Að kíkja í pakkann Guðbrandur Einarsson skrifar 26. maí 2023 07:30 Við stjórnmálafólk berum ríka skyldu til að bæta hag almennings á hverjum tíma. Viðfangsefnin eru mismunandi og nauðsynlegt að horfa bæði til skemmri tíma og lengri. Við erum nú að upplifa verulegan óstöðugleika í íslensku efnahagslífi sem hefur neikvæð áhrif á lífskjörin í landinu. Þetta er alls ekki óþekkt fyrirbrigði íslensku samfélagi. Sveiflurnar eru miklar upp og niður. Við slíkar aðstæður er erfitt að gera einhver plön sem halda og því miður er það þannig að sú áætlun sem gerð var í dag er orðin úrelt á morgun. Í desember 2009 skipaði þáverandi utanríkisráðherra 10 samningahópa sem var ætlað að annast undirbúning aðildarviðræðna við ESB. Þeim viðræðum var síðan slitið illu heilli fjórum árum seinna eða í desember 2013 af öðrum utanríkisráðherra. Ástæðan sem hann bar fyrir sig var að ekki næðust samningar í sjávarútvegsmálum. Það vita það hins vegar allir að andstæðingar ESB aðildar nýttu sér ágreining um skiptingu makrílkvóta til þess að réttlæta viðræðuslit. Allir aðrir en Íslendingar gátu hins vegar gengið til samninga um skiptingu makrílkvótans. Norðmenn hafa tvisvar kíkt í pakkann Margir hafa talað með fyrirlitningu um að það hafi ekkert upp á sig að kíkja í pakkann. Fari menn í viðræður sé það til þess að fara inn. Því er til að svara að Norðmenn hafa í tvígang kíkt í þennan pakka og ákveðið að hafna honum, með naumindum þó. Við erum hins vegar alltaf í þeirri stöðu að þeir sem ráða för neita þjóðinni um að fá úr því skorið hvort aðild að ESB geti verið vænleg eða ekki. Þá er borið fyrir sig fullveldisafsali, að stjórn sjávarútvegs hverfi til Brussel og að íslenskur landbúnaður lendi í kröggum. Ekkert af þessu hefur verið fullreynt. Ekkert þeirra ríkja sem nú mynda Evrópusambandið telja sig hafa tapað fullveldinu. Þau telja sig að sjálfsögðu fullvalda ríki í samstarfi við önnur ríki (eins og við Íslendingar erum á mörgum sviðum líka). Reglan um hlutfallslegan stöðugleika ætti að tryggja okkur yfirráð yfir fiskimiðunum við Íslands þar sem að ekkert ríki innan ESB hefur stundað hér veiðar í áratugi. Hvað varðar landbúnaðinn sem skiptir okkur svo miklu þá fengu Finnar og Svíar samþykktan viðauka við ESB samninginn um landbúnað á köldum svæðum og ætti allt Ísland að falla þar undir með ívilnunum fyrir íslenskan landbúnað. Það er því ekki hægt að sjá að rök andstæðinga ESB aðildar haldi vatni. Hvað gæti verið í pakkanum? Það er eftir ýmsu að slægjast með aðild að ESB fyrir íslenskan almenning. Hagfræðingar hafa talað um að viðvarandi vaxtamunur við útlönd upp á 3-4% myndi minnka verulega. Það samsvarar um 300 milljörðum króna fyrir íslenskt samfélag. Þó að upphæðin væri ekki þessi tala þá myndi það skipta okkur máli að njóta sambærilegra vaxtakjara og samanburðarþjóðir í Evrópu. Það er í þessu samhengi áhugavert að velta því upp að framlag til heilbrigðismála er um 320 milljarðar. Við myndum sjá tollamúra hrynja og aðgengi að mörkuðum aukast. Það hefur í för með sér lægra matarverð og þar með aukinn kaupmátt launanna okkar. Hræðslupólitík Við megum ekki láta hræðslupólitík þeirra sem hugsa fyrst og fremst um að gæta sérhagsmuna hræða okkur frá því að skoða hvað getur komið okkur vel í nútíð og framtíð. Þröstur Ólafsson hagfræðingur sagði í færslu á Facebook nýverið, að upptaka stöðugri gjaldmiðils væri „höfuðforsenda allra aðgerða“ fyrir traustu velferðarkerfi og heilbrigðum ríkisfjármálum. Hann hefði tekið þátt í ótal tilraunum til varanleika með krónuna við stýrið sem ætíð hafi brostið. Við náum ekki langt ef við neitum að læra af reynslunni. Það er ekki bara stór ákvörðun að ganga í Evrópusambandið en það er líka stór ákvörðun að gera það ekki. Stjórnmálafólk sem ber hag almennings fyrir brjósti verður að beita sér fyrir því að viðræðunum verði haldið áfram svo við fáum að sjá hvað er í pakkanum í raun og veru. Tilraunirnar með krónuna hafa verið margar eins og hagfræðingurinn Þröstur bendir á, en hversu lengi ætlum við að vera tilraunadýr í tilraunum sem dæmdar eru til að mistakast? Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Viðreisn Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Við stjórnmálafólk berum ríka skyldu til að bæta hag almennings á hverjum tíma. Viðfangsefnin eru mismunandi og nauðsynlegt að horfa bæði til skemmri tíma og lengri. Við erum nú að upplifa verulegan óstöðugleika í íslensku efnahagslífi sem hefur neikvæð áhrif á lífskjörin í landinu. Þetta er alls ekki óþekkt fyrirbrigði íslensku samfélagi. Sveiflurnar eru miklar upp og niður. Við slíkar aðstæður er erfitt að gera einhver plön sem halda og því miður er það þannig að sú áætlun sem gerð var í dag er orðin úrelt á morgun. Í desember 2009 skipaði þáverandi utanríkisráðherra 10 samningahópa sem var ætlað að annast undirbúning aðildarviðræðna við ESB. Þeim viðræðum var síðan slitið illu heilli fjórum árum seinna eða í desember 2013 af öðrum utanríkisráðherra. Ástæðan sem hann bar fyrir sig var að ekki næðust samningar í sjávarútvegsmálum. Það vita það hins vegar allir að andstæðingar ESB aðildar nýttu sér ágreining um skiptingu makrílkvóta til þess að réttlæta viðræðuslit. Allir aðrir en Íslendingar gátu hins vegar gengið til samninga um skiptingu makrílkvótans. Norðmenn hafa tvisvar kíkt í pakkann Margir hafa talað með fyrirlitningu um að það hafi ekkert upp á sig að kíkja í pakkann. Fari menn í viðræður sé það til þess að fara inn. Því er til að svara að Norðmenn hafa í tvígang kíkt í þennan pakka og ákveðið að hafna honum, með naumindum þó. Við erum hins vegar alltaf í þeirri stöðu að þeir sem ráða för neita þjóðinni um að fá úr því skorið hvort aðild að ESB geti verið vænleg eða ekki. Þá er borið fyrir sig fullveldisafsali, að stjórn sjávarútvegs hverfi til Brussel og að íslenskur landbúnaður lendi í kröggum. Ekkert af þessu hefur verið fullreynt. Ekkert þeirra ríkja sem nú mynda Evrópusambandið telja sig hafa tapað fullveldinu. Þau telja sig að sjálfsögðu fullvalda ríki í samstarfi við önnur ríki (eins og við Íslendingar erum á mörgum sviðum líka). Reglan um hlutfallslegan stöðugleika ætti að tryggja okkur yfirráð yfir fiskimiðunum við Íslands þar sem að ekkert ríki innan ESB hefur stundað hér veiðar í áratugi. Hvað varðar landbúnaðinn sem skiptir okkur svo miklu þá fengu Finnar og Svíar samþykktan viðauka við ESB samninginn um landbúnað á köldum svæðum og ætti allt Ísland að falla þar undir með ívilnunum fyrir íslenskan landbúnað. Það er því ekki hægt að sjá að rök andstæðinga ESB aðildar haldi vatni. Hvað gæti verið í pakkanum? Það er eftir ýmsu að slægjast með aðild að ESB fyrir íslenskan almenning. Hagfræðingar hafa talað um að viðvarandi vaxtamunur við útlönd upp á 3-4% myndi minnka verulega. Það samsvarar um 300 milljörðum króna fyrir íslenskt samfélag. Þó að upphæðin væri ekki þessi tala þá myndi það skipta okkur máli að njóta sambærilegra vaxtakjara og samanburðarþjóðir í Evrópu. Það er í þessu samhengi áhugavert að velta því upp að framlag til heilbrigðismála er um 320 milljarðar. Við myndum sjá tollamúra hrynja og aðgengi að mörkuðum aukast. Það hefur í för með sér lægra matarverð og þar með aukinn kaupmátt launanna okkar. Hræðslupólitík Við megum ekki láta hræðslupólitík þeirra sem hugsa fyrst og fremst um að gæta sérhagsmuna hræða okkur frá því að skoða hvað getur komið okkur vel í nútíð og framtíð. Þröstur Ólafsson hagfræðingur sagði í færslu á Facebook nýverið, að upptaka stöðugri gjaldmiðils væri „höfuðforsenda allra aðgerða“ fyrir traustu velferðarkerfi og heilbrigðum ríkisfjármálum. Hann hefði tekið þátt í ótal tilraunum til varanleika með krónuna við stýrið sem ætíð hafi brostið. Við náum ekki langt ef við neitum að læra af reynslunni. Það er ekki bara stór ákvörðun að ganga í Evrópusambandið en það er líka stór ákvörðun að gera það ekki. Stjórnmálafólk sem ber hag almennings fyrir brjósti verður að beita sér fyrir því að viðræðunum verði haldið áfram svo við fáum að sjá hvað er í pakkanum í raun og veru. Tilraunirnar með krónuna hafa verið margar eins og hagfræðingurinn Þröstur bendir á, en hversu lengi ætlum við að vera tilraunadýr í tilraunum sem dæmdar eru til að mistakast? Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun