Ferðamönnum fjölgar hratt á Spáni að nýju Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 24. júní 2023 14:31 Spænskur túrismi hefur að fullu náð vopnum sínum eftir þrengingar Covid19-farsóttarinnar. Myndin er frá Cadiz í Andalúsíu. Eduardo Briones/Getty Images Spánverjar reikna með að ferðamönnum fjölgi um 15% í sumar miðað við árið í fyrra. Þar með hefur spænsk ferðaþjónusta náð vopnum sínum að fullu síðan í Covid-faraldrinum og gott betur. Allt er orðið dýrara Útlitið er gott fyrir spænskan túrisma. Könnun á meðal 400 fyrirtækja í ferðaþjónustu sýnir að búist er við 15% aukningu á pöntunum miðað við sumarið í fyrra. Hins vegar verður allt dýrara en áður. Talið er að flugfargjöld hafi hækkað að jafnaði um 10 til 15% auk þess sem mikil verðbólga hefur haft í för með sér hækkun á öllu sem heitið getur; gistingu, mat og öllu öðru. Og Spánverjar ætla líka að ferðast meira en í fyrra, en þá héldu margir að sér höndunum vegna mikillar verðbólgu, sem nú er í rénun. Helstu áfangastaðir Spánverja innanlands eru Balear-eyjarnar, Majorka og Ibiza, þá koma Kanaríeyjar og strendur Miðjarðahafsins. Þá er Madrid nú í fyrsta sinn nefnd með uppáhaldsáfangastöðum innfæddra. Spánverjar fara helst til Bandaríkjanna Fari Spánverjar í utanlandsreisu er vinsælast að fara til Bandaríkjanna og nágrannalanda í suðri; Egyptalands og Jórdaníu. Þá njóta nýir áfangastaðir á borð við Albaníu og Búlgaríu aukinna vinsælda. Spænskar ferðaskrifstofur óttast ekki að verðbólga og verðhækkanir fæli útlendinga frá því að koma til Spánar. Þeir koma flestir frá Frakklandi, Bretlandi og Þýskalandi og Bandaríkjamönnum fjölgar frá ári til árs. Útlendingar heimsækja helst austur- og suðurströndina, með öðrum orðum, þeir vilja liggja í sól og synda í sjónum. Þá er vinsælt að heimsækja stórborgirnar Madrid og Barcelona og svokallaðar vínferðir eða „rutas del vino“ verða æ vinsælli. Þingkosningar að sumri setja hugsanlega strik í reikninginn Þingkosningar fara í fyrsta sinn fram að sumri hér á Spáni í sumar, eftir þrjár vikur, þann 23. júlí. Starf við kjörstaði er þegnskylduvinna hér á Spáni og því óttast margir að verða fyrirvaralítið kallaðir til að sinna þeirri vinnu á kjördag. Það virðist þó ekki draga úr pöntunum Spánverja á sumarleyfisferðum, en spurningum hefur rignt inn til stjórnvalda um hvernig komast megi hjá þessari þegnskyldu, skyldi kallið koma. Spánn Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Allt er orðið dýrara Útlitið er gott fyrir spænskan túrisma. Könnun á meðal 400 fyrirtækja í ferðaþjónustu sýnir að búist er við 15% aukningu á pöntunum miðað við sumarið í fyrra. Hins vegar verður allt dýrara en áður. Talið er að flugfargjöld hafi hækkað að jafnaði um 10 til 15% auk þess sem mikil verðbólga hefur haft í för með sér hækkun á öllu sem heitið getur; gistingu, mat og öllu öðru. Og Spánverjar ætla líka að ferðast meira en í fyrra, en þá héldu margir að sér höndunum vegna mikillar verðbólgu, sem nú er í rénun. Helstu áfangastaðir Spánverja innanlands eru Balear-eyjarnar, Majorka og Ibiza, þá koma Kanaríeyjar og strendur Miðjarðahafsins. Þá er Madrid nú í fyrsta sinn nefnd með uppáhaldsáfangastöðum innfæddra. Spánverjar fara helst til Bandaríkjanna Fari Spánverjar í utanlandsreisu er vinsælast að fara til Bandaríkjanna og nágrannalanda í suðri; Egyptalands og Jórdaníu. Þá njóta nýir áfangastaðir á borð við Albaníu og Búlgaríu aukinna vinsælda. Spænskar ferðaskrifstofur óttast ekki að verðbólga og verðhækkanir fæli útlendinga frá því að koma til Spánar. Þeir koma flestir frá Frakklandi, Bretlandi og Þýskalandi og Bandaríkjamönnum fjölgar frá ári til árs. Útlendingar heimsækja helst austur- og suðurströndina, með öðrum orðum, þeir vilja liggja í sól og synda í sjónum. Þá er vinsælt að heimsækja stórborgirnar Madrid og Barcelona og svokallaðar vínferðir eða „rutas del vino“ verða æ vinsælli. Þingkosningar að sumri setja hugsanlega strik í reikninginn Þingkosningar fara í fyrsta sinn fram að sumri hér á Spáni í sumar, eftir þrjár vikur, þann 23. júlí. Starf við kjörstaði er þegnskylduvinna hér á Spáni og því óttast margir að verða fyrirvaralítið kallaðir til að sinna þeirri vinnu á kjördag. Það virðist þó ekki draga úr pöntunum Spánverja á sumarleyfisferðum, en spurningum hefur rignt inn til stjórnvalda um hvernig komast megi hjá þessari þegnskyldu, skyldi kallið koma.
Spánn Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira