„Þetta eru risastórar fréttir“ Aron Guðmundsson skrifar 11. júní 2023 10:03 Björn Berg Gunnarsson. Vísir/Vilhelm „Þetta eru risastórar fréttir,“ segir Björn Berg Gunnarsson, um nýjustu vendingar í golfheiminum þar sem að fjárfestingasjóður Sádi-Arabíu er kominn saman í eina sæng með stærstu mótaröðum íþróttarinnar. Björn öllum hnútum kunnugur er kemur að fjármálum og íþróttum og fréttirnar um samstarf Fjárfestingasjóðs Sádi-Arabíu við PGA- og DP mótaraðirnar í golfi fóru ekki fram hjá honum. „Þetta eru auðvitað risastórar fréttir,“ sagði Björn í Sportpakkanum á Stöð 2. „Ég held að á fjármálahliðinni í íþróttunum höfum við nú varla heyrt stærri fréttir undanfarin ár eða áratugi. Þetta eru heilmiklar fréttir vegna þess að í rauninni, með ákveðinni einföldun, mættum við segja að með þessu sé konungsfjölskyldan í Sádi-Arabíu að kaupa efsta lag golfíþróttarinnar.“ Fjárfestingasjóður Sádi-Arabíu, betur þekktur sem PIF, samanstendur af olíupeningum Sádi-Arabíu og heyrir undir konungsfjölskyldu ríkisins. „Við getum kallað þetta þjóðarsjóð eða fjárfestingasjóð Sádi-Arabíu og þessi sjóður er að langmestu fullur af olíupeningum en það hefur verið lögð áhersla á það núna að setja eggin í svolítið fleiri körfur. Að bæta úr eignardreifingu þessa stóra og mikla eignasafni Sádanna og áberandi hluti af því hefur verið gert í gegnum íþróttir.“ Það var árið 2021 sem LIV mótaröðin, sem var keyrð áfram á fjármagni frá Sádi-Arabíu, var stofnuð til höfuðs PGA mótaröðinni og náði hún að lokka til sín nokkra af helstu kylfingum heims. Síðan þá hefur ríkt hatrömm deila þeirra sem standa á baki mótaröðunum tveimur og því koma nýjustu fréttir því mörgum á óvart. Óvíst er hvað tekur nú við og hver örlög LIV mótaraðarinnar verða. „Nú spyrjum við okkur að því, hvað verður til dæmis um LIV-mótaröðina. Er ekki akkúrat ástæðan fyrir því að vera gera þetta til þess að allir þessir kylfingar séu að spila í sömu mótunum og var það ekki það sem í raun og veru gerðist, þegar verið var að kljúfa þetta í sundur, að það svolítið vantaði. Við eigum svo sem eftir að sjá hvernig spilast úr því en það er ekki ólíklegt að LIV-mótaröðin hreinlega leggist af. Vegna þess að Sádarnir stjórna PGA-mótaröðinni núna, ekki að fullu og ekki eingöngu en það verður smíðuð regnhlíf yfir þetta nýja apparat sem sá sem stýrir peningum PIF, sá sem stýrir olíufyrirtæki Sádi-Araba mun stjórna.“ Konungsfjölskyldan í Sádi-Arabíu er sökuð um íþróttahvítþvott, að beita íþróttum til þess að fegra eða fela slæmt orðspor sitt. „Gagnrýnendur þessara viðskipta hafa bent á að þetta sé augljóst framhald af því sem Sádi-Arabía hefur gert hingað til, sem talið er hafa verið mikill íþróttahvítþvottur. Það þarf svo sem ekki að koma á óvart því staðreyndin virðist vera sú að þessi íþróttahvítþvottur virkar. Það eru ekki bara Sádar sem hafa góða reynslu af því í þessu samhengi, heldur aðrir líka og hvort sem ástæðan sé sú að þetta sé eðlilegur partur af fjárfestinga mengi sádiarabíska fjárfestingasjóðsins eða hvort að þessu sé ætlað að þvo ímynd Sádi-Arabíu alþjóðlega í gegnum íþróttirnar þá mun það án efa hafa mjög jákvæð áhrif fyrir Sádana og á það hljóta þeir að treysta líka.“ LIV-mótaröðin Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Björn öllum hnútum kunnugur er kemur að fjármálum og íþróttum og fréttirnar um samstarf Fjárfestingasjóðs Sádi-Arabíu við PGA- og DP mótaraðirnar í golfi fóru ekki fram hjá honum. „Þetta eru auðvitað risastórar fréttir,“ sagði Björn í Sportpakkanum á Stöð 2. „Ég held að á fjármálahliðinni í íþróttunum höfum við nú varla heyrt stærri fréttir undanfarin ár eða áratugi. Þetta eru heilmiklar fréttir vegna þess að í rauninni, með ákveðinni einföldun, mættum við segja að með þessu sé konungsfjölskyldan í Sádi-Arabíu að kaupa efsta lag golfíþróttarinnar.“ Fjárfestingasjóður Sádi-Arabíu, betur þekktur sem PIF, samanstendur af olíupeningum Sádi-Arabíu og heyrir undir konungsfjölskyldu ríkisins. „Við getum kallað þetta þjóðarsjóð eða fjárfestingasjóð Sádi-Arabíu og þessi sjóður er að langmestu fullur af olíupeningum en það hefur verið lögð áhersla á það núna að setja eggin í svolítið fleiri körfur. Að bæta úr eignardreifingu þessa stóra og mikla eignasafni Sádanna og áberandi hluti af því hefur verið gert í gegnum íþróttir.“ Það var árið 2021 sem LIV mótaröðin, sem var keyrð áfram á fjármagni frá Sádi-Arabíu, var stofnuð til höfuðs PGA mótaröðinni og náði hún að lokka til sín nokkra af helstu kylfingum heims. Síðan þá hefur ríkt hatrömm deila þeirra sem standa á baki mótaröðunum tveimur og því koma nýjustu fréttir því mörgum á óvart. Óvíst er hvað tekur nú við og hver örlög LIV mótaraðarinnar verða. „Nú spyrjum við okkur að því, hvað verður til dæmis um LIV-mótaröðina. Er ekki akkúrat ástæðan fyrir því að vera gera þetta til þess að allir þessir kylfingar séu að spila í sömu mótunum og var það ekki það sem í raun og veru gerðist, þegar verið var að kljúfa þetta í sundur, að það svolítið vantaði. Við eigum svo sem eftir að sjá hvernig spilast úr því en það er ekki ólíklegt að LIV-mótaröðin hreinlega leggist af. Vegna þess að Sádarnir stjórna PGA-mótaröðinni núna, ekki að fullu og ekki eingöngu en það verður smíðuð regnhlíf yfir þetta nýja apparat sem sá sem stýrir peningum PIF, sá sem stýrir olíufyrirtæki Sádi-Araba mun stjórna.“ Konungsfjölskyldan í Sádi-Arabíu er sökuð um íþróttahvítþvott, að beita íþróttum til þess að fegra eða fela slæmt orðspor sitt. „Gagnrýnendur þessara viðskipta hafa bent á að þetta sé augljóst framhald af því sem Sádi-Arabía hefur gert hingað til, sem talið er hafa verið mikill íþróttahvítþvottur. Það þarf svo sem ekki að koma á óvart því staðreyndin virðist vera sú að þessi íþróttahvítþvottur virkar. Það eru ekki bara Sádar sem hafa góða reynslu af því í þessu samhengi, heldur aðrir líka og hvort sem ástæðan sé sú að þetta sé eðlilegur partur af fjárfestinga mengi sádiarabíska fjárfestingasjóðsins eða hvort að þessu sé ætlað að þvo ímynd Sádi-Arabíu alþjóðlega í gegnum íþróttirnar þá mun það án efa hafa mjög jákvæð áhrif fyrir Sádana og á það hljóta þeir að treysta líka.“
LIV-mótaröðin Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira