Úkraínumenn tilbúnir til að hefja gagnsóknina Samúel Karl Ólason skrifar 3. júní 2023 09:22 Úkraínskir hermenn að störfum á Donbas-svæðinu svokallaða í austurhluta Úkraínu. Getty/Lev Radi Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Úkraínumenn tilbúna til gagnsóknar gegn Rússum. Hann segir að sóknin verði erfið og kostnaðarsöm en hann hafi trú á því að hún muni heppnast, þó hún gæti tekið langan tíma. „Ég veit ekki hve langan tíma hún mun taka,“ sagði Selenskí um gagnsóknina í viðtali við Wall Street Journal. „Í sannleikanum sagt getur hún farið á ýmsa vegu. En við ætlum að gera þetta og við erum tilbúin.“ Úkraínumenn hafa í vetur myndað nýjar hersveitir sem margar eru búnir vestrænum skrið- og bryndrekum og þjálfaðar af herjum Atlantshafsbandalagsins. Þessar væntanlegu gagnsókn Úkraínumanna hefur verið lýst sem vorsókn en fyrir um þremur vikum sagði Selenskí að Úkraínumenn þyrftu meiri tíma. Selenskí sagði þá að þörf væri á frekari hergögnum til að forðast óþarfa dauðsföll úkraínskra hermanna. Sjá einnig: Selenskí segir Úkraínumenn þurfa meiri tíma Í áðurnefndu viðtali sem birt var í morgun, segir Selenskí að enn sé þörf á hergögnum og þá sérstaklega skotfærum fyrir Patriot-loftvarnarkerfi sem Úkraínumenn hafa. Skotfærin þyrfti til að verja óbreytta borgara gegn árásum Rússa en þeir hafa gert tíðar og umfangsmiklar árásir á úkraínskar borgir á undanförnum víkum. Selenskí sagði að einnig þyrfti skotfæri til að verja hermenn á víglínunni. Hann viðurkenndi að Rússar hefðu yfirráð í loftunum yfir víglínunni og sagði það geta leitt til þess að margir úkraínskir hermenn falli í gagnsókninni. „Við hefðum viljað fá tiltekna hluti en við getum ekki beðið í marga mánuði,“ sagði Selenskí. Hann sagði einnig að úkraínskir hermenn væru öflugri en þeir rússnesku og þeir hefðu meiri baráttuanda. Frá þjálfun úkraínskra hermanna í Karkív-héraði.AP/Andrii Marienko Reyna að grafa undan birgðaneti Rússa Frá því Selenskí sagði Úkraínumenn þurfa meiri tíma hafa þeir fengið frekari hergagnasendingar og þar á meðal voru Storm Shadow stýriflaugar frá Bretlandi og Frakklandi. þær geta borið um 450 kílóa sprengihleðslu eru sagðar drífa rúma 250 kílómetra. Það hefur gefið Úkraínumönnum færi á því að gera árásir á betur varin skotmörk en áður og í meiri fjarlægð en áður. Stýriflaugarnar hafa verið notaðar til að grafa undan birgðaneti Rússa og skipulagi í aðdraganda gagnsóknarinnar. Sjá einnig: Breskar stýriflaugar fluttar til Úkraínu Sérfræðingar bresku hugveitunnar Royal United Services Institution, sem er elsta hugveita heimsins sem fjallar um hernað, segja að til að ná árangri sé mikilvægt fyrir Úkraínumenn að komast í gegnum varnir Rússa og hersveitum Rússa á hreyfingu. Þannig gætu Rússar misst allt skipulag og samheldni. Hafa byggt upp varnir Rússar reyndu að sækja fram víða á víglínunni í austurhluta Úkraínu en með verulega takmörkuðum árangri. Þeirra helsti árangur var að ná bænum Bakhmut eftir tæplega árs baráttu og með gífurlegum tilkostnaði í mannafla, skotfærum og öðrum hergögnum. Samhliða vetursókninni voru Rússar að byggja upp varnir í suðri og í austri. Varnir þessar eru umfangsmiklar og sjást á gervihnattarmyndum. Meðal annars felast þær á steyptum skriðdrekatálmum sem kallast „Drekatennur“ sem settir eru fyrir framan skotgrafir rússneskra hermanna. Rússar eru einnig taldir hafa komið fyrir miklu magni jarðsprengja. Úkraínumenn hafa einnig komið fyrir fjölmörgum jarðsprengjum víða og þurfa fyrst að komast yfir þær. Talið er að varnir Rússa séu að mestu mannaðar kvaðmönnum, sem hafa verið skikkaðir til herþjónustu og eru tiltölulega reynslulitlir eða hafa enga reynslu af herþjónustu. Það sama er þó upp á teningnum hjá Úkraínumönnum, þar sem nýjar hersveitir þeirra eru einnig að mestu skipaðar kvaðmönnum. Vill inngöngu strax eftir stríð Selenskí sagði einnig í viðtalinu við WSJ að honum þætti mikilvægt að Úkraínumönnum yrði greidd leið að inngöngu í NATO á leiðtogafundinum í Litháen í næsta mánuði. Hann segist átta sig á því að einhverjir leiðtogar NATO óttuðust að hleypa Úkraínumönnum inn af ótta við Rússa. Forsetinn sagðist einnig ekki búast við því að Úkraínumenn fengu inngöngu á meðan þeir eiga í átökum við Rússa en hann vilji viðurkenningu á því að innganga muni eiga sér stað eftir að stríðinu lýkur. Selenskí sagðist þó ekki vita hvort slík fyrirheit væru í boði fyrir Úkraínumenn í Litháen í næsta mánuði. Sérfræðingar búast margir hverjir við því að Úkraínumenn muni reyna að sækja fram í Saporisjía héraði, með því markmiði að skera á landbrú Rússa til Krímskaga. Með því að sækja fram alla leið að ströndum Asóvhafs myndu Úkraínumenn einnig hafa færi á því að skjóta eldflaugum á brúnna yfir Kerch-sund og skip á hafinu. Rússar eru sagðir hafa senta marga hermenn þangað á undanförnum mánuðum. Rússneskur herbloggari sagði frá því í morgun að Úkraínumenn væru að gera umfangsmiklar stórskotaliðsárásir á rússneska hermenn í héraðinu, sem hefðu takmarkaða getu til að svara fyrir sig. Kvartaði hann yfir því að skothríð Úkraínumanna væri ekki svarað. Russian reporter Sladkov, who is known for his reassuring posts, says the Russian army is completely lacking counter-battery fire, and notifies of "unpleasant events" in Zaporizhzhia direction, a place where an important Ukrainian strike might occur during the counter-offensive. pic.twitter.com/3MScjCFeMD— Dmitri (@wartranslated) June 3, 2023 Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður NATO Tengdar fréttir Umfangsmikil eldflaugaárás á Kænugarð í morgun Íbúar um gervalla Úkraínu vöknuðu upp við loftvarnaflautur snemma í morgun vegna umfangsmikillar árásar Rússa og fólki sagt að leita skjóls. 2. júní 2023 06:35 Ætla að takmarka aðgang Rússa að færeyskum höfnum Færeyska heimastjórnin ætlar að takmarka aðgang rússneskra skipa að höfnum á eyjunum og banna viðgerðir á þeim nema í neyðartilfellum. Þá ætlar hún að ákveða það fyrir haustið hvort að umdeildur fiskveiðisamningur við Rússa verði framlengdur. 1. júní 2023 14:04 Ellefu ára stúlka í hópi látinna í eldflaugaárás á Kænugarð Ellefu ára stúlka, 34 ára móðir hennar og önnur 33 ára kona létust í eldflaugaárásum Rússa í Kænugarð snemma í morgun. Auk þess særðust tólf manns í árásunum. 1. júní 2023 07:37 Skipa Rússum að loka fjórum af fimm ræðismannsskrifstofum Yfirvöld í Þýskalandi hafa gert Rússum að loka fjórum af fimm ræðismannsskrifstofum þeirra þar í landi. Það er í kjölfar þess að ráðamenn í Rússlandi settu takmark á fjölda starfsmanna sendiráðs og ræðismannsskrifstofa Þjóðverja í Rússlandi. 31. maí 2023 20:27 Segir árásina á Moskvu vera hryðjuverk Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að drónaárás á Mosvku í morgun sé hryðjuverk. Árásinni hafi verið ætlað að hræða Rússa og ögra Rússum til að bregðast við með sambærilegum hætti. 30. maí 2023 18:51 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Fleiri fréttir Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Sjá meira
„Ég veit ekki hve langan tíma hún mun taka,“ sagði Selenskí um gagnsóknina í viðtali við Wall Street Journal. „Í sannleikanum sagt getur hún farið á ýmsa vegu. En við ætlum að gera þetta og við erum tilbúin.“ Úkraínumenn hafa í vetur myndað nýjar hersveitir sem margar eru búnir vestrænum skrið- og bryndrekum og þjálfaðar af herjum Atlantshafsbandalagsins. Þessar væntanlegu gagnsókn Úkraínumanna hefur verið lýst sem vorsókn en fyrir um þremur vikum sagði Selenskí að Úkraínumenn þyrftu meiri tíma. Selenskí sagði þá að þörf væri á frekari hergögnum til að forðast óþarfa dauðsföll úkraínskra hermanna. Sjá einnig: Selenskí segir Úkraínumenn þurfa meiri tíma Í áðurnefndu viðtali sem birt var í morgun, segir Selenskí að enn sé þörf á hergögnum og þá sérstaklega skotfærum fyrir Patriot-loftvarnarkerfi sem Úkraínumenn hafa. Skotfærin þyrfti til að verja óbreytta borgara gegn árásum Rússa en þeir hafa gert tíðar og umfangsmiklar árásir á úkraínskar borgir á undanförnum víkum. Selenskí sagði að einnig þyrfti skotfæri til að verja hermenn á víglínunni. Hann viðurkenndi að Rússar hefðu yfirráð í loftunum yfir víglínunni og sagði það geta leitt til þess að margir úkraínskir hermenn falli í gagnsókninni. „Við hefðum viljað fá tiltekna hluti en við getum ekki beðið í marga mánuði,“ sagði Selenskí. Hann sagði einnig að úkraínskir hermenn væru öflugri en þeir rússnesku og þeir hefðu meiri baráttuanda. Frá þjálfun úkraínskra hermanna í Karkív-héraði.AP/Andrii Marienko Reyna að grafa undan birgðaneti Rússa Frá því Selenskí sagði Úkraínumenn þurfa meiri tíma hafa þeir fengið frekari hergagnasendingar og þar á meðal voru Storm Shadow stýriflaugar frá Bretlandi og Frakklandi. þær geta borið um 450 kílóa sprengihleðslu eru sagðar drífa rúma 250 kílómetra. Það hefur gefið Úkraínumönnum færi á því að gera árásir á betur varin skotmörk en áður og í meiri fjarlægð en áður. Stýriflaugarnar hafa verið notaðar til að grafa undan birgðaneti Rússa og skipulagi í aðdraganda gagnsóknarinnar. Sjá einnig: Breskar stýriflaugar fluttar til Úkraínu Sérfræðingar bresku hugveitunnar Royal United Services Institution, sem er elsta hugveita heimsins sem fjallar um hernað, segja að til að ná árangri sé mikilvægt fyrir Úkraínumenn að komast í gegnum varnir Rússa og hersveitum Rússa á hreyfingu. Þannig gætu Rússar misst allt skipulag og samheldni. Hafa byggt upp varnir Rússar reyndu að sækja fram víða á víglínunni í austurhluta Úkraínu en með verulega takmörkuðum árangri. Þeirra helsti árangur var að ná bænum Bakhmut eftir tæplega árs baráttu og með gífurlegum tilkostnaði í mannafla, skotfærum og öðrum hergögnum. Samhliða vetursókninni voru Rússar að byggja upp varnir í suðri og í austri. Varnir þessar eru umfangsmiklar og sjást á gervihnattarmyndum. Meðal annars felast þær á steyptum skriðdrekatálmum sem kallast „Drekatennur“ sem settir eru fyrir framan skotgrafir rússneskra hermanna. Rússar eru einnig taldir hafa komið fyrir miklu magni jarðsprengja. Úkraínumenn hafa einnig komið fyrir fjölmörgum jarðsprengjum víða og þurfa fyrst að komast yfir þær. Talið er að varnir Rússa séu að mestu mannaðar kvaðmönnum, sem hafa verið skikkaðir til herþjónustu og eru tiltölulega reynslulitlir eða hafa enga reynslu af herþjónustu. Það sama er þó upp á teningnum hjá Úkraínumönnum, þar sem nýjar hersveitir þeirra eru einnig að mestu skipaðar kvaðmönnum. Vill inngöngu strax eftir stríð Selenskí sagði einnig í viðtalinu við WSJ að honum þætti mikilvægt að Úkraínumönnum yrði greidd leið að inngöngu í NATO á leiðtogafundinum í Litháen í næsta mánuði. Hann segist átta sig á því að einhverjir leiðtogar NATO óttuðust að hleypa Úkraínumönnum inn af ótta við Rússa. Forsetinn sagðist einnig ekki búast við því að Úkraínumenn fengu inngöngu á meðan þeir eiga í átökum við Rússa en hann vilji viðurkenningu á því að innganga muni eiga sér stað eftir að stríðinu lýkur. Selenskí sagðist þó ekki vita hvort slík fyrirheit væru í boði fyrir Úkraínumenn í Litháen í næsta mánuði. Sérfræðingar búast margir hverjir við því að Úkraínumenn muni reyna að sækja fram í Saporisjía héraði, með því markmiði að skera á landbrú Rússa til Krímskaga. Með því að sækja fram alla leið að ströndum Asóvhafs myndu Úkraínumenn einnig hafa færi á því að skjóta eldflaugum á brúnna yfir Kerch-sund og skip á hafinu. Rússar eru sagðir hafa senta marga hermenn þangað á undanförnum mánuðum. Rússneskur herbloggari sagði frá því í morgun að Úkraínumenn væru að gera umfangsmiklar stórskotaliðsárásir á rússneska hermenn í héraðinu, sem hefðu takmarkaða getu til að svara fyrir sig. Kvartaði hann yfir því að skothríð Úkraínumanna væri ekki svarað. Russian reporter Sladkov, who is known for his reassuring posts, says the Russian army is completely lacking counter-battery fire, and notifies of "unpleasant events" in Zaporizhzhia direction, a place where an important Ukrainian strike might occur during the counter-offensive. pic.twitter.com/3MScjCFeMD— Dmitri (@wartranslated) June 3, 2023
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður NATO Tengdar fréttir Umfangsmikil eldflaugaárás á Kænugarð í morgun Íbúar um gervalla Úkraínu vöknuðu upp við loftvarnaflautur snemma í morgun vegna umfangsmikillar árásar Rússa og fólki sagt að leita skjóls. 2. júní 2023 06:35 Ætla að takmarka aðgang Rússa að færeyskum höfnum Færeyska heimastjórnin ætlar að takmarka aðgang rússneskra skipa að höfnum á eyjunum og banna viðgerðir á þeim nema í neyðartilfellum. Þá ætlar hún að ákveða það fyrir haustið hvort að umdeildur fiskveiðisamningur við Rússa verði framlengdur. 1. júní 2023 14:04 Ellefu ára stúlka í hópi látinna í eldflaugaárás á Kænugarð Ellefu ára stúlka, 34 ára móðir hennar og önnur 33 ára kona létust í eldflaugaárásum Rússa í Kænugarð snemma í morgun. Auk þess særðust tólf manns í árásunum. 1. júní 2023 07:37 Skipa Rússum að loka fjórum af fimm ræðismannsskrifstofum Yfirvöld í Þýskalandi hafa gert Rússum að loka fjórum af fimm ræðismannsskrifstofum þeirra þar í landi. Það er í kjölfar þess að ráðamenn í Rússlandi settu takmark á fjölda starfsmanna sendiráðs og ræðismannsskrifstofa Þjóðverja í Rússlandi. 31. maí 2023 20:27 Segir árásina á Moskvu vera hryðjuverk Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að drónaárás á Mosvku í morgun sé hryðjuverk. Árásinni hafi verið ætlað að hræða Rússa og ögra Rússum til að bregðast við með sambærilegum hætti. 30. maí 2023 18:51 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Fleiri fréttir Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Sjá meira
Umfangsmikil eldflaugaárás á Kænugarð í morgun Íbúar um gervalla Úkraínu vöknuðu upp við loftvarnaflautur snemma í morgun vegna umfangsmikillar árásar Rússa og fólki sagt að leita skjóls. 2. júní 2023 06:35
Ætla að takmarka aðgang Rússa að færeyskum höfnum Færeyska heimastjórnin ætlar að takmarka aðgang rússneskra skipa að höfnum á eyjunum og banna viðgerðir á þeim nema í neyðartilfellum. Þá ætlar hún að ákveða það fyrir haustið hvort að umdeildur fiskveiðisamningur við Rússa verði framlengdur. 1. júní 2023 14:04
Ellefu ára stúlka í hópi látinna í eldflaugaárás á Kænugarð Ellefu ára stúlka, 34 ára móðir hennar og önnur 33 ára kona létust í eldflaugaárásum Rússa í Kænugarð snemma í morgun. Auk þess særðust tólf manns í árásunum. 1. júní 2023 07:37
Skipa Rússum að loka fjórum af fimm ræðismannsskrifstofum Yfirvöld í Þýskalandi hafa gert Rússum að loka fjórum af fimm ræðismannsskrifstofum þeirra þar í landi. Það er í kjölfar þess að ráðamenn í Rússlandi settu takmark á fjölda starfsmanna sendiráðs og ræðismannsskrifstofa Þjóðverja í Rússlandi. 31. maí 2023 20:27
Segir árásina á Moskvu vera hryðjuverk Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að drónaárás á Mosvku í morgun sé hryðjuverk. Árásinni hafi verið ætlað að hræða Rússa og ögra Rússum til að bregðast við með sambærilegum hætti. 30. maí 2023 18:51