„Setur fleiri parsambönd úr skorðum en framhjáhald“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. maí 2023 21:51 Theodór Francis Birgisson félags- og fjölskylduráðgjafi Skjáskot/Stöð 2 „Streita í fjármálum setur fleiri parsambönd úr skorðum heldur en framhjáhald,“ segir Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi. Hann segist oftast hitta pör sem hafi áhyggjur af fjármálum. Lykilatriði sé samskipti. Verðbólga, stýrivaxtahækkanir, verkföll og húsnæðisvandi herja á landann þessi misserin. Í mörg horn er að líta þegar kreppir að og eru parsambönd þar ekki undanskilin. „Við heyrum mikið af þessum áhyggjum hjá þeim sem koma í viðtöl til okkar,“ segir Theodór sem var til viðtals um þessi mál á Reykjavík síðdegis. Hann segir að bæta þurfi samskipti para og foreldra, sem og samskipti foreldra og barna. „Þar koma snjalltæki og þessi dásamlega tækni inn, sem getur bitið okkur í rassinn á ýmsum stöðum.“ Theodór segir fjármál eitt af helstu sex atriðum sem helst komi parsamböndum í vandamál. „Streita í fjármálum setur fleiri parsambönd úr skorðum heldur en framhjáhald,“ segir Theódór. Önnur atriði séu samskipti, kynlíf, verkaskipting heima fyrir, samskipti við fjölskyldur og vinnustaðir. Ofan á fjármálaáhyggjur koma verkföll. Er þetta eitruð blanda? „Þetta er uppskrift að vandræðum. Því miður eru ótrúlega margir sem taka vitlausar ákvarðanir í þessu öngstræti, oft á tíðum er ákvörðunin sem er tekin eingöngu til þess fallin að auka á vandann. Til dæmis þegar við reynum að búa til ótrúlega flottar ferðir til að bæta upp tjónið,“ segir hann. Lykilatriði sé að átta sig á því hvað fólk vilji fá út úr því að vera fjölskylda. „Þar flaskar fólk ótrúlega oft.“ Theodór segist oftast hitta pör sem hafi áhyggjur af fjármálum. „Það eru óuppfylltar væntingar sem fólk er í vandræðum með. Væntingar verða óuppfylltar þegar annar aðilinn veit ekki ekki væntingar hins aðilans af því að það er ekki búið að tala um það,“ segir Theodór. Samskipti sé því lykilatriði. Ætti að vera skýr verkaskipting hjá pörum? „Já. Ég spyr oft hversu marga stjórnarfundi heldur fjölskyldan? Hversu oft sest fjölskyldan niður til að athuga hvað er að gerast í þessari viku, þessum mánuði? Hvaða framtíðarsýn höfum við? Ég hef á öllum mínum ferli komið með tvö slagorð. Annað er svona: Ef ég veit ekki hvert ég er að fara, þá er ólíklegt að ég komist þangað. Þetta á líka við um rekstur fjölskyldunnar. Ef ég veit ekki hvers er vænst af mér og ég veit ekki hvers ég vænti af maka mínum, þá náum við aldrei saman um það,“ segir Theodór. Viðtalið við hann má hlusta á í heild sinni í spilaranum að ofan. Ástin og lífið Fjármál heimilisins Reykjavík síðdegis Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Verðbólga, stýrivaxtahækkanir, verkföll og húsnæðisvandi herja á landann þessi misserin. Í mörg horn er að líta þegar kreppir að og eru parsambönd þar ekki undanskilin. „Við heyrum mikið af þessum áhyggjum hjá þeim sem koma í viðtöl til okkar,“ segir Theodór sem var til viðtals um þessi mál á Reykjavík síðdegis. Hann segir að bæta þurfi samskipti para og foreldra, sem og samskipti foreldra og barna. „Þar koma snjalltæki og þessi dásamlega tækni inn, sem getur bitið okkur í rassinn á ýmsum stöðum.“ Theodór segir fjármál eitt af helstu sex atriðum sem helst komi parsamböndum í vandamál. „Streita í fjármálum setur fleiri parsambönd úr skorðum heldur en framhjáhald,“ segir Theódór. Önnur atriði séu samskipti, kynlíf, verkaskipting heima fyrir, samskipti við fjölskyldur og vinnustaðir. Ofan á fjármálaáhyggjur koma verkföll. Er þetta eitruð blanda? „Þetta er uppskrift að vandræðum. Því miður eru ótrúlega margir sem taka vitlausar ákvarðanir í þessu öngstræti, oft á tíðum er ákvörðunin sem er tekin eingöngu til þess fallin að auka á vandann. Til dæmis þegar við reynum að búa til ótrúlega flottar ferðir til að bæta upp tjónið,“ segir hann. Lykilatriði sé að átta sig á því hvað fólk vilji fá út úr því að vera fjölskylda. „Þar flaskar fólk ótrúlega oft.“ Theodór segist oftast hitta pör sem hafi áhyggjur af fjármálum. „Það eru óuppfylltar væntingar sem fólk er í vandræðum með. Væntingar verða óuppfylltar þegar annar aðilinn veit ekki ekki væntingar hins aðilans af því að það er ekki búið að tala um það,“ segir Theodór. Samskipti sé því lykilatriði. Ætti að vera skýr verkaskipting hjá pörum? „Já. Ég spyr oft hversu marga stjórnarfundi heldur fjölskyldan? Hversu oft sest fjölskyldan niður til að athuga hvað er að gerast í þessari viku, þessum mánuði? Hvaða framtíðarsýn höfum við? Ég hef á öllum mínum ferli komið með tvö slagorð. Annað er svona: Ef ég veit ekki hvert ég er að fara, þá er ólíklegt að ég komist þangað. Þetta á líka við um rekstur fjölskyldunnar. Ef ég veit ekki hvers er vænst af mér og ég veit ekki hvers ég vænti af maka mínum, þá náum við aldrei saman um það,“ segir Theodór. Viðtalið við hann má hlusta á í heild sinni í spilaranum að ofan.
Ástin og lífið Fjármál heimilisins Reykjavík síðdegis Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið