsfulltrúinn höfðu svipaða sögu að segja um það sem gerðist næst. Sjúkraliðaneminn bar að sjúkraliðinn hefði óskað eftir aðstoð og þær stuðningsfulltrúinn farið inn á herbergið. Steina hafi beðið stuðningsfulltrúann um að setjast fyrir aftan konuna í rúminu til þess að styðja við hana. Sjúkraliðaneminn sagðist hafa séð að konunni liði illa og hafa upplifað að hún ætti erfitt með að anda. Sjúkraliðinn sagði að konan hefði átt erfitt með að drekka enda væri hún með súrefni í nef. Allar þrjár sögðu að konan hefði gefið til kynna að hún vildi ekki drekka, meðal annars með því að snúa andlitinu frá, gefa stoppmerki með höndinni og gefa frá sér hljóð. Þá hafi Steina beðið sjúkraliðanemann um að halda höndum konunnar föstum. Konan yrði að drekka því hún væri svo horuð. Stuðningsfulltrúinn sagði að Steina hefði þá tekið í kjálka konunnar, hallað höfði hennar aftur og byrjað að hella næringardrykknum upp í hana. Hún hafi ekki hætt fyrr en hún hafi verið búin að hella tveimur flöskum ofan í konuna og þrátt fyrir að samstarfskonur hennar segðu henni að þær héldu að sjúklingurinn andaði ekki eða væri jafnvel að deyja. „Hún hlustaði ekki. Hún heldur áfram að hella ofan í hana næringardrykknum. Hún kláraði báða drykkina áður en hún hætti,“ sagði stuðningsfulltrúinn sem hafði aðeins unnið örfáar vaktir á deildinni þegar þetta gerðist. Sjálf hafi hún fundið konuna kólna og sagt Steinu að hún héldi að konan væri að deyja. Sjúkraliðaneminn sem hélt höndum konunnar lýsti því sem svo að eftir að Steina hafði tæmt tvær flöskur af drykknum hafi konan tekið „lokakipp“ og svo misst meðvitund. Hún grét þegar hún rifjaði upp hvernig hún sleppti taki á höndum sjúklingsins vegna þess hversu óþægilegt henni hafi þótt það en Steina hafi aftur beðið sig um að halda höndunum föstum á meðan hún hélt áfram að hella. Sjúkraliðinn sagðist hafa hlaupið út úr herberginu undir þessum aðförum þar sem hún hefði ekki getað horft upp á þær. Þegar Steina hafi ákveðið að kalla á hjálp hafi það verið orðið of seint. Að sögn sjúkraliðanemans reyndu hún að mæla lífsmörk konunnar sem fór hrakandi. Eftir að búið var að hringja á lækni og sjúkrabíl og konan hafði verið lögð á gólfið hafi Steina klætt hana úr buxum sem voru gegnblautar og reynt að að klæða í hreinar. Þegar læknir hafi sagt að konan andaði ekki hafi Steina aðstoðað við að hnoða. Síðan hafi stuðningsfulltrúi tekið við hnoði og að lokum sjúkraflutningamenn. Sögð hranaleg við krefjandi sjúklinga Bæði sjúkraliðinn og stuðningsfulltrúinn höfðu orð á að samskipti Steinu við sjúklinga hefðu stundum verið stirð. Stuðningsfulltrúinn sagði lögreglu á sínum tíma að Steina gæti verið hranaleg við krefjandi sjúklinga eins og þann sem lést. Hún gæti verið óþarflega hörð og skipandi. Sjúkraliðinn, sem hafði unnið lengst þeirra þriggja á deildinni en þó ekki lengi, notaði enska orðið „rough“ eða hastarleg til að lýsa framkomu Steinu við sjúklinga. Hún hafi ekki borið virðingu fyrir sjúklingum og ekki verið rólegur starfsmaður að hennar reynslu af hjúkrunarfræðingnum. Þáverandi deildarstjóri geðdeildarinnar sagði fyrir dómi að Steina væri ágætishjúkrunarfræðingur en að hún væri „ekki allra“ án þess að fara nánar ofan í saumana á því. Annar hjúkrunarfræðingur á deildinni sagði að samkvæmt hennar reynslu hefðu samskipti Steinu við sjúklinga verið góð. Það hafi jafnvel verið sóst eftir henni. Fram kom í máli sama hjúkrunarfræðings að slæm reynsla væri af innanhússneyðarnúmeri spítalans, 99 99. Fyrir vikið væri hringt á sama tíma í 112 þar sem von væri á skjótari viðbrögðum frá Skógarhlíð en innan af spítalanum. Hún hefði heyrt að fleira starsfólk spítalans brygðist þannig við. Þannig hafi það verið þennan dag og svipað verið uppi á teningnum tveimur dögum síðar. Fram kom fyrir dómi í dag að ekki væri hægt að hringja í innanhússneyðarnúmerið úr farsíma, aðeins úr innanhússsíma. Bæði sjúkraliðinn og stuðningsfulltrúinn sögðu að Steina hefði ekki lýst atvikum rétt við lögreglukonu sem kom á deildina beint eftir andlátið. Þannig hafi hún aðeins sagst hafa gefið konunni örfáa sopa. „Það var ekki það sem gerðist,“ sagði stuðningsfulltrúinn. Á svokölluðum viðrunarfundi fljótlega eftir andlátið hafi Steina sagt eitthvað á þá leið að konan hafi verið mikið veik líkamlega og andlega og nú hefði hún fengið einhvers konar líkn. Aðalmeðferðinni verður framhaldið á morgun og áætlað að henni ljúki á föstudag. Dómsmál Heilbrigðismál Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Landspítalinn Geðheilbrigði Tengdar fréttir Réttað yfir geðhjúkrunarfræðingi sem er sakaður um manndráp Aðalmeðferð í máli geðhjúkrunarfræðings á sjötugsaldri sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Umfjöllun um það sem fram kemur við þinghaldið er bönnuð þar til í lok dags. 24. maí 2023 08:33 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Steina Árnadóttir, 62 ára gamall geðhjúkrunarfræðingur, er ákærð fyrir manndráp í opinberu starfi og brot gegn lögum um heilbrigðisstarfsmenn. Hún neitar sök. Henni er gefið að sök að svipta konu á sextugsaldri sem var sjúklingur á geðdeild 33A á Landspítalanum við Hringbraut lífi með því að þröngva ofan í hana tveimur flöskum af næringardrykk 16. ágúst árið 2021. Steina hafi hellt drykknum upp í munn konunnar á meðan henni var haldið að fyrirskipan geðhjúkrunarfræðingsins þrátt fyrir að konan hefði gefið til kynna að hún vildi ekki drykkinn. Drykkurinn hafi hafnað í loftvegi konunnar sem olli því að hún kafnaði. Landspítalinn viðurkenndi að aðstæður á deildinni hefðu verið ófullnægjandi og að hann hefði brugðist starfsfólki. Ráðist hafi verið í umbætur innan geðþjónustunnar eftir atvikið: heilbrigðismenntuðu starfsfólki á vöktum hafi verið fjölgað, innra skipulagi þjónustunnar breytt og stoðþjónusta við deildir aukin. Fékkst ekki yfirseta á bráðadeild Atburðurinn átti sér stað á móttökugeðdeild 33A á Landspítalanum við Hringbraut á kvöldmatartíma, rúmum tveimur tímum eftir vaktaskipti. Hann var þétt setinn bekkurinn í sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.Vísir/Vilhelm Steina lýsti því fyrir dómi að hún hefði verið eini hjúkrunarfræðingurinn á kvöldvaktinni með þremur óvönum starfsmönnum þrátt fyrir að alltaf ættu að vera tveir hjúkrunarfræðingar á vakt. Ekki hafi verið hlustað á athugasemdir hennar um það og hún hafi því verið eini hjúkrunarfræðingurinn á vaktinni með fimmtán eða sextán sjúklinga. Við vaktaskiptin hafi Steina fengið þær upplýsingar að sjúklingur á deildinni, kona á sjötugsaldri, væri bráðveik. Fram kom að konan hafi verið greind með lungnabólgu. Sjúklingurinn hefði verið sendur á bráðadeild í Fossvogi en sendur til baka á móttökugeðdeildina þegar ekki fékkst yfirseta fyrir hann þar. Atvikaskráning hafi verið gerð vegna þessa. Atvikaskráning Í lögum um landlækni og lýðheilsu segir að heilbrigðisstofnanir, sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn og aðrir sem veita heilbrigðisþjónustu skuli halda skrá um óvænt atvik í þeim tilgangi að finna skýringar á þeim og leita leiða til að tryggja að þau endurteki sig ekki. Með óvæntu atviki er átt við óhappatilvik, mistök, vanrækslu eða önnur atvik sem valdið hafa sjúklingi tjóni eða hefðu getað valdið sjúklingi tjóni. Sérstaklega hafi verið tekið fram að konan ætti að vera á fljótandi fæði. Steina sagði að sér hefði brugðið þegar hún fór fyrst inn til konunnar. Henni hefði ekki verið sagt að konan væri með súrefniskút. Konan hafði ekki getað tjáð sig almennilega heldur umlað. „Það á enginn bráðveikur sjúklingur sem þarf yfirsetu og í raun gjörgæslu að vera á móttökugeðdeild,“ sagði Steina. Sjúklingurinn átti að vera á fljótandi fæði Steina lýsti því að mikið álag hefði verið á heilbrigðisstarfsfólki á þessum tíma. Hún hefði verið beðin um að koma til vinnu úr sumarfríi um verslunarmannahelgina og unnið mikið. Hún hafi stýrt kvöldvaktinni umrætt kvöld sem eini hjúkrunarfræðingurinn á vaktinni. Vakthafandi læknir hafi tjáð starfsfólkinu að sjúklingurinn ætti að vera á fljótandi fæði. Það hafi verið alveg skýrt og bæði tilkynnt munnlega auk þess sem upplýsingarnar megi finna á dagsplani á skjá. Saksóknari og réttargæslumaður í málinu.Vísir/Vilhelm Steina sagði að stuðningsfulltrúi á deildinni hafi bankað í sig inni í borðstofu og henni tilkynnt að það stæði í sjúklingnum. Þegar hún hafi komið inn í herbergið hafi konan legið alveg flöt, kurrað í henni og hún átt erfitt með andardrátt. Konan hafi legið föl og ekki náð andanum. Steina hafi reist konuna við ein síns liðs og komið í sitjandi stöðu. Sjúkraliði hafi neitað henni um aðstoð og borið fyrir sig að þá myndi hún blotna í fæturna. Áfram hafi kurrað í konunni sem hafi ekki getað tjáð sig. Vökvinn lak niður munnvikin Steina hafi bankað á bakið á konunni og þá hafi munnurinn opnast og brokkolí spýst út. Öllum hafi létt. Hún hafi hellt næringardrykk í glas, gefið henni og sjúklingurinn kyngt. Í framhaldinu hafi hún tekið eftir að næringarvökvinn hafi byrjað að leka niður bæði munnvik. Munnur hennar hafi opnast á ný og hún kastað upp mat og næringarvökva. Spurð af hverju hún hefði gefið sjúklingnum að drekka sagðist hún hafa talið að eitthvað væri í vélinda hans. Hún hefði aldrei gefið henni vökva ef hún héldi að stæði í öndunarveginum. Steina sagðist sannfærð um að hafa verið með einn næringardrykk en ekki tvo eins og komið hefur fram í framburði annarra sem voru á vaktinni. Hún myndi ekki eftir að konan hefði neitað drykknum. Sjúkraliðarnir hafi yfirgefið herbergið og hún staðið ein eftir með sjúklinginn í fanginu. Hún hafi kallað eftir hjálp og aðrir sjúklingar hafi þá birst í herberginu. Tveir sjúkraliðar hafi snúið aftur og vakthafandi aðstoðarlæknir. Um það leyti hafi henni virst sem sjúklingurinn hafi misst meðvitund. Var konan þá lögð í gólfið. Sjúkraliðar hafi yfirgefið herbergið Steina sagðist hafa byrjað endurlífgun. Aðstoðarlæknirinn hafi haldið við höfuð sjúklingsins en hún sjálf hafið hjartahnoð og svo hafi annar sjúkraliðinn tekið við. Einn sjúkraliðinn hefði yfirgefið herbergið. Steina hafi svo hringt í Neyðarlínuna sem hafi sent sjúkraflutningamenn á staðinn eftir að innri neyðarlína spítalans svaraði ekki. Sjúkraflutningamenn hafi tekið við endurlífgunartilraunum en skort sogtæki sem hafi ekki verið til á deildinni. Frásögn Steinu var í andstöðu við frásögn annarra starfsmanna á deildinni þennan dag.vísir/Vilhelm Vakthafandi aðstoðarlæknir hafi svo ákveðið að hætta endurlífgun sem Steina segir hafa komið sjúkraflutningamönnunum á óvart. Lögregla ræddi við Steinu um kvöldið en starfsfólk vaktarinnar sent heim. Spurð hvað hún hefði ætlað sér að gera þegar ástandið kom upp sagðist Steina hafa ætlað að bjarga mannslífi. Sjúkraliðarnir hafi ekki reynst vel og yfirgefið hana um tíma. Hún hefði lært á bráðadeild fyrir tuttugu árum að gefa fólki að drekka ef stæði í því. Nefndi hún dæmi um fjölfatlaðan dreng sem hefði fengið mat sem hann átti ekki fá. Það hefði virkað vel þá og í fleiri tilfellum. Neitar að hafa hellt upp í sjúklinginn Þá sagði Steina ekki rétt sem einn sjúkraliði hefði haldið fram að hún hefði haldið áfram að hella upp í sjúklinginn eftir ábendingar um að sjúklingurinn andaði ekki. „Ég hellti ekki ofan í hana. Ég setti glasið upp að vörunum og bað hana um að reyna að kyngja,“ sagði Steina. Hún hafi ekki haldið áfram að hella þar til sjúklingurinn missti meðvitund. Hana minni að hún hafi sett glasið tvisvar upp að vörum sjúklingsins. Andri Ólafsson, upplýsingafulltrúi Landspítalans, fylgdist með gangi mála í dómsal í dag.Vísir/Vilhelm Dómari í málinu spurði Steinu hvers vegna sjúkraliðar hefðu yfirgefið hana. Hvort komið hefði til orðaskipta þeirra á milli eða eitthvað slíkt. „Ég veit það ekki. Ég bara tók eftir að sjúkraliði yfirgefur mig strax. Ég veit ekki af hverju hinar fóru. Ég var ein með hana í fanginu,“ sagði Steina. Hún hefði kallað á hjálp og myndi ekki eftir orðaskiptum. „Ég var miður mín. Ætlaði ekki að trúa því að þær færu frá mér. Maður fer ekki frá þegar einn starfsmaður er að reyna að bjarga fólki.“ Er öryrki í dag Steina sagðist hafa velt atburðinum mikið fyrir sér. „Ég skil ekki enn þá að þú yfirgefir starfsmann sem er að reyna að bjarga lífi.“ Hún hefði gert allt sem hún gat, meðal annars verið sú sem hringdi á Neyðarlínuna. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Steinu, spurði hana hvernig endurmenntun hefði verið háttað á Landspítalanum varðandi endurlífgun. Steina sagði ekki hafa farið í neina slíka á Landspítalanum. Engin námskeið hefðu verið haldin og engar leiðbeiningar að finna á deildinni. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er verjandi geðhjúkrunarfræðingsins.Vísir/Vilhelm Málið hefði tekið mjög á hana. Hún væri orðin öryrki og verið í meðferð hjá geðlæknum bæði í Reykjavík og á Akureyri. Borðað hratt án þess að tyggja eða kyngja Framburður þriggja samstarfskvenna Steinu dró upp allt aðra mynd af atburðum þetta kvöld. Þær voru afdráttarlausar um að Steina hefði hellt tveimur næringardrykkjum ofan í konuna þar til hún missti meðvitund og fengið tvær þeirra til að halda konunni fastri þrátt fyrir að konan gæfi til kynna að hún vildi ekki drekka. Sjúkraliði sem var á vaktinni, kona á fimmtudagsaldri af erlendum uppruna sem gaf þó skýrslu sína á íslensku, sagðist hafa mælt lífsmörk sjúklingsins í samræmi við leiðbeiningar í byrjun vaktar og að ekkert hefði verið athugavert við þær. Síðar hafi hún fært sjúklingnum mat. Konan hafi borðað hratt án þess að tyggja eða kyngja og sjúkraliðinn hafi þá tekið matinn frá henni. Sjúklingurinn hafi virst móður og þungur fyrir brjósti og því hafi sjúkraliðinn farið og beðið Steinu, sem var inni í lyfjaherbergi, um að líta á hann. Þá hafi sjúklingurinn legið í rúminu, verið rólegur og ekki í andnauð. Þetta er í beinni andstöðu við framburð Steinu sem fullyrti að stuðningsfulltrúi hefði sótt sig inn í borðstofu vegna þess að það stæði í sjúklingnum. Spurð sérstaklega út í það hver hefði beðið sig um aðstoð ítrekaði hún að það hefði verið stuðningsfulltrúinn. Að sögn sjúkraliðans tók Steina strax með sér tvær flöskur af næringardrykk, ekki einn eins og Steina hélt staðfastlega fram. Þegar inn var komið hafi Steina hvorki spurt sjúklinginn hvernig honum liði né athugað hvort hann væri með eitthvað uppi í sér heldur strax skipað honum að setjast upp til þess að drekka. Þegar konan neitaði hafi Steina byrjað að reyna að toga hana upp. Hún hafi beðið sjúkraliðann að sækja glas og biðja tvær aðrar yngri starfskonur vaktarinnar um að koma að aðstoða: sjúkraliðanema og stuðningsfulltrúa. Skýrt að konan hafi ekki viljað drekka Sjúkraliðinn, sjúkraliðaneminn og stuðningsfulltrúinn höfðu svipaða sögu að segja um það sem gerðist næst. Sjúkraliðaneminn bar að sjúkraliðinn hefði óskað eftir aðstoð og þær stuðningsfulltrúinn farið inn á herbergið. Steina hafi beðið stuðningsfulltrúann um að setjast fyrir aftan konuna í rúminu til þess að styðja við hana. Sjúkraliðaneminn sagðist hafa séð að konunni liði illa og hafa upplifað að hún ætti erfitt með að anda. Sjúkraliðinn sagði að konan hefði átt erfitt með að drekka enda væri hún með súrefni í nef. Allar þrjár sögðu að konan hefði gefið til kynna að hún vildi ekki drekka, meðal annars með því að snúa andlitinu frá, gefa stoppmerki með höndinni og gefa frá sér hljóð. Þá hafi Steina beðið sjúkraliðanemann um að halda höndum konunnar föstum. Konan yrði að drekka því hún væri svo horuð. Stuðningsfulltrúinn sagði að Steina hefði þá tekið í kjálka konunnar, hallað höfði hennar aftur og byrjað að hella næringardrykknum upp í hana. Hún hafi ekki hætt fyrr en hún hafi verið búin að hella tveimur flöskum ofan í konuna og þrátt fyrir að samstarfskonur hennar segðu henni að þær héldu að sjúklingurinn andaði ekki eða væri jafnvel að deyja. „Hún hlustaði ekki. Hún heldur áfram að hella ofan í hana næringardrykknum. Hún kláraði báða drykkina áður en hún hætti,“ sagði stuðningsfulltrúinn sem hafði aðeins unnið örfáar vaktir á deildinni þegar þetta gerðist. Sjálf hafi hún fundið konuna kólna og sagt Steinu að hún héldi að konan væri að deyja. Sjúkraliðaneminn sem hélt höndum konunnar lýsti því sem svo að eftir að Steina hafði tæmt tvær flöskur af drykknum hafi konan tekið „lokakipp“ og svo misst meðvitund. Hún grét þegar hún rifjaði upp hvernig hún sleppti taki á höndum sjúklingsins vegna þess hversu óþægilegt henni hafi þótt það en Steina hafi aftur beðið sig um að halda höndunum föstum á meðan hún hélt áfram að hella. Sjúkraliðinn sagðist hafa hlaupið út úr herberginu undir þessum aðförum þar sem hún hefði ekki getað horft upp á þær. Þegar Steina hafi ákveðið að kalla á hjálp hafi það verið orðið of seint. Að sögn sjúkraliðanemans reyndu hún að mæla lífsmörk konunnar sem fór hrakandi. Eftir að búið var að hringja á lækni og sjúkrabíl og konan hafði verið lögð á gólfið hafi Steina klætt hana úr buxum sem voru gegnblautar og reynt að að klæða í hreinar. Þegar læknir hafi sagt að konan andaði ekki hafi Steina aðstoðað við að hnoða. Síðan hafi stuðningsfulltrúi tekið við hnoði og að lokum sjúkraflutningamenn. Sögð hranaleg við krefjandi sjúklinga Bæði sjúkraliðinn og stuðningsfulltrúinn höfðu orð á að samskipti Steinu við sjúklinga hefðu stundum verið stirð. Stuðningsfulltrúinn sagði lögreglu á sínum tíma að Steina gæti verið hranaleg við krefjandi sjúklinga eins og þann sem lést. Hún gæti verið óþarflega hörð og skipandi. Sjúkraliðinn, sem hafði unnið lengst þeirra þriggja á deildinni en þó ekki lengi, notaði enska orðið „rough“ eða hastarleg til að lýsa framkomu Steinu við sjúklinga. Hún hafi ekki borið virðingu fyrir sjúklingum og ekki verið rólegur starfsmaður að hennar reynslu af hjúkrunarfræðingnum. Þáverandi deildarstjóri geðdeildarinnar sagði fyrir dómi að Steina væri ágætishjúkrunarfræðingur en að hún væri „ekki allra“ án þess að fara nánar ofan í saumana á því. Annar hjúkrunarfræðingur á deildinni sagði að samkvæmt hennar reynslu hefðu samskipti Steinu við sjúklinga verið góð. Það hafi jafnvel verið sóst eftir henni. Fram kom í máli sama hjúkrunarfræðings að slæm reynsla væri af innanhússneyðarnúmeri spítalans, 99 99. Fyrir vikið væri hringt á sama tíma í 112 þar sem von væri á skjótari viðbrögðum frá Skógarhlíð en innan af spítalanum. Hún hefði heyrt að fleira starsfólk spítalans brygðist þannig við. Þannig hafi það verið þennan dag og svipað verið uppi á teningnum tveimur dögum síðar. Fram kom fyrir dómi í dag að ekki væri hægt að hringja í innanhússneyðarnúmerið úr farsíma, aðeins úr innanhússsíma. Bæði sjúkraliðinn og stuðningsfulltrúinn sögðu að Steina hefði ekki lýst atvikum rétt við lögreglukonu sem kom á deildina beint eftir andlátið. Þannig hafi hún aðeins sagst hafa gefið konunni örfáa sopa. „Það var ekki það sem gerðist,“ sagði stuðningsfulltrúinn. Á svokölluðum viðrunarfundi fljótlega eftir andlátið hafi Steina sagt eitthvað á þá leið að konan hafi verið mikið veik líkamlega og andlega og nú hefði hún fengið einhvers konar líkn. Aðalmeðferðinni verður framhaldið á morgun og áætlað að henni ljúki á föstudag.
Atvikaskráning Í lögum um landlækni og lýðheilsu segir að heilbrigðisstofnanir, sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn og aðrir sem veita heilbrigðisþjónustu skuli halda skrá um óvænt atvik í þeim tilgangi að finna skýringar á þeim og leita leiða til að tryggja að þau endurteki sig ekki. Með óvæntu atviki er átt við óhappatilvik, mistök, vanrækslu eða önnur atvik sem valdið hafa sjúklingi tjóni eða hefðu getað valdið sjúklingi tjóni.
Dómsmál Heilbrigðismál Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Landspítalinn Geðheilbrigði Tengdar fréttir Réttað yfir geðhjúkrunarfræðingi sem er sakaður um manndráp Aðalmeðferð í máli geðhjúkrunarfræðings á sjötugsaldri sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Umfjöllun um það sem fram kemur við þinghaldið er bönnuð þar til í lok dags. 24. maí 2023 08:33 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Réttað yfir geðhjúkrunarfræðingi sem er sakaður um manndráp Aðalmeðferð í máli geðhjúkrunarfræðings á sjötugsaldri sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Umfjöllun um það sem fram kemur við þinghaldið er bönnuð þar til í lok dags. 24. maí 2023 08:33