Áfengismálin ekki einkamál eins ráðuneytis Bjarki Sigurðsson skrifar 17. júní 2023 18:01 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir að ræða þurfi áfengismálin á mun breiðari grundvelli en einungis innan veggja eins ráðuneytis. Hún sjálf sé á meðal þeirra ráðherra sem hafi komið í veg fyrir áfengisfrumvörp hafi verið afgreidd út úr ríkisstjórn. Í gær sagði dómsmálaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 að mikilvægt væri að endurskoða áfengislöggjöfina hér á landi í heild sinni. Kallaði hann ástandið sem ríkir á áfengismarkaði „villta vestrið“ vegna fjölda áfengisnetverslana sem opnað hafa síðastliðin tvö ár. Með því að reka netverslun komast fyrirtæki hjá löggjöf sem bannar einkaaðilum að selja áfengi í verslunum án sérstaks vínveitingaleyfis sem oftar en ekki er einungis veitt öldurhúsum og veitingastöðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur undir orð dómsmálaráðherra en vill leggja áherslu á að það þurfi að kalla fleiri að borðinu, þar á meðal heilbrigðisstarfsfólk og sérfræðinga í lýðheilsumálum, ekki einungis smásala. „Af því að við höfum haft hér ákveðna stefnu sem snýst um að heimila ekki óheft aðgengi að áfengi. Það hefur verið hluti af okkar lýðheilsu- og forvarnarstefnu. Nú sjáum við að tæknibreytingar eru að hafa þau áhrif að viðskiptahættir eru að breytast og við verðum að vera raunsæ á að sú breyting er ekki að fara neitt og þá skiptir einmitt máli að kalla alla að borðinu til að skapa sátt um hvernig við viljum hafa áfengisstefnuna á Íslandi,“ segir Katrín. Hún segist sjálf ekki vera sammála því að áfengi sé eins og hver önnur neysluvara og ætti að vera seld í matvörubúðum en hins vegar þurfi að þróa löggjöfina í takt við breytta viðskiptahætti. Netverslunin sé komin til að vera og því sé alvarleg umræða fram undan. Dómsmálaráðherra sagði við mig í gær að það hafi reynst erfitt að koma frumvörpum tengdum áfengi út úr ríkisstjórninni, hvað veldur því? „Það er vegna þess að ég er meðal þeirra og það eru fleiri innan ríkisstjórnarflokkanna sem telja þessi mál verðskulda umræðu á miklu breiðari grunni en svo að þau séu einkamál eins ráðuneytis,“ segir Katrín. Hafa verið tekin skref til að koma þessari umræðu á breiðara stig? „Við þurfum að taka slík skref, það er algjörlega rétt.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Í gær sagði dómsmálaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 að mikilvægt væri að endurskoða áfengislöggjöfina hér á landi í heild sinni. Kallaði hann ástandið sem ríkir á áfengismarkaði „villta vestrið“ vegna fjölda áfengisnetverslana sem opnað hafa síðastliðin tvö ár. Með því að reka netverslun komast fyrirtæki hjá löggjöf sem bannar einkaaðilum að selja áfengi í verslunum án sérstaks vínveitingaleyfis sem oftar en ekki er einungis veitt öldurhúsum og veitingastöðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur undir orð dómsmálaráðherra en vill leggja áherslu á að það þurfi að kalla fleiri að borðinu, þar á meðal heilbrigðisstarfsfólk og sérfræðinga í lýðheilsumálum, ekki einungis smásala. „Af því að við höfum haft hér ákveðna stefnu sem snýst um að heimila ekki óheft aðgengi að áfengi. Það hefur verið hluti af okkar lýðheilsu- og forvarnarstefnu. Nú sjáum við að tæknibreytingar eru að hafa þau áhrif að viðskiptahættir eru að breytast og við verðum að vera raunsæ á að sú breyting er ekki að fara neitt og þá skiptir einmitt máli að kalla alla að borðinu til að skapa sátt um hvernig við viljum hafa áfengisstefnuna á Íslandi,“ segir Katrín. Hún segist sjálf ekki vera sammála því að áfengi sé eins og hver önnur neysluvara og ætti að vera seld í matvörubúðum en hins vegar þurfi að þróa löggjöfina í takt við breytta viðskiptahætti. Netverslunin sé komin til að vera og því sé alvarleg umræða fram undan. Dómsmálaráðherra sagði við mig í gær að það hafi reynst erfitt að koma frumvörpum tengdum áfengi út úr ríkisstjórninni, hvað veldur því? „Það er vegna þess að ég er meðal þeirra og það eru fleiri innan ríkisstjórnarflokkanna sem telja þessi mál verðskulda umræðu á miklu breiðari grunni en svo að þau séu einkamál eins ráðuneytis,“ segir Katrín. Hafa verið tekin skref til að koma þessari umræðu á breiðara stig? „Við þurfum að taka slík skref, það er algjörlega rétt.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira