Landsliðið í nýtingu Þór Sigfússon skrifar 25. maí 2023 13:30 Íslendingar hafa forystu í nýtingu hvítfisks. Þar munar miklu á milli okkar og annarra landa; Ísland nýtir bróðurpart hvitfisks eða rösklega 90% á meðan margar þjóðir nýta 50-60%. Þannig henda aðrar þjóðir milljónum tonna af verðmætum próteinum og vítamínum í stað þess að nýta þau. Sjávarklasinn hefur unnið að því síðast liðinn áratug að efla samstarf milli útgerða, rannsóknarstofnanna og frumkvöðlafyrirtækja um fullnýtingu og sú vinna hefur skilað árangri. Eitt besta dæmið um slíkt samstarf er án efa þróun kollagens úr fiskroði sem klasinn ýtti fyrst úr vör árið 2012 og hefur síðan leitt af sér ýmis konar framleiðslu og áframvinnslu fiskroðs sem prótíngjafa. Kynning klasans utan Íslands á því sem klasinn hefur nefnt “landslið Íslands” í 100% fiski hefur líka vakið athygli á sérstöðu Íslands og þeim sprotum og fyrirtækjum sem hafa verið leiðandi á þessu sviði hérlendis. Nefna má í því sambandi fyrirtæki á borð við Lýsi, Kerecis, Haustak, Marine Collagen, Primex, Eylíf, Feel Iceland, Ensímtækni og Dropi svo einhver séu nefnd. Þetta landslið Íslendinga væri ugglaust mun minna ef ekki hefði komið til einstakt þjálfarateymi úr röðum rannsóknarstofnana eins og Matís og Háskóla Íslands, fjárhagslegur stuðningur opinberra samkeppnissjóða og síðast en ekki síst einstakur áhugi útgerða, sem hafa sýnt mikla framsýni og forystu á þessu sviði. 100% nýting er framtíðin Stöðugt koma fram hugmyndir um að bæta nýtingu og auka verðmæti einstakra parta fisksins, bæði uppsjávarfisks og botnfisk, skelfisks, þörunga ofl. Segja má að stærsta áskorun klasans hérlendis liggi í að liðsinna áfram frumkvöðlum í fullnýtingu og um leið að hvetja bæði fiskræktendur og útgerðir til að vinna að fullvinnsluverkefnum. Það er ekki síst í fiskeldi sem tækifæri eru til staðar. Landeldisfyfirtæki hafa sýnt samstarfi við klasann mikinn áhuga og líklegt er að í þeim efnum munu Íslendingar geta náð forystu á heimsvísu með þeim innviðum sem eru til staðar hérlendis í fullvinnslu. Með öðrum orðum, fullvinnslutækniþekking í hvítfiski hérlendis getur flýtt verulega fullvinnsluþróun á laxi og öðrum eldisfiski. Í því felast mikil tækifæri fyrir íslenskan eldisfisk til að skapa sér enn frekar sérstöðu á markaði sem umhverfisvænn kostur og þannig búa til enn frekari verðmæti í formi útflutningstekna. Verðmætt hug og tæknivit Mun meiri áhuga má finna á aðferðum Sjávarklasans og árangri Íslands á þessu sviði en okkur óraði fyrir. Beiðnir berast víða að frá stjórnvöldum, umhverfissamtökum og fleirum að þiggja aðstoð klasans eða fá kynningu á hugmyndum Íslendinga á þessu sviði. Mörg þessara verkefna teljum við að geti stuðlað að vaxandi ráðgjafarstarfsemi Íslendinga á erlendri grund og að aukinni sölu íslenskrar tækni og hugviti sem geti hjálpað hringrásarhagkerfi heimsins. Hér liggja tækifæri fyrir allt klasasamstarfi á Íslandi til að bæði hjálpa þjóðum að flýta hringrás og draga úr kolefnisfótsporinu og auka á sama tíma útflutning á íslensku hugviti- og tækniþekkingu sem skapar mikil verðmæti fyrir okkur öll. Sjávarklasinn Grandagarði 16, 101 Reykjavík heldur opið hús þann 25 maí frá 14.00-18.00. Öll velkomin Höfundur er stofnandi Sjávarklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Þór Sigfússon Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa forystu í nýtingu hvítfisks. Þar munar miklu á milli okkar og annarra landa; Ísland nýtir bróðurpart hvitfisks eða rösklega 90% á meðan margar þjóðir nýta 50-60%. Þannig henda aðrar þjóðir milljónum tonna af verðmætum próteinum og vítamínum í stað þess að nýta þau. Sjávarklasinn hefur unnið að því síðast liðinn áratug að efla samstarf milli útgerða, rannsóknarstofnanna og frumkvöðlafyrirtækja um fullnýtingu og sú vinna hefur skilað árangri. Eitt besta dæmið um slíkt samstarf er án efa þróun kollagens úr fiskroði sem klasinn ýtti fyrst úr vör árið 2012 og hefur síðan leitt af sér ýmis konar framleiðslu og áframvinnslu fiskroðs sem prótíngjafa. Kynning klasans utan Íslands á því sem klasinn hefur nefnt “landslið Íslands” í 100% fiski hefur líka vakið athygli á sérstöðu Íslands og þeim sprotum og fyrirtækjum sem hafa verið leiðandi á þessu sviði hérlendis. Nefna má í því sambandi fyrirtæki á borð við Lýsi, Kerecis, Haustak, Marine Collagen, Primex, Eylíf, Feel Iceland, Ensímtækni og Dropi svo einhver séu nefnd. Þetta landslið Íslendinga væri ugglaust mun minna ef ekki hefði komið til einstakt þjálfarateymi úr röðum rannsóknarstofnana eins og Matís og Háskóla Íslands, fjárhagslegur stuðningur opinberra samkeppnissjóða og síðast en ekki síst einstakur áhugi útgerða, sem hafa sýnt mikla framsýni og forystu á þessu sviði. 100% nýting er framtíðin Stöðugt koma fram hugmyndir um að bæta nýtingu og auka verðmæti einstakra parta fisksins, bæði uppsjávarfisks og botnfisk, skelfisks, þörunga ofl. Segja má að stærsta áskorun klasans hérlendis liggi í að liðsinna áfram frumkvöðlum í fullnýtingu og um leið að hvetja bæði fiskræktendur og útgerðir til að vinna að fullvinnsluverkefnum. Það er ekki síst í fiskeldi sem tækifæri eru til staðar. Landeldisfyfirtæki hafa sýnt samstarfi við klasann mikinn áhuga og líklegt er að í þeim efnum munu Íslendingar geta náð forystu á heimsvísu með þeim innviðum sem eru til staðar hérlendis í fullvinnslu. Með öðrum orðum, fullvinnslutækniþekking í hvítfiski hérlendis getur flýtt verulega fullvinnsluþróun á laxi og öðrum eldisfiski. Í því felast mikil tækifæri fyrir íslenskan eldisfisk til að skapa sér enn frekar sérstöðu á markaði sem umhverfisvænn kostur og þannig búa til enn frekari verðmæti í formi útflutningstekna. Verðmætt hug og tæknivit Mun meiri áhuga má finna á aðferðum Sjávarklasans og árangri Íslands á þessu sviði en okkur óraði fyrir. Beiðnir berast víða að frá stjórnvöldum, umhverfissamtökum og fleirum að þiggja aðstoð klasans eða fá kynningu á hugmyndum Íslendinga á þessu sviði. Mörg þessara verkefna teljum við að geti stuðlað að vaxandi ráðgjafarstarfsemi Íslendinga á erlendri grund og að aukinni sölu íslenskrar tækni og hugviti sem geti hjálpað hringrásarhagkerfi heimsins. Hér liggja tækifæri fyrir allt klasasamstarfi á Íslandi til að bæði hjálpa þjóðum að flýta hringrás og draga úr kolefnisfótsporinu og auka á sama tíma útflutning á íslensku hugviti- og tækniþekkingu sem skapar mikil verðmæti fyrir okkur öll. Sjávarklasinn Grandagarði 16, 101 Reykjavík heldur opið hús þann 25 maí frá 14.00-18.00. Öll velkomin Höfundur er stofnandi Sjávarklasans.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun